Tíminn - 19.07.1981, Síða 12

Tíminn - 19.07.1981, Síða 12
Sunnudagur 19. júli 1981 12 bergmál ■ Það er allt vitlaust í Bretlandi þessa dagana# þær fréttir hafa væntan- lega ekki farið framhjá neinum. Unglingar, sumir nauðrakaðir með haka- kross, eru úti á götunum og brjóta rúður og ráðast á lögregluna, lýsa frati á allt heila klabbið. Þeir eru í vígahug og takist ekki að koma á friði er aldrei að vita hvar þetta endar: í meiri háttar blóðsúthell- ingum, bardögum, upp- reisn. Það er auðvelt að skella skuldinni á ofstop- ann í unglingum eða litinn á negrunum en auðvitað eru ástæðurnar aðrar og erfiðari viðfangs. Bretland var einu sinni heimsveldi en hefur nú glatað öllu nema ærunni — „af hverju gerist svona hjá siðaðri og vel menntaðri þjóð?" — og hvaða ástæða er til að ætla annað en endir þess verði sem flestra annarra heimsvelda: sem sé hrun. Bretlandi hefur farið hnignandi í áratugi en ein- hvern veginn alltaf tekist að halda i síðastu leifarnar af sjálfsvirðingunni sem heimsveldi. Kannski verða þessir atburðir til að svipta þá blekkingunni? Motto: I miss the four- teen-eighteen war (Clash) Þaö mun vera á stjórnarárum Játvarðar sjöunda eftir lát Vik- toríu snemma á þessari öld sem mai-gir Bretar telja heimsveldi sitthafa risið hæst. bá var góður hluti landakortsins i breskum skólastofum og öðrum rauður: litur breska ljónsins. Þeir áttu Ástralíu, Kanada, stóran hluta Afríku, lendur i Asiu, Indlandi. Þeiráttustærsta flota heims með „óhræddum” sinum, þeir áttu öflugan her, þeir áttu öflugan iðn- að. og verslun stóð með blóma og menningarli'f þóttigott. Þeirlituá sig sem verndara fremur en kúg- ara, þeir vissu jú hvernig best væri aö hafa hlutina svo hvi ekki að leyfa þeim að ráða þvi. En bak við þessa fallegu mynd var annar og ófegurri veruleiki. Bretar voru nefnilega þá þegar farnir að dragast aftur úr, sér i lagi I iðnaði þar sem Þjóðverjar höfðu tekið forystu strax um miðja ni'tjándu öld. Þjóðverjar voru líka að byggja upp flota sem gæti ógnað Bretum á hafinu, þeir ætluöu að leggja undir sig Ev- rópu. Fyrri heimsstyrjöldin hófst auðvitaö út af þeirri spennu sem þessi keppni skapaöi milli stór- velda — auðvitað ekki einungis milli Breta og Þjóðverja heldur tóku allir þátt — og aö henni lok- inni gátu Bretar hrósaö happi. Þaö var ekki betur séð en þeir héldu sinu og gott betur: hættu- legur keppinautur var fyrir bi og Frökkum haföi blætt út. En glöggskyggn augu sáu að heims- veldiö vará fallanda fæti: London bridge is falling down, falling down, falling down, ha? Bretland reyndist máttlaust, ekki sist á hugsjónasviðinu, þegar fasisminn reis ög þaö var það gjaldþrot sem leiddi til þess að sumir bestu synirEnglandshölluðu sérfrá þvi og til kommúnisma — sem hafði, þegarnánarvaraðgáö, ekkert að bjóöa. Hetjuskapurinn dugði skammt Bretarstóðu sig aö visu eins og Móðuharðindi af mannavöldum — og draugagangur á Vísi hetjur i siðari heimsstyrjöldinni, það er satt og rétt, en sá hetju- skapur dugöi þeim skammt að striðslokum. Bretar vissu það meira að segja sjálfir og felldu Churchill i kosningum áður en striðinu var að fullu lokið — nú þurfti að snúa sér að öðrum við- fangsefnum. Og þeir reyndust ekki sem þjóð færir um að valda þeim viðfangsefnum. I fyrsta lagi var það aö heims- veldi þeirra byggðist að mestu upp á nýlendum en ekki gæðum og verðleikum landsins sjálfs. Það fór hugur um heiminn eftir að seinni heimsstyrjöld lauk og þjóðir sem enginn hafði látið sér detta i' hug að kynnu að tala heimtuðu allt i einusjálfstæði. Og það var máski þegar Bretar misstu þessar nýlendur sinar sem afturábak staða þeirra i fram- þróun frá fyrri öld fór fyrst að hefna sin fyrir alvöru. Litum á Þjóðverja. beir voru sigraðir, smáðir,i lok heimsstyrj- aldarinnar en hefur á fáum einum áratugum tekist að hafa sig upp i að verða eitt mesta iðnveldi heims — og þar af leiðandi áhrifameira i þessum nútima- heimi þar sem þögul vopn tala einatt hærri en hin hávaðasömu. Bretar voru illa settir þá en miklu betur en þýskarar — þeir eru nú á niðurleið. Er þaö bara sisona þróunin? — þegar einn fer upp fer annar niöur. Eða hvar mis- tókst Bretum? Þeim hefur sýni- lea ekki nægt að vera eia siðað- asta og best menntaða þjóð i heimi en þá er á það að lita: 4 hvenær hefur það nægt nokkurri þjóð? » » * • Ævintýramenn og Mq^- grét & Hvar sem mistök þeirra liggja þá er þaö staöreynd að Bretar voru að leggja upp laupana. Og það sem kannski var verst fyrir þá: þeirgátu alls ekki sættsig viö aö vera orðinn litli bróðir I sam- félagi Sovétmanna og Banda- rikjanna og á iðnaðar- og velmeg- unarsviði langt fyrir aftan fjölda minni og litilsigldari þjóöa. Þeir righéldu sér i heimsveldisdraum- inn — þeir söknuðu f jórtán átján striðsins, báru höfuðið hátt en höfðu bara ekkert tilefni til. Og svo er það auðvitað mæta vel ljóst að það er ekki beinlinis gott fyrir þjóð sem þarf á öllu sinu að halda að fá yfir sig manneskju einsog hana Margréti Thatchers, manneskju sem treystir á ævin- týramennsku manna á borö við Milton Friedmann sjónvarps- stjörnu til að kippa öllum hlutum i lag. Náttúrlega er fjarri lagi aö halda þvi fram að Margrét That- cher eigi alla sök á þvi sem nú gerist á strætum Lundúna og ótal annarra breskra borga. Nei, þetta er bara afleiðing langvar- andi þróunar sem Margrét hefur að visu flýtt geysilega fyrir. At- vinnuleysið er ekki einhllt skýr- ing, auðvitað, en veldur miklu og það hefur aukist svo mikið i tið Margrétar að þaö hlaut að koma aö þvi að uppúr syöi. Eða hvað á unga fólkið að gera, annað en að fara út á götu og brjóta, eyileggja fyrst þaðerekki glæsileg sýn sem við þvi blasir. Unga fólkið hefur ekki neina ástæðu til að „lita framtiöina björtum augum” einsog það heitir og þá er ekki verra að segja sig úr samfélaginu og kenna svo bara löggunni um allt saman — hún hafi veriö svo ósköp vond og slæm. Nú er það fjarri mér að halda uppi vörnum fyrir lögreglu nokkurs lands — þar veljast gjarnan til starfa hinir litt geöslegri menn hvers þjóðfélags einsog menn vita — en mig langar bara að vekja þó ekki sé nema ofurlitla athygli á því hversu fáránlegt*er að skella skuldinni á einn aöila eða i mesta lagi tvo i þessu málíj Það skiptir okkur nefnilega máli. ,Ég erekki aö segja að við megum eiga von á að hallærisplanið geri byltingu, ráðist I stjórnaráðið og grýti Gunnar Thór en við eigum svo margt sameiginlegt með þjóð einsog Bretum aö okkur er ekki nema sjálfsagt að fylgjast vel og gaumgæfilega með þvi sem þar fer fram. Dómgreindarleysið!! Og aftur til Bretlands: það er nú meira dómgreindarleysið sem Margrét Thatchet hefur sýnt eftir að þessar óeirðir brutust út. Hún hefur sýnt sig algerlega óhæfa að stýra þjóð i vanda enda hefur hún aldrei verið orðlögð fyrir að hafa skilning á fólki, þvert á móti, og kannski si'st sinni eigin þjóð. Hvað gerirMargrét Thatcher þegar at- vinnuleysingjarnir fara út á götu, þegar örvænting hefur harkið fjöldann allan af unglingum sem annars væru i köflóttum kjólum og stuttbuxum i faðm hreyfinga einsog National Front, þegar ára- lör.g niðurlæging og kúgun rekur hina „lituöu” til að brjóta glerið hjá næsta kaupmanni? Hvað gerir hún þá” Jú, hún fer i út- varpið og segir foreldrum að passa börninsinbetur, leyfa þeim ekki að vera seint úti á kvöldin, slá á puttana á þeim ef þau koma heim og segja „Heil Hitler”. Og svo þegar það einhverra hluta vegna ekki dugar þá fer hún aftur iútvarpið og hótar her og gúmmi- kúlum og sprautubúlum og öllu mögulegu og ómögulegu. Þetta er sem sé leiðin til aö kveða niður óeirðir sem eiga sér mjög djúpar og alvarlegar þjóðfélagslegar rætur. Saka unglingana um græðgi! Og úr þvi' ég er byrjaður að fjalla um þetta mál: má ég þá lýsa fyrirlitningu minni á leiðara sem birtist i gamla blaðinu minu — þaö er að segja Viý — siðastliðinn miðvikudag. Þar skrifar leiðarahöfundur sem er ef að lfkum lætur sjálfur rit- stjórinn Ellert B. Schram um það sern ,hann kallar I fyrirsögn „Skrilslætin i Bretlandi”. Ellert kemst að þeirri niðurstöðu að or- sök'öeiröanna sé þrátt fyrir allt aðeÍQs ein: nefnilega að það sé „litað” fólk I Bretlandi. Rasis- minn sem skin út úr þessari grein epjtmeiryyi ég hélt aö væri hægt nu*til dagf. JÞ,vi rasismi er þaö þó svo leiðaráhöfundurinn látist vera lfberal og segi eitttivaö á þá leið að aðalvandinn sé að ólikir kynþættirséu illa til þessfallnirað búa saman. Sem sé: þeirsem eru ólikirá litinn, þeir eru öðruvisi að upplagi og hugsun og siðast en ekki sist gáfnafari. Negrar eru til dæmis alveg örugglega minni menn en við, eða finnst þér það ekki, Ellert? Svona innst inni? Og það er vitnað i Enoch Powell: Hæhæ, hann haföi þá þrátt fyrir allt rétt fyrir sér. Vondir eru negrarnir! Hvaóa hvatir liggja að baki? Það erskrýtið að nokkur maður skuli láta útúr sér hluti eins og þá sem vaöa uppi i leiðara Visis þennan tiltekna miðvikudag, sér i lagi vegna þess að allar frétta- skýringar sem birst hafa hér á landi um óróann á Bretlandi eru sammála um að orsakanna sé sist að leita i' sambúð hvitra/- svartra/brúnna/gulra og hvaða lita sem finnast á Bretlandi. Nema þá að þvi leyti að nokkrir hinna „lituðu” finna sér skiljanlega hvöt til að gera upp- reisn gegn niðurlægingu sem þeir hafa þurft að sæta ég veit ekki hvað lengi og gripa tækifærið þegar uppúr sýöur af öðrum ástæðum. Það eru ekki svartir menn eða „litaöir” sem eiga sök á óeirðunum — heldur sú þróun sem átt hefur sér stað i þessu gamla heimsveldi undanfarna áratugi, og nú siöast heldur betur hörmuleg efnahagsstefna og al- mainkreppa sem riðiðhefur yfir. Hvað veldur þá að menn finna sig knúna til að setjast niður við ritvél og skrifa leiðara einsog þennan? Bara hreinn og beinn rasismi? Áfram Viggó Oddsspn og kompani'? * Æ, viö þurfum á svo allt öðru aö halda en þessu kjaftæði... « Illugi Jökulsson, blaðamaður, skrifar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.