Fréttablaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 44
20 18. febrúar 2008 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is > HRYLLINGSSÖGUR „Ég vildi ekki að neitt óvænt kæmi upp á. Í hreinskilni sagt vildi ég ekki rifna. Ég hef heyrt hryllingssögur af því,“ segir Christina Aguilera um ástæður þess að hún kaus að fæða son sinn með keisaraskurði. Hún segir það erfiðasta hafa verið að velja fæðingardaginn. Tískugúrúar í Lundúnaborg eru sammála um að sýning Marios Schwab þar í bæ hafi verið ein þeirra sem gefa tóninn fyrir komandi haust. Hann sýndi þar meðal annars níðþrönga, ökklasíða kjóla, sem eru stórt stökk frá þeim stuttu, víðu sniðum sem hafa verið allsráðandi síðustu misserin. Ef marka má aðdáun tískuskríbenta á línu Schwabs megum við eiga von á að þurfa að æfa okkur að ganga í þessum lítt frjálslega fatnaði, því hann er talinn vera það sem koma skal. Þröngir kjólar gera lukku Kjólarnir sem Marios Schwab sendi niður tískupallana á sýningu sinni í London í síðustu viku geta seint kallast frjálslegir. Níðþröng sniðin sem sleikja líkamann alveg niður á ökkla vöktu þó mikla lukku hjá áhorfendum, sem virtust taka tilbreytingu frá lausum, stuttum pilsum opnum örmum. Ekki þótti efnismeðferðin síðri, en rifur og skraut úr mismunandi efnum prýddu langflestar flíkurnar. ÞRÖNG OG FALLEG FÖT Árið 1976 gerði Ólafur Haukur Símonarson hina geysivinsælu plötu Eniga meniga og naut þar liðsinnis Olgu Guðrúnar Árnadóttur, sem söng öll lögin, og Gunnars Þórðar- sonar sem útsetti þau og tók upp. Mörg lög nutu vinsælda, þeirra á meðal titillagið sem fjallaði, að því er virtist, um fánýti peninga: Eniga – meniga, allir rövla um peninga, súkkadí – púkkadí, kaupa meira fínerí, kaupæði – málæði, er þetta ekki brjálæði... Nú, 32 árum síðar, kippist eflaust margur gamall gærukomminn illþyrmilega við í La-z- bojnum að heyra þetta sama lag undir í auglýsingu frá Byr sparisjóði. Þurfti Ólafur Haukur að hugsa sig mikið um áður en hann leyfði þessa notkun á laginu? „Nei, ekki neitt,“ segir hann. „Ég veitti leyfið af því að mér var sagt að auglýsingin ætti að kynda undir sparnað. Ég hef ekki séð auglýsing- una, en er það ekki boðskapurinn? Ég hef aldrei talið það neitt ósiðlegt að fara vel með peninga. Og eru ekki hæstu innlánsvextir á Íslandi? Mér skilst það. Það eru reyndar helmingi hærri útlánsvextir en það er önnur saga.“ Ólafur Haukur segir það líka skipta máli að það er Sparisjóðurinn sem auglýsir með laginu hans. „Ég hef alltaf verið jákvæður í garð sparisjóðanna. Ég hefði til dæmis aldrei leyft KB-banka að nota lagið. Sparisjóðurinn er banki litla mannsins, eða var það allavega. Nú skilst mér að Guðmundur Hauksson sé kominn í sjálftökulauna- flokkinn svo það er kannski að breytast.“ Ólafur Haukur er alveg með það á hreinu að það er ekkert „brjálæði“ að Eniga meniga sé komið í bankaauglýsingu. „Nei og það er ekkert brjálæði að fara vel með peninga. Það sem er brjálæði er að borga bankastjóranum fimm milljónir á mánuði. Það ætti einhver að semja lag um það.“ Olga Guðrún sagðist ekkert vilja láta hafa eftir sér um málið þegar eftir því var leitað. Hún segist fjölmiðlafælin með eindæmum. Engu að síður mátti heyra á henni að henni þætti þetta allt frekar öfugsnúið. - glh Ekkert brjálæði að fara vel með peninga Nýjung! Nýju réttirnir frá Knorr eru gerðir úr grófu mjöli sem er matarmeira og seðja lengur. Eldaðu uppáhaldsréttina þína, enn hollari og næringarríkari. Á köldum og dimmum vetri er nauðsynlegt að fá bæði fallegan lit í tilveruna og yl í kroppinn og hjúfra sig inni í hlýjunni yfir heitri súpu eða pastarétti frá Knorr. Alltaf einfalt, litríkt og gott með Knorr! Hlýtt í vetur F í t o n / S Í A F I 0 2 4 6 5 5 HEFÐI ALDREI LEYFT KB-BANKA AÐ NOTA ENIGA MENIGA Ólafur Haukur þurfti ekkert að hugsa sig um þegar Byr hafði samband. Bítillinn Sir Paul McCartney hefur komist að samkomu- lagi við Heather Mills um skilnað þeirra hjóna. Í sam- komulaginu felst að McCartney greiðir Mills tæpa níu milljarða króna af auðæfum sínum. Breska blaðið News of the World greinir frá þessu í gær. Hermt er að samkomulagið hafi verið teiknað upp fyrir helgi og verði gengið frá lausum endum í réttarsal í dag. McCartney féllst á að greiða lögfræðikostnað eiginkonu sinnar. Hann greiðir henni 2,6 milljarða af upphæðinni í upp- hafi en síðan fær Heather 350 milljónir árlega næstu fimmt- án árin fyrir sig og Beatrice dóttur þeirra. Bítillinn greið- ir fyrir öryggisgæslu þeirra mæðgna, barnfóstru, ráðs- konu, einkaþjálfara og ferða- kostnað. Í staðinn skrifar Heather undir trúnaðaryfir- lýsingu sem felur í sér að hún megi aldrei gagnrýni hjónaband þeirra eða fjöl- skylduna. Heather Mills er sögð hæstánægð með þessa niðurstöðu. „Hún er yfir sig ánægð og ætlar meira að segja að fagna þessum áfanga með veislu fyrir vini sína,“ sagði kunningi hennar við blaðið. Heather Mills fær níu milljarða HEATHER FÉKK SITT Bítillinn Paul McCartney og Heather Mills eru um það bil að ganga frá skilnaði sínum. McCartney greiðir Mills háar fjár- hæðir. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.