Tíminn - 05.07.1981, Page 14
15
unglingasídan
okkar á milli sagt
^ oki
STORBORG...
Þóra Þórsdóttir skrifar um stórborg og óspillta náttúru í Kanada
Til
góðfúsra
lesenda
■ Hér kemur þá
unglingasíðan góð-
kunna í þriðja skipti.
Hún er með dálitið
öðru sniði en forverar
hennar sem helgast
aðallega af þvi að nú er
i fyrsta sinn birt efni
sem lesendur hafa
sent. Var það afhent
umsjónarmönnunum
með mikilli leynd og
algerrar nafnleyndar
krafist. Nú er bara að
vona að fleiri hafi
samband/ til frekari
glöggvunar er
heimilisfangiö/
Dagblaðið Tíminn c/o
Unglingasíða
Síöumúla 15
Reykjavík 105
Eins og þið væntan-
lega verðið vör við/ ef
þið á annaðborð nennið
að lesa það sem á þess-
ari siðu er, þá er nú
fjallað um bók eftir
Eðvarð Ingólfsson,
sem ber nafnið „Gegn-
um bernskumúrinn"/
útgefin af Æskunni
fyrir siðustu jól. Þess
er að vænta að öðru-
hverju verði f jallað um
bækur, en sennilega
einvörðungu þær sem
annaðhvort eru skrif-
aðar af unglingum
ellegar um unglinga.
g Toronto er ein at storborgum
Kanada, og ibúafjöldi hennar er
um 2.5 milljönir. Flatarmáliö er
624 ferkílómetrar. Borginni er
skipt niður I fimm hluta, lithverf-
in og svo miðbæinn sjálfan. Borg-
in er stabsett við norðvestur horn
Ontario vatns f suður Ontario
fylki.
Fyrstu fbúar svæðisins sem
nefnist Toronto nú voru Indíánar
og er nafnið ..Toronto” talið kom-
iö frá Indfánaorðinu „otorontan”,
sem þyðir samkomustaður. Arið
1610 settist fyrsti franski land-
könnuðurinn þar að og sfðar
komst á vöruskiptaverslun milli
Frakka og Indfána. Virki voru
reistá staönum til varnar, en árið
1756 réðust Bretar inn á svæðið og
sigruöu Frakka 1763. Þarna var
reist þinghús sem stendur enn og
er Toronto höfuðborg Ontario
fylkis. Nafnið var þá York en var
breytt aftur yfir I Toronto árið
18714.
Árið 1813 réðust Bandarikja-
menn inn i York og lögðu bæinn i
rúst. Smátt og smátt var hann
byggður upp aftur og þegar kom-
ið var fram á siðari hluta 19. ald-
ar stækkaði hann með gffurlegum
hraða. Árið 1904 varð mikillbruni
I borginni, sá mesti i sögu hennar
og orsakaðist hann af rafmagns-
bilun sem varð f smáfyrirtæki.
Tjónið var metið á 13 milljónir
dollara (65 milljónir nýkróna) og
86 byggingar eyðilögðust en það
furöulega var að enginn lét lifið.
í dag er Toronto glæsileg stór-
borg en íbUar hennar eru alls
staðar að Ur heiminum, bæði inn-
flytjendur og flóttamenn. Aðal-
málið er enska en maður heyrir
allar tungur veraldar. Toronto er
mjög athyglisverð borg að því
leyti að yfir 40% ibúanna eru
annaðhvort fæddir erlendis eöa
eiga foreldra sem komu erlendis
frá. Þar af leiðandi kynnist
maður fólki trú þess og máli, frá
ifllum heimshornum.
Þar er sambland af gömlum og
nýjum byggingum og ein glæsi-
legasta bygging nútimans er CN
turninn. Skammstöfunin merkir
Canadian National og turninn er
notaður t il Utvarps- og sjónvarps-
MYND
■ Ég heyri hvernig vindurinn þýtur i trjánum, hvernig hann
nauðar i húsinu svo brakar i hverri sperru og stoð. Regnið bylur
á glugganum og ég skynja hvernig myrkrið smokrar sér i öll
skúmaskot. Oðru hverju er myrkrið rofið af eldingum sem koma
eins og þórsvagn þeysandi af himnum við undirleik mikilfeng-
legra þruma.
1 herberginu er aðeins eitt flöktandi kertaljós og það varpar
stórum þunglamalegum skuggum á veggina.
Á veggnum gengt rúminu er mynd. Myndin er af konu sem
heldur á hljóðfæri, hvaöa hljóðl'æri veit ég ekki. A borði fyrir
framan hana liggja nokkur nótnablöð. Hún lýtur höfði, augu
hennar eru lukt og andlitið virðist hjúpað einmanaleika. Ein-
manaleika þess sem er einn i heiminum og á engan að. Hún
virðist svo umkomulaus þar sem hún hangir upp á vegg inn i
myndinni með hljóöfærið sitt og nóturnar, en samt er svipur
hennar bjartur og fagur. Ég læt augun reika, frá myndinni að
bókaskápnum með öllum gömlu lúnu bókunum. Það er einhver
virðuleikablær yfir þeim, þarsem þær standa i röðum, hver ann-
arri eldri, eins og skilaboö fortiðarinnar. Á næsta vegg eru dyrn-
ar, þær eru lokaðar. Við hlið þeirra er borðið. Það er gamalt,
rekið saman úr óhefluðum fjölum en slit áranna hefur gert það
rennislétt. Á boröinu eru nokkur blöð, penni og blekbytta, annað
ekki. Við borðið er stólkollur, kominn til ára sinna eins og flest
annað i þessu herbergi.
Við hlið rúmsins er fatakistill.hann er hvitmálaður. Ofan á
honum er vasi með blómum sem ég kann ekki að nefna. Veit
baraaöþau erusölnuöog feyskinogbúin aðfella flest blöðin. Við
hliðina á fatakistlinum er rúmið mitt. Gengt þvi er mynd i gyllt-
um ramma. Myndin er af konu sem heldur á hljóðfæri. Kerta-
ljósið flöktir og varpar dansandi skuggum á myndina. Dans
þeirra er hægur og harmþrunginn eins og þeir reyni að velta af
sér þungum klafa. En konan i myndinni er einmanaleg, eins og
hún eigi engan aö.
1 rúminu ligg ég og horfi á myndina uns kertaljósið deyr út.
Samt held ég áfram aö horfa á myndina þangað til ég á hvitum
vængjum draumsins liö i burtu og horfi á sjálfan mig liggja i
rúminu. Ég sé að konan stigur útúr myndinni, hún réttir mér
höndina og við leiöumst saman út á hina eilifu viðáttu þar sem
alltaf er sólskin.
Þar sem fuglarnir syngja allan daginn.
Daginn sem á sér engan enda.
st.m.h.
fjarskipta og þar aö auki er hann
útsýnisturn. Turninn er hæsti
turn heims, rUmlega 550 metrar á
hæö. Þessi stórkostlegi risi sem
stingur skýin i gegn, gnæfir jafn-
vel yfir stærstu skýjakljúfana.
Turninn
Sjálf hef ég komið upp i turninn
um það bil fimm sinnum og hver
ferð er nýtt ævintýri. Það eru
fjórar glerlyftur utan á bygging-
unni sem likjast pöddum. Meðan
pöddurnar skriöa rólega upp eftir
veggjunum sér maöur allt smám
saman minnka fyrir neðan og Ut-
sýnið verður alveg frábært. Þeg-
ar komiö er upp að útsýnispöllun-
um er um tvo kosti að velja og er
annar þeirra utandyra meö stál-
neti frá gtílfi til lofts. Bilarnir
fyrir neðan eru á stærð við smá-
skordýr og það sést varla i fólkið.
Stranglega bannað er að kasta
niður hlutum, t.d. ef einni krónu
væri hent niöur og lenti á manni
mundi hann drepast á stundinni!
Fyrir ofan þessa Utsýnispalla
er veitingastaöur sem snýst og á
botni turnsins er tjörn byggð af
manna höndum og hægt er að fá
lánaöa stigna báta.
Turninn var tilbúinn áriö 1976
og á meðan á byggingu hans stóð
stökk einn byggingarmannanna
sem var áhugamaöur um fall-
hlffarstökk niður frá toppnum.
Hann slasaöist ekkert, aflaði sér
frægðar en var þvi miður rekinn
úr vinnunni!
Arlega er haldin sýning og
nefnist hún Canadian National
Eidiibition (CNE). Þá eru haldn-
ar hundruö sýninga, tivoli er
komiö upp og risasttírt Utisvið er
fyrir rokkhljómleika.
Ontario Place nefnist annar
skemmtigaröur. Þar er stórt og
mikið kvikmyndahús sem er eins
og sttír golfbolti. Þegar labbaö er
upp göngin aö þessari fyrir-
fa’ðarmiklu, hvitu kúlu er það
eins og að ganga inn i eitthvert
annarlegt geimskip. Velja má á
milli nokkurra kvikmyndasala og
meðal annars er þar stærsta
bogna kvikmyndatjald heims.
Litiö er fram til hægri og vinstri á
tjaldið. Þarna sá ég mynd um
Vestmannaeyjagosiö 1973.
Rafhlaðinn bolti
Ég man eftir einu skipti að við
Dabbi og Vésteinn brtíöir fórum á
flugsýningu. Við vorum nýkomin
og vorum aö horfa á flugmanninn
sýna listir sinar og allt i einu
stefndi vélin lóðrétt niður og
hvarf i' vatnið fyrir neöan. Það
var svo skritið að sjá þetta, að
það var ekki fyrr en eftir smá-
stund að fólk áttaði sig á þvi að
þarna hafði orðið slys, en þetta
væri ekki hluti sýningarinnar!
Ftílkiðþautaf stað niður að vatn-
inu. Það haföi orðiö bilun i vélinni
og flugmaöurinn lést náttúrlega
samstundis.
Það eru mjög áhugaverð söfn i
Toronto og með þeim skemmti-
legustu eru Ontario Science Cent-
re. Þar eru rúmlega 500 sýningar-
básar og flesta þeirra er hægt að
rannsaka sjálfur. Þar eru alls-
kyns tölvur, gömul sögn af eld-
húsum á hinum og þessum tima-
bilum og liffræðideildir þar sem
t.d. er módel af mannslikaman-
um og hægt er aö sjá hvert
likamskerfi með þvi að ýta á viss-
an takka.
Þarna er haldið svo mikið af
sýningum að maður getur varla
byrjað að Utskýra það. Maður er
önnumkafinn timunum saman og
þetta er svo skemmtilegt að
® Þarna er turninn og fyrir norð-
an eru skógarnir...
maður tekur ekki eftir þvi að
samtimis er maður að læra. Einu
sinni var ég beðin aðkomauppá
svið og beöin um að leggja hönd-
ina á silfurbolta sem stóö á fæti.
Hárið á mér reis upp og ég sttíð
þarna eins og biðukolla fyrir
framan fullan sal af áhorfendum
sem hlógu sig máttlausa! Bolti
þessi var rafhlaðinn og þess
vegna stóö hárið beint upp i loft-
iö.!
Draugakastali
Þetta er gott dæmi um söfn nú-
timans en til eru lika söfn i göml-
um stíl. Eitt dæmi er kastalinn
Casaloma sem reistur var árið
1911 af kanadiskum auðjöfri, Sir
Henry Mill Palatt. 1 kastalanum
eru 98 herbergi og hann er dæmi-
gerður ævintýrakastali með
leynigöngum og dimmum
draugalegum stigum, rétt eins og
i leyndardómasögum. Þessi
rómantiski sérvitringur bjó
þarna einn, með þjónum og hús-
dýrum, þar til fyrirtæki hans fóru
á hausinn og hann þurfti að yfir-
gefakastalann. NU á borgin hann
og er hann opinn almenningi.
Eitt safn sem ég hef alltaf
gaman af að heimsækia er Black
Creek Pioneer Village sem er
þorp byggt að fornum siö. Þar eru
um þaö bil 30 byggingar og eru
einar fimm þeirra á sinum upp-
runalega stað. Hér er m.a. kirkja,
skóli, prentsmiðja, mylla og
margt fleira. Fólkið klæðist föt-
um i 19. aldar stil og ferðast um i
hestvögnum. Þegar komið er inn
fyrir grindverk byggðasafnsins
er eins og maður sé kominn aftur
i tímann um 150 ár. Þessi fornu
hús, föt og lifnaðarhættir eru öll
mjög áhugaverð og er það bæöi
athyglisvert og skemmtilegt aö
geta lifað sig inn i lif forfeðranna
nokkra stund en lif þeirra var
ekki alltaf dans á rósum. Horft er
á meðan smiðurinn hamrar til
skeifur, prentarinn handprentar,
myllan malar korn, konurnar
baka brauð og spinna á rokk og
krakkarnir afhenda þyrstum
ferðamönnum eðladrykki.
Þegar maður virðir fyrir sér
þessi gömlu hús með sinum ein-
stæðu svefnherbergjum þar sem
eru virðulegar himnasængur,
blómskreyttar þvottaskálar uppi
á vandvirknislega útskorinni
kommóðu, — þá veltir maður oft
fyrir sér hvernig þetta fólk hafi I
rauninni veriö, hvernig það
hugsaði og hvernig lif þess var.
Þetta er alveg tilvalinn staður
fyrir þá rómantlsku og ihald-
sömu!
Níagarafossar
Eittaf náttúruundrum veraldar
eru Niagarafossarnir. Þeir eru
mestu fossar heims og liggja við
landamæri Bandarikjanna og
Kanada. Skeifufossinn (Horse-
shoe Falls) er 54 metrar á hæð og
771 metri á breidd. Vatn þeysist
niður af miklum kraftiog myndar
sterkan straum á silfur tæru
vatninu og Uðinn er þéttur eins og
þoka svo aö stundum sést ekki
niöur. Bátur sem heitir Maid of
the Mist siglir alveg upp að foss-
unum fyriralmenning. Það er svo
einstakt að sjá þetta að þó bátur-
inn hossist f sterkum hvirflum og
straumum neðan við beijandi
fossvegginn hefur maður ekki
tima til að verða sjóveikur eða
hræddur. A meðan á feröinni
stendur er leiðsögumaður sem
segir skemmtilegar sögur um
menn sem hafa fariö niður foss-
ana i' tunnu eða labbað yfir á linu
og einn maður hefur meira að
segja hjólað á einhjóli yfir foss-
anaá linu.Allter nú hægtaðgera
til að afla sér frægðar.
Undir fossunum eru göng sem
liggja aö þremur fjórum svölum
þar sem hægt er aö standa
næstum þvi undir fossunum.
Ofsaleg demban blasir við og
hávaðinn er ærandi. Allir klæöast
risastórum, svörtum regnkápum
og stígvélum þvi að hér blotnar
maöur alveg i gegn. Ævintýralegt
er að labba eftir dimmum göng-
unum og sjá alla eins og álfa i
helli með vatn drjúpandi niður
meðfram veggjunum og fólkið
vaðandi i tveggjasm djúpu vatni.
Þetta er svo dularfull og óvenju-
leg sjón að hún er ógleymanleg. A
kvöldin er orðið er dimmt er
kveikt á ljósum sem lýsa upp
fossana i öllum regnbogans litum.
Það er mjög glæsilegt og fallegt
en mér finnst þaö einum of
ónáttúrulegt.
Óspillt náttúra
Mikiö er af fallegum göröum i
Toronto en ekki er langt til hinnar
óspilltu náttúru fyrir norðan. Þar
eru vötn og skógar en þvi miður
er þaö svæði alræmt fyrir skógar-
elda sem stafa aöallega af
klaufsku almennings eða af
eldingum.
Ég hef eytt mörgum ánægju-
legum stundum i sumarbúðum,
sumarbústöðum og i Utilegum við
falleg vötn og innan tim græna og
brúna risa. Mér finnst mjög
gaman I kanó og að róa á spegil-
sléttu vatninu og horfa á eldheita
stílina dansa yfir vatnsfletinum.
Ég fýlgistmeðsólinni meðan hún
sigur niður yfir sjóndeildarhring-
inn og rauðu og gulu litimir mást
út af myrkrinu. Ekkert er eftir
nema glitrandi stjörnurnar, fest-
ar við kolsvartan bakgrunn,
dimmir hvikulir skuggar trjánna
umhverfis og kyrrðin.
Mér verður hugsaö til Indián-
anna sem fyrir ævalöngu hafa
verið aö róa á þessu vatni áður en
land þeirra var hrifsað frá þeim.
Le Fin
Gamalmenni í dula rbúningi ungiinga?
Eðvarð Ingólfsson:
Gegnum bernskumúrinn
Æskan 1980
>Það vekur ávallt athygli þegar
kornungur rithöfundur kveður sér
hljóðs og sendir frá sér bók.
Fyrir siðustu jól kom Ut bókin
„Gegnum bernskumUrinn” eftir
Eðvarö Ingtílfsson, 19 ára. Bókin
ætti ekki sist að vekja athygli
unglinga þar eð hún fjallar um þá
og þeirra vandamál, að visu á
býsna kyndugan hátt á stundum.
Aðalsöguhetjan er Birgir, ný-
fluttur til Reykjavikur frá smá-
plássiútiá landi. Pabbi hans er á
millilandaskipi og sést sjaldan en
móðirin er alki. Eins og gefur að
skilja er Birgir ósköp vinasnauð-
ur en það rætist nú fljótt Ur þvi,
vegna þess hversu skemmtilegur,
gáfa'ður og litillátur hann er 1
skólanum situr við hliðina á hon-
umstúlkukind sem Asdis heitir og
er honum hjálparhella i stærð-
fræðinni þótt... „Honum þótti i
rauninni hálf skammarlegt,
metnaðarins vegna, að þiggja
hjálp frá stelpu, en huggaði sig
viö þaö aö hinir strákarnir geröu
þetta lika.” (Bls. 22-23) Fljtítlega
varð Birgir var við að Ásdis
„hafði vakið einhverja kennd I
brjtísti hans.” (25)
Mafian drekkur brenni-
vín
NU liöur að kosningum i skólan-
um og Birgir, Asdis og nokkrir
aðrir ákveða að bjóöa fram gegn
,,mafiunni”iskólanum sem hefur
Sævar nokkurn Ibroddi fylkingar.
Sævar er óttalega vondur strákur
sem alltaf erað hrakyrða þá sem
minna mega sin, svo sem skóla-
skáld og þeirra lika. Svo er hann
lika glæpon, hann og félagar hans
hafa brotist inn i verslun og til aö
Eðvarð Ingólfsson
nmm
kórtína viðbjóðinn drukku þeir
félagar i mafiunni mikið áfengi.
Kosningabaráttan var hörð og
grimmileg en auðvitaö unnu
Birgir og félagar og Ásdis var
formaöur. Hin nýja stjórn sýndi
nú framkvæmdasemi sina og sltí
upp diskóteki um kvöldið. En
mafian hafði ekki sagt sitt siðasta
orð!! Sævar og kompaní Krtust
og ekki var örgrannt um að þeir
félagar væru við vin. Birgir sem
var dyravörður gat aö sjálfsögðu
ekki hleypt slikum skithælum inn
en Sævar var svo ósvifinn aö taka
ekkert mark á dyraverðinum og
ætlaði inn — með góöu eða illu.
Upphtífust nú hin herlegustu
slagsmálog blönduöu æ fleiri sér i
málið. StUlka ein, ólétt i þokka-
bót, fékk snimmhendis högg i
kviðinn frá Sævari er hún dirfðist
að kalla hann viðbjóðslegan.
StUlkan, sem var vinkona þeirra
Asdisar og Birgis, var flutt uppá
slysavarðstofu i snarhasti.
Uppúrþessu tindust krakkarnir
heim til sin bölsótandi óþokkan-
um Sævari i hverju spori.
,, Kvenmaður af holdi og
blóði...”
Þegar Ásdis kom heim eftir uppá
,komuna og var komin undir
sæng „óskaði hún þess heitast að
draumaprinsinn væri hjá henni.
Hún var kvenmaður af holdi og
blööi. Hún haföi sömu þarfir og
aðrir..” (77-78) En sem hún
vaknar um morguninn heyrir hún
aö bankað er og er þar kominn
Sævar blóðugur og illa til reika.
Hann grátbænir hana að taka viö
sér og eftir smáþóf sættist hún á
það. Næst gerist þaö að synda-
selurinn brestur i grát og iörast
mikið geröa sinna. Greinilegt er
að mafiuforinginn er niðurbrotinn
og tnlir hann Ásdisi fyrir harm-
sögu ævi sinnar sem er grátlegri
lýsing en tárum taki. Til að bita
höfuðið af skömminni játar
Sævar aö vera faðir barnsins en
það hafði nefninlega ekki legið á
lausu. Ásdis huggar hann heil
ósköp og gefur honum vilyrði
fyrirþvi að sálfríeðingurinn, faðir
hennar, taki hann i tima.
Um kvöldið fara þau Birgir,
Asdis og Gunna, nýsloppin af
slysó niður á plan. En eins og öll
stórmenni og valdamenn áttu þau
sér óvildar- og öfundarmenn og
fengu meðal annars að heyra að
þarna færi jesú-fólkiö sem færi
með bænir og drykki mjólk á
kvöldin.
Drukknir og svælandi
sigarettur!
„Það verður ekki öllum bjarg-
að.sagði Asdis og þrenningin hélt
ótrauð áfram. Fleiri krakkar úr
Hdtsskóla voru þarna drukknir
og svælandi sigarettur. ömur-
legt, hugsaði Birgir með sér, sem
aldrei hafði haft löngun til aö
bragða áfengi. Þau reykja og
drekka aðeins til að Ukjast full-
oröna fólkinu, sagði Ásdis og lét
ekki aðra heyra til. Gangandi
málverk og tóbaksþrælar tólf til
þrettán ára. Makalaust hvað
jafnaldrar okkar eru ginnkeyptir
fyrir alis kyns lýðskrumi.”
Þessu stutta tilvitnun drepur á
einn púnkt. Svo virðist sem aðal-
söguhetjurnar, þ.e. Asdis og
Birgir, séu einhverjir mestu siða-
postular sem fyrirf innast. Mér er-
til efs að margir unglingar séu
svo afturhaldssamir I hugsun og
sá sérstæði hópur sem Asdis og
Birgirtilheyra. Engu er likara en
þar fari gamalmenni i dularbún-
ingi unglinga. Talsmátinn sem er
viðhafður er svo háfleygur og
gáfulegur að jafnvel Þórbergur
og Laxness gætu gubbað i takt
Lýsingar Ur partium eru með þvi
spaugilegasta sem ég hef lengi
lesiö. Þar sitja strákarnir i öðr-
um sófanum og brjóta heims-
vandamálin til mergjar með til-
heyrandi oröskrúði en i hinum
sitja stúlkurnar og leggja ekki
annaö til málanna en hlátrasköll,
klapp og pikuskræki á viðeigandi
stöðum.
En brunum áfram yfir sögu-
þráðinn.
Hann brást ekki karl-
mennskunni!
Sævar og hans illgirni voru á
hvers manns vörum i skólanum
og var mikið rætt um hvort ekki
væri réttast að sparka ofstopan-
um. En auðvitaö fann Birgir til
með greyinu sem allir hötuöu og
þegar skólastjórinn kallaði hann
á sinn fund tíl aö votta honum að-
dáun á þvi' að hann skyldi hafa
hjálpað þungaðri konu skólastjór-
ans, þá hún var á leiö úr strætó,
bar Birgir öölingurinn fram
náðarbeiðni Sævari til handa.
Skólastjórinn lofaði að gera allt
sem i hans valdi stæði fyrir hans
orð, hetjunnar góðhjörtuöu.
Næst gerist það að mamma
Birgis dettur i það og fer Ut á lifið
og kemur heim i fylgd einhvers
dela. Þvi miður haföi það gerst i
millitiðinni að eiginmaðurinn var
kominn af sjónum og upphefst nú
ein allsherjar tragidia. Ly'ktar
henni með þvi aö Birgir rýkur Ut
um miðja nótt og segir ekki af
ferðum hans fyrr en hjá Asdisi.
„Ekkert hindraði hann lengur i að
hitta hana — hana sem hann
þráði”. (122). Hver var aö segja
að Barbara Cartland sé væmin.
Um morguninn: „Hann beygði
sig yfirdraumadissina og smellti
litlum kossi á kinnina. Einhvers
konar þakklæti... Hann var
stoltur, og hafði ekki brugðist
karlmennsku sinni.” (123)
Úr takt við raunveru-
leikann
En ekki er ein báran stök. Að
loknu afrekinu snýr Birgir heim
og tjáir faðir hans honum að
mamman sé uppi á spitala vegna
krankleika eins mikils. Eins og
vill verða á slikum stundum
ákveða þeirfeögar aðveröa nýjir
og betri f umgengni viö mömm-
una og eftir að hafa ráðfært sig
við guð, er Birgir þess fullviss aö
allt lukkist. Og eins og i öllum
ævintýrum endar allt vel. Amen,
sagan búin.
Það er firna mikið hægt að setja
út á þessa btík, eins og litillega
hefur verið reifað hér aö framan.
Þtí er full ástæða tii að hvetja
flesta til að lesa verkiö, þaö er
þess virði, þótt það kosti e.t.v.
nokkra ógleði á stundum. Bókin
er að það sem höfundur er að
segja er algerlega úr takt við
raunveruleikann.
Hrafn Jökulsson
skrifar um
unglingabókmenntir t jáS|
AST”
Kyrrð. Þaö var viss lykt i loftinu sem fékk mann til að sakna
þess sem var liöið. Þó maöur hvorki vissi hvað var liðið né hvers
maður saknaöi.
Kvöld og myrkrið lagðist hægt og varlega yfir stiginn. Viö
enda hans stóð hús. Gamalt hús sem bjó yfir leyndardómum.
Stórt tré vafði greinar sinar um annan gafl þess. Gamalt tré sem
bjó yfir leyndardómum. Húsið og tréö áttu saman leyndarmál.
Skorsteinninn var skakkur og hænsnabjálkinn sem lá upp að
dyrunum var lika skakkur. I garöinum var leikfangabill. Hann
var brotinn.
Hún sat i eldhúsinu, laut fram á bnröið. öskubakkinn fyrir
framan hana var fullur. Dropar úr krananum féllu með vissu
millibili niður i vaskinn og mynduöu þungt og sefandi hljóð.
Hann gekk eftir stignum og horföi á ryðgað húsið. I kvöld var
þaö einmana og tréð virtist hafa fjarlægst það. I greinum þess
var enginn þytur. Það var þögn og viss lykt i loftinu. Hann riðaði
litið eitt á leið sinni upp hanabjálkann. Þaö var sprunga i glerinu
i dyrunum.
Hann gekk inn i eldhúsið. Settist, horfði á hana um stund og tók
upp Ur vasa sinum flösku. Droparnir féllu enn niður i vaskinn.
Skyndilega stendur hann upp og sparkar harkalega i borðið.
Engin viðbrögð, aðeins þögn.
Hvar er maturinn minn? hreytir herra sköpunarverksins út Ur
sér. Hann fær ekkert svar, aðeins þessa þögn. Hann byrjar að
sópa niður úr hillunum og af borðinu. Hún litur hægt upp. Augun
eru rauö og þrútin og undir þeim eru baugar, dökkir baugar. Hún
horfir um stund á aðfarir hans. Svo er eins og hún liöi burt. Langt
burt. En augun horfa stjörf beint fram. Það glampar á þau. Hlát-
ur. Kaldurog bitur. Hún byrjar aö hlæja. Hærra og hærra. Kald-
ara og kaldara. Hann stifnar upp, stendur kyrr. Siöan snýr hann
sér hægt við og horfir á hana. Hún var svo langt i burtu. Hún var
órafjarlægð frá honum. Þarna var aöeins þessi kaldi fjarræni
hlátur. Hann stendur graf kyrr, segir ekkert. Hún hættir snögg-
lega að hlæja. Inni var nistingskalt.
Uppi á lofti hniprar drengurinn sig saman undir sænginni.
Leikfangakassinn er fyrir hurðinni og koddinn er votur. Húsiö
titrar og tréö byrjar að fella laufin. Úti er byrjaö að hvessa.
Hann sest niður og hylur höfuðiö i höndum sér. Axlirnar titra.
Hún stendur hægt upp og kveikir sér i sigarettu. Hendur hennar
skjálfa ekki. Hún litur á blótsyröin i blómapottunum i gluggan-
um. Blótsyrðin þrifust vel, i blómapottunum i glugganum. Ofur-
hægt gengur hún að dyrunum. Úti var logn og það var þessi ang-
an i loftinu.
—tdh.