Tíminn - 19.07.1981, Qupperneq 8

Tíminn - 19.07.1981, Qupperneq 8
8 Sunnudagur 19. júli 1981 fiiifiim utgefandi Framsóknarf lokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Af- greiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarins- son, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Halldór Valdimarsson, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir). útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síöumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausa- sölu 4.00. Áskriftargjald á mánuði: kr. 80.00— Prentun: Blaðaprent h.f. Merkur vitnisburður ■ Hin óeðlilegu samskipti Alusuisse og dóttur- fyrirtækis þess, íslenska álfélagsins, sem nú hafa loks verið dregin fram i dagsljósið, hafa enn á ný vakið athygli á þeirri nauðsyn, sem það er íslend- ingum að eiga meirihluta i öllum þeim atvinnu- fyrirtækjum, sem starfrækt eru hér á landi. Ýmsir hafa á liðnum árum lagst eindregið gegn þvi, að íslendingar ættu meirihluta i slikum fyrir- tækjum. En sem betur fer eru sifellt fleiri nú að fallast á þá skoðun. Jón Sigurðsson, forstjóri fs- lenska járnblendifélagsins, lýsti þvi t.d. yfir i við- tali við Timann á föstudaginn, að hann hefði upp- haflega verið þeirrar skoðunar, að fslendingar ættu ekki að eiga meirihluta i stóriðjufyrirtækj- um eins og t.d. járnblendifélaginu, en hann hefði siðan skipt um skoðun og teldi nú nauðsynlegt að við værum meirihlutaeigendur að þeim. Þetta er merkur vitnisburður frá manni, sem fengið hefur mikla reynslu við stjórn stóriðjufyr- irtækis, um réttmæti þeirrar stefnu, sem fram- sóknarmenn hafa lagt áherslu á i áratugi varð- andi eignaraðild að stóriðjufyrirtækjum. Reynslan af súrálsviðskiptum Alusuisse og ís- lenska álfélagsins sýnir ljóslega, að nauðsynlegt er fyrir íslendinga að eiga meirihluta i slikum fyrirtækjum til þess að koma i veg fyrir, að hinn erlendi auðhringur fari i einu og öllu eftir eigin hagsmunum i samskiptum sinum við dótturfyrir- tækið. En það eru fleiri röksemdir fyrir meirihluta- eign fslendinga i slikum fyrirtækjum, eins og glögglega kom fram i viðtalinu við Jón, en þar sagði hann m.a.: ,,Það, sem ég áttaði mig ekki á fyrr en ég fór að vinna við þetta, er, að það mikilvægasta við fyrir- tæki af þessu tagi er framlag þess til iðnþróunar og iðnaðarfjárfestingar, það er það fjármagns- flæði sem það getur skilað á ári hverju út i at- vinnulifið. Þetta verða ákaflega stórar fjárhæðir þegar fyrirtækið sjálft er komið yfir byrjunarörð- ugleika, og það skiptir megin máli að ákvarðanir um ráðstöfun þessa fjármagnsflæðis séu teknar út frá islenskum hagsmunum. Við getum bent á dæmi þar sem eru verksmiðj- ur i Norður-Noregi, sem reknar eru af samsteypu á þvi svæði sem hún er á, með tilliti til hagsmuna ibúanna þar, heldur með hagsmuni samsteyp- unnar i Osló i huga. Hér verður þetta fjármagnsflæði ekki notað nema i þágu þessa fyrirtækis og annarra is- lenskra hagsmuna”. Þessi ummæli Jóns Sigurðssonar eru enn ein staðfesting þess, að til þess að tryggja, að stór- iðjufyrirtæki séu rekin með islenska hagsmuni i huga er nauðsynlegt, að þau séu i meirihlutaeign íslendinga. Stefna verður eindregið að þvi að ís- lendingar eignist meirihluta i Islenska álfélag- inu. Jafnframt er augljóst mál, að ekki er hægt að gera samninga við erlend fyrirtæki um nýja stór- iðju hér á landi nema þvi skilyrði sé fullnægt, að íslendingar fari þar með meirihlutavald. —ESJ. á vettvangi dagsins SÝSLU- MANNI Mp wmSBk ||JjF ■ ■ Æpjl SVARAÐ eftir Jónas Hallgrímsson, bæjarstjóra "-tTw fcPBHf PjgFzZ'* jii&v : ■ 1 tilefni af frumhlaupi Friöjóns Guörööarsonar sýslumanns i Austur-Skaftafellssýslu, á ritvell- inum nýlega sé ég mig tilneyddan til andsvara og leiöréttinga, enda ærin ástæöa til. „Smyrill er hrein plága og ég tel hann eitt versta vandamál, sem hingaö hefur borist siöan spánska veikin og svarti dauði herjuöu hér” sagði Friöjön Guð- rööarson sýslumaöur á Höfn i samtali viö Timann, en sýslu- nefnd hefur nýlega samþykkt áskorun á viökomandi stjórnvöld að heröa eftirlit meö ferjunni og farþegum hennar svo komið verði i veg fyrir innflutning ólögmæts varnings og Utflutning náttúru- minja, þar sem rökstuddur grun ur sé um hvort tveggja. (Timinn þriðjud. 30. júni 1981.) Mér fór líkt og Njáli foröum, i þri'gang þurfti að lesa mér þessi stóru orð og svei, ef ekki hvarf laöi aö mér að sýslumaður hefði hreinlega vankastsem að sögn ku vera eðlileg afleiöing flogasýki, en þeim sjúkdómi mun sýslumaö- ur aö sönnu kunnugri en undirrit- aður. Slik ummæli sem þessi frá „ábyrgum embættismanni” hljóta að vekja menn til umhugs- unar, hvort önnur og ábyrgari stjórnvöld láti slikt átölulaust og ekki kemur til greina að meta gildan aumingjalegan undanslátt sýslumanns I Tlmanum þ.2. jUli s.l., aö athæfiö beri að skoöa i ljósi áhugamennsku, en ekki i embættisnafni, þU ert nefnilega, Friðjón, sýslumaöur allar stundir hvort sem þér sjálfum eða okkur hinum likar betur veða verr, nema að þU takir það rækilega fram, svo var ekki I þetta skipti, enda veriö aö koma á framfæri samþykkt sýslunefndar aö sögn blaösins. Viö sem teljum okkur vita betur óskum eindregið eftir að maöur- inn sé látinn standa viö sin stóru orö, ella hafi hann skömm og smán eina fyrir. „Sýslumaður segir eftirlit vera algjört kák. Um 200 bilar fari þarna frá boröi og annar eins fjöldi um borö á 2-3 timum. Þetta renni i gegn eins og fé úr rétt og aðeins séu teknar örfáar stikk prufur”. Það liggur nú við að svona rakalausum þvættingi og hreinu bulli væri best ósvarað, en fyrir þá sem vilja trúa ööru en „sýslu- mannslyginni” i Friöjóni skal bent á þaö sem sannara reynist. Þetta „skuggalega” skip tekur við allra bestu aðstæöur (og þá þurfa bilarnir allir að vera i smærra lagi) 100-110 stk., en sýslumaöur sér ástæöu til aö ýkja um svo sem 100% og þaö er bara eftir ööru i þessu dæmalausa við- tali (aö visu kennir hann blaða- manni hérum, en hver trúir þvi)? Þaö sama gildir um afgreiöslu- timann, yfirleitt tekur 4-5 tima eöa meira aö afgreiöa og ljúka störfum hverju sinni á annatim- um þ.e. júli og ágúst, svo ekki hefur maðurinn meiri sannleiks- ást hér en annarsstaðar. Þá er næst boriö niður I rann- sóknarmennsku sýslumanns, þar sem aö margra áliti er hvaö al- varlegust fullyröingasemin. Hér erátt viö aö þessi „sigling” bjóöi uppá eina opnustu leið til smygls á fikniefnum inn i þetta land. Þetta eru svo stór orö um svo voðalega hluti, sem fikniefnaböliö er, aö nú vil ég hreinlega ekki trúa, að sá góði maöur Friðjón Guðröðarson, sem ég einu sinni þekktihafi sagt þessa hlutisvona, eða hafi hann sagt þá svona, þá hljóti maöurinn aö hafa mistalað sig eöa hreinlega meint eitthvað annaö. Frá byrjun siglingar þessa skips, þetta er 7. sumarið, hafa ekki oröiö stórvægilegar breyt- ingar I samsetningu yfirmanna- áhafnar og raunar má segja aö allflestir hafi starfað lengst af. Af kynnum minum af þessu góða færeyska fólki verður að segjast, að órökstuddar fullyrö- ingar sýslumanns, sem einnig hafa borist til Færeyja, hafa væg- ast sagt komið mjög illa við þetta fólk og raunar skilja þeir ekki hvaö manninum gengur til, enda ekki von. Heldur þú sýslumaöur góöur, að það yrði látiö viðgangast i Færeyjum aö landstjórnin gerði út „smyglaraskip” meö fikniefni og það á sama tima og þeir visu menn skammta brennivinið heimafyrir. Hverskonar aðdrótt- anir eru þetta eiginlega? Veistu ekki einusinni maöur, eftir allar þinar rannsóknir, aö þegar skipiö kemur frá Dan- mörku og Noregi á leið til Islands, þá stoppar það i Thorshavn, allir farþegar eru tollskoöaðir inn i landiö og þar biöa þeir siðan með- an skipið siglir til Skotlands. Það er semsagt ekki einasta tollskoð- aö á Seyöisfirði og það rækilega aö minu áliti, heldur verða meint- ir „Kristjaniusmyglarar” aö taka tvöfalda áhættu vegna uppihalds i Færeyjum og það get ég sagt þér að auki, bæði á islensku og fær- eysku, að þriöja og kannske ekki lakasta eftirlitiö fer fram I skip- inu sjálfu. Ahöfnin mundi aldrei láta undir höfuð leggjast aö til- kynna svo alvarlegan hlut, sem hér um ræðir, ef uppá kæmi, svo vel tel ég mig þekkja til á þeim hæ Hitt er vert aö undirstrika og þaö meö fullum alvöruþunga, aö tollaeftirlit til aö koma i veg fyrir innflutning þessa mikla bölvalds verður sjálfsagt aldrei svo full- komiö, aö ekki megi betrumbæta, en einhversstaðar verða menn aö setja mörkin og tóntegundin sem sýslumaður sendir tollayfirvöld- um er rammfölsk, þvi áhugi toll- gæslustjóra og hans manna, er okkur ljós, sem til hliðar stönd- um, enda jafnan setið i fyrirrúmi óskir um bætta aöstööu til tolla* eftirlits, svo fylgjast megi eins vel meö, sem kostur er. Fullyröingar sýslumanns um ósótthreinsaöar veiðistangir lýsa best þeim rannsóknaraðferðum, sem maðurinn hefur viðhaft, og dæma sig raunar sjálfar, að sjálf- sögöu er allur veiðiUtbúnaöur sótthreinsaöur. Um næsta þáttinn, sem snýr aö verndun náttúru landsins gæti ég veriö sýslumanni sammála, ef sjóndeildarhringur hans næöi lengra en bara til Smyrils. Það sigla nefnilega fleiri skip um At- lantshafiö og íslendingar bera sem betur fer gæfu til aö eiga og ' reka sin eigin skipafélög, og sýslumaöurinn, sem ég veit aö er áhugamaöur um umferö og um- ferðaröryggi hlýtur að hafa séð auglýsingar tveggja skipafélaga, Eimskip og Hafskip um bilaflutn- inga frá íslandi, skyldi vera leitaö aö grjóti i þeim bilum, eða skyldu þessi skipafélög neita að flytja út- lenda bila að og frá landinu, þetta hlýtur sýslumaðurinn aö hafa rannsakað i leiðinni eöa er þaö bara Smyrill sem plagar mann- inn? Svo má nú, sýslumaður góður, heldur ekki gleyma blessuöum flugvélunum, þær flytja eölilega sárafátt náttúruskoöunarfólk til landsins okkar, eöa hvaö? Fálka og eggjaþjófar hafaliklega aldrei verið gripnir á Keflavikurflug- velli, eöa veistu til þess? Til hvers skyldu nú allar þessar bilaleigur hafa veriö stofnsettar undanfarin ár, þær bjóöa meira að segja uppá fjórhjóladrifsbif- reiðar, sem aka má um fjöll og firnindi, ætli einn og einn Utlend ingurgætiveriöá þvælingi austur um „svarta sanda”, á innlendu númeri, kannske lita þeir lika við i Lóninu annað veifiö eða jafnvel skreppa að Skaftafelli. Nei, sýslu- maður sér ekkert annað en vonda steinaþjófa Ur Smyrli austur þar. NU vilég ráöleggja sýslumanni, aö hafa samband við kollega sinn, þann ágæta bæjarfógeta og sýslu- mann Sigurð Helgason, sem af miklum áhuga hefur einsett sér og sinum mönnum að duga vel i þessu sem öðru, fáðu nú að sjá allt svinariið sem tollgæslan hef- ur fundiö undanfarið og segöu mér svo á eftir hvernig gullið litur út I þlnum augum. Að visu verð ég aö játa aö hafa barið gersemarnar augum, en ekki kæmi mér á óvart þó þessir örfáu hraúnmolar gerbreyttust i sjáöldrum augna þinna, þannig að uröin yrði að ópölum og hraun- molar að jaspisum. Hvað áhrærir tillögu þina um leit I bilum fyrir brottför finnst mér hún, sem leikmanni, ekki koma til greina, nema um rök- studdar grunsemdir eða ábend- ingar sé að ræða. Fram til þessa hefur verið talið að ferðafólk og hér á ég við „hinn almenna ferðamann” eigi ekki að með- höndla á Islandi á þann hátt sem gert er í ónefndum löndum austur Evrópu eða Suður-Ameriku, eins og þessi mætingar og skoöunar- skylda löngu fyrir brottför felur I sér. Nær væni að auka gæsluna Uti I mörkinni, jafnframt ræki- legri kynningu á afleiðingum náttdrustulds og hér eiga vita- skuld aðkomatilmjög háar sekt- ir, ef Utaf er brugöið, flestir hugsa jú um budduna sina þegar svo er komiö. Og spyrja má einnig, hver ættisvosem að koma fyrir hinum upptæku gersemum i sinum upp- runalegu heimkynnum og hver á að borga fyrir svona nokkuð? Nei hér á að gripa fyrir, áðuren i bux- urnar er komið. En svona I lokin Friðjón sýslu maður, heldurðu að þér og öörum álíka þenkjandi liði nokkuö betur sálarlega, ef ykkur tækist nú með þessu endemis blaðri að fá yfir- völd til liðsinnis og krafist yrði breyttrar viðkomuhafnar þessa skips frá Seyðisfirði til Reykja vikur, væntanlega yrði að leggja skútunni alveg uppi Austurvöll, svo tryggt væri, að allt færi nú löglega fram, heldurðu að steina- þjófum austur hér fækkaði við þetta. Ég segi nei! Ætla má að þróun næstu ára i þessu efni, verði á þá leið, að skipum likum Smyrli bæði fjölgi og þau stækki, hvort sem mönn- um likar betur eða verr. Við get- ,um ekki lokaö landinu fyrir þeirri sjálfsögðu þróun, að við getum og okkur ber að setja þessum gest- um okkar, ferðafólkinu, þærregl- ur sem eftir er tdrið og ætlast til að skilyrðislaust sé eftir þeim farið. Að lokum er kannske vert að rifja upp, að sýslumaðurinn hefur áður og ekki alls fyrir löngu reynt að tæta héðan frá Seyðisfirði þá hluti, sem okkur er nokkur metn- aður í að viðhalda hér, hvar skyldi næst verða borið niður? Annars fannst okkur þessi sending hvaö ómaklegust i garð nýlega skipaðs og áhugasams bæjarfógeta okkar og sýslumanns Norðmýlinga, en kannske helgar tilgangurinn meðalið og sannast þá hið gamalkveðna að: Lastaranum i likar ei neitt lætur hann ganga róginn finni hann laufblaö fölnað eitt þá fordæmir hann skóginn. Jónas Hallgrimsson bæjarstjóri

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.