Fréttablaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 2
2 3. mars 2008 MÁNUDAGUR VEÐURFAR Svo miklum snjó kyngdi niður í Vest- mannaeyjum í fyrrinótt og gærdag að fólk komst vart milla húsa í gær. „Við byrjuðum á því að skutla fólki heim sem hafði verið úti að skemmta sér,“ segir Guðjón Sigtryggsson, björgunarsveitarmaður hjá Björgunarfélagi Vestmannaeyja. „Síðan átti fólk erfitt með að komast til vinnu og í Herjólf þannig að það hefur verið nóg að gera. Reyndar er snjórinn það mikill að við höfum verið að festa okkur og erum við þó á stórum bílum,“ bætir hann við. Þar sem starfsfólki gekk illa að komast úr og í vinnu urðu nokkrir að standa langa vakt á sjúkra- húsinu í bænum. Um klukkan sex í gær var til dæmis einn sjúkraliði að ljúka vakt en hann kom til vinnu klukkan ellefu kvöldið áður. Engin slys urðu á fólki að sögn lögreglu en einn ökumaður sem var á ferð í gærmorgun velti bíl sínum skammt frá Týsvellinum. Óskar Friðriksson, trésmiður og ljósmyndari, segir að ekki hafi snjóað svo mikið í Eyjum síðan í mars 1968. „Hér minnast eldri menn þess snjóadags ennþá og er hann kallaður snjórinn mikli,“ segir hann. - jse FJÁRMÁL Konur virðast hafa tekið sig mun betur á en karlar í fjármálum frá árinu 2003 samkvæmt gögnum frá Creditinfo Ísland. Í árslok 2003 voru alls 18.846 einstaklingar á vanskilaskrá. Það svaraði til 7,2 prósenta þeirra sem voru átján ára og eldri. Við síðustu áramót nam þetta hlutfall hins vegar 5,7 prósentum. Hlutfalls- lega hafði einstaklingum á vanskilaskrá á Íslandi þannig fækkað um tuttugu prósent. Frá því í árslok 2003 hefur konum á vanskilaskrá fækkað hlutfallslega um 32,2 prósent. Um síðustu áramót taldist tæplega ein af hverjum hundrað konum yfir átján ára vera á vanskilaskrá. Hlutfallið hjá körlum var hins vegar 2,7 prósent. Sem hlutfall af heildarfjölda hafði körlum á vanskilaskrá um síðustu áramót fækkað um sextán prósent frá 2003. Alls voru 15.782 einstaklingar, karlar og konur, á vanskilaskrá um síðustu áramót. - gar Ýsuhakk Nóatún mælir með 598 kr.kg. noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Gott á mánudegi Hlutfall vanskilamanna á Íslandi lækkaði um fimmtung á fimm árum frá 2003: Karlar þrefalt oftar í vanskil ÞRÓUNIN 2003-2007 Einstaklingar hafa verulega tekið sig á varðandi vanskil á síðustu fimm árum og standa konur þar langt framar körlum. HEIMILD: CREDITINFO ÍSLAND FÆKKUN VANSKILA FRÁ 2003 2003 2004 2005 2006 2007% Karlar Konur 0 -10 -20 -30 -6,3% -15% -17,9% -15,8% -11,3% -21,9% -29,4% -32,2% RÍKISFJÁRMÁL Sæferðir ehf. keyptu ferjuna Baldur af fjármálaráðu- neytinu fyrir þá ríkisstyrki sem fyrirtækið fær og mun fá næstu árin fyrir að sigla yfir Breiðafjörð. Ekkert var greitt út í hönd. Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Vegagerð- inni, staðfestir þetta og að Sæferðir séu enn að greiða ráðuneytinu af skipinu, sem fyrirtækið keypti beint af ríkinu fyrir 37,8 milljónir í lok janúar 2006 og seldi tveimur vikum seinna fyrir rúmar 100 millj- ónir. Sex milljónir fóru í sölulaun. Skuldin er verðtryggð og með fimm prósenta vöxtum. Við gerð kaupsamnings var ákveðið að skipið yrði greitt niður næstu fimm árin, til ársins 2010, með „niðurtröppunargreiðslum“ Vegagerðarinnar til Sæferða. Þessar greiðslur minnka með hverju ári og eru einnig verð- tryggðar. Þær nema um hundr- að milljónum króna í ár. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu seldi fjármála- ráðuneytið Sæferðum gamla Baldur beint, án þess að skipið væri auglýst. Þurfti Vega- gerðin svo að innheimta skuld Sæferða við ráðuneytið af sölu- hagnaði ferjunnar. Lækkaði skuld- in úr nítján milljónum í sautján, eftir að hafa verið í vanskilum í fimmtán mánuði. Seinkaði greiðslu af ýmsum sökum, meðal annars af reynsluleysi Vegagerðarinnar af innheimtu og flækjum vegna fyrri afskipta ráðuneytisins. „Þetta er ekki innheimtustofnun,“ sagði Kristín og bauð blaðamanni að biðja fjármálaráðuneytið skýr- inga á því að Vegagerðin hefði verið sett í þennan starfa. Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir ástæðuna þá að „Vegagerðin fór með málefni Sæferða og hafði upplýsingar um fjárstreymið milli Vegagerðar og Sæferða. Það var því eðlilegt, þegar gengið var frá sölunni, að þeir fengju þennan hluta líka og hann færi í gegnum Vegagerð.“ Böðvar kveður það „kannski ekki mjög algengt að gengið sé frá málum með þessum hætti“. Hins vegar sé eðlilegt að láta ekki margar ríkisstofnanir rukka eða greiða sama fyrirtækinu. „Það hlýtur að eiga að fara gegnum einn aðila,“ segir hann. Páll Kr. Pálsson, stjórnarformaður Sæferða, vildi ekki tjá sig um málið. klemens@frettabladid.is Keyptu ríkiseign með ríkisstyrkjum Sæferðir ehf. keyptu gamla Baldur fyrir ógreidda ríkisstyrki, sem fyrirtækið fær fyrir að flytja fólk yfir Breiðafjörð. Ekkert var greitt út í hönd. Sæferðir fá um 100 milljónir á ári. Talið var eðlilegt að ein stofnun sæi alveg um fyrirtækið. BÖÐVAR JÓNSSON Mestu snjóþyngsli í Vestmannaeyjum síðan 1968: Veðurtepptir í vinnunni SNJÓÞYNGSLI Í EYJUM Samgöngur lágu niðri í Heimaey í gær en snjóþyngslin þar í gær voru að sögn Eyjamanna þau mestu síðan 1968. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON GAMLI BALDUR Mynd af nýja Baldri fylgdi fréttinni í gær fyrir mistök. Hér sést gamli Baldur, ríkiseignin sem fjármálaráðuneytið seldi framhjá Ríkiskaup- um án auglýsingar. M YN D /Ú R SA FN I Átta gistu fangaklefa Átta gistu fangageymslur lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt vegna ölvunar og óspekta, þar af tveir sem höfðu ekið ölvaðir. Tvær minni- háttar líkamsárásir voru tilkynntar um nóttina og nokkrir árekstrar án slysa á fólki. LÖGREGLUFRÉTTIR VENESÚELA, AP Hugo Chavez Venesúelaforseti hafði í gær í hótunum við stjórnvöld í grannríkinu Kólumbíu. Sagði hann að stríð gæti brotist út á milli landanna ef kólumbískir stjórnarhermenn voguðu sér inn yfir landamærin að Venesúela. Með þessu var Chavez að bregðast við fréttum af því að kólumbískir hermenn hefðu farið inn yfir landamæri Ekvador til að hafa uppi á og vega einn af leiðtogum stærstu uppreisnarhreyfingar Kólumbíu. Varaði Chavez kólumbískan starfsbróður sinn, Alvaro Uribe, við því að reyna nokkuð svipað á landamærunum að Venesúela. Hann boðaði auk þess lokun sendiráðs Venesúela í Kólumbíu og fjölgun hermanna á landa- mærunum. - aa Hugo Chavez í ham: Varar Kólumbíu- stjórn við stríði HUGO CHAVEZ PALESTÍNA, AP Talsmenn Ísraels- stjórnar létu sér í gær fátt finnast um alþjóðlega gagnrýni á hernaðaraðgerðir hennar á Gaza- svæðinu, sem kostað hafa yfir 100 Palestínumenn lífið undanfarna daga. Þeir sóru að aðgerðunum yrði haldið áfram uns tekist hefði að stöðva sprengiflaugaárásir herskárra Palestínumanna á Ísrael frá Gaza. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sá sig knúinn til að aflýsa frekari friðarviðræðum í bili vegna atburðanna. Ísraelsher gerði í gær meðal annars loftárás á tómar skrifstof- ur Ismail Haniyeh, forsætisráð- herra Hamas-stjórnarinnar, í Gaza-borg. Alls hafa 106 Palest- ínumenn verið drepnir síðan átök hörðnuðu síðastliðinn miðviku- dag, þar á meðal konur og börn. - aa Mikið mannfall á Gaza: Friðarviðræð- um frestað LOFTÁRÁSIR Rústir mosku sem var hluti af byggingu sem öryggissveitir Hamas notuðu í Rafah á Gaza. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SLYS Frekar rólegt var að gera hjá lögreglu um allt land um helgina. Níu gistu fangageymslur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt. Frá því klukkan sjö í gærmorgun og til klukkan þrjú í gær höfðu orðið tíu árekstrar vegna hálku í Reykjavík en engin slys urðu á fólki. Lögreglan á Eski- firði hafði afskipti af einum ölvuðum ökumanni og eitt umferðaróhapp varð á föstudags- kvöldið á Eskifirði. Engin slys urðu á fólki. Lögreglan á Horna- firði sagði helgina hafa verið erilsama vegna Norðurljósablús- hátíðarinnar á Höfn en allt hefði farið vel fram. - rat Rólegt hjá lögreglunni: Tíu árekstrar vegna hálku Dofri, verður þá ekki að minnsta kosti vinnufriður í olíuhreinsunarstöðinni? „Líklega mun fjölskyldulífið ekki tefja menn frá vinnu.“ Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, sagði á laugardag að vandi landsbyggðarinnar væri ekki skortur á störfum heldur skortur á kven- hylli. Rætt er um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. Dofri sagði konur ekki hafa dálæti á stóriðju. Flugslys á Flórída Þrennt fórst og fjórði maðurinn slas- aðist alvarlega er tvær einkaflugvélar rákust saman við flugvöll á Flórída í gær. Þegar slysið varð var Félag um tilraunaflugvélar, Experimental Aircraft Association, með mót á vellinum, að því er talsmaður rannsóknarnefndar flugslysa vestra, NTSB, sagði. BANDARÍKIN Skjálftar við Upptyppinga Jarðskjálftahrina reið yfir svæðið norð- an Vatnajökuls, skammt frá Kárahnjúk- um í gær. Þeir eru hluti af hrinu sem verið hefur við Upptyppinga í rúmt ár. Þessi hrina hófst á hádegi í gær og náði hámarki um klukkan tvö. Stærstu skjálftarnir voru um tveir á richter. NÁTTÚRA SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.