Tíminn - 05.07.1981, Side 5
Sunnudagur 5. júli 1981.
5
um i' sinni eigin Reykjavik, i sin-
um eigin heimi, með barnavagna
og töskur, ranglar nú hér inni
gersamlega stjórnlaust, likt og
það vilji sýna hversu yfirgefiö
þaö er i' hinum tóma alhéimi.
Þessar varkáru og hreinlegu
manneskjur meö fastan vinnu-
tím a og roða i kinnum, með gullúr
frá húsbændum sinum, með
ullarbuxur og eftirþanka, með
klárar skoðanir um skólamáltiðir
og portúgalska nýlendustefnu,
sama fólk og áður gekk um i
hægðum sfnum úti og talaði
saman ihálfum hljóðum er nú likt
og vindsorfnar rústir eftir sjálft
sig..
Hvílíkir
*
umskiptingar!
bað ep leitun að viðlika um-
skiptingum. Samkvæmisklæði
karlanna eru sundurtætt.
Dyggðug andlit kvennanna ljóma
af dýrslegum losta. Samskipti
þeirra taka þegar við matborðið á
sig likamlega, svo maður segi
ekki dýrslega mynd. Alls staðar
loga slagsmál, stórir karlmenn
gráta og þeim blæðir. Organdi
kona sviptir upp um sig pilsinu og
fellur aftur fyrir sigá dansgólfið.
Enginn tekur eftir henni, i kring-
um hana stappar fólk i takt við
djöfullega hljómsveit.
Ég ryðst að borði þar sem ein-
hver hefur ælt. Ég bendi einum
þjóninum á ástandið. Hann
þurrkar af borðinu með erminni.
Hann hlær aö frómri eftir-
grennslan minni um matseðil. Ég
verð að gera eins og hinir, vera á-
nægður með svartadauða, kóka-
kóla og poka af frönskum.
Það er ekkert óeðlilegt að það
þurfi staði þar sem fólk getur létt
á sér i hverju samfélagi. Það
þurfa að vera öryggisventlar,
þeim mun fleiri, þeim mun betur
er samfélagið skipulagt. En öll
þessi innlifun, að spila svona út.
Að einstaklingurinn hegði sér eins
og svin i járnhöröu einræðisþjóð-
félagi, með óhagganlegt stóra-
bróðursfyrirkomulag, það get ég
fullvel skilið. En hér i þessu
sómakæra landi, að þessi skyn-
samlegi lifsmáti geti æxlast út i
svo almenna niðurlægingu.
Afengið yljar mér að innan. Ég
fylgist með aðförunum með vax-
andi velvild. Tóm flaska þeytist i
gegnum salinn og strýkst hjá
konuhöfði. Hún bærir ekki á sér
þóttflaskan mölbrotni á veggnum
bak viðhana. Hún sefur værum á-
fengissvefni, meö munninn opinn
eins og fiskur sem nær ekki and-
anum. 1 sömu andrá fær þessi
sjón mikiðá mig, einmanaleikinn
og li'fsþorstinn sem aðeins fá út-
rás á þennan máta. Ég færi mig
nær og beygi mig yfir hana til
þess að gera vart við nærveru
mina. An þess að mæla þrifúr hún
mig til sfn og sýgur sig fasta við
mig.
—Nú förum við heim, elskan,
segir hún, og dregur mig á eftir
sér fram í anddyrið.
Ritstjórinn enn!
Við þrengjum okkur i gegnum
hjörðina á dansgólfinu. Þar sé ég
mann sem ég átti alls ekki von á
að sjá á slikum stað. Ég trúi ekki
eigin augum. Ritstjórinn. Þessi
litli huggulegi maður hringsnýst
með eggjandi konu, jafn fullur og
ófeiminn og allir hinir. Og ég sem
frábað mér félagsskap hans til að
geta sinnt bergfræðinni.”
Casanova hverfur i skyndingu
af ÞórsCafé ásamt drukknu kon-
unni, Guðbjörgu. Þau keyra óra-
tímaileigubil, allt út á ystu enda-
mörk borgarinnar i hálfkarað
hverfi sem þarf viðgerða viö jafn-
vel þóttþað sé langtfrá þvi tilbúið
til vigslu.
A tröppunum á ibúð Guð-
bjargar liggur órakaður gamall
róni á skyrtunni, Guðbjörg býður
honum að liggja á sófanum yfir
nóttina. Vist hans þar verður að
visu öllu lengri. ,,Hérna úti eru
svo margar manneskjur sem ekki
geta séð um sig sjálfar,” segir
Guðbjörg.
„Tveggja herbergja Ibúðin var
hræðileg. Nýtiskuleg, þröng og
alltof heit. Óhreinn þvottur i
haugum út um allt, lykt af plasti
og káli ódýrar eftirprentanir af
sigaunaskóm og Pigalle-torgi á
veggjunum, risastórar dúkkur og
styttur i bókahyllunni, blá nælon-
motta og slitin leikföng út um öll
gólí....” Barbaríið veröur hvar-
vetna á vegi Casanovas.
Leigubi'lstjórinn sem keyrði
þau uppeftir bankar uppá, ær af
reiði. Hann er hvorki meira né
minna en faðir tveggja barna
Guðbjargar — ,,skitur”segir hún.
VeslingsCasanova verður svo illa
við að hann fær niðurgang á þessu
islenska alþýðuheimili, þarf að
forða sérá klósettiö einmitt þegar
eitthvað virðist i uppsiglingu.
Lýsingarnar á magavandkvæð-
um hans og viðleitni hans til að
fela öll vegsummerki eru ná-
kvæmar, en óþarfar á þessum
vettvangi, m.a. stfflast klósettið.
Nýtt hlutverk
Þau elskast. Lýsingarnar á þvi
eru á köflum á mörkum vel-
sæmisins. Guðbjörg kann margt
fyrir sér. Hún lifnar við i örmum
Casanovas. Og Casanova fær ó-
svalandi ásthneigð sinni fullnægt.
Hann er búinn að finna sér nýtt
hlutverk.
Sólarhring siöar snýr Casanova
aftur i' húsakynni blaðsins. Þar
flatmagar ritstjórinn og veit nú
hvað klukkan slær, er eftir allt
ekki svo einfaldur, berar enn á ný
tvieðli sitt.
— Þú þarft ekki að ljúga, sagði
hann. Þú þarft ekki að flýja, ekki
einu sinni að skýra nokkuð út, ég
veit upp á hár hvar ég hef þig.”
En ritstjórinn er ekkert vondur,
hann játar Casanova aðdáun sina
— hvern langar ekki að leika
Casanova istað þess að sökkva æ
dýpra i' fen lyga og vangetu. Rit-
stjórinn er kýniskur maður og
veraldarvanur, hann er Jekyll
læknir, (en varla ritstjóri
Moggans).
Ástarævintýrið með Guöbjörgu
verður æ innlifaðra. „Þessi teg-
und af ást var nýtt upplifelsi fyrir
mig. Eins og drukkinn maður
ráfaði ég um i ibúðinni i úthverf-
inu — á bláu nælonmottunni fyrir
framan hrjótandi rónann á sófan-
um — og fannst ég eiga heima
þar. Einn með þessari ibúö, með
þessari konu, þessum róna, út-
hverfinu, hversdagsleikanum,
leiðindunum, einfaldleikanum,
einn með öllu þvi sem er svo
verijulegt að enginn tekur eftir
þvi.”
Casanova lifir sig svo sannar-
lega inn i hlutverk sitt sem Casa-
nova, heimilisfaðir i úthverfi,
Casanova borgari, Casanova
smáborgari. Hann hlustar á tón-
list, spilar á fiðlueins og forfaðir-
inn Giacomo.
Hin daglega
snara
En hvort sem það er fyrir áhrif
frá Casanova eða ekki er fólk að
lifna við alltikringum hann. Rón-
inn er farinn að éta, farinn að
kvarta og gera kröfur. Guðbjörg
reynir af öllum mætti að hlusta á
Alban Berg, gripa i bók, er farinn
að tala um annað en þetta hvers-
dagslega og m.a.s. farin aö
standa upp i hárinu á eiganda
grillbarsins „Grilly” þar sem hún
vinnur — forstjórinn er reyndar
kani, eftirlegukind af vellinum.
Casanova virðist vera að
festast i' snöru hins daglega lifs —
það er stutt i endalokin ellegar
flóttann. Og einn daginn er hin
ástfangna, ástleitna og ástsjúka
Guðbjcrg farin að spyrja hann
um hans fyrra lif. Casanova sem
er ekki neitt, hefur engan bak-
grunn eöa markmið getur ekki
svarað sliku. Guðbjörg verður að
láta sér ástarbri'mann nægja.
Einn daginn þegar leigubil-
stjórinn kemur og heimtar sinn
rétt svarar Guðbjörg — „Börnin
eru búin aö fá nýjan föður, betri
en þig.” Það hleypur hland fyrir
hjartað á Casanova. Guðbjörg
gerir æ meiri kröfur og vill ræða
sameiginlega framtið þeirra.
Einn eftirmiðdag snýr Casa-
nova heim í Breiðholtið úr göngu-
ferð — tíkast tíl hefur hann farið i
Norræna Húsið — þar situr Guð-
björg á sófanum og grætur. Rón-
inn sem i millitiðinni var farinn
aö drekka á nýjaleik hafði reynt
að hafa mök við Helgu, sex ára
dóttur hennar. Staða Casanovas á
heimilinu var einnig véfengd.
Enginn vissi hver hann var I
rauninni. Nágrönnunum fannst
hann huggulegur en dularfullur.
Hann hafði komið viða fram undir
fölsku nafni. Leigubilsstjórinn
kenndi honum um allt, þar á
meðal afbrotið. Þegar Casanova
er i þá mund að veröa allsherjar
syndaselur kemur ritstjórinn eins
og himnasending, eins og Deus ex
macliina og lýgur alla fulla með
þviað harn sé aö vinna mikivægt.
og leynilegt verkefni á Islandi,
hann sé bergfræðingur og ís-
landsvinur, um gott mannorð
hans geti enginn efast. Casanova
fær mynd af sér I blöðum, það er
tekið á móti honum á æðstu stöö-
um og — „allan timann hló rit-
stjórinn og hlær enn..”
Enn einu sinni
ritstjórinn!!
Casanova ákveður að hverfa á
braut. Skrifar Guðbjörgu hið ó-
hjákvæmilega bréf. Hann fer i
bæinn og horfir á hana i siðasta
sinn í neonbirtunni á Grilly, litla
konu i áletruðum gulum nælon-
slopp. Aldrei meir...
„Ég stóð við flugafgreislu Loft-
leiða og var rétt búinn að kaupa
miða með fyrsta flugi úr landi
þegar ritstjórinn kom hlaupandi á
móti mér. Hvað stóð nú til? Þessi
maður, enn einu sinni.
— Farðu ekki um Glasgow,
stundi hann upp. Þú verður stöð-
vaður. Hér er annar miði, með
leiguflugi, engan grunar að þú
takir þessa flugvél.
An þess að skilja upp né niður
tók ég við miðanum og elti rit-
stjórann um gangana 'i flug-
stöðvarbyggingunni. Við földum
okkur á afskekktu klósetti.
— Konan... hún reyndi að
fremja sjálfsmorð... hún sakar
þig um hræðilega hluti. Lög-
reglan villyfirheyra þig, þú gætir
legið illa í þvi. Hún hefur vitni...
hún er vití sinu fjær.
Ég náði mér ekki fyrr en Island
lá mörg þúsund metrum fyrir
neöan mig. Ég varö að spyrja
sessunaut minn hvert viö værum
að fara. Hann horfði furðu lostinn
á mig og sagði: „Auövitað til
Bangkok.” Ég neri á mér augun
eins og ég væri að reyna að losna
Utúr martröö. Bangkok. Ritstjór-
inn. Allt svo óklárt. Lif mitt. Ég
þorði ekki að hugsa það til enda.
Fann aðeins þetta eina: Reyndu
ekki að skilja.”
Kræsin ferðabók
A leiðinni er Casanova svo
niðursokkinn að ekki einu sinni
okkar fallegu flugfreyjur megna
að dreifa athygli hans. Island
kemur ekki meira við sögu i
Casanovas senare resor. 1 Bang-
kok er hann plataður og snuðaður
af þokkahjónum. Hann leikur
aftursnúinn hermann i Banda-
rikjunum, eignast þar fjölskyldu,
heimiliog vini. Fer með gömlum
nasistum til Bogotá að leita að
indiánum . En alls staðar er konan
i fyrirrúmi, hin bliða Zanetta og
hin kaldlynda Ingrid sem verða á
vegi hans siðar meir.
Siðari ferðir Casanovas telst
varla til meginbóka. Kannski i
Sviþjóð.þar sem hún var marg-
verðlaunuð, en ekki annars
staðar. Hún er gloppott, sundur-
slitin af handhægri og auðveldri
heimspeki, söguþráðurinn, ævin-
týrið nýtur sin ekki þegar maður
þarf að hlaupa yfir annan hvern
kafla. Það er óþarft að ráða Is-
lendingum að leggja sig eftir
henni eingöngu vegna þess að hún
kemur eili'tið inn á ísland og is-
lenskt. A köflum er hún þó hress-
andi, kraftmikil, klámfengin og
meinfýsin — stendur sjálfsagt
uppúr meðal sænskra raunsæis-
bóka. Það er helst yfirborös-
mennskan sem veldur þvi að á
köflum er raun að lesa hana.
tsland? Kom Casanova hingað
eða ekki? Eiga slikir ekki auðvelt
uppdráttar hér? 1 fúlustu: Við
höfum gaman af þvi að lesa hvaö
útlendingum finnst um skerið. 1
Casanova er það ekki alltaf
kræsilegt, engan veginn hlutlæg
ferðalýsing, en á tiðum smellið,
til aö mynda ballið i ÞórsCafé —
likast til áður en staðnum var
breytt — kannski er ÞórsCafé
Casanovas li'ka samsuða úr
mörgum slikum stöðum undir
einu þjóðlegu nafni. Breiðholtið
sem Casanova dagar uppi er tíka
sannferðugt á köflum, hrópandi
smekkleysið i ibúð Guðbjargar er
liklega mjög islenskt fyrirbæri.
En ritstjórinn úrræðagóöi, hver
er hann..??
eh.
Donald Sutherland sem Casanova
i samnefndri mynd Fellinis.