Tíminn - 19.07.1981, Qupperneq 18

Tíminn - 19.07.1981, Qupperneq 18
Sunnudagur 19. iiill ia«i Heilög • •• > jorð — er Auden kom til Islands Wjóðfæri gripu hvert fram í fyrir öðru. Gdskinn og fjöriö gat á augabragði dottið í dúnalögn, allt hljöðnaði kringum skáldið, augun urðu kyrrlát og innhverf, hugurinn hvarf inn i sjálfan sig, og i stað gárungans og ærsla- belgsins sat allt i einu roskinn spekingur fyrir framan mann, horfinn i svip umhverfi sinu, þar til allt í einu bregður gáskinn i augun á ný og Auden er rokinn á fætur, jafnvel fram i eldhds til að hjálpa til að bera á borð”. bað er reyndar ofsagt sem Kristinn segir, að W.H.Auden hafi verið marxisti i þann tið: hann var sosialisti og mikill mannvinur en hið háenska upplag var alltof rikt i honum til að hann gæti orðið „göður” marxisti. Er fram liðu stundir vanrækti Auden jafnvel sdsialismann en var sami mann- vinurinn og húmanistinn eftir sem áður. Auk Kristins Andréssonar kynntust þeir Auden og MacNeice fjölda manna hér á landi og eink- um varð Auden góöur vinur Ola Maggadons! Það má lika nefna Ragnar i Smára, Sigurð Nordal, Tdmas, Ama Pálsson og svo framvegis og svo framvegis. MagnUs Asgeirsson sem fyrr var nefndur, en hann þýddi kvæði Au- dens, Ferö til Islands, og er það birt með þessum greinarstúf. öllum mun hafa fallið jafnvel við skáldin ensku en hins vegar runnu tvær grimur á marga eftir að bókin Letters from Iceland kom Ut i Bretlandi ári siðar. Sumum þótti ekki fallega farið með landiö og sér i lagi lands- mennina i' þessari bók: Þeir fél- agar og ekki sist Auden tala heldur óvirðulega. NU er þaö aug- ljóst mál að þeir gera gdðlátlegt gys að tslendingum hvenær sem gefst en hvert var i rauninni álit þeirra á landi og þjóð? Uppfyllti það þær vonir um óspillt þjdð- félag sem þeir höfðu alið meö sér? Nei. En hinsvegar kunnu þeirkonunglega við sig og féll vel við margt, þó ekki væri ferðin til Fyrirheitna landsins. Louis Mac- Neice orti: So we rode and joked and smoked With no miracles evoked, With no levitations won In the thin unreal sun: In that island never found Visions blossom from the ground, No conversions like St. Paul, No great happenings at all. Holydays should be like this... Og þegar Isherwood spyr: „Segðu mér af unga tslendingn- um. Um hvað hugsar hann? Hvaða metnað hefur hann?” þá svarar Auden: ,,Ég held aö Is- lendingar sem þjóðflokkur séu ekki mjög metnaöargjarnir. Sumir vilja vissulega komast til frama i Evrópu en flestir kjósa aö halda kyrru fyrir og kannski græða dálitiö af peningum. Samanborið viö flest önnur lönd er atvinnuleysi mjög litið á ts- landi. Svona almennt þótti mér tslendingurinn vera raunsær, á smáborgaralegan máta, óróman- tiskur og enginn hugsjónaeldur I honum. Ólikt Þjóðverjanum virð- ist hann ekki þrá suðrið og ég get ekki i'myndað mér hann i ein- kennisbúningi. Afstaðan til ls- lendingasagnanna er ekki ósvipuö afstöðu venjulegs Eng- lendings til Shakespeare en ég fann bara einn mann, málara sem þorði að segja að honum fyndust sögurnar „fremur erf- iðar”. Vegna erfiðleika á að fá vinnu hneigjast ibúar margra Evrópulanda tii ofstækisfullrar föðurlandsástar eða annarra öfgaskoðana,en íslendingurinn er sjaldan óábyrgður vegna þess að ábyrgðarleysi hjá bónda eða sjó- manni hefði glötunina i' för með sér”. Karlarnir eru fallegri en konur! „Hvaða tilfinningar”, spyr Isherwood enn, „vakti þessi heimsókn með þér um lifið á litl- um eyjum?" „Ef maður hefur ekki sér- stakan metnað eða áhuga á mennnningarsviðinu og gerir sig ánægðan með að lifa með fjöl- skyldu sinni og vinum þá hlýtur h'fið á tslandi að vera mjög ánægjulegt vegna þess að Ibú- arnir eru vingjarnlegir, um- burðarlyndir og skynsamir. Þeir eru i raun og veru stoltir af landi sinu og sögu þess en án nokkurs votts af móðursjúkri þjóðernis- stefnu. Ég varð lika oft var við að þeir tóku gagnrýni vel. En mér fannst líka að hvað sjálfan mig varðar þá væri það of seint. Ev- rópa skiptir okkur of miklu máli til að við getum eða viljum flúið. Þó ég sé viss um að þú myndir njóta ferðalags þangaö jafnmikið og ég gerði þá held ég að er til lengdar láti verði hin skandina- viska skynsemi þér ofraun, rétt einsog mér. Sannleikurinn er sd að báðir erum við þvi aðeins hamingjusamir að við lifum meðal brjálæðinga”. Hér má bæta þvi að i sjálfsævi- sögu Christopher Isherwoods, „Christopher and his kind”, segir Isherwood dálitið frá þessu Is- landsferöalagi Auden, þeim miklu vonum sem hann batt við að hér væri skjól gegn heiminum, óspillt þjóðfélag einsog nefnt hefur verið. Það er augljóst af bók Isherwoods að Auden fann ekki það sem hann leitaði aö. Enda fór Auden svo sem ekkert i felur með það. Er hann var i Reykjavík lofaði hann Kristni E. Andréssyni greinargerð um fa-ðalagið.fyrst og fremst úttekt d landinu. Hann uppfyllti loforðið i bréfisem hann stilaði við Kristins og birti i' Letters from Iceland, segir þar kost og löst á landinu. 1 upphafi varar Auden við þvi að þar sem hann hafi jú aðeins verið um þrjá mánuði á Islandi sé álit hans varla marktækt að ýmsu leyti en tekur siðan til óspilltra málanna. Hann segist ætla að fjalla um fólkið sjálft og ndttúru þess fremur en náttúru landsins þvi: Biography Is better than Geography. Geography’s about maps, Biography’s about chaps. Auden byrjar þvi að ræöa um likamsástand og klæðnað tslend- inga. Honum finnst fólkið tiltölu- lega fallegt og karlarnir ef á heildina er litið betur útlitandi en konurnar. Kemur það ekki á óvart! Hins vegar kveðst hann sjaldan hafa séð jafnljót föt og ts- lendingar — sér i lagi kon- urnar — ganga I...Svo tekur hann til við „karakter” þjóöarinnar: „Það er kjánalegt að skrifa um þetta. Ég trúi þvi ekki að karakter einnar þjóðar sé mjög ólikur karakter annarar né heldur aö mismunurinn sé ekki svipaður. Alla vega sér ferða- langurinn ekkert merkilegt, Einsog aðrirsem koma til tslands varö ég mjög hrifinn af bænd- unum næstum öllum : ég varð hvorki var við þann rustahátt né þá botnlausu heimsku sem maður rekst stundum á i sveitum Eg- lands. Aftur á móti þótti mér bæj- arbúar öllu verr á sig komnir andlega. Það er eðlilegt. Það er erfitt að laga sig að borgum og maður verður að vera rikur ef maöur vill lifa sómasamlegu Iifi i þeim, sem er ekki nauðsynlegt i sveitunum. Tvo augljósa galla varð ég var við : óstundvisi, sem skiptir ekki miklu mdli, og drykkjuskap, sem er bjánalegur eða skiljanlegur þarsem það er næstum ómögulegt að fá al- mennilegt vin I landinu. Bjórinn er ógeðslegurTvinið geysidýrt og ekkert eftir nema viski og það er ekki góður drykkur. Norskur fisk- kaupmaður sagði mér að hann kynni ekki við viðskiptahætti Is- lendinga en persónulega fannst mér þeir vera heiðarlegri en flestar aðrar þjóðir sem ég hef kynnst. Mér er sagt að st jórnmál- in séu mjög spillt — sem er kannski viðbúið i litlu landi þar sem allir þekkja alla — en ég get ekki dæmt um það sjálfur. Til- finningalega séð sýnist mér ts- lendingurinn, ef hann er borinn saman viðEnglending, vera mjög hreinskilinn, heilbrigður i hugsun og laus við komplexa. Hvort það er kostur eða löstur skal ég ekki segja”. Hrokafullir, tilgerðarlegir auðmenn Þá segir Auden undan og ofan af mannasiðum: honum þykir eðlislæg framkoma tslendinga falleg en mannasiðir á lágu stigi, og þykir auðsæilega engin frá- gangssök. Þásegirum auðlegð og stéttaskiptingu: „Oft er sagt að á tslandi séu engir auðmenn og engir fátækl- ingar. Við fyrstu sýn virðist þetta vera bæöi satt og rétt... en þegar maður hefur það i huga að tsland er stærra en trland en ibúarnir færri en i Brighton, og að við landið eru einhver auðugustu fiskimið i heimi, þá er ekki laust viö að setji að manni grun um að laun gætu verið hærri og mismun- ur i auðlegð minni. Ég kynntist mörgum sem eru ekki öfunds- verðir að li'fskjörum og öðrum sem voru hrokafullir, tilgerðar- legir og ruddalegir vegna þess að þeir voru rikir. A Englandi kann rikt fólk sig og það er yfir þvi nokkur reisn, þrátt fyrir allt. A Islandi er sliku ekki fyrir að fara.” Og um menntun og menningu: Auden hrósar menntakerfinu að mörgu leytien finnst mætti auka klassiska menntun: „griska og erfiðisvinna eru aö minu áliti bestu ndmsgreinarnar,” sömu- leiðis að setja mætti upp sérstaka skóla fyrir gáfuð börn. Af menn- ingu segir svo: „Hún er d háu stigi en ekki jafnháu stigi og ég bjóst við af lýsingum annarra. Er ég var úti i sveit heyröi ég elda- busku fjalla mjög svo greindar- lega um miðaldasögur en i bæjun- um, sérstaklega Reykjavik, eru sýnilega margir sem glatað hafa sinum sérislenska menningararfi og ekki fengið neitt i staðinn. Bók- menntir eru viðurkenndar, arki- tektur er enginn eða nánast eng- inn, leiklist engin og lítil þekking á málaralist eða tónlist. Ég veit að þetta er óhjákvæmilegt. Ég veit að dagar hinnar sjálfstæðu menningar eru taldir, aö Island er langt frá Evrópu, að fyrstu evrópsku áhrifin eru alltaf þau verstu og þróunin til raunveru- legrar evrópskrar menningar tekurlangan tima. Enég er sann- færður um að framtiö menningar á Islandi byggist á þvi að landið geti dregið til sin það besta frá Evrópu og lagað að eigin aöstæð- um.” Svo geta menn velt fyrir sér hvort þetta hafi tekist. Vfkjum ögn að Letters from Iceland. Það er makalaus ferða- bók og óh'k flestum öðrum. Það hefur komið fram að hún er að miklu leyti i ljóðformi, bréf Aud- ens og MacNeices til vina sinna og þeir láta gamminn geisa. Minnst hefur verið á Bréf til Byr- ons en ef til vill er það það kvæði úr bókinni sem lengst mun lifa. 1 þessu bréfi er Auden á yfirborð- inu að segja hinum látna skáld- mæringi frá feröalagi sinu um tsland en i raun er tsland ekki nema tæki til að fjalla um önnur mál: Auden sjálfan, lifsviðhorf, hans, skáldskap hans sjálfs, Byr- ons og annarra, um stjórnmál, heimspeki og listina almennt. Þetta merkilega kvæði orti Auden meðan hann ók hér i rútubilum um landið. Altént er rik ástæða t il að hvetja alla þá sem ekki þekkja bókina til að kynnast henni nú þegar. Hún er yndisleg heimild um bæði Auden , MacNeice og Is- land. * „Island er sólin sem bregður lit á fjöllin" En þessi tslandsferð árið 1936 var einsog fram kom i upphafi ekki eina ferð Audens til landsins. Hann kom hér aftur árið 1964 og þá var Louis MacNeice dáinn. Kristinn E. Andrésson segir frá heimsókninni: „Þá var honum óðara fagnað við komuna af sjálf- um menntamálaráðherra Islands i ráðherrabústaðnum, tekið á móti honum sem þjóðhöfðingja og boðiö til samkvæmisins helstu fulltrúum islenskrar menn- ingar og skáldlistar. Flugvélin sem hann kom með hafði tafist svo að hann kom seinna en vænst var og menn. biðu hans i ofvæni. En fyrir okkur sem höfðum kynnst honum 1936 steig inn i sal- inn gerbreyttur maður, ekki vott- ur eftir af þvi fjöri i hreyfingum hvað þá gáska og glettni er áöur var, heldur stóö hér hæglátur og hógvær spekingur, innhverft skáld, með einhverja eilifðarró yfir sér i svip og fasi. Hér tóku á móti honum prúðbúnir veislu- gestir og hann hitti marga að máli, ýmsa sem hann hafði kynnst áður og nú voru komnir I háar stöður, og hann hefur eflaust heimsótt mörg glæsileg heimili, og hann ferðaðist út á land á suma staöi þar sem hann hafði verið áður. Og hvílik breyting hafði allsstaðar orðið, jafnt á ts- lendingum sem honum sjálfum, en hjá okkur meira i úthverfa átt. Við Þóra kona minbuðum hon- um heim sem áöur, hún bakaði handa honum „delicious pan- cakes” sem áöur, hann kom inn tilokkaristærri stofu, bókasafnið mitthafði margfaldast, en nú tók hann ekki neina fram úr skápn- um, eins og hann hafði áður gert, heldur sat hljóðlátur i sæti sínu, engu likara en hann hefði tekið við hlutverki MacNeice fyrrum. En hlý mildi og birta sem lýsti eins og djúpt innan að, geislaði frá persónuleika hans i þessari nýju gerbreyttu mynd”. Matthlas Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins. tók viðtal við skáldið og birti það i blaði sinu. Viðtalið hefur siðan verið gefið út i bók Matthiasar. Samtöl I: „Við hittum Tómas Guðmundsson i Austurstrætinu, hvar annars staðar? Þeir heilsuðust og tóku tal saman, og þá komst ég að þvi,” segir Matthias, „að skáld eru ekki eins ólik öðru fólki og ég hafði haldið: þeir töluðu um veðr- ið.” Utan tslands snýst samtal þeirra Matthiasar og Audens að- allega um skáldskap, tungumál- ið, stjórnmál dálitið og guð en Auden var þá auðvitað orðinn vel kristinn einsog þeir verða allir, þessir bresku klassikerar. Auden segir frá ferð sinni um Island 1936, lýsir fremur hlutlaust ýms- um breytingum sem hafa orðið, og segir svo eftir að Matthias hef- ur spurt hvort honum þyki Island póétiskt land: „Já, það hefur haft djúp áhrif á mig. Fyrir mér er tsland heilög jörð. Minningin um það er ávallt bakgrunnur þess, sem ég geri. Það skiptir ekki máli þó ég minn- ist ekki oft á landið, það er jafn mikill partur af lifi minu fyrir þvi. Ég get verið að skrifa um eitthvað allt annaö, en samt er það einhvers staðar nálægt. Það er öðruvi'si en allt annað. Það er stöðugur hluti af Iifi minu, þó ég sé ekki alltaf með það milli tann- anna. Ég sagði að það væri eins konar bakgrunnur, þaö er rétt. Ég gæti lika sagt að tsland væri sólin sem bregður lit á fjöllin án þess hún sé neins staðar nærri, jafnvel horfin bak við sjóndeild- arhring.” Þvi það er liklegt að við þessa siöari heimsókn Audens hafi tsland að fullu og öllu horfið bak við sjóndeildarhringinn þó minn- inginum þaðhéldief tilvilláfram að bregða lit á fjöllin. Margt af þvi sem hann sá og heyröi hér 1964 fannst honum betra en 28 ár- um fyrr en þvi miður þótti honum tslendingum hafa gengið illa að tileinka sérákveöna og raunveru- lega menningu i staö þeirrar sér- islensku menningar er við hlutum að glata. Hann segir að visu I for- mála að nýrri útgáfu á Letters from Iceland sem kom út 1965: „Nútiminn virtist ekki hafa breytt hugarfari ibúanna. Þeir eru enn hið eina stéttlausa þjóðfé- lag sem finna má i heiminum og þeir eru ekki — ekki ennþá — orð- nir ruddalegir”. En hann segir lika, og þrátt fyrir hlutlaus orðin má greina dapurlegan tón milli linanna: „Er ég hitti einn af gömlu leiðsögumönnunum min- um, sem nú er orðinn skólastjóri, spurði ég hann hvernig þeim hefði reitt af i' striðinu. Hann svaraði: „Við græddum”. Og velmegunin sem þá hófst hefur aukist enn eft- ir að Island varð sjálfstætt lýð- veldi”. Ekki svo að skilja að Aud- en hafi verið ellikall sem óttaðist tækni, nýjungar, og nútimann — fjarri þvi og þvert á móti. Draumurinn hans rættist bara ekki. Wystan Hugh Auden er nú lát- inn fyrir nokkrumárum. Það var leiðinlegl við skyldum bregðast vonum þessa góða manns. —ij.tdk saman.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.