Fréttablaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 18. febrúar 2008 3 Drifhvítt eða rósótt, bleikt með blúndum eða silkiefni í svörtu. Úr vöndu er að ráða þegar rúmföt skulu valin. Gaman er að eiga fallegt á rúmið og geta skipt um eftir þörfum og skapi. Sumir vilja gamaldags, rómantísk rúmföt, helst útsaumuð eða með milliverki, hjá öðrum ná tískustraumarnir inn í svefn- herbergin og upp í rúm. En rúmföt eiga ekki bara að vera falleg. Þægindin skipta ekki minna máli. Eftir erfiðan dag er dásamlegt að svífa inn í draumana innan um mjúkt og þægilegt sængurlín hvort sem það er drifhvítt eða í djörfum litum. Sængurföt fást úr nokkrum tegundum taus. Það algengasta er bómullin sem til er í ótal gæðaflokkum. Silkidamask er sígilt líka og sumir vilja bara lungamjúkt Lyocell-efni sem unnið er úr viði og er með silkiáferð. - gun Svart bómullarsett með áþrykktu, fínlegu mynstri í Rúmfatalagernum og kostar aðeins 1.490 krónur. Drifhvítt eða djarft Aga Pantus er nafnið á þessu mynsti frá Lauru Ashley. Efnið er bómull. Settið er á 11.300 krónur í verslun Lauru Ashley í Faxafeni. Rúmfatalagerinn heitir ekki Rúmfatalagerinn fyrir ekki neitt. Þar er sængurfatnaður með ótal mynstrum og í ólíkum gæðaflokkum. Þetta er með þrykktu mynstri í nútímalegum stíl. Settið kostar 1.990 krónur. Gyllt er elegant. Silkidamask fæst í mörgum litum hjá Verinu í Glæsibæ og settin eru á 8.900 til 12.500 krónur. Mynstrið er ofið í rauðu Lovel-rúm- fötin sem fást hjá Lauru Ashley. Þau eru úr bómull. Sett með einu kodda- veri er á 10.500 krónur. Vatnaliljan heitir þetta mynstur. Efnið er bómullarsatín og settið fæst hjá Verinu í Glæsibæ á 9.500 krónur. Hjá Lauru Ashley í Faxa- feni eru öll sængurföt úr bómull. Tvö kodda- ver eru yfirleitt fáanleg með hverju sængur- veri, annað stórt með blúndum í kring, hitt minna um sig en með meiri skreytingum. Þetta kremaða sett kostar 11.500 krónur. með einu koddaveri. A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Gæði, ending, góð þjónusta Skólavörðustíg 21a Njálsgötumegin S. 551 4050 Sængur og koddar á góðu verði            Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.