Tíminn - 05.07.1981, Page 32

Tíminn - 05.07.1981, Page 32
skrýtnir hlutir og skrýtnara fólk V ■ Morarji Desai, fyrrum for- sætisráBherra Indlands, er orðinn 84ra ára gamall en er övenjulega hress eftir aldri. Hann byrjar jafnan daginn á þvi aö fá sér eitt stórt glas af sinu eigin þvagi. Desai heldur þvi fram að sina góöu heilsu eigi hann fyrst og fremst þvagdrvkkiunni að bakka. Sömuleiðis þvi að hann borðar aldrei annað en ávexti og fyrír utan þvagið drekkur hann aðeins mjólk. Desai segir að Biblian mæli með þvagdrykkju og að það sé gamall lækningasiður Grikkja og Hindúa. „Þvagið hreinsar mannslikamann”, segir gamli maðurinn. „Það er náttúrulegt lækningaefni.” ■ Hann var þess vafasama heið- urs aönjótandi að vera feitasti maöur i veröldinni þar til fyrir skömmu. Hann heitir Jon Brower Minnoch og byr i Seattle og áður en hann missti 450 kiló fyrir dtki löngu var hann hvorki meira né minna en 700 ki'ló að þyngd. Það er 300 kilóum meira en næstfeit- asti maður heims. Minnoch veiktist eitt sinn hast- arlega þegar hann fór á mjög strangan megrunarkúr sem hann skipulagði sjálfur. Hann dró svo úr matarneyslu sinni að á endan- um át hann nánast engar kalóriur en siðan var hann næstum dauður vegna þess að einhverra hluta vegna hætti likaminn að losa sig við úrgang. Er Minnoch var flutt- ur á sjúkrahús varð aö kalla til slökkviliðið til aðstoðar og slökkviliðsmennirnar neyddust til að brjóta einn glugga úr ibúð hans og svo var hann borinn út á bör- um úr þykkum og sterkum viði. Minnoch var4fluttur á háskóla- sjúkrahúsið i Seattle og læknar þar komust aö þeirri niðurstöðu aö b'kami þessa 38 ára gamla manns væri kominn á siðasta snúning. Hann gat hvorki hreyft sig né talað. Sjálfum fannst Minn- och aö hann væri að dauða kom- inn en þá dró ofurlitið úr kvöl hans. Honum fannst að honum væri gefið „annað tækifæri” og hann setti sér það mark i fullri al- vöru að ná sér niður i eðlilega þyngd. Hann er nú i megrun og gengur ágætlega. Takmarkið er að kom- ast niður i' 100 kiló og þangað til þvi marki er náð hefur Minnoch bannað töku ljósmynda af sér. ■ Dr. Stephen Kaplan heitir maður i' Arhriku, kennari við rik- isháskólann i Stony Brook i New York. Hann erskráður i simaskra borgarinnar sem stjórnandi fyr- irtækisins „Blóðsugurannsókn- ir”. „Margir álita aö ég sé sjálfur blóðsuga”, segir Dr. Kaplan. „Glæpafræöingur er aldrei sagð- urvera glæpamaöur en einhverra hluta vegna er fólk gjarnt á að telja blóðsugufræðing vera blóð- sugu.” Hitt er svo annað mál að rann- sóknir Kaplan á blóðsugum — mannlegum blóðsugum vel að merkja — hefur fært hann dálitið langt, svo ekki sé meira sagt. Hann hefur nefnilega sjálfur prófað að drekka blóð en allt i nafni rannsókna sinna. „Ég hef kynnst fólki sem hefur látið sverfa tennurnar á sér svo þær likjast vigtönnum”, segir hann. „Si'Ban bitur þetta fólk aðra ihálsinn og drekkur úr þeim blóð- ið. Ég hef fylgst með þessu og ég hef meira að segja tekiö þátt i þessu. Einn aðstoðarmanna minna beit mig einu sinni og drakk úr mér blóöið. Við prófuð- um þetta til að ganga úr skugga um aö það væri mögulegt. Honum gekk ekki nógu vel að bita sig i gegnum húöina en siöan prófaöi ég sjálfur á öðrum aöstoðar- manni. Mér tókst hræöilega vel upp! Aðstoöarmaðurinn bar merki vampirunnar og varð aö ganga með trefil i hálfan mánuð. Ég drakk mannsblóö. Það er heit- ur, saltur og slimugur vökvi. Mér finnst þaö ekkert sérstakt en mörgum öðrum finnst þaö aftur á móti.” ■ Þaö er óhætt að segja aö blóð- sugurannsóknirnar eigi hug og hjarta Dr. Kaplans. Hann helgar þeim allar fristundir sinar. Enn sem komið er hefur hann ekki rekist á neinn Drakúla, sem sé yfirnáttúrulega vampiru, en margir þeirra sem hann hefur kynnst og drekka mannsblóð reglulega ætla sér einmitt það — að verða ódauðlegir og eiliflega ungir með þessum sérkennilega drykkjuskap. Einnig eru tilað þvi er hann segir djöflatrúarflokkar sem fórna mönnum (fyrst og fremst rótlausum puttaferða- löngum) til að drekka úr þeim blóðiö. Aðrir sem leggja stund á þetta eru ekkert annað en réttir og sléttir sadistar og/eða masó- kistar. Blóðsugum lætur afskapiega vel að leynast, segir Kaplan. Þær ganga um úti á götu i finum jakkafötum eða kvöldkjólum og enginn lætur sér detta i hug annað en að viökomandi fólk séu venju- legir traustir þjóðfélagsþegnar. Oftast láta þær sér nægja að drekka blóð annarra i hópnum en blóðsugur safnast mjög gjarnan saman i hópa til að leggja stund á áhugamálið. Dr. Kaplan segir að að hans áliti ætti að leyfa blóðsog meðal fullorðinna. Hann gerir sér hins vegar grein fyrir þvi að litlar lik- ur eru á að það verði gert. ■ Fyrst héldu menn aö tölvan hefði svaraö rangt en mennirnir rétt en svo sáu þeir að auðvitað hafði tölvan rétt fyrir sér. Spurn- ingin sem lögð var fyrir tölvuna var á þessa leið: Hvort úriö kystu heldur: það sem seinkar sér um sjösekúndur á dag eða hittsem er alveg stopp? Næstum allir mennirnir sem svöruðu kusu heldur það sem seinkarsér.Tölvan var hinsvegar á þvi að ganga með hitt sem var stopp. Og ástæðan? Jú, úriö sem er stopp sýnir ná- kvæmlega réttan tima tvisvar sinnum á sólarhring en hitt sem seinkar sér er aöeins rétt á um það bil 2000 ára fresti.... + Lög hafa verið lögð fyrir þing- ið i Oklahóma i Bandarikjunum. Það er þingmaðurinn Cleta Deatherage sem lagði þau fram. Lögin kveða svo á um aö áður en karl byrjar samfarir við konu skuli hann veröa sér úti um skrif- legt samþykki hennar fyrir sam- förunum og aö áður en þau renna saman sé hann skyldugur til að upplýsa konuna um að sú hætta sé fyrir hendi aö hún veröi ófrisk en það geti aftur leitt til alvarlegra heilsuvandræða. ■ Eru Bandarikjamenn hrifnir af Gerry Ford, fyrrverandi for- seta? Það fer tvennum sögum af þvi. En margir eru þó hrifnir af þessum manni sem er svo heimskur, að sögn Lyndon Baines Johnson, að hann getur ekki gengiö og tuggiö tyggigúmmi samtimis. Enda er það svo að hrifningin á Ford stafar sist af djúpgáfum hans. Fremur af kommentum eins og þessu sem alltaf öðruhvoru detta út úr hon- um: ,,Ef Abraham Lincoln væri á lifi i dag, þá myndi hann snúa sér við i' gröfinni.” ■ Eru fleiri Bandarikjamenn svona vitlausir? Kennara- og for- eldrasamtök landsins hafa nefni- lega nýlega tilkynnt að á næstu árum muni þau eyða milljónum dollara i sjónvarpsþætti til að kenna börnum á aldrinum 4—18 ára að horfa á sjónvarp... ■ Og enn um heimsku i þvisa landi. Fulltrúadeildarþingmað- urinn Les Aspin, sem sæti á i varnarmálanefnd fulltrúadeild- arinnar, lét hafa það eftir sér ný- verið að vandræði bandariska hersins felist alls ekki i þvi að of heimskir nýliðar ráöist i herinn eins og margir halda fram. Þvert á móti segir Aspin að vandræðin stafi einna helst af þvi að þeir sem ganga nú i herinn séu alls ekki nógu heimskir! Afleiðingin verður sú, að sögn fulltrúadeildarþingmannsins, að tiltölulega gáfað fólk er sett i störf sem algerir þöngulhausar ættu með réttu að hafa á hendi. Þetta kemur niöur á móralnum og eina ráðiötilúrbóta er, segir Aspin, að leita uppi þá allra, allra naut- heimskustu aðila sem til eru og setja þá i' bjánalegustu störfin. ■ Við skulum halda okkur við Bandarikin. Rannsókn sem fyrir stuttu var gerð á utanrikisþjón- ustunni þar i landi leiddi i ljós að þeir karlar og þær konur sem vinna við að móta og framfylgja utanrikisstefnu þessa stórveldis, að þetta fólk litur á sig sem nokk- urs konar Luke Skywalker i Star Wars, þau séu fulltrúar hins góða istöðugri baráttu gegn engu öðru en hinu illa. Það er félagssálfræðingurinn Lloyd Etheridge sem komst að þessari merkilegu niðurstöðu eft- ir að hafa kannað sálarástand fólks i utanrikisþjónustunni i heil sjö ár. Hann segir að ftílkið ali með sér „hetjuóra” og gildi það jafnt um bæði karla og konur. „Þau imynda sér að þau séu ridd- arar i' hættulegri baráttu gegn hinu illa og öllum finnst að þau sýni mikið hugrekki. Etheridge segir að þessi afstaða hafi tíum- deilanlega leitt til ýmissa mestu mistaka i bandariskri utanrikis- stefnu þar sem þetta leiði til þess að Bandarfkjamönnum finnist þeir sjálfkjörnir til að hafa vit fyrir öðrum og vernda þá en um leið gæta þeir litt að þvi að setja sig nákvæmlega i spor hinna er- lendu þjóða. Etheridgetók John F. Kennedy sérstaklega sem dæmi en hann las James Bond af mikilli áfergju og skrifaði sjálfur hetjusögur um samtimamenn. Þá kom hann á stofn Grænu húfunum: harðsnú- inni hersveit af hetjum og studdi innrás kúbanskra útlaga I Svina- flóa til að reka kommúnista frá Kúbu. „Hetjudraumar hans sem smádrengs héldu áfram eftir að hann fullorðnaöist og komst i æðsta valdastól Bandarikjanna og heimsins alls”, segir félags- sálfræðingurinn. Þá komst Etheridge að þvi að þeir starfsmenn utanrikisþjón- ustunnar sem voru rólegir og friðsamir i' eðli sinu höfðu til- hneigingu til að álita að leiðtogar erlendra rikja væru það sömu- leiðis. Hinir, sem voru árásar- gjarnir og uppstökkir litu hins vegarsvo á að öll erlend riki væru óvinir Bandarlkjanna og biðu þess eins að geta komið þeim á kné. ■ Ennþá meira um skrýtnar staðreyndir i Bandarikjunum. Samtök sem berjast fyrir þvi að tekið verði upp byssueftirlit i landinu birtu nýlega ógnvekjandi tölur. Börn sem búa i sumum hverfum New York borgar eiga 1% möguleika — ef svo má segja! — á þvi að vera skotin til bana. Það er hærri prósenta en likurnar á þvi að bandariskir hermenn i siðari heimsstyrjöldinni yrðu fyr- ir skoti. \kurr>»» \kur«*> r* Hl.mituits H«Aaniðít«r Kj{Hw|3*ir KsiiIjúrAur J «i ilrlla llvammst..ugt »sa(jurA«» Ki-II..vik V f > k ituft* 14 Af < r l*aírrks(ijttrAur Kuulurirttin Itrvftafljíirftur * Sr> Ajsljl.f ftur SUkktsIn.lmur >| <tl u inRa rjíji.ttus t « KfTA li*rn «j» tjlrr lia» KiiupJrJb# Htttt\r»«m«u \-|lui K..ti|>I( I,<g Ki.rgitt'ítrss Katt|t(riaj. HuA,.t.t,ils kaUftlt-litt; ÍirMftvttUa \ i-rvlttit Klúvjr (.uftiuvonur K.»ujjIi-I.iv; l'askruAsljttrAar kaufiltiitit tínfirAtttg.i kauplt'luitift i'ur KuuplrlugiA V-Hun. Kuupit'iaj* tsljrftíttga M.IJMÍ.ii KuuptViUKÍA i rattt \rr>iutt It.ititvinv wj* Krisljatis kttU|>lrtuK \-t*itt£. K»u|>(piuk M«*r»lKbt»'a Kauplrluj' Arttrstngj Kk H.r.iAvtiUtt Ktttt|>ip|«< M> kktshulms ER SVARIÐ VIÐ DÝRTÍÐINNI Biöjið um rayndalistH an skutdbindingar Gerid verðsamanburð POSTSENDUM Síðumúla 32. Simi 86544 ft

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.