Fréttablaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 8
8 18. febrúar 2008 MÁNUDAGUR SKIPULAGSMÁL Ríkinu stendur nú til boða lóð í Hellnahrauni í Hafnar firði undir nýtt fangelsi og höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rúmt ár er síðan fjár- málaráðuneytið sendi Reykjavíkurborg, Kópa- vogsbæ, Garðabæ og Hafnarfirði bréf með ósk um lóð undir áðurnefnda starfsemi. Engin formleg svör munu hafa borist fyrr en nú að bæjarráð Hafnarfjarðar býður fram lóð vestan svæðis sem heitir Hellnahraun III. Það er ofan Kapellu- hrauns. Í bréfi Böðvars Jóns- sonar, aðstoðarmanns Árna Mathiesen fjár- málaráðherra, til Lúðvíks Geirssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði, kemur fram að í framhaldi af samein- ingu lögregluliðanna þriggja á höfuðborgarsvæðinu hafi spunnist umræður um að sameina höfuðstöðvar lögreglu- liðsins á einn stað. Að auki hafi verið rætt um að gæsluvarð- haldsfangelsi væri undir þessu sama þaki. „Mikilvægt er að höfuðstöðvar lögreglu á höfuðborgarsvæðinu séu staðsettar miðsvæðis á höf- uðborgarsvæðinu og í góðri tengingu við helstu umferðar- æðar. Hólmsheiði er því ekki tal- inn heppilegur staður ef hvort tveggja væri undir sama þaki,“ segir í bréfi Böðvars sem ritað er í lok janúar í fyrra. Að sögn aðstoðarmanns fjár- málaráðherra gerir gróf áætlun ráð fyrir að höfuðstöðvar lögreglu þurfi um 10 þúsund fermetra húsnæði, fangelsið um 3.500 fermetra og fang- elsismálastofnun um 1.500 fermetra. Samtals væri um að ræða um 15 þúsund fermetra hús- næði. Tók hann fram að aðeins væri um hugmynd á könnunarstigi að ræða. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir Hellna- hraun vera þann stað innan lögsögu Hafnar- fjarðar sem helst komi til greina. Hann bendir á að þótt staðurinn sé ef til vill afsíðis í dag muni það breytast eftir því sem byggðin þróist í suður- átt. „Þetta tengist fyrir- huguðum ofanbyggða- vegi sem verður framtíðar þjóðbraut og við erum að benda lögreglunni og þessum aðilum á þau tækifæri sem eru á þessu svæði. Byggðin mun þróast suður með ströndinni næstu fimmtíu árin og þá er spurningin hvar miðpunkturinn verður,“ segir Lúðvík sem kveðst enn ekki hafa fengið viðbrögð frá ríkinu. „Ég hef ekki tekið afstöðu til einstakra staða enda hef ég ekki heildarmynd af því hvaða lóðir eru fyrir hendi,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sem kveður áfram unnið að málinu. gar@frettabladid.is Höfuðstöðvar og fangelsi úti í hrauni Bæjarráð Hafnarfjarðar býður ríkinu lóð vestan Hellnahrauns undir nýtt fangelsi og nýjar höfuð- stöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ríkið vill lóð miðsvæðis. Bæjarstjórinn segir miðpunkt höfuðborgarsvæðisins færast sunnar. LÚÐVÍK GEIRSSON BJÖRN BJARNASON Í HELLNAHRAUNI Ríkinu stendur nú til boða að reisa gæsluvarðhaldsfangelsi og nýjar höfuðstöðvar fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á þessum stað í jaðri Hafnarfjarðar. STJÓRNMÁL Mike Corgan, prófessor við Boston University, heldur opinn hádegisfyrirlestur á vegum stjórnmálafræðiskorar í Háskóla Íslands á morgun. Í fyrirlestrinum leitast Corgan við að svara nokkrum lykil- spurningum um möguleg úrslit forvals og forsetakosninganna í Bandaríkjunum auk þess að fjalla um áhrif niðurstöðunnar á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Fyrirlesturinn fer fram á neðstu hæð Háskólatorgs í stofu HT-104 og hefst klukkan tólf. - ve Kosningar í Bandaríkjunum: Mike Corgan með fyrirlestur LÖGREGLUFRÉTTIR Slagsmál í Reykjanesbæ Fimm menn gistu í fangageymslum lögreglunnar á Suðurnesjum í fyrri- nótt vegna slagsmála og ölvunar. TOLLAR „Það er margoft búið að fara yfir þetta mál, meðal annars á alþingi, og niðurstaðan hefur verið sú að skásta færa leiðin til að deila út þessum takmörkuðu gæðum er með útboði,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson land- búnaðarráðherra. Aðrar leiðir, svo sem að velja með því að draga úr hatti, séu óskynsamlegar. Forstjóri Samkeppniseftirlits- ins, Páll Gunnar Pálsson, gagn- rýndi fyrirkomulag við útdeil- ingu tollkvóta í Fréttablaðinu á fimmtudag og telur það hækka vöruverð. „Auðvitað velta þessir tollar út í verðlagið með einhverjum hætti,“ segir Einar. Endurskoðun hans frá því í fyrra hafi þó sannar- lega lækkað tolla og þar með stuðlað að lækkun vöruverðs. Svo þurfi að sjá hvernig það skili sér. Páll Gunnar gagnrýndi einnig ríkjandi innflutningsvernd á land- búnaðarvörum og sagði hana hamla samkeppni. „Innflutningsverndin er hluti af stuðningskerfi landbúnaðarins. Og það væri stærri pólitísk spurn- ing hvort hverfa eigi frá allri inn- flutningsvernd. Ég trúi ekki að Samkeppniseftirlitið sé að krefjast þess. Við virðum auðvit- að gerða samninga við bændur.“ Einar vill þó ekki útiloka endurskoðun á þessari vernd á kjörtímabilinu. - kóþ Landbúnaðarráðherra svarar gagnrýni Samkeppniseftirlitsins: Útboð kvóta er skásta leiðin EINAR KRISTINN GUÐFINNSSON Segist ekki útiloka að endurskoða innflutnings vernd á landbúnaðarvörur á kjörtímabilinu. Hins vegar komi ekki annað til greina en að standa við gerða samninga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UMHVERFISMÁL Minnihluti stjórnar Orkuveitunnar fagnaði því með bókun á stjórnarfundi á föstu dag- inn að „þyrma“ ætti Ölkelduhálsi. Sagðist minnihluti álykta þetta af nýlegum ummælum vara - formannsins Ástu Þorleifsdóttur í fjölmiðlum. Ásta, sem áður hefur lýst yfir andstöðu við áformum um Bitruvirkjun, ítrekaði í vikunni að hún „tæki ekki þátt í neinu sem ógnaði Ölkelduhálsinum“. Hún útilokar þó ekki að virkjunin rísi í einhverri mynd. Meirihluti stjórnarinnar bókaði ekki á móti þessari fagnaðar- bókun minnihlutans. - kóþ Minnihluti Orkuveitustjórnar: Fagnar orðum um Ölkelduháls 1. Hver er forstjóri Fangelsis- málastofnunar? 2. Hvern langar til að vera gerður að heiðursborgara Reykjavíkur? 3. Hvaða hljómsveit vill Nelson Mandela að komi fram á heið- urstónleikum í tilefni af níutíu ára afmæli hans í júní? SVÖR Á SÍÐU 30 TYRKLAND Recep Tayip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, reyndi í gær að róa óróaöldur sem hafa gengið yfir landið eftir að ríkis- stjórn hans gerði umdeilda laga- breytingu sem leyfir stúlkum að bera höfuðslæður í háskólum. Erdogan sagði að ríkisstjórn hans væri ekki að reyna að skapa trúarríki. „Við viljum vernda systur okkar og börn sem ekki nota slæður en að sama skapi viljum við vernda hinar sem nota þær,“ sagði Erdogan. Lagabreytingin, sem léttir banni sem hingað til hefur ríkt um að konur beri slæður í háskólum, var gerð fyrr í þessum mánuði. Þúsundir manna hafa mótmælt breytingunni af ótta við að hún komi til með að ögra veraldlegu kerfi landsins. Helsti stjórnar- andstöðuflokkurinn segist ætla að áfrýja lagabreytingunni til stjórnar- skrárdómstóls enda telur hann hana brjóta í bága við stjórnar- skrána. - ve Recep Taypi Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands: Snýst til varnar vegna slæðulaga TYRKNESKAR KONUR Nú mega konur bera höfuðslæðu í háskólum landsins. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.