Tíminn - 19.07.1981, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.07.1981, Blaðsíða 10
Sunnudagur 19. jUIi 1981 Í.Í 10 Ef þér eigið leið um Hvalfjörð er sjálf- sagt að koma við i Sölu- skálanum Okkar ágætu afgreiðslumenn sjá um að láta oliur og bensin á bilinn og á meðan getið þér fengið yður hress- ingu. Við bjóðum: • Samlokur • Smurt brauð • Nýbakaðar Skonsur • Kleinur • Pönnukökur ásamt fleira bakkelsi. • Gott viðmót Nýlagað kaffi, te og súkkulaði. Heitar pylsur, gos- drykkir og sælgæti. Olíustöðin Hvalfirði Simi 93-5124 Áfram gakk ... en vinstra megin á móti akandi umferð l\ þar sem gangstétt vantar. IFEROAR I \ wwwAwwwvvwwumifir///' Góð orð duga skammt. Gott fordæmi skiptir mestu máli. yUMFEROAR RÁÐ ISLENSKT MARKAÐS- RUSK í ÚTLÖNDUM ■ Islenska poppara hefur löng- um dreymt um að sigra erlenda markaði og útlend hjörtu — og ekki að furða því markaðurinn hér er afar þröngur, leyfir i besta falli sölu á 5000 eintökum hverrar plötu. Enginn verður feitur á þvi. Þetta var þö alltaf allt að koma ef trúa má skallapoppurum. Það eru margar sögur af draumum og misjöfnum árangri islenskra poppara i hörðum Utlenskum heimi. Þó er enn reynt. Nú í byrjun ágústmánaðar kemur að öllu áfallalausu út nokkuð óvenjuleg plata hjá Fálk- anum. Það er samansafnsplata þar sem erá ferðinni þversnið af islenskri nýbylgjutónlist, nýrri og gamallri — flyt jendurnir eru Utangarðsmenn, Þeyr, Fræbbl- arnir, Purrkur Pillnikk, Tauga- deildin og — Megas sem syngur hinn óborganlega „Paradisar- fugl”. Mestallt efnið hefur verið gefið áður Ut á plötum, sumt er þó mixaö uppá nýtt og eitt Fræbbblafélagið er nýtt undir nálinni. Ásmundur Jónsson, poppfræð- ingur og útgáfuráðgjafi Fálkans, tjáði okkur að platan væri fyrst og fremst ætluð á markað erlendis, væri gefin út i nafni Fálkans á Englandi i samvinnu við dreif- ingaraðilann, „Rough Trade” — vonandi aö svo skuggalegt nafn gefi ekkert i skyn um eðli fyrir- tækisins. „Rough Trade” er eitt af mörgum „alternatfv” útgáfu- fyrirtækjum sem upp komu i punk-bylgjunni, það hefur m.a. haft á snærum sinum þekktar ný- bylgjuhljómsveitir — t.d. „Stiff Little Finger’s”, „Pére Ubu”, og „Cabaret Voltaire”. NU sinnir fyrirtækið aðallega dreifingu fyrir minni hljómplötufyrirtæki, útgáfa hljómplatna er aukageta. Að auki standa vonir til þess að „Sound Distribution” i Dan- mörku taki plötuna uppá arma sina og dreifi henni um öll Norðurlönd. Svo verður hún auðvitað til sölu hérna heima— kjöriö tækifæri til að kynna sér ungar og ferskar hljómsveitir. Asmundur sagði að platan væri einkum hugsuð sem kynning á þvi frjóasta og nystárlegasta sem væri að gerast i islensku rokki. Fálkamenn byggjust ekki við neinum meiriháttar landvinning- um, það væri óljóst hvað platan gerði mikla lukku á erlendum markaði, hvort hún seldist eður ei. „Eini fasti punkturinn i þessu er að platan kemurút”, sagði Ás- mundur. ■ Megas syngur „Paradisar- fuglinn” óborganlega á safnplöt- unni. Platan er ekki enn komin úr pressun sem oft er viðkvæmt stig hljómplötuframleiðslu. En hulstrið er tilbúið, svo og 12 siðna bæklingur sem fylgir með plöt- unni. Þar fá hljómsveitirnar færi á að kynna sig og útlista hug- myndir sinar um lffið, tónlistina og tilveruna. Þvi miður skrifar Megas þó ekki um sjálfan sig. Textarnir fylgja einnig með i lauslegum enskum þýöingum, en hljómsveitirnar syngja ýmist á ensku eða islensku. Eitthvað hefur Fálkinn annað á prjónunum, þó enn sé langt i sjálft jólaplötuflóðið. Þeir halda áf ram að leggja rækt við nýbylgj- una, láta ekki markaðsþrengslin á sig fá. A næstunni er væntanleg frá þeim litil plata með Fræbbl- inum og önnur með Taugadeild- inni. Og svo er von á stórri plötu frá örvari Kristjánssyni, en hann er nú ekki alveg nýbvlgia... Einnig eru Asmundur og fleiri með li'tið útgáfufyrirtæki uppá eigin spýtur, sem meðal annars gaf út plötu Purrks Pillnikk. Frá þeim er væntanleg þriggja laga plata Pollock-bræðranna úr Utangarðsmönnum i félagi við Ásgeir, trommuleikara Purrks- ins. HUn ber nafnið „The dirty Dan' project”. eh. Nýtt tónlistartímarit—„TT” ■ t siðasta Helgar-TIma gengum við úr skugga um hvort „Lyst- ræninginn" væri dauður eða ei. Svar Veriíharöar Linnet rit- formanns var afdráttarlaust nei, Lystræninginn hefði ýmislegt á prjónunum. Og likt og til að staö- festa það datt inn hjá okkur á dögum siðar „TT tónlistartima ritíð” sem Lystræninginn er út- gáfuaðili að og Vernharður rit- stýrir. Aðrir i ritstjtírn eru Aagot óskarsdóttír, Aðalsteinn Asberg Sigurösson, Ríkharður örn Páls- son og Sigurjtín Jtínasson. 1 ritstjórnargrein „TT” segir m.a.: „A siðasta hausti skaut þeirri hugmynd upp kollinum að þau félög sem sinna rýþmiskri tónlist hérlendis hæfu útgáfu ttín- listartimarits. Endirinn varð sá aö Jazzvakning, Sattog Visnavin- ir komu ritnefnd á laggirnar og sömdu við Lystræningjann um aö annast Utgáfuna og nú sér fyrsta tölublaðiö dagsins ljós og tvö önn- ur fylgja ikjölfarið á þessu ári.” Það eru sumsé vaxandi félög djassara, poppara og visna- áhugamanna sem standa að út- gáfu þessa kærkomna menning- arauka. Vernharður sagði að einnig væri hugsanlegt aö „Musica Nova”, félag ungra tónskálda og hljómlistarmanna, slægist i hópinn. Tónlistartimarit hafa áður ver- ið gefin út hér á landi og fæst orð- ið langlif. Helst hafa þau höfðað til afmarkaðra hópa innan tón- listarinnar — poppara og djass- ara. Það má e.t.v. ætla aö vegna fjölbreytni ,,TT” verði þvi lengri lifdaga auðið. Meðal efnis i fyrsta tölublaði „TT” er: Minningargrein um ný- látinn saxafónvirtúós, Gunnar Ormslev, eftir Jón Múla Arnason, og er þar einkar hlýlega oghnitti lega komist að orði. Hatrömm grein eftir Aagot óskarsdótur um söngvakeppni sjónvarpsins — jákvæða lágmenningu? óvenju- leg grein eftir Rikharö örn Páls- son um Bítlana, ekki eins og flest önnur skrif um þá félaga um líf- skeiö þeirra og ólikar persónur með viðkvæmni blendnu hugar- TT tónlistartímaritid < ' t fari, heldur um sjálfa tónlistina, hvað liggur að baki þvi sem heyr- istaf plötunni. Gripum niöri grein Ríkharös: „P.S. I love you” byrj- ar svolftið óvenjulega á B-kafla (form BAABABAH, þar sem H er „hali” (coda) og býöur i A uppá einfalda en virka útfærslu á þriggja hljóma grunnformi fá- brotnasta poppsins (I,IV,V), nefnilega með lækkuðu VI. og VII. sæti...” o.sv. frv. Grein Rik- harðs er reyndar ekki jafn tyrfin og fræðileg og ofanskráö gefur til kynna. Meira efni i „TT”: Yfirlit um starf Jazzvakningar I fimm ár eftir Jónatan Garðarsson. Frá- sögn Egils ólafssonar af þvi þeg- ar popparar loks stofnuöu félag. Margt fleira er i blaðinu forvitni- legt, t.d. „Eyrnakonfekt”, dómar um i^legar hljómplötur, Islensk- ar jafnt sem erlendar. Sniðiö á blaðinu og nafnið reyndar líka líkist danska tónlist- artímaritinu „MM” það er ekki til neinna vansa — „MM” er • ágætis blað og „TT” hefur alla burði til að verða það lika, þrátt fyrir nokkurn byrjendabrag nú i upphafi. r* i. 3 Gjafaþjónusta Lokað vegna UL t. H' 'i ;•£ Sendum myndalista sumarleyfa frá Póstsendum 27. júlí - 10. ágúst ■jS 1 Óiafur Gislason Ht l! f&n*t Laugavegi 40, s. 16468 og Co h.f. Sundaborg iii (|i Verslunarrekstur Akveðið hefur verið að leigja út suðurhluta biðskýlis SVR sem komið hefur verið fyrir við Grensásstöð um 25 ferm, til verslunarreksturs þar með talið kvöld og helgar. Hús- næðið verður leigt i þvi ástandi sem þaö er i nú. Þeir sem áhuga hafa sendi nöfn og heimilisföng sin til skrifstofu Strætisvagna Reykjavikur Borgartúni 35 fyrir n.k. mán- aðamót. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríld'kjuvegi 3 — Sími 25800 Hjúkrunar- fræðingar Vegna sumarleyfa óskast hjúkrunarfræð- ingur til starfa við Heilsugæslustöðina á Suðureyri i ágústmánuði 1981. Upplýsingar veitir ráðuneytið. 16. júli 1981 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.