Tíminn - 05.07.1981, Side 22

Tíminn - 05.07.1981, Side 22
Sunnudagur 5. júli 1981. Anthony Burgess svarar kvenréttmdakonunum: Kynrembusvin rymur.. ■ Anthony Burgess er einhver þekktasti rithöfundur Bretlands nú um stundir og hann er líka um- deildur vel. Hann hefur semsé ekki alltaf fetað troönar slóðir. Gegnum tíðina hefur hann eign- ast marga óvini og meðal þeirra eru konur. Herskáir feministar það er að segja. Hér svarar Bur- gess kvenréttindakonum eftir aö þær höföu útnefnt hann eitt af mestu „kynrembusvínum” árs- ins 1980. Er ég var um daginn að hreinsa út herbergi sonar mins (hann er farinn til Parisar að starfa sem aðstoðarkokkur i eldhúsinu á Le Fouquet þarsem eru eingöngu karlmenn) þá rakst ég á hálfétið svin úr bleiku marsipani. Að þvi er virtist hafði svinið komið með jólapóstinum og svo illa var frá þvi gengið að hvorki ákvörðunar- staöur þess né tilgangur var ljós. Sonur minn hélt að það væri sér- viskuleg gjöf frá einhverjum vina sinna. En nú — af hreinni tilviljun — kemst ég að þvi úr gömlu Punch- blaöi sem ég fann á biöstofu lækn- is að grisinn var verðlaunagripur sem K venréttindaútgáfa Stóra-Bretlands haföi sent mér i tilefni þess að ég hafði verið val- inn i hóp mestu Kynrembusvina ársins 1980. Ég er búinn aö gleyma hverjir hinir voru en trúi á einn þeirra hafi gefið út mynda- bók sem helguð var fegurð kven- brjóstsins. Hverjar minar syndir gegn kvenþjóöinni voru veit ég ekki en mér hefur verið tjáð að mestu hafi ráðið grein sem ég skrifaði til að mótmæla nafni þvi sem Viragó-útgáfan (kvenútgef- endur gefa út konur) haföi kosið sér. Nú er þvi þannig farið að allar minar orðabækur eru sammála um að viragó standi fyrir hávaða- sama og skapilla konu, eiginlegt skass. Að sönnu er hin forna merking orösins sterk kona og hugdjörf, nokkurskonar ama- zóna. En orðsifjabókin krefst þess hinsvegar aö orðiö sé dregið af hinu latneska vir, karlmaður, og engin þrætubók getur breytt þvi aö oröið viragó þýðir þvi í raun og veru kona meö karlmannseig- inleika. Mér fannst þetta þvi kjánaleg nafngift og álit að þaö sé fyrirtæki sem þessu — i eðli sinu hugdjarft — til tjóns. Viragó-út- gáfan á eilift þakklæti skilið fyrir aö hafa endurútgefið „Pilagrims- för” Dorothy Richardson og þess lét ég getiö i ritdómi i The Ob- server. 1 staðinn senda hinir her- skáu stjórnendur fyrirtækisins mér ruddalega og heimskulega móðgun og ég get ekki leitt það hjá mér. Konur ættu ekki að haga sér svona, og ekki karlar heldur. Þjást aðeins karlar af kynrembu? Það hefur oft verið sagt, kannski of oft, að herskáar hreyf- ingarsem berjast fyrir réttindum þeirra sem taldir eru sæta kúgun — blökkumenn, kynvillingar, konur — byrja með þvi að beita rökum en flýja siöan af hólmi. 1 staðinn heimta þessar hreyfingar sér til handa þann rétt að mega afbaka orð. Ég mótmæli mis- þyrmingu orösins „gay” hýr. „Chauvinistic” merkir öfga- kennda fööurlandsást og ekkert annað. „Svin” er neikvætt orð sem móðgar hreinláta og bragð- góða skepnu, þaö er bjánalegt og menn áettu að bindast samtökum um að sniðganga þessa neikvæðu merkingu. En orðiö „kynremba” á að hafa sérstaka og nákvæma merkingu og er ég frétti að ég væri kynrembusvin áleit ég nauð- synlegt aö velta þessum hlutum ofurlitiö fyrir mér. Eftir þvi sem ég kemst næst þá ætti maður að vera haldinn kyn- rembu ef maður ástundar i orði eða verki hverskonar misrétti gagnvart einstaklingum af gagn- stæðu kyni. 1 praxis eru það aö- eins karlar sem þjást af kyn- rembu en i þvi felst að þeir vilja ekki fallastá heimssýn kvenna að einhverju eöa öllu leyti. Þetta þýðir svo dæmi sé tekið að ef ég er ekki sammála Viragó-útgáfunni um merkingu nafnsins þá er ég, samkvæmt kvenlegum rökum, sjálfkrafa orðinn kynrembusvin. Og fæ ble'ikt marsipansvin i pósti. En ég get ekki fallist á að þetta sé svona einfalt. Feministarnir hljóta að hafa eitthvað fleira á mig en enginn þeirra vill stiga fram og segja mér hvað það er. 1 Sýnisbók nútimabókmennta i Bandarikjunum sem Har- vard-háskólinn gefur út fjallar frú eða ungfrú Elizabeth Jane- way um kvennabókmenntir og þar á meðal bók eftir Mary Ell- mann sem heitir „Að hugsa um konur”. Hún segir meðal annars: „Vert er að minna á hversu út- breidd og viðurkennd sú skoðun er að konur séu óhjákvæmilega „annað” en karlar og hér hefur Ellmann safnað saman nokkrum dæmum um þessa skoðun, ekki aðeins frá þeim höfundum sem búast mátti við (Norman Mailer, Leslie Fiedler, Anthony Burgess) heldur og frá Robert Lowell, Malamud, Beckett og Reinhold Niebuhr.” Læt töfra kvenna ekki blekkja mig! Takið eftir þvi hversu óljós þessi setning er, og þó svo ljós. baö er varla til óljósara orð i ver- öldinni en þetta „annað”. Og það er notað sem vopn. Þarsem ekki er skilgreint hvað átt er við þá getur þessi klausa þýtt hvað sem notandinn vill, ekki ólikt viragó. Og að staðsetja nöfn einsog Mailer og Burgess og Fiedler i þessari klausu þarf heldur engra skýringa við. Viö vitum hvaö þeir standa fyrir og — kvenna á milli sagt — frekari skýringu er ekki þörf. Að konur eru „annað” en karl- ar er ein af lykilsetningum feminista. Þær eru liffræðilega annað, þær hugsa og skynja á annan hátt. En karlar mega ekki láta þetta útúr sér vegna þess að þegar karlar kveða svona að orði þá eru þeir að dæma konur: kon- ur eru ekki einsog við og þvi hljóta þær að vera okkur siðri. Sjálfur hef ég hvorki sagt, skrifaö né hugsað þetta. Þaö sem mér finnst vera kostur við sjálfan mig (og lika viö Mailer, Fiedler og önnur svin) er allt i einu orðið að meiri háttar galla. Það sem ég á við er að ég dáist að konum, hrifst af þeim eiginleikum þeirra sem eru ólikir minum eigin karlmann- legu eiginleikum, en læt töfra þeirra ekki blekkja mig til aö fall- ast sjálfkrafa á skoðanir þeirra á málum þarsem hlutlaust mat er nauösynlegt. Þarna er mergurinn málsins. Konur trúa þvi ekki að til sé hlutlaust mat: það sem karlmenn kalla hlutlaust kalla þær karlmannlegt. Ég er til að mynda þeirrar skoðunar að hvað varðar listina skipti kynferði engu máli. Er ég fjallaði um fyrstu bókina sem Viragó-útgáfan sendi frá sér — snilldarverk Dorothy Richardson — lét ég þess ekki getið að um væri að ræða eitt meginverk kvennabókmennta, heldur sagði ég að þetta væri mikið listaverk sem á ýmsan hátt boðaði komu James Joyce. Sennilega heföi ég átt að leggja áherslu á að þessi bók væri eftir konu en hin kven- lega hlið þessarar bókar fannst mér ekki ýkja mikilvæg. Ég álít að kynferöi höfundar skipti ekki sköpum, vegna þess að i góðum höfundi má finna eiginleika beggja kynja. óska samfara við kvenkirk j umá la ráðherra! En nú viðgengst sú villutrú viða — og ekki sist i bandariskum menntaskóla —að „Frú Bovary” og „Anna Karenina” geti ekki gefið góða mynd af þeim konum sem bækurnar fjalla um, af þvi að það voru karlar sem skrifuðu þær. Þetta eru ekki listrænir dómar, þetta eru fordómar sem feministar neita að endurskoða. Feministarnir vilja i rauninni ekki að karlar skilji konur. Á hinn bóginn eru konur öldungis vissar um að þær skilji karimenn og enginn gerir athugasemdir við karlmennina i bókum Bronté-systra eða Jane Austen. Látum nú bókmenntirnar liggja milli hluta. Snúum okkur aö lifinu sjálfu. Ég tel mig vera fullfæran um að skilja sjónarmið kvenna hvaðsnertir kynferðislegt viðhorf karla til þeirra. Hinn liffræðilegi mismunur hefur mikil áhrif á mig og hann kemur til skjalanna þar sem konur segja að hann ætti að liggja i láginni. Ég er gersamlega ófær um að umgangast konur á hiutlausan hátt. Er ég ræði við kvenlækni eða kvenlögfræðing, er ég tek i höndina á kvenforsætis- ráðherra, er ég hlusta á kven- kirkjumálaráðherra, þá get ég ekki að þvi gert að dagdraumar um hugsanlegar samfarir láta á sér kræla. Að þaö er viðkomandi konu til minnkunnar dettur mér ekki i hug að þræta fyrir. Hún hættir að vera persóna þvi að öll kynferðishegðun byggist á útmá- un persónuleikans. Þetta er sök náttúrunnar, ekki karlmannsins. Konur mótmæla þvi að litið sé á þær sem kyntákn en svona hefur náttúran nú einu sinni komið hlut- unum fyrir er kynferöislegar hvatir vakna. Sem ég skrifa þetta er ég með öðru auganu að horfa á hrifandi fallega konu i franska sjönvarpinu. Hún er aö tala um Kirkegaard en ég fylgist ekki svo mikið með þvi. Kona sem er jafn- viss um fegurð sina og hún virðist vera ætti að gera það sem fallegi kvenstærðfræðiprófessorinn við Bologna-háskóla gerði á miðöld- um — tala bakvið fortjald, það er aðsegja, tala i útvarpið. En rödd- in sjálf myndi þá visast þvælast fyrir þvi svo sannarlega gefur röddin hitt og þetta til kynna. Engin kona meðal Mozarts og Beethovens Ég viðurkenni að þessi afstaða min til kynferðislegra töfra kvenna leiðir til atvika sem feministar yrðu ekki rétt hrifnir af. A Brown’s Hotel vildi kven- dyravörður fá að bera töskurnar minar upp stigann. Það var henn- ar starf, sagði hún, en ég gat ekki látið hana gera það. Gamall sem ég er þá stend ég ennþá upp fyrir miklu yngri konum þegar ég ferð- ast i strætisvögnum eða neðan- jarðarlestum. Þetta er bliðleg verndartilfinning sem stafar ekki af neinu öðru en liffræðilegum mismun. Hvernig get ég beðist afsökunar á þvi þegar það er byggt inni sérhverja taug mina? Það er hefðbundið álit (en ég játa að kannski er það enn ein blekk- ing karlmannsins) að konur séu seinni til kynferðislegrar hrifn- ingar en karlar og það gerir þeim kleift að halda uppi hlutlausu sambandi við hitt kynið á skrif- stofunni eða á biðstofu læknisins. Ég trúi þvi sem konur segja mér að trúa — nefnilega að þær geti allt sem karlar geta, nema að geta börn og bera þungar byrðar (þó konan á Brown’s Hotel hafi gert sitt besta til að afsanna það). En þrátt fyrir allt stend ég i ströngu við að verja þessa skoðun mina gegn ótal likum um hið gagnstæða. Tökum til dæmis tón- list. Konum hefur aldrei verið meinað að stunda tónlist — þvert á móti voru þær gjarnan hvattar til að leggja hana fyrir sig — en konur hafa ekki eignast sinn Mo- zart eða Beethoven. Feministar segja mér að þetta muni breytast einn góðan veðurdag, þegar kon- ur hafa lært að semja tónlist sem kventónskáld, en þaö mun vera hlutur sem karlar hafa komið i veg fyrir að þær gerðu. Mér finnst þetta vera hið versta bull og ég get bent á tónskáld einsog Theu Musgrave og Dame Ethel Smyth (en hún var mikill feministi og samdi meðal annars „Kröfugöngu kvenna” og auk þess „Niöurbrjótana” og „Fangelsiö” sem kvenfrelsiskonur myndu gera vel i að endurlifga). ■ Þessi skopmynd fylgdi grein Burgess I bresku blaði. Fallega kennslukonan segir: „Þú ert ekki að fylgjast með, Burgess!” Og drengurinn svarar: „Vist, fröken, vist...” ■ Anthony Burgess: „Ég er ger- samlega ófær um að umgangast konur á „htutlausan” hátt. Ég get ekki gert að þvi að dagdraumar um hugsanlegar samfarir láta á sér kræla.” Ég álit að listræn sköpun sé karl- mannlegur staðgengill lifrænnar sköpunarþarfar kvenna og ef konur komast langt i bókmennt- um þá geti verið að þær bók- menntir séu, einsog Virginia Woolf sagði, nær slúðri en list. Enginn yröi hinsvegar ánægðari en ég ef konur framleiddu mesta listaverk allra tima, svo lengi sem konur viðurkenna að listin er mikilvægari en listamaðurinn. Hvaö vill konan? Ég sé nú að flest, ef ekki allt, af þvi sem ég hef skrifað hér að ofan mun væntanlega valda mikilli reiði i herbúðum feminista og ekki þætti mér óliklegt að pantaö- ir yrðu fleiri marsipan-grisir (at- hugaöi Viragó-útgáfan að panta sviniö frá kven- sælgætisfram- leiðanda?). En þvi miður verður að játa að flest þaö sem karlar segja er liklegt til að valda reiði feminista á þessum slæmu og órökréttu timum. Karlmaðurinn er frá náttúrunnar hendi alls ófær um að segja réttu hlutina við kon- ur, nema hann sé þvi leiknari hræsnari. Freud sagöi furðu lost- in: „Hvað vill konan?” Ég fæ ekki séð, þrátt fyrir skrif Simone de Beauvoir, Caroline Bird, Sara Evans, Betty Friedan, Germaine Greer, Elizabeth Janeway, Kate Millett, Juliet Mitchell, Sarah B. Pomeroy, Marian Ramelson, Alice Rossi, Sheila Rowbotham, Dora Russell, Edith Thomas, Mary Wollstonecraft og hinnar miklu Virginiu sjálfrar að þeirri spurningu hafi verið svarað á fullnægjandi hátt. Þaðsem konur ekki viljaeraft- ur á móti fullljóst — kynferöis- lega kúgun af hálfu karla, hefð- bundin hlutverkaskipti og allt það. Þegar einhverjar „jákvæð- ar” áætlanir skjóta upp kollinum — einsog til dæmis „afkynj- un”tungumálsins — þá vakna með okkur körlum óþægilegar hugsanir um fáránleika allra her- skáu kvenréttindahreyfingarinn- ar. Ég neita aö segja „Ms” i stað frú eða ungfrú, þetta er ekkert orð, og mér finnst út i hött að nota einsog starfskraftur eða forper- sóna f stað starfsmaður og for- maður. Og ég stend á þvi fastar en fót- unum að (a) að viragó er afskap- lega hvimleiður kvenmaður, og (b) að herskár feminismi þurfi ekki að taka tillit til mannasiða. Ef þessu bleiku svini hefði ekki þegar verið fleygt i ruslið þá myndi ég segja kvenútgefendum Bretlandseyja hvaö þær gætu gert viö það... Lauslega þýtt: —ij.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.