Fréttablaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.02.2008, Blaðsíða 18
[ ] Ef boðið er til mannfagnaðar og allt er í drasli, þá getur góður gestasprettur reddað málunum. „Ef lítill tími er þar til gestirnir koma, þá er auðvitað langbest að draga fyrir gluggatjöld og lækka ljósin. Eða kveikja bara á kerti. Það er fljótlegasta lausnin ef húsráðendur eru alveg í bullinu,“ segir Stefán Ingi Óskarsson og hlær en hann er framkvæmdastjóri Gæðavara, sem selur hreinlætisvörur frá Evans, og hefur starfað sem hreinlætisráðgjafi fyrir fyrirtæki, stofnanir og heimili í átján ár. Að öllu gamni slepptu segir Stefán að hægt sé að ná ótrúlegum árangri í þrifum á aðeins 20 til 25 mínútum. „Mikilvægast er þá að byrja á forstofunni. Hana verður að taka til, svo gestirnir geti gengið beint inn án þess að vaða yfir yfirhafnir og skó- fatnað. Það skapar yfirleitt vellíðan hjá gest- komandi.“ Stefán segir síðan gott að taka næst fyrir stofu og borðstofu. Raða þar púðum séu þeir til staðar og fjar- lægja allt lauslegt drasl, sérstaklega kringum svæðið þar sem gestirnir koma til með vera. Gott sé að þurrka ryk af ljósi fyrir ofan borðstofuborð þar sem gestir skoði þau gjarnan, ekki síst ef þau eru flott. „Síðan skiptir máli að yfirfara vel baðherbergið. Því ef baðherbergi er skítugt hugsar fólk með sér að allt annað hljóti að vera það líka,“ segir Stefán með áherslu og bætir við að Protect sé kjörið hreinsiefni inni á baðherbergið. Það virki á klósett, sturtu, vask, blöndunartæki og spegla. „Svo er tilvalið að nota nokkrar tuskur í mismunandi litum til skiptanna, svo sýklarnir berist ekki á milli svæða, og einnota pappír á salernisskálina.“ Stefán mælir einnig með því að rennt sé yfir gólf hafi menn tíma aflögu, en til þess henti örtrefja- moppur með áfastri sprautugræju. Þá sé lyktareyðir tilvalinn til að losna við steikingarlykt úr eldhúsi og aðra ólykt og svo gagnist hreinsiefnið Est Em nánast á hvað sem er. Þar gildi líka sú regla að hafa nokkrar tuskur í ólíkum litum til skiptanna; nota eina á gler og slíkt, aðra á borð og þá þriðju á hurðarhúna og í kringum slökkvara. „Svo er einfaldast að loka inn í hjónaherbergi og barnaherbergi. Þangað á enginn erindi nema húsráðandi. það er þó í lagi að búa um og breiða yfir, ef einhver vill skoða,“ segir Stefán og bætir við að algjör óþarfi sé að hafa áhyggjur af rykugum gluggakistum og myndarömmum. Fæstir skoði slíkt. roald@frettabladid.is Hreint og fínt á nóinu Stefán Ingi Óskarsson, t.h., ásamt Þráni Sigurbjörnssyni hjá Ræstingaþjónustunni, sem annast dagleg þrif, aðalhreingern- ingar og fleira. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kaffikanna verður að vera til á öllum heimilum því þótt þú drekkir ekki kaffi sjálfur verðurðu að geta boðið gestum upp á molasopa. Eigum gríðarlegt úrval af tröppum og fylgihlutum Það flottasta og besta í dag!! Opnunartími: Mánudag - föstudag 12.00 - 18.00 Magnaða moppuskaftið Dagar skúringafötunnar eru taldir Alltaf tilbúið til notkunar Gólfin þorna á augabragði Fljótlegt og þægilegt Sölustaðir: Húsasmiðjan - Byko - Pottar og prik Akureyri - Áfangar Keflavík - Fjarðarkaup - Parket og gólf - Eyjatölvur - Miðstöðin Vestmannaeyjum - Litabúðin Ólafsvík - Skipavík Stykkishólmi - Rými - SR byggingavörur Siglufirði - Rafsjá Sauðárkróki - Nesbakki Neskaupsstað - Núpur Ísafirði - Vélaleiga Húsavíkur. Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf. Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi Tjáðu þig! Viltu sýn’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg Stæsta bloggsamfélagið! Yfir 150.000 notendur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.