Tíminn - 05.07.1981, Page 23

Tíminn - 05.07.1981, Page 23
Sunnudagur 5. júli 1981. Steiner skrifar sér Hitler Ef Hitler hef ði komist undan... NU er Steiner bUinn að senda frd sér nýja skaldsögu — „The Portage to San Cristobal of A.H.”, lesist Adolf Hitler. Nýleg gagnrýni í „Times Literary Supplement” gefur i skyn hvert Steiner er að fara. Efnið gæti i raun staðið undir afbragðs þriller. Steiner gefur sér að Hitler hafi ekki gengið undir i Berlin i striðslok, heldur hafi staðgengill verið drepinn, að tennur foringjans, sem i raun voru eina sönnunargagnið um að þarna væri lik Hitlers, hefðu verið falsaöar. Og að Hitler hafi sloppið ásamt ýmsum minni spámönnum til Suður-Ameriku. Þrjátiu árum siðar er hann enn i felum i myrk- viði Amazonskóga, gamalmenni á niræöisaldri. Loks er hann svo handtekinn af leitarflokki gyð- inga undir forystu gamals nas- istaveiðara frá Israel, sem hefur verið á hælum hans um árabil. Veik fjarskipti hópsins gefa um heiminum til kynna hvað er á ferðinni. Hugsanlegar afleiðingar handtökunnar valda f jaðrafloki á æðstustöðum i Bretlandi, Banda- rikjunum, Frakklandi og Sovét- ríkjunum. Heimspressan kastar sér yfir Suður-Ameriku. Steiner einblinir á feröalag gyðinganna með fjársjóðinn mikla á vit siðmenningarinnar, baráttu þeirra við banvæna náttiíru, veikindi og þreytu. Mótívið minnir óneitanlega á „Heart of the Darkness” eftir Conrad — ferð inn i myrkviðið til að leita uppi eins slags myrkra- höfðingja sem siöan hefur undir- förul áhrif á eftirleitendurna. Sagan er blönduð minningum frá Utrýmingarherferð nasista, „Hinni endanlegu lausn”, hugar- fóstri Hitlers og umræðum viðs vegar um heiminn þegar furöu- fréttir taka að berast innan Ur frumskóginum. Gyðingarnir eru dcki vissir um hvort skeyti þeirra til höfuðstöðvanna komast i gegn og vita ekki nema margvisleg öfl muni reyna að hindra þá í að flytja Hitler til Israel, likt og gert var við Eichmann. Skuldaskil Vangaveltur leitarflokksins gefa Steiner færi á aö filósófera og hefjasöguna upp yfir plan ein- faldra spennubókmennta. Þeir berjast i gegnum frumskóginn meö furðu ernan Hitler i eftir- dragi og ræða um náttUru hefndarinnar. Hvað er hægt að gera við forgöngumann hroða- verkanna sem Steiner tæpir ann- að veifið á i bókinni. Yngsti með- limur hópsins hefur harma að hefna vegna þess aö faðir hans var drepinn i' fyrri tilraun tii að finna Hitler og er uppfullur af hugvitsamlegum pyntingum og likamlegum pislum sem biða gamla mannsins. En eldri og reyndari maður segir honum að slik hefnd myndi engu góöu koma til leiðar: „Ef við pyntum hann eða hengjum hann gefum við i skyn að þaö sé hægt að bæta fyrir eitt- hvað af þvi sem hann hefur gert, eins og það sé hægt að afturkalla 1/milljónasta hluta af þvi. Ef við hengjum hann mun sagan jafnóð- um draga sér sin mörk. Eins og það hafi verið skuldaskil. Og gleymskan mun fylgja á eftir. Það er einmitt það sem þeir vilja. Þeirvilja að við gerum skitverkið fyrir þá og leggjum alla sektina á herðar honum. Eins og kórónu. Það var allt honum að kenna. Látum gyðingana strengja hann upp. Hanngerði það allt. Þeir vita það manna best. Viö erum sýkn saka. Fyrst negldu þeir upp sinn KristognU Hitler. Guð hefur val- ið gyðingana. Sem böðla sina. Prófsteinn á mannkynið Megin þema sögunnar eru hug- leiðingar um sekt, réttlæti, um syndagjöld og söguleg tengsl gyð- ingaþjóðarinnar við ofsækjendur sina. Þærná hápunkti við lok bók- arinnar er Hitler tekur að verja geröirsinar og sýnir að hann hef- ur litlu gleymt af gömlu mælsku- listinni. Innbyrðis hafa leitar- main rætt um gamla orðsporiö um aö Hitlerhafisjálfur haft i sér gyðingablóð. Nú hefur hann oröið og játar aö margar af hugnfynd- um sinum um goðkynja herraþjóð með einstakt sögulegt hlutverk hafi verið innblásnar af gyðing- dómi. Hann viðurkennir að hann hafi reynt að losa heiminn við gyðinga vegna þess aö þeir hafi verið óviðunandi prófsteinn mannkynið. Þarna spilar inn i þrihöfða rök- semdafærsla Steiners sjálfs úr ,,In Bluebeard’s Castle” um það hvers vegna gyöingarnir hafi ver- ið svo óþægur ljár I þúfu mann- kynsins — siðferöislegar kröfur þeirra voru altækar og óupp- fyllanlegar: Krefjandi eingyðis- trd Jahves, boðskapur Krists um ást og fyrirgefningu, væntingar Marx um algert þjóðfélagslegt réttlæti. I ljósi þessara gjafa gyðing- anna er mannkyninu óviöbjarg- andi. Hitler Steiners segist hafa reynt að frelsa mannkyniö frá þessari einhliða kröfugerð gyö- inganna um æðri gildi: „Þrivegis hefur hann smitað huga okkar með bakterium fullkomnunarinn- ar”. Hitler reyndi að losa mann- kynið við þessa byrði, og afleið- ingin? Uppfylling drauma Sionismans i mynd tsraelsrikis, sem aldrei hefði orðið til án hel- fararinnar. Gölluð efnistök I umfjölluni nni um „The Portage to San Christobal of A.H.” i TLS segir ennfremur aö bókin beri meiri keim af goðsögu- legri skáldsögu en sögulegri. Steiner sé kjarkmaður, hann megi biíast við mótbárum frá ein- stengingslegum gyðingum, sem iiti á bókina sem viðleitni til að hvitþvo Hitler. I raun sé þó bókin óvenju sterk og djúphugul, helst sé að finna að stilnum sem á köfl- um er hroðvirknislegur og ósann- færandi. Þaö er skiljanlegt. Stein- er á sér þrjú móðurmál og þvi ekki furða að hann eigi erfitt með að skrifa sannfærandi samtöl á ensku. Málfarið á ritgerðum hans er oft ofhlaðið og yfirdrifiö, slikt getur átt vel við á þeim vettvangi, getur jafnvel verið til áhrifsauka, en þegar daglegt mál er sett á pappir er slikt óhjákvæmilega til baga. Höfundur greinarinnar i TLS, Bernard Bergorzi, segir: „Og þó, það er meira fólgið i þvi að skrifa en að skrifa alltaf vel. Það er krafturinn fremur en fágaður still og stöðugleiki sem einkennir þessa athyglisverðu bók.” Rétt einu sinni hefur Steiner komiðokkur aödáendum sinum á óvart. eh ■ Georg Steiner erkikrítíker er furðu illa kynntur hér á landi. Bækur hans sjást að vísu f lestar hverjar í búðum hér seint og síðarmeir, en i blöðum og tímaritum hef- ur hann legið í þagnargildi, aðrir óverðugri hlotið meiri umfjöllun. Þetta er í raun kyn þar sem Steiner ætti að vera okkur að góðu kunnur, var hér á tíma heimsmeist- araeinvigisins mikla og skrifaði um það bók. Annars er þetta óvenju f jölgáfaður maður, alhliða menningarrýnandi af gamla skólanum og meistari þeirrar dvín- andi listar að koma hugsunum sínum i hnitmiðað form essayunnar. Hann er höf- undur ritgerðasafnanna „Language and Silence" og „Extraterritorial", menning- ar- og þjóðfélagsgagnrýni með stóru sniði í „In Bluebeard's Castle: Some Notes Towards the Re-definition of Culture". Samanburðar bókmennta- og málfræði- verksins „After Babel", sem f jallar um yfirfærslu merkinga og hugsana á milli tungumála — þýðingar. Og skáldsögu „Anno Domini". Ennfremur skrifar hann i enskumælandi blöð beggja vegna hafsins. Ahuga og vitsvið Steiners er afar víðfemt, og einatt kastar hann nýju Ijósi á hlut- ina, dregur óvæntar línur um bókmenntir og sögu, dettur ofan á nýjan samanburð. Hvort sem manni finnst hann hafa rétt fyrir sér eða ekki, alltaf sér hann nýjan f löt á hverju máli, Þetta stafar m.a. af því hversu alþjóðlega menntun og uppeldi hann hefur fengið, vitaskuld að hætti kynbræðra sinna gyðinga, í Frakklandi, Englandi, Bandaríkjunum. Hann slær um sig með mikilli tungumálakunnáttu og gríðarlegum lestri. Menningin yfirleitt, þróun hennar og vaxtarbroddar eru leikvöllur Steiners, samspil hugmynda og sögu, raunvísinda og hugvísinda, staða tungumálsins og ný- sköpun þess, aukinheldur tónlist, skák og gyðingarnir... Um þá skrifar hann af óskoraðri innlifun f „Language andSilence", hann var einn af gyðingunum sem slapp undan glæpnum mikla, hverjar eru afleiðingar hans fyrir einstaklinginn, gyðingana, mannkynið?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.