Tíminn - 17.09.1981, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.09.1981, Blaðsíða 10
10 f réttaf rásögn | Fimmtudagur 17. september 1981 Fimmtudagur 17. september 1981 11 jgWHfg! t,iv t' LjS x , -%> V 1 - - >-ji ÉaHÍpri* ’ gjgg£K m • s" ■ ■ * 'x . yBjEjiJ / ■ . Tímamenn í Þverárréttum — stærstu réttum landsins: UM 30 MÍSUND FJAR VAR RÉTTflÐ A TVEJMUR DðGUM ■ Geislar siðdegis- sólarinnar léku um Borgarfjörðinn, þegar komið var á Hestháls. Hérað búsældar og sagna, varðað Baulu og Eiriksjökli,minnti á gæði landsins og menningu. Sögustaðir og fossandi laxveiðiár liðu hjá og birkið andaði ilmi sinum og unaði á menn og skepnur. Brátt biasti áfangastaðurinn við, Þverárréttir. 1 Þverárréttum er réttaö flestu fé á Islandi eða um þrjátiu þús- und fjár. Þrjú sveitarfélög standa að réttunum, Stafholtstungur, Þverárhlið og Hvitársiöa. Af- rétturinn nær allt frá Tröllakirkju á Holtavörðuheiði noröur og aust- ur um Arnarvatnsheiði og Tvi- dægru að Eiriksjökli. Leitaö er á móti Dala- og Strandamönnum i vestri og Húnvetningum i norðri. Leitirnar taka þrjá daga. Lagt er af stað á sunnudegi og komið er með safnið á þriðjudegi. Er þá strax hafisthanda við að rétta og siðan réttað á miðvikudegi. Astæöan fyrir þvi að strax er byrjað að rétta á þriðjudag er sú, að ekki er pláss fyrir allt safnið i réttinni ef það væri allt rekið að i einu. Safnið kemur aðallega i tveimur rekstrum i réttina, þ.e. Stafholtstungnamenn og Þverár- hliðingar saman meö yfir tuttugu þúsund fjár og Hvitsiðingar meö sjö tii átta þúsund fjár. Þegar undirritaðan bar að rétt- inni voru fyrstu kindur i fyrr- nefnda safninu aö koma að og var reksturinn svo langur sem augaö eygði uppá heiöar. Um þrjá klukkutima tök siðan að koma þeim rekstri i réttina. Hvitsið- ingar komu öllu seinna enda höfðu þeir hreppt þoku og illviðri á Fjallinu og höföu i flimtingum aö þokan heföi verið svo slæm aö jafnvel kindurnar frá hinum hefðu villst yfir til þeirra. Fjallamenn voru kátir mjög, sungu við raust og sögðu sögur af sjálfum sér og öðrum á Fjalli. Sumir höfðu þó misst röddina og þrátt fyrir góðan vilja og dágóöa ■ „Jafnvel hundum getur oröiö stirt um hljóö’’... „smurningu” áttu þeir erfitt með að fremja þann hávaðá úr eigin barka sem tilheyrir fjárrekstri. Var þvi hundum óspart att i slag- inn. En jafnvel hundum getur orðið stirt um hljóð og tók þá a.m.k. einn upp það ráð að stinga upp i sig flautu og flautaði allt hvað af tók á ferfætlingana. Hefði þetta nú allt gengiö fyrir sig ef hann hefði ekki einmitt þá stundina setið úrtöku léttan fola sem sveif meö hann i loftköstum um grundir Borgarfjaröar viö „konsertinn”. Nokkuö voru menn misupplits- djarfir við Timamanninn en þó vareinn sem hvorki sagðist þurfa að kvarta undan aðstandendum sendingarinnar eða feimni yfir- leitt. Var hér kominn fjallakóng- ur þeirra Þverárhliðinga, Eggert Ólafsson, bóndi á Kvium. Vart hafði hann heyrt tildrög fararinnar og beiðni um ljós- myndun en hann var kominn með gæðing altýgjaöan i taum og sagöi viö undirritaöan: „Nú riö- um viö móti þeim eftirreiðar- mönnum”. Var þvi „skotiö” á suma smalana af hestbaki og þótti ýmsum undur mikil. Texti og myndir Guölaugur Tryggvi ■ Jón Einarsson I Höll var mættur i réttirnar. r grannar. Heiöa I Hvammi og Siguröur á Kirkju- bóli. Undir réttarveggnum er gott aö ræöa máiin ■ Siguröur Sigurösson fylgist meö safninu ■ Meö blönduna um hálsinn. ■ Daviö alþingismaöur Aöalsteinsson á Arnbjargariæk vætir þurrar kverkarnar eftir þriggja daga smalamennsku. Þorsteinn Eggertsson i Kvium fylgist meö. ■ Rætt viö smalana i talstöö. Siguröur Bergsson meö taistöö- ina. Guömundur Jónsson fjalla- kóngur Hvitsföinga fylgist meö. ■ Konungieg drykkja. Þorsteinn Jónsson á Kaöalstööum fjallakóngur Stafholtstungna kneyfar öliö, Eggert ólafsson i Kvium, fjallakóngur Þverárhliöar fylgist meö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.