Tíminn - 17.09.1981, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.09.1981, Blaðsíða 3
Sjólastödin hætti við kaupin á breska togskipinu: KEYPTI ÞESS I STAÐ 299 TONNA SKIP FRA NOREGI I Sjdlastööin I Hafnarfiröi hefur nú gengiö frá kaupum á 299 tonna skutskipi frá Noregi. Skipiö er tiu ára gamalt. Sjólastööin haföi áöur fengiö leyfi til kaupa á ein- um af þeim fjórum bresku tog- skipum, sem sjávarútvegsráöu- neytiö heimilaöi i júli innflutning á, eftiraö Búlandstindur á Djúpa- vogi gekk út úr þeim^kaupum. Forsvarsmönnum Sjolastöövar- innar snerist siöan hugur i ágúst, ákváöu aö hætta viö breska skip- iö, en fengu um leiö vilyröi viö- skiptaráöuneytisins til aö fiytja inn norska skipiö, sem er væntan- legt I nóvember eöa desember. Haraldur Jónsson, fram- kvæmdastjori Sjólastöövarinnar, sagöi i samtali viö Timann aö á- stæöan fyrir breyttum óskum fyrirtækisins heföi veriö sú, aö viö skoöun á breska skipinu heföu forystumenn þess oröiö óánægöir með þaö. Heföi þaö fyrst og fremst veriölök vinnuaðstaöa, og ófullnægjandi ibúöir fyrir skips- höfn, sem Sjólastöðvarmenn heföu fundiö aö skipinu. Einnig þaö, aö skipiö væri gert fyrir lausan fisk, en breytingar fyrir kassa heföu þytt minnkaöa buröargetu, en meö þvi heföi grundvelli veriö kippt undan rekstri sliks skips. Haraldur sagöi aö norska tog- skipiö, sem keyptyröi væri mjög sambærilegt viö breska skipið. „Það er mjög likt gömlu vest- firsku togurunum, en aöeins minna,” sagöi hann. Hvað verö skipsins snerti, kvaö Haraidur enn ekki vera hægt aö gefa þaö upp, þar sem eftir væri aö bjóöa út breytingar og kaup á nýjum tækjum. Verðiö yröi þó svipaö og á bresku bátunum. Sjólastööin þyrfti ekki aö leita til opinberra sjóöa vegna kaupanna. Nú er eitt af þeim fjórum skip- um, sem kaupa átti frá Bretlandi, á lausu. Enn hefur ekki veriö á- kveöiö hvort þaö veröur keypt, eöa hver þaö hlýtur. Eins og kemur fram iannarri frétt i blaö- inu gæti svo farið aö Djúpivogur þyrfti enn á skipi að halda, en Borgþór Pétursson, fram- kvæmdastjtíri Búlandstinds kvaöst i samtali viö Ti'mann hafa fylgst meö framvindu þessa máls. Þess má geta aö yröi fyrir fullt og allt hætt viö kaupin á fjóröa skipinu, eru Hkur á aö verö á hinum þremur myndu hækka. -JSG. Framkvæmdastofnun hjálpar frystihúsunum: Lánar 25 milljónir til 15 ára ■ Stjórn Framkvæmda- stofnunar hefur samþykkt að gefa 22 frystihúsum i landinu kost á skuldbreytingalánum úr Byggða- sjóði aö upphæð allt að 25 milljónum króna vegna vanskila við sjóðinn, en vanskil þessara fyrirtækja munu nema rúmlega þeirri upphæð. Lán þessi verða veitt til 15 ára, bundin lánskjara- visitölu með 2% vöxtum, en af- borganalaus fyrstu 2 árin. Samhliða afgreiðslu þessara lánaer forstjóra falið að reyna að tryggja endurgreiðslu þeirra og annarra lána með aflaávisunum, hlutdeild i útflutningsverðmæti eða á annan hátt. Gubmundur Malmquist hjá Framkvæmdastofnun var spurö- ur hvort þetta væri ekki ein- göngu frestun á vandamálum þessara fyrirtækja, en litil björgun. Hann sagði þetta ekki þýða neitt nýtt fjármagn, heldur séum aö ræöa frágang viö sjóöinn sem slikan. Þessi fyrirtæki sagöi hann nánast hringinn i kringum landiö, meira Uti á landsbyggö- inni en þó kemur Reykjavik einn- ig inn i dæmiö. Sem betur fer séu þó staðir á landinu þar sem frystihúsareksturinn gengur þaö vel, aö fyrirtæki þurfa ekki á þessu aö halda, t.d. ísafjaröar- svæöiö. HEI Nýtt búvöruverð tekur gildi F dag: Verö á kinda- kjöti hækkar um 15-18% | Kranabfllinn oltinn og dráttarvélin situr föst. Flóöiö er dskaplegt og hefur breytt tilbreytingasnauöri moldinni I hina dásamlegustu drullu. Hvaö sagt veröur um buxurnar og allt þaöheima á eftir er önnur saga. Slikt er aöeins fulloröinnaraus, sem enginn knár strákur má láta hefta sig I skyldustörfum dagsins. Ljósmynd: Hóbert. Kartöfluuppskeran bregst á Norðurlandi: Adeins þridjungur af uppskeru síðasta árs ■ 1 dag tekur gildi nýtt verö á sauðfjárafurðum. Komið hefur fram aö hækkun á veröi til bænda frá 1. júni s.l. er 7.66%. Kjöt i smásölu mun hins vegar hækka um á bilinu 15-18%. Þessi munur kemur bæöi til af þvi að óbreyttar niðurgreiðslur á hvert kiló valda hlutfallslega meiri hækkun á smásöluveröi, en einnig hitt að slátur- og heildsölukostnaöur hækkar aöeins einu sinni á ári, á haustin. Hækkun verölagsgrund- vallarins milli ára nemur 52.12%. Heildsöluverö á dilkakjötiernú 36.86 kr. kg. sem er 16.13% hækk- un frá júmveröi. Smásöluverð i heilum skrokkum skipt að ósk kaupenda er 41.05 kr. eöa 16.12% hækkun. SUpukjöt (80% úr fram- parti) kostar 43.45 kr. kg., heil læri og hryggir 52.00 kr., kótelett- ur 55.85 kr. og lærisneiðar úr miö- læri 60.80 kr. hvert kiló. Þá hefur veriö ákveöiö verö á heilu slátri með sviönum haus i ó- dýrustu umbúðum á kr. 38.60 kr. stykkið. Lifur hækkar aöeins um 8.48% i 40.30 kr. kg. Svipub hlut- fallsleg hækkun er á öörum inn- mat svo og sviöum. Þarna kemur til að þessar vörur eru ekki niöur- greiddar, þannig aö hún hefur ekki áhrif á prósentuhækkunina i smásöluveröinu eins og á kjöti sem niðurgreitt er. Ekki er búiö aö reikna út nýtt verð á m jólkurafuröum og kartöflum, en gert ráð fyrir að það taki gildi n.k. mánudag. Þar sem kominertilframkvæmda 7% bráöabirgðahækkun muno mjólkurvörur þá abeins hækka litillega. Kartöflur munu aftur á móti lækka frá núgildandi verði. ■ „Menn hafa hér almennt verið að byrja aö taka upp kartöflur nú siöustu dagana. Uppskeran er misjöfn en sumstaðar mjög léleg” sagði Sveinberg Laxdal á Túnsbergi i Svalbarðsstrandar- hreppi, spuröur um kartöfluupp- skeru þar um slóðir. Hann sagði að menn hefðu vænst þess aö fá kannski um 2/3 af uppskerunni i fyrra. En allt virtist stefna i það að uppskeran verði ekki nema um þriðjungur af þvi er var á siðasta hausti. Menn séu víða aö taka upp svona þre- falda tilf jórfalda uppskeru mftaö við þaö sem sett var niður, sem sé mjög lélegt, auk þess sem kartöflurnar eru mjög smáar. Sveinberg sagöist jafnvel hafa frétt af þvi að á sumum svæðum væri uppskera svo léleg, aö ekki svaraöi kostnaöi aö taka upp úr þeim. „Við verðum aö kaupa kartöflur frá Þykkbæingum” svaraði Sveinberg þegar Timinn spuröi hvernig færi þá um verk- efni fyrir hina stækkuöu kartöflu- verksmiöju þeirra á Svalbarös- eyri. HEI.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.