Fréttablaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 50
26 18. febrúar 2008 MÁNUDAGUR Enski FA-bikarinn: Sheff. Utd.-Middlesbrough 0-0 Preston-Portsmouth 0-1 0-1 Sjálfsmark (90+4.) Carter. Ítalska Serie A-deildin: Reggina-Udinese 1-3 0-1 Simone Pepe (8.), 0-2 Antonio Di Natale (64.), 1-2 Francesco Modesto (76.), 1-3 Antonio Di Natale (90.). Emil Hallfreðsson var í leik- mannahópi Reggina en kom ekki við sögu í leiknum. Hollenska úrvalsdeildin: Groningen-AZ Alkmaar 2-1 1-0 Marcus Berg (30.), 1-1 Kew Jaliens (84.), 2-1 Marcus Berg (86.). Aron Einar Gunnarsson var í leikmannahópi AZ Alkmaar en kom ekki við sögu í leiknum. ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Tveir leikir fóru fram í 16-liða úrslitum FA-bikarsins á Englandi í gær þegar Portsmouth marði Preston 0-1 á útivelli en Sheffield United og Middles- brough gerðu jafntefli og þurfa að mætast að nýju á Riverside- leikvanginum. Leikur Sheffield United og Middlesbrough var mjög harður og leikmenn Middlesbrough gáfu ekkert eftir í baráttunni við 1. deildarlið sem er þekkt fyrir að vera líkamlega sterkt og spila fast. Ekkert gekk hins vegar hjá lið- unum að finna mark andstæðing- anna og staðan var 0-0 í hálfleik. Alves fékk svo tækifæri til að sýna sig þegar hann kom inn á fyrir Mido þegar stundarfjórð- ungur lifði leiks en honum tókst ekki að skora frekar en öðrum leikmönnum á vellinum og nið- urstaðan því 0-0 jafntefli. Liðið þurfa því að mætast aftur á Riverside-leikvanginum eftir rúma viku til að skera úr um hvort liðið komist í 8-liða úrslitin. Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth gegn Preston í gær og spilaði í vinstri bakverðinum á nýjan leik eftir að hafa leyst stöðu miðvarðar um síðustu helgi í fjarveru Sylvains Distin. Eftir markalausan fyrri hálf- leik var það 1. deildarlið Preston sem réð ferðinni í seinni hálfleik. Preston fékk dæmda vítaspyrnu þegar Distin braut á Billy Jones, en David James sýndi snilli sína í markinu og varði vítaspyrnu Sim- ons Whaley. James þurfti enn og aftur að koma til bjargar á 74. mínútu þegar Neil Mellor átti frá- bært skot sem markvörðurinn hávaxni þurfti að hafa sig allan við til að verja. Allt stefndi í markalaust jafn- tefli og annan leik á Fratton Park þegar Hermann nokkur Hreið- arsson náði að stugga við boltan- um eftir hornspyrnu og í fram- haldinu reyndi Darren Carter að hreinsa boltann í burtu en það tókst ekki betur en svo að hann negldi honum í eigið mark og tryggði Portsmouth sigur. - óþ Portsmouth tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslitin: Hermann átti þátt í sigurmarkinu SIGURMARKIÐ Hermann Hreiðarsson þjarmar hér að leikmönnum Preston eftir hornspyrnu og Darren Carter skoraði sjálfsmark í kjölfarið. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Karlalið Fram datt úr keppni í Áskorendakeppni Evrópu þrátt fyrir 24-25 sigur gegn CSU-Poli í Rúmeníu í gær, en Rúmenarnir unnu fyrri leikinn í fyrradag 24-26. Samkvæmt heimasíðu Safa- mýrarliðsins var leikurinn æsispennandi og í raun grátlegt að Fram hefði í það minnsta ekki tekist að ná að knýja framleng- ingu á lokasekúndunum þegar Jóhann Gunnar Einarsson, sem var frábær í leiknum, klikkaði úr víti. Fram var þremur mörkum yfir þegar stundarfjórðungur lifði leiks og það forskot hefði nægt liðinu til þess að komast áfram, en það gekk ekki í þetta skiptið. Króatískir dómarar leiksins voru heldur ekki að hjálpa til og voru heldur hliðhollari heimaliðinu. - óþ Áskorendakeppni Evrópu: Fram úr leik þrátt fyrir sigur BORÐTENNIS Guðundur E. Stephen- sen og Magnea Ólafs úr Víkingi unnu Grand Prix-mót Lýsingar sem fram fór í TBR-húsinu við Gnoðarvog um helgina. Guðmundur vann Magnús K. Magnússon úr Víkingi örugglega 4-0 í úrslitaleik í opnum flokki karla og Magnea hafði betur gegn Sunnu Jónsdóttur úr ÍFR 4-3 í spennandi úrslitaleik. - óþ Grand Prix-mót í borðtennis: Guðmundur og Magnea unnu SIGURVEGARAR Guðmundur og Magnea fóru með sigur í Grand Prix-mótinu í borðtennis um helgina. MYND/PÉTUR STEPHENSEN HANDBOLTI Dönsku meistararnir í GOG Svendborg, sem Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson leika með, töpuðu naumlega 34-33 gegn ungverska liðinu Pick Szeged á útivelli í Meistaradeild Evrópu í gær. Snorri Steinn misnotaði vítakast í stöðunni 33-33 þegar örfáar sekúndur lifðu leiks og Ungverj- arnir skoruðu svo síðasta mark leiksins í blálokin. - óþ Meistaradeildin í handbolta: GOG tapaði í Ungverjalandi FRJÁLSÍÞRÓTTIR Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal um helgina. Þar bar hæst keppni í sjöþraut karla og fimmtarþraut kvenna þar sem Helga Margrét Þorsteinsdóttir, úr Ármanni, sló tæplega tveggja ára gamalt Íslandsmet. Kristín Birna Ólafsdóttiru, úr ÍR, setti Íslandsmet í fimmtar- þraut kvenna þegar hún hlaut 3843 stig í San Diego í lok febrúar árið 2006 en góð frammistaða Helgu Margrétar á Meistaramóti Íslands um þar síðustu helgi gaf til kynna að hún gæti hugsanlega slegið metið um helgina og það gerði hún og rúmlega það og hlaut 4018 stig. „Ég er mjög sátt með að hafa náð markmiði mínu, sem var að slá þetta met. Það var bara bónus að hafa farið yfir fjögur þúsund stig þar sem ég hafði verið að berjast við flensu í byrjun vikunnar,“ sagði Helga Margrét sem var í heildina ágætlega sátt með árangur sinn í stökum greinum. „Ég var rosalega ánægð með hástökkið og kúlan var líka fín en annað var bara svona allt í lagi,“ sagði hin efnilega Helga Mar- grét sem gerði sér lítið fyrir og sigraði allar keppnisgreinar sínar nema eina. Helga Margrét er fædd árið 1991 en er þegar búin að setja sér skýr markmið upp á framhaldið að gera. „Þátttaka í Ólympíuleik- um er að sjálfsögðu markmið mitt í framtíðinni hvort sem það verður árið 2008 eða ekki,“ sagði Helga Margrét ánægð. Fyrirfram var búist við harðri keppni í sjöþraut karla á milli Þorsteins Ingvarssonar úr HSÞ og Einars Daða Guðmundssonar úr ÍR en Sveinn Elías Elíasson úr Fjölni tók ekki þátt í mótinu vegna meiðsla. Þorsteinn sigraði á endanum nokkuð örugglega og hlaut 5129 stig. Þorsteinn var ágætlega sáttur í lok mótsins. „Þetta byrjaði ágætlega en svo tók upp sig smá meiðsli í ökkla í hástökkinu og ég missti nokkur stig þar. Ég hef reyndar verið að eiga við meiðsli í nára líka þannig að ég get eflaust verið nokkuð ánægður í heildina litið,“ sagði Þorsteinn. omar@frettabladid.is Helga setti Íslandsmet Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni sigraði í fimmtarþraut kvenna og stórbætti Íslandsmetið og Þorsteinn Ingvarsson úr HSÞ sigraði í sjöþraut karla. Á FLEYGIFERÐ Helga Margrét er hér að keppa í 60 metra grindarhlaupi þar sem hún sigraði á tímanum 8,90 sekúndum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KRAFTMIKIL Helga Margrét varpaði kúlunni 13,24 metra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.