Tíminn - 05.07.1981, Side 12

Tíminn - 05.07.1981, Side 12
Sunnudagur 5. jiílí 1981. 12 bergmál EKKI HONT — örfáir þankar um „helgarfárid” ■ Helgarblöð — svosem eins og þetta sem þú ert með i' höndunum mætur lesari — hafa verið dálitið i sviðsljósinuað undanförnu: ekki sist eftir að fjölmiðlakönnun Hag- vangs var birt ellegar ekki birt. Þaö má telja fjögur regluleg helgarblöð á markaðnum: Helg- arblað Visis, Sunnudagsblað Þjóðviljans, Helgarpósturinn og Helgar-Timann, fyrir svo utan Moggann sem kemur risavaxinn á sunnudögum eða réttara sagt laugardögum. Þessi fimm blöð slást um hylli eitthvað 100 þúsund manna á Reykjavikursvæðinu og rúmlega 200 þúsund á landinu öllu — litt eða ekki læs smábörn að visu meðtalin — og það er beinlin- is undravert að svo mörg blöð skuli geta þrifist, þvi vist þrifast þau þó reksturinn gangi máske ekki alltof vel. Eiga tslendingar heimsmet i blaðalestri? Það get- ur vel verið. En hvað þá með þessi helgarblöð? Samkvæmt fyrrnefndri fjöl- miðlakönnun sem Hagvangur gerði vel að merkja fyrir auglýs- endur kom i ljós sem allir vissu að Mogginn er lang mest lesna blað- iö á landinu. Staöa hans er ótrú- lega sterk þvi það liggur við aö mestur hluti þjóðarinnar gluggi i Moggann sinn á degi hverjum, flestir á sunnudögum. Prósentu- talan mun vera um það bil 70% á landinu öllu og 80% á höfuðborg- arsvæðinu. Það er langur vegur niðri næsta blað sem var Helgar- blað Visis með um það bil 45% ef ég manrétt, siðan kemur Helgar- pósturinn með tæp 40%. Þá kom þáverandi sunnudagsblað Tim- ans en talan sem fylgdi þvi held ég sé varla marktæk lengur. Sið- astur var Þjóðviljinn. Hvað merkja þessar tölur? Hvað þýðir það fyrir Moggann að 70—80% blaðalesenda yfirleitt skuli lesa hann? Er Mogginn besta blaöið? Nei, þvi það hefur i rauninni alltaf vakiö undrun okkar blaðamanna á hinum blöðunum sem horfum með litt duldri öfund á algera yfirburði Morgunblaðsins á hin- um tölulegu sviðum, hversu litil- fjörlegt það er þegar allt kemur til alls. Og þó getum viö sauö- tryggir lesendur ekki á heilum okkur tekiö ef við fáum ekki Moggann okkar. Nú er það aug- ljóst mál að Mogginn með sinar erlendu fréttir, vel skipulagðar þjónustuauglýsingar og fast efni er næstum lifsnauðsynlegt ef maður vill vera með. Það er lika augljóst mál að Mogginn með all- an sinn siðufjölda og alla sína lit- breiðslu hefur langtum meiri möguleika enhin blöðin, næstum- þvi til samans. Samt er eins og allt þetta pláss nýtist ekki nógu vel og við þusum úti Moggann okkar. En lesum hann samt. Eru þetta örlögin, einsog ólafurjóns son ympraði á i grein i Dagblaðinu fyrir nokkrum dög- um? Altént er þaö ekki Morgun- blaðið sem ég ætlaði aö fjalla um hér heldur hin raunverulegu helg- arblöð: skrautútgáfurnar á Tim- anum, Þjóðviljanum og Visi og til skamms tima Alþýðublaðinu. Hver er tilgangur þessara blaða, kostir og gallar, hvað er likt meö þeim og ekki sist hvað er ólikt meö þeim. Aðeins verður drepið á það hér að neðan, lauslega. Póppblaðamennska á pólitiskum málgögnum Ég skal viðurkenna að það var grein ðlafs Jónssonar i Dagblað- inu sem hleypti þessari grein hér af stokkunum. Ég veit nefnilega ekki hvað ólafur var að fara með greininni sinni. Hann talaði dálit- ið um prósentutölur, auglýsinga- magn, poppblaðamennsku á póli- tiskum málgögnum og svo fram- vegis og ég fékk engan botn. Al- veg sérstaklega gerði Ólafur mik- ið úr þvi hversu keimlik blöðin væru, einkum Visir, Timinn og Helgarpóstur, en er það i rauninni svo? Vissulega hefur Helgarpóst- urinn sérstöðu, þó ekki væri nema vegna þess að hann flytur efni sem alla vega þetta hérna sneiðir hjá af þeirri einföldu ástæðu að svoleiðis efni er að finna i blaðinu dagsdaglega sem aftur á móti er ekki vist að allir lesendur Helgar- Timans hafi gagn af. Helgarpóst- urinn er viðfeðmara blað að nafn- inu til afþvi það er mark sem hann hefur sett sér en hann er hvorki betri né verri fyrir það. Inni hausinn var einhvern timann laumað— það stóð ekki þar i upp- hafi, var það? — að blað þetta sé um þjóðmál, listir og menningar- mál. Þetta heitir að taka sjálfan sig hátiðlega! Hitt er svo annað mál hversu lengi sérstaða Helg- arpóstsins endist honum.... Þjóðviljinn hefur lika sérstöðu en hún er allt öðru visi. Var ekki Sunnudagsblað Þjóðviljans fyrsta alvöru helgarblaðið? Sérstaða Þjóðviljans liggur ekki sist i þvi að blaðið er miklu ákveðnara pólitiskt málgagn en til aö mynda Visir og Timinn auk Helgarpósts- ins sem varla getur talist vera pólitiskt málgagn yfirleitt. Þjóð- viljanum hefur hinsvegar tekist að koma þvi þannig fyrir að póli- tisk afstaöa blaðsins er þvi ekki sérlegur fjötur um fót, miklu frekar styrkur þó að sönnu megi finna slæm dæmi þarsem pólitik hefur ráðið ferðinni. Það er að visu rétt aö lesi maður Þjóðvilj- ann stundum er það einsog að komast i einkamálgagn innvigðra en þarf ekki að vera neikvætt. Það sem svo lika einkennir Þjóð- viljann er hversu misjafn hann er og óstabill, eittárið góöur, annað vondur. Ég ætla ekki að segja hvort hann er núna! Keraur Framsóknar- flokkurinn Helgar- Timanum við? Þá erueftir Helgarblað Visis og Helgar-Timinn. Það eru ekki ósvipuð blöö, það er alveg rétt. Enda róa bæði á sömu mið — raunar sömu mið og Helgar- pósturinn rær einnig á — hafa það semsé að markmiði að sjá lesend- um sinum fyrir afþreyingarefni og engu öðru nema kannski dá- litlu kryddi. En af hverju að sjá fólki fyrir afþreyingarefni? Er þaö háleit hugsjón, gróðavon, er það lymskuleg tilraun póli- tiskra stjórnenda til að lauma þrætubók sinni innanum allt „poppiö” einsog Ólafur Jónsson gefur þráfaldlega i skyn — eða er bara verið að gefa út blað til þess aö gefa út blað? Þetta spilar allt inni þó ekki sé ég kominn til með að segja i hvaða hlutföllum. Hug- sjónin felst i þvi að gefa út vand- að, skemmtilegt og jafnvel fróð- legt blað sem fólk vill lesa — hvaða „kick” það veitir mönnum hef ég ekki minnstu hugmynd um ! — gróðavonin i þvi að það er margsönnuð staðreynd að heigar- blöð eru keypt meira en hvers- dagsblöðin og i þeirri feiknahörðu samkeppni sem hér rikir má ekk- ert blað vera eftirbátur annars, og ekki þýöir fyrir þaðað synja að hinn pólitiski þáttur er vafalaust áhrifamikill lika. En ég segi fyrir okkur sem gefum út þetta blað. Framsóknarflokkurinn kemur okkur ekki hið minnsta við þó i opnunni bls. 8-9 tróni hann i öllu sinu veldi. Svipaða sögu er að segja af samsvarandi opnu i Helgarblaði Visis vænti ég. Visir hefur að visu tekið eindregnari afstöðu með Sjálfstæðisflokki uppásiðkastiðaðþvierég fæ best séð en sem betur fer eru þau áhrif enn varla teljandi á siðum Helgarblaðsins. En ég varað taia um að blöðin tvö — og Helgar- pósturinn — væru ekki ósvipuð. Þau gætu átt það til aö taka upp samskonar mál, þau gera öll- sömul dálitið af þvi að taka stór viðtöl við mismunandi þekktar persónur (þótt Helgar-Tíminn hafi lagt af hin föstu opnuviðtöl i hverju einasta blaði sem Visir og Helgarpósturinn halda enn úti, fremur af vilja en mætti), og það er hárrétt að i öllum blöðunum er nokkuðf jallað um popp. Þetta má hinsvegar ekki verða til þess að draga úr þeim mismun sem þrátt fyrir allt er á blöðunum — burtséð frá gæðamismun, he...! Helgar- blað Visis er nú tii aö mynda fréttablað lika meðan Helgar- Timinn kemur út i tvennu lagi og annað blaðið er laugardagsblað en hið siðara sunnudagsblað og hið fyrrnefnda sér um fast efni, fréttir, þjónustuauglýsingar og slikt. Þetta hefur furðu mikil áhrif — burtséð frá plássinu og það hygg ég að þeir skilji sem vinna á blöðunum. Og efnistök eru dálitið önnur, guðsblessunar- lega, og framhjá gæðum verður ekki horft. Sjálfshól og hjaðninga- vig Ég vil taka það fram aö ég ætla ekki að fara að monta mig. Nógu eru blöðin montin samt! Nú fyrir skemmstu fékk ég i pósti bækling frá Helgarpóstinum sem var eitt- hvert það ósvifnasta mont sem um getur, liggur við þessi pési hafi slegið út sjálfshólið, sem Dagblaðið eys daglega yfir sjálft sig og kristallaðist i heilu blaði i fyrra um fimm ára afmælið þar- sem komið var á það stig að telpa nokkur „hafði orðið þess heiðurs aðnjótandi” að fæðast sama dag og Dagblaðið kom fyrst út. Leiöinlegt að sjá Helgarpóstinn á sömu braut. Blöðin eru reyndar flestöll ákaflega veik fyrir sjálfs- hóli — samkvæmt reglunni: Ef við hrósum okkur ekki sjálfir, þá gerir það enginn — og Morgun- blaðið er meira að segja svo ánægt með sig að það er hætt að taka það f ram en ætlast til að allir viti það sé mest og best. Nú, Þjóð- viljinn er „Blaöið Okkar”, hvorki meira né minna, og Visi finnst sómi að þvi að vera rekinn með happdrætti. Það er auðvitað snar- vitlaus pólisia en þeir munu hafa safnað miklum fjölda nýrra áskrifenda útá það og hifa kannski blaðið upp i framhaldi af þvi. Ég skal ekki þræta fyrir að Timinn hafi stært sjg dálitið afþvi að vera orðinn nýr en ætla sem- .sagt ekki að taka undir það. Það verða aðrir að gera, ef ástæða þykir til. Og hvað er þá eftir? Fjögur helgarblöð og sunnudags Moggi sem eru svipuð að ýmsu leyti en ósvipuð að öðru en gera altént út á nokkuð svo sömu mið. Verður ofveiði? Fyllast menn kligju, ógeði, syfju er þeir hafa lesið tvö eða jafnvel þrjú af þessum blöð- um, tala ekki um fimm? Ég held ekki. Islendingar hafa nú einu sinni gaman af að lesa og þessi blöð eru i örvæntingarfullri sam- keppni um að f inna nú i eitt skipti fyrir öll nákvæmlega hvað fólk vill lesa. Lesendum er gert hátt undir höfði, þeir hafa alltaf rétt fyrir sér, ekki siður en viðskipta- vinir i búðum og læknar. Það er, að þvi er best verður séð, ennþá markaður fyrir öll þessi blöð, all- an þennan hafsjó af blöðum en svo er spurning hvort einhver þeirra verða undir þegar frammi sækir. Missa úthaldið og það sem verraer: lesendurna. Það veröur að sýna sig. A meðan höldum viö áfram að gefa út blöö öldungis stútfull af þvi sem við tel jum okk- ur hafa ástæðu til að ætla að fólk vilji lesa. Aldrei að vikja! Það mun lika vera reynsla frá útlönd- um aö helgarútgáfur séu lifvæn- legar vel imeðallagi, nú á þessum siöustu og verstu timum, alla vega fyrir blaðaútgáfu. Reyndar erekkinema gottum það að segja að helgarútgáfur og -blöð hérna á Islandi eru á ýmsa lund frábrugð- in samsvarandi útgáfum er- lendis: kannski erum viö að búa okkur til hefð. Lesum bara fleiri helgarblöð! Þá fá allir nóg að bita og brenna og blöðin geta látið af dálitiö barnalegum hjaöningavig- um og óhóflegri samkeppni, þótt keppnisandi veröi seint kveðinn niöur, eða þannig. En lesum fyrir alla muni fleiri helgarblöð! Illugi Jökulsson, blaðamaður, skrifar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.