Fréttablaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 18. febrúar 2008 17 Kannanir sem gerðar hafa verið meðal ferðamanna sem sækja Ísland heim sýna að almennt eru ferðamenn ánægðir með heim- sókn sína til Íslands. Þó kvarta margir undan því að þjónustu sé ábótavant. Á morgun, þann 19. febrúar næstkomandi, halda því Samtök ferðaþjónustunnar ráðstefnu sem nefnist „Dagur menntunar í ferða- þjónustu“ en þar mun athyglin beinast að mikilvægi símenntun- ar og fræðslu starfsfólks í ferða- mannaiðnaðinum á Íslandi Til ráðstefnunnar hefur verið boðið tveimur góðum gestum frá skosku hálöndunum, þeim Dr. Craig Thompson og Wendy Syl- vester sem fjalla munu um góðan árangur starfsmenntunar í ferða- þjónustufyrirtækjum í heimalandi sínu. Fundurinn hefst með ávarpi Þorgerðar Katrínar Gunnars dóttur menntamálaráðherra. Síðan verð- ur nýtt grunnnám í ferðaþjónustu kynnt og fjallað verður um með hvaða hætti er best að standa að starfsþjálfun erlends starfsfólks í greininni hérlendis. Í lok ráðstefnunnar verður síðan Starfsmenntaviðurkenning Samtaka ferðaþjónustunn- ar, SAF, afhent í fyrsta sinn því fyrirtæki sem þykir skara fram úr í greininni. Össur Skarphéðins- son iðnaðar ráðherra mun afhenda viður kenninguna. Menntamála- ráðuneytið og starfsmenntasjóð- irnir Starfsafl, Landsmennt og VR styrkja ráðstefnuna og munu starfsmenntasjóðirnir jafnframt kynna starfsemi sína í kaffihléi. Nánari upplýsingar um verð- launin og dagskrá ráðstefnunnar er að finna á www.saf.is. Fyrsta viðurkenning frá SAF ÁNÆGÐIR Ferðamenn sem sækja landið heim er almennt ánægðir með heim- sókn sína samkvæmt könnunum. Barna og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, fékk afhentar tvær milljónir króna frá Samgönguráðuneytinu. Kristján Möller samgönguráðherra afhenti þetta framlag. Kaupa skal íbúð í nágrenni deildarinnar sem verður nýtt fyrir foreldra barna í dreifbýli. Þeir foreldrar sem þurfa að fylgja börn- um sínum til innlagnar á BUGL, og búa ekki á höfuðborgarsvæðinu, geta nýtt íbúðina og þannig verið nálægt meðferðarstaðnum. BUGL fær 2 milljónir FRÁ AFHENDINGU STYRKSINS Frá vinstri: Sigríður Kristinsdóttir, Unnur Heba Steingrímsdóttir, Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, Kristján Möller, Björg Guðmundsdóttir, Róbert Marshall og Magnús Pétursson. Aðalmiðlarar með ríkisverðbréf eru: Fjármálaráðuneytið Arnarhvoli við Lindargötu • 150 Reykjavík sími 545 9200 • bréfasími 562 8280 • postur@fjr.stjr.is Sölufyrirkomulag: Nýr flokkur óverðtryggðra ríkisbréfa til ellefu ára Ný leið til ávöxtunar Ríkissjóður gefur út nýjan flokk ríkisbréfa til ellefu ára. Ríkisbréfin eru óverðtryggð og bera ársvexti sem greiðast eftir á, 26. febrúar ár hvert. Árlegir nafnvextir ákvarðast í kjölfar fyrsta útboðs. Auðkenni flokksins er RIKB 19 0226. Flokkurinn verður skráður í kerfi OMX Nordic Exchange Iceland og verður viðskiptavakt í höndum aðalmiðlara ríkisverðbréfa sem mun tryggja seljanleika á eftirmarkaði. Fyrsta útboð RIKB 19 0226 verður haldið 21. febrúar klukkan 14.00. Til að taka þátt í útboðinu þarf að hafa samband við einhvern af eftirtöldum aðalmiðlurum ríkisverðbréfa en þeir hafa einir heimild til að leggja fram tilboð fyrir hönd fjárfesta. Glitnir Icebank Kaupþing banki Landsbanki Íslands MP Fjárfestingarbanki Saga Capital Fjárfestingarbanki Straumur Fjárfestingarbanki Grínflokkurinn Fóstbræður kom saman á ný í síðustu viku í fyrsta sinn í nær áratug. Tilgangurinn er að afhenda Umhyggju veglega gjöf sem er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Ágóðinn af sölu allra fimm Fóstbræðra-þáttaraðanna á mynd- diskum kom út fyrir síðustu jól og seldist vel. Söluágóðinn var því ríf- legur, um 3.378.720.kr. og ákváðu Fóstbræður af sinni alkunnu góð- vild, í samvinnu við Senu og Stöð 2, að láta hann renna óskiptan til Umhyggju. Fóstbræður afhentu síðan þessa rausnarlegu gjöf formlega á Hilton Nordica síðast- liðinn fimmtudag. Fóstbræður saman á ný FÓSTBRÆÐUR LÁTA GOTT AF SÉR LEIÐA Jón Gnarr, Benedikt Erlingsson, Sigurjón Kjartansson og Hilmir Snær Guðnason komu saman í fyrsta sinn í nær áratug til að afhenda umhyggjugjöfina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.