Tíminn - 19.07.1981, Síða 24
24
Sunnudagur 19. jdll 1981
■ Abbie Hoffman
| Ronald Biggs
■ Richard Nixon
■ Kim Philby
■ Anonymus — NN
SLOPPIÐ MEÐ SKREKKINN
■ Abbie Hoffmann, ameriskur bylt-
ingarseggur, er höfundur þessa ókindar-
lega lista sem hár fer. Abbie var foringi
„yippa-hreyfingarinnar” á 7unda ára-
tugnum. Þeir voru nokkurs konar póli-
tiskir trúðar sem ætluðu að vekja æskuna
og hrista upp i bandarisku þjóðfélagi með
ólikindalátum sinum. M.a. dreifðu þeir
peningaseðlum yfir verðbréfa markað-
inn i Wall Street, buðu svin fram sem for-
seta og negra sem varaforseta, hótuðu að
ráðast á Pentagon og sprengja þar
klósettin — og ótalmargt fleira sem fólk
tók ótrúlega hátiðlega á þeim tima.
Abbie var einn af „Chicago sjöunni”,
sem kom fyrir rétt fyrir að æsa til óeirða
á flokksþingi demókrata þar i borg 1968.
Nú er sagt að hann vinni sem rakari i
smábæ i Kalifomiu, lögin eiga enn óupp-
gerða reikninga við hann. Hér tekur hann
saman tiu menn sem komust i kast við
lögin eða skám sig úr á annan hátt — og
komust upp með það, sluppu með skrekk-
inn.
B. Traven
(18827—1969, 18907—1969,
1894-19697, 19017-1969). B.
Traven, eins og hann kallaði sig,
var mesti flóttamaður i heimi og
jafnframt einhver best skrifandi
verkalýðshöfundur allra tima.
Hann var höfundur meira en 30
bóka, sem hann skrifaði á hlaup-
um undan a.m.k. fjórum rikis-
stjórnum. Hann hóf feril sinn i
Þýskalandi sem leikari og anar-
kisti undir nafninu Ret Marut.
1919 var hann dæmdur til dauða
fyrir landráð i Munchen, en
komst undan á flótta. Hann flýði
til Moskvu, átti i útistööum við
Stalin, flýði siðan til Frakklands.
Næst varð hann sjómaður á
„dauða skipum” ameriskum
kaupskipum sem var sökkt til
þess að hafa fé útúr trygginga-
félögum. 1923 var hann i Mexikó,
þar sem hann talaði máli verka-
lýösfélaga. Þvi var hann lýstur
ófriðhelgur óvinur rikisins af
Mexikönsku stjórninni. I felum
hóf hann rithöfundarferil sinn
undir nafninu B. Traven. Aukin-
heldur var hann eftirsóttur ljós-
myndari, sem slikur kallaði hann
sig Traven Torsven. Ennfremur
þótti hann liðtækur fornleifafræð-
ingur og var i miklu áliti sem
töfralæknir hjá Chiapas indián-
um. Timaritið ,,Life” bauð eitt
sinn hverjum þeim sem gæti haft
uppá þessum makalausa rithöf-
undi 5000 dollara. Siðla á 6ta ára-
tugnum kom hann úr felum, gift-
ist og settist að i Mexikóborg,
honum tókst að hylja allan sinn
gamla frama. Nokkru áður en
hann dó brenndi hann öll persónu-
leg gögn sin — bækur hans eru þó
arfur stoltrar frelsishetju til eftir-
komendanna. Þeirra frægust er
„The Treasure of the Sierra
Madre”.
Kim Philby
(1913*) Harold Adrian Philby
gekk i bresku leyniþjónustuna
árið 1939. Hann þótti framúr-
skarðandi njósnari og varð yfir-
maður sovésku deildarinnar i sið-
ari heimstyrjöld. 1949 varð hann
aðal-tengill i njósnasamstarfi
Bretlands og Bandarikjanna.
Roosevelt, Truman og Churchill
hlóðuhann lofi. Það var ekki talið
fjarri að hann yrði með tið og
tima höfuð bresku leyniþjónust-
unnar. öllum var þó hulið að 1933
gekk Philby Rússum á hönd. Allt
fram til 1951 féll enginn grunur á
hann. Þá komst leyniþjónustan að
þvi að tveir liðsmenn hennar, Guy
BurgessogDonald Maclean, voru
gagnnjósnarariþágu Rússa. Rétt
áður en tókst að handsama þá
komust þeir undan til Moskvu.
Einhver hafði varað þá við yfir-
vofandi handtöku, Philby var
grunaður. 1 tiu ár reyndi leyni-
þjónustan að finna sannanir fyrir
þvi að Philby væri gagnnjósnari
en án árangurs. Það var loks árið
1961 er Philby starfaði sem
fréttaritari i Beirut að George
Blake, rússneskur njósnari, stað-
festi það sem menn hafði iengi
grunað. Um hánótt i janúar 1963
hristi Philby ofsækjendur sina af
sér þegar hann var á leið i matar-
boð. Hann dulbjó sig sem araba
og gekk i gegnum Sýrland og
Tyrkland, alls 500 kilómetra.
Honum skaut svo upp sem þjóð-
hetju i Moskvu sex mánuðum
siðar. Nú lifir hann i kyrrþey i
Sovétrikjunum ásamt rússneskri
eiginkonu. En Bretar gleyma
þessum tviskjalda njósnara seint.
Gilnther
Wallraff
(1942 -) Wallraff er lúmskasti
fréttamaður i heimi. Hann hefur
skrifað fjölmargar bækur og
greinar i blöð, allar helgaðar
málstað verkalýðsstéttarinnar.
Wallraff hefurá undirförulan hátt
komið upp um nasista i valda-
stöðum i Þýskalandi, njósnir á
vegum rikisins og ólöglega við-
skiptahætti. I fjögur ár lék hann
tyrkneskan verkamann, geð-
sjúkling, skrifstofumann i póst-
húsi, verkamann i stálbræðslu
o.fl. Siöan fletti hann ofan af
lélegum vinnuskilyrðum i
tveimur bókum sem skóku
Þýskaland. 1976 þóttist hann vera
iþjónustustjórnarinnar i Bonn og
komst að samkomulagi um
vopnasölutil Portúgal við Spinola
hershöfðingja, ihaldsnagla sem
margir muna eflaust eftir. Fræg-
ast er sennilega þegar Wallraff
gerðist blaðamaður hjá „Bild
Zeitung”, magnþrungnu sóða-
blaði sem hefur lygileg áhrif á
hugsunarhátt þýsku þjóðarinnar.
Wallraff fletti miskunnarlaust
ofanaf lygum, rangfærslum og
áróðri blaðsins. Hannhefur leikið
aðstoðarmann biskupsins i
Bæjaralandi, snuðrara á vegum
lögreglunnar, og 'framleiðanda
napalms. Ósjaldan hefur hann
setið inni og bækur hans hafa
verið ritskoðaðar grimmt. Þessi
djarfasti blaðamaöur i Evrópu
heldur þó áfram krossferð sinni
gegn siðleysinu. Siðast þegar
fréttist til var hann i útlegð i Svi-
þjóð, eöa fór huldu höfði i heima-
landi sinu, enda ekki vinsæil
meðal vissra hópa þar.
Harry
Houdini
(1874—1926) Það var ekki bara
þaö að Houdini kæmist upp með
hlutina, hann slapp með skrekk-
inn, slapp lifandi. Það var bara
ekki hægtað læsa hann inni. Hann
var hlekkjaður inni vatnstanki,
en samt slapp hann. Fangelsi
gátu ekki haldið honum og ekki
heldur bankahólf. Hann var svo
fimur að hann gat bundið hnút
með tánum á öðrum fæti — og
leyst hann. Enn eru flest brögð
hans jafn leyndardómsfull og
þegar hann framkvæmdi þau.
Hann var sannfærður um að hann
gæti jafnvel komist undan dauð-
anum. Nokkrir gamlir vinir hans
trúa þvi að honum hafi lánast
það. Sá orðrómur hefur sveimað
að Houdini sé sjónvarpsvið-
gerðarmaður i New Jersey.
Fransisco
Villa
(1877—1923) „Pancho” Villa,
þjóðsagnapersóna i lifanda lífi,
var fyrir siðasta hernum sem
komst upp með að ráðast inn i
Bandarikin. Það var 9unda mars
1916iNýju-Mexikó. Wiison forseti
skipaði Pershing hershöfðingja
að elta innrásarherinn inni
Mexikó. Fyrir eftirleitinni var
enginn annar en George Patton.
En ekki náðu þeir Villa sem var
alltaf skrefi á undan þeim i
torfærum fjöllunum. Villa slapp
oft naumlega i Mexikönsku bylt-
ingunni. I júli 1923 hafði hann sest
i helgan stein á búgarði sinum i
Durango, þá var honum gerð
fyrirsát og hann skotinn i bifreið
sinni.
Henri
Charriere,
„Papillon”
(1907—1973) „Papillon” —
fiðrildið var einn af fáum sem
tókst að flýja frá hinni illræmdu
frönsku refsinýlendu á Djöflaey.
Hann var ákærður fyrir morð i
Marseilles 1931, og dæmdur i
lifstiðarþrælkunarvinru. Hann
var sendur á yfirfullu fangaskipi
til Frönsku Guynöu — þar
byrjuðu fifldjarfar flóttatilraunir
hans. Alltaf náðist hann þó um
siöir. Eftir að hafa verið i ein-
angrun i 3 ár og 9 mánuði á
meginlandi S-Ameriku var hann
fluttur á Djöflaey. Þaðan átti að
vera útilokað að flýja. En
Papillon tókst að sigla burg á
tveimur pokum fullum af kókos-
hnetum, auðveld bráð fyrir há-
karla. Ævisaga hans varð met-
sölubók 1970 og siðar var gerð
stórmynd byggð á lifshlaupi hans.
Að lokum náðaði franska stjórnin
hann svo fyrir hinn upprunalega
glæp.
D.B. Cooper
(1926—) Það er ekki margt vitað
um þessa gangandi þjóðsögu. 1971
fór Cooper um borð i þotu i Los
Angeles, meðferðis hafði hann
skjalatösku sem hann sagði að
innihéldi sprengju. Hann krafðist
þess að fá afhenta 200.000 dollara.
Þetta var fyrsta auðgunartilraun
þessarar tegundar. Hann skipaði
vélinni að lenda i Seattle þar sem
hann tók á móti fénu og fjórum
fallhlifum og leyfði farþegunum
að fara. Áhöfnin flaug siðan með
hann i suðurátt. Lögreglumenn
gættu allra flugvalla á vestur-
ströndinni. Vélin var undir
stöðugu eftirliti. Hann stökk út i
fallhlif einhvers staðar yfir
Washingtonfylki og siðan hefur
ekki fundist tangur né tetur af
honum. Embættismenn segja að
hann hafi farist i skóginum, en
ekkert lik hefur fundist og engin
ummerki. Það sem enginn veit er
aö D.B. Cooþer tapaði öllum pen-
ingunum i vafasömum fjárfest-
ingum og er nú á atvinnuleysis-
bótum i Phoeniz i Arizonafylki.
Hvaðan hefur Abbie Hoffmann
þetta?
Ronald
Biggs
(1930 -) 1963 rændu Ronnie Biggs
og félagar póstlest I Englandi og
stungu af með metupphæð, 7.3
milljónir dollara. Siöar á árinu
upplýsti Scotland Yard málið,
Biggs og félagar hans voru hand-
teknir og settir i fangelsi. Þó
.fannst mest litið af peningunum.
Biggs strauk á ótrúlegan hátt úr
rammgerasta fangelsi Englands
og komst á endanum til Brasiliu.
Þegar Bretar vildu fá hann fram-
seldan þaðan átti hann von á
barni með brasiliskri konu og
sem föður væntanlegs brasilsk
rikisborgara var ekki hægt að
senda hann úr landi. Ensk eigin-
kona hans gaf honum svigrúm til
að giftast innfæddu eiginkonunni.
Sex Pistols reyndu að fá Biggs til
liðs við sig 1978 — sem aðalsöngv-
ara. Hljómplata var gefin út og
Biggs fékk hlutverk i kvikmynd.
Um daginn var hann svo i sviðs-
ljósinu á nýjan leik — en allt fór
vel að lokum, a.m.k. fyrir hann.
En lifið i Brasiliu virðist ekki
vera svo ljúft...
Richard
Milhous
Nixon
(1913—) Nixonfæddist 9da janúar
1913 i Yorba Linda i Kaiiforniu —
og dó daginn eftir... Hann komst
upp með svo mikið og svo lengi að
það er ekki annað hægt en að hafa
hann með i upptalningunni. Þessi
37undi forseti Bandarikjanna og
áreiöanlega sá athyglisverðasti
er nú að snúa aftur pólitiskt séð,
hannfer um og heldur ræður bæði
i Bandaríkjunum og erlendis.
Vegna atburða sem áttu sér stað i
stjórnartiö Nixons mun hann
verða fólki i fersku minni löngu
eftir aö allir aðrir forsetar á þess-
ari öld eru orðnir að neðanmáls-
greinum i sögunni.
Anonymus
- NN
Auðvitað eru þeir sem komast
upp með mest gersamlega
óþekktir. Þeir lesa þetta og hlæja,
i þeirri öruggu fullvissu að i
samanburði við þá eru allir ofan-
taldir viðvaningar.