Fréttablaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.03.2008, Blaðsíða 16
16 3. mars 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Hyster S1.4 stafl ariHyster R1.6 hillulyftari Hyster lyftarar Frábær hreyfanleiki og einfaldir í stjórnun TIL AFGREIÐSLUSTRAX UMRÆÐAN Borgarmál Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á þeirri þriggja ára áætlun sem lögð var fram á síðasta fundi borgarstjórnar. Það er léttir að sjá að tillit hefur verið tekið til ákveðinna þátta í gagnrýni minnihlutans, til dæmis bætt við fjármagni vegna leikskóla á Hlíðarendasvæðinu. Þó að ekki sé gert ráð fyrir að klára leikskólann á tímabilinu er breytingin tvímælalaust til bóta, þar sem skólinn hafði alfarið verið skorinn niður í þeirri þriggja ára áætlun sem lögð var fram í borgar- stjórn. Annað í þriggja ára áætlun sem gagnrýnt hefur verið er ósamræmi í uppbyggingu í Úlfarsárdal. Þær forsendur sem meirihlutinn leggur til grund- vallar gera ráð fyrir mun minni eftirspurn eftir lóðum en fyrri spár. Raunar er aðeins gert ráð fyrir að lóðir í fyrsta og öðrum áfanga hverfisins seljist. Þrátt fyrir þessar breyttu forsendur gerði þriggja ára áætlun engu síður ráð fyrir að ráðist yrði í gatnagerð í öllum fjórum áföngum Úlfarsárdals. Þegar fulltrúar minnihlutans í stjórn eignarsjóðs bentu á þá augljósu óhagkvæmni sem af þessu hlytist, svaraði meirihlutinn með bókun um skort minni- hlutans á framtíðarsýn. Nú hefur sami meirihluti séð að sér og skorið 600 milljónir niður til gatnaframkvæmda í Úlfarsárdal. Hvort hrakspár nýs meirihluta um litla eftirspurn eftir lóðum í Úlfarsárdal ganga eftir er ekki hægt að leggja mat á, þar sem þær forsendur hafa hvergi verið kynntar, hvorki í stjórn eignarsjóðs, skipulagsráði, né öðrum fagráðum sem málið varðar. Samvinna við fagsvið borgarinnar og kjörna fulltrúa á ekki mikið upp á pallborðið hjá þeim sem leiða nýjan meirihluta, hverjir sem það nú eru. Af samráðsleysinu leiðir að margt í þriggja ára áætlun hefur komið þeim sem eiga að vinna eftir henni í opna skjöldu, sumt hefur fengist leiðrétt en annað stendur enn út af borðinu. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar. Skárri þriggja ára áætlun SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR Auðvitað nær það engri átt að Gaukur Úlfarsson skuli þurfa að greiða átta hundruð þúsund krónur fyrir að kalla Ómar R. Valdimarsson rasista á bloggi sínu. Og erfitt að ímynda sér að Hæstiréttur muni staðfesta svo miklar bætur til handa Ómari, sem sjálfur hefur staðið fyrir ámóta málefnalegum málflutningi og sérlega leiðinlegri ertni í garð annars fólks, til dæmis femínista. Almennt orkar þessi deila á mann sem óvenju lítilsigld og inntaks- snauð og tímasóun fyrir alla. Játning í kallkerfi Bloggurum hættir til að gleyma því að þeir eru að skrifa fyrir alla sem geta lesið og skilið það sem þeir skrifa. Fólk gleymir því iðulega að bloggsíða er fjölmiðill. Og samt ekki alveg. Blogg er nokkurs konar samsláttur á opinberum vettvangi og einka- vettvangi. Það er eins og eintal sálarinnar í hátalara. Það er eins og prívatboð í bás í Laugardals- höllinni. Það er eins og játning í kallkerfi … Við getum líka snúið þessu við og sagt að það sé eins og ræðu- höld yfir kettinum heima í eldhúsi eða viðtal í baðspeglinum. Hinn opinberi vettvangur verður að prívatvettvangi og öfugt: maður- inn er alltaf einn þegar hann situr við tölvuna, einn með puttunum sínum og orðunum sem velta fram í hausnum – bloggarinn er algerlega einn með sjálfum sér og sér aldrei orð sín í nýju samhengi, eins og til að mynda ég geri þegar ég sé pistlana birtast hér í Fréttablaðinu innan um önnur skrif annars fólks; á opinberum vettvangi sem ég stjórna ekki, og er ekki minn. Þó að utanaðkomandi fólk geti lesið blogg eru kringumstæðurnar einkalegar. Manneskjan skrifar sínar hugrenningar á sínu svæði, eigin síðu sem er eins og herbergi sem bloggarinn hefur sjálfur innréttað og finnst hann ráða yfir. Bloggarinn er að bjóða inn til sín, bjóða fólki að deila áhugamálum og skoðunum – og tilfinningum. Manni finnst stundum þegar maður skoðar blogg og athuga- semdir sem fólk skilur eftir, að þó að aðkomufólki sé velkomið að skoða séu pistlarnir fyrst og fremst innlegg í tilteknu sam- félagi. Það hvarflar ekki að manni að skilja sjálfur eftir athugasemd, þá er eins og maður sé staðinn að verki. Snertingarlaus nánd Þetta er í rauninni eins og samfellt kaffiboð – svipað því sem tíðkaðist í gamla daga þegar fólk fór í kvöldkaffi hvert til annars og spjallaði og upplifði samveru – og nánd. Nú eru kaffiboðin haldin á netinu, og almenningur getur kíkt á þau – ekki í þau heldur á þau eins og hverjir aðrir gláparar. Maður sér á bloggsíðunum ákveðna tegund af nánd. Stundum er sagt að netið dragi fram það versta í fólki: en það dregur líka fram jákvæða eiginleika; það eru ekki bara þraskallar heldur líka broskallar. Fólk sýnir hvert öðru hlýju og stuðning, deilir erfiðum stundum með hinum „bloggvinun- um“ sem bregðast við með því að stappa stálinu í viðkomandi; þetta er þannig lokað samfélag sem jafnframt er til sýnis fyrir alla. Fólk raðar brosköllum upp til að gefa til kynna bros, hlátur eða ýmis svipbrigði – gallinn er náttúrlega sá að broskallinn er ekkert hlýlegur. Þetta eru ekki raunveruleg bros. Þetta er ekki raunveruleg snerting. En samt sem áður einhvers konar snerting. Mikið af bloggi er þannig eins og boð þar sem fólk skiptist á að tala og leggja orð í belg á hvert öðru í athugasemda- kerfinu í notalegri eftirlíkingu af samveru. Bloggsennurnar eru andstæða þessa: þar situr fólk í sínu byrgi og þjónar sinni lund með því að ausa svívirðingum yfir fjarstadda einstaklinga; þetta er ígildi rifrildis en án þess að fólk sjái þann sem það rífst við. Það er eins og fólk sé statt í limbói – ekki í raunveruleikanum, og ekki á opinberum vettvangi, og því er rifrildið meira stundað út úr almennum leiðindum en raun- verulegum skapofsa. Hin umdeilda bloggfærsla Össurar Skarphéðinssonar um Gísla Martein var hins vegar svolítið annar handleggur. Þar er einn stjórnmálamaður að skrifa um annan stjórnmálamann í kjölfarið á miklum sviptingum. Össur skrifar myndríkan stíl og vissulega nokkuð blóðugan, en samt er það fráleitt að lesa það bókstaflega þegar Össur leitast við að útmála meintar ófarir Gísla Marteins í pólitíkinni sem átakanlegast. Össur er að skrifa í langri hefð, og minnir mig alltaf dálítið á Sverri Kristjánsson og aðrar gengnar stílhetjur sósíalista – hann er að skrifa Þjóðviljann á netið. Hitt er annað mál að ég held að Össuri skjátlist um Gísla Martein, sem er framsækinn og málefna- legur stjórnmálamaður sem á eftir að ná langt. Þraskallar og broskallar GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG |Blogg Nú eru kaffiboðin haldin á netinu, og almenningur getur kíkt á þau – ekki í þau heldur á þau eins og hverjir aðrir gláparar. V andinn sem Seðlabankinn stendur frammi fyrir endur- speglaðist í ræðum Sigurðar Einarssonar, stjórnarfor- manns Kaupþings, og Ingimundar Friðrikssonar seðla- bankastjóra í nýliðinni viku. Sigurður Einarsson sagði að Seðlabankinn hefði hækkað vexti og þannig styrkt gengi krónunnar. Það hefði aftur valdið lækk- un á verði innfluttra vara og með þeim hætti hefði verðbólgunni að hluta til verið sópað undir teppi. Sterkara gengi lækkaði fjármagns- kostnað erlendra lána, sem frekar ýtti undir þenslu. „Það er spurning hvort ekki sé rétt að Seðlabankinn bakki út úr þessu öngstræti, ýti verðbólgumarkmiði tímabundið að minnsta kosti til hliðar og þjóðin stöðvi erlenda skuldasöfnun og búi atvinnulíf- inu samkeppnishæf rekstrarskilyrði með heilbrigðara vaxtastigi og raungengi,“ sagði Sigurður á fundi BSRB á föstudaginn. Daginn áður sagði Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri að ótímabær vaxtalækkun myndi leiða til verðbólgu og kjaraskerðingar. Fráleit væri sú kenning að til þess að hemja verðbólgu þyrfti að lækka vexti og sannast sagna vekti það undrun hve kæruleysislegt viðhorf margir hefðu til verðbólgu. „Verði slakað á markmiðinu um verðstöðugleika má fullyrða að það myndi grafa verulega undan trúverðugleika peningastefnunnar. Verðbólga og ekki síður verðbólguvæntingar myndu aukast til muna sem á skömmum tíma gæti leitt til víxlhækkana verðlags og launa og lækkunar gengisins. Enda þótt innlend fjármálafyrirtæki kynnu í fyrstu að hagnast á lækkun gengis og meiri verðbólgu myndi slík framvinda fljótt koma harkalega niður á skuldugum heimilum og fyrirtækjum og þar með leiða til útlánatapa. Frá sjónarhóli fjármála- stöðugleika er því afar brýnt að halda verðbólgu í skefjum,“ sagði Ingimundur. Samkvæmt þessu virðist Seðlabankinn vera í þeirri stöðu að sama hvað hann gerir mun það ýta undir verðbólgu. Við þær aðstæður er mikilvægt að sú stefna sem Seðlabanki Íslands fylgir sé trúverðug og flestir telji að haldið verði fast um þau markmið að ná verðbólgunni niður. Stjórnendur bankans hafa líka sagt að ekkert verði gefið eftir í þeirri baráttu. Það er hárrétt stefna af þeirra hálfu. Vissulega líta stjórnendur seðlabanka í öðrum ríkjum, eins og í Bandaríkjunum, til fleiri þátta en verðlags við ákvörðun stýrivaxta. Mikilvægt er samt að hafa í huga að flestir þeirra hafa áður háð kostn- aðarsama baráttu við verðbólgudrauginn sem borgaði sig til lengri tíma litið. Fyrir vikið eru væntingar um verðbólgu í þeim löndum aldrei í langan tíma langt frá markmiðum um stöðugt verðlag. Það gefur stjórnendum seðlabanka meira svigrúm til að lækka vexti til að ná markmiðum um aukinn hagvöxt og atvinnu þegar samdráttur blasir við í hagkerfinu án þess að verðbólga fari mikið á stjá. Þetta er þó vandasöm leið að feta eins og sést núna í Bandaríkjunum þar sem verðbólguvæntingar eru að aukast í kjölfar lækkunar stýrivaxta. Seðlabanki Íslands á langt í land með að ná sambærilegum trú- verðugleika við stjórn peningamála, eins og verðbólguvæntingar á Íslandi gefa til kynna. Þess vegna er ekki svigrúm til að lækka stýrivexti við núverandi aðstæður jafn mikið og Englandsbanki og seðlabanki Bandaríkjanna hafa gert. Þetta vita stjórnendur bankans og þess vegna munu þeir halda fast við þá stefnu sem búið er að boða. Það er mikilvægt fyrir stjórnendur bankanna og um leið almenning á Íslandi. Þrýstingur er á Seðlabankann að lækka vexti. Pattstaða BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR Hinum að kenna Borgarfulltrúinn Kjartan Magnússon kennir í Fréttablaðinu í gær hundrað daga meirihluta Dags B. Eggertssonar um það hversu lítils trausts borgar- stjórn nýtur samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Upplausn hafi varað í borgar- stjórn frá því að sjálfstæðismenn misstu völdin í október og þar til þeir öðluðust þau aftur í janúar. Ekki virðist hvarfla að Kjartani að sjálf- stæðismenn eigi sök á vandanum, þótt tvívegis hafi borgarbúar verið látnir bíða dögum saman með öndina í hálsinum eftir fréttum af því að oddviti þeirra ætlaði að sitja áfram, í bæði skiptin við tak- markaðan fögnuð samflokksmanna sinna. Hvernig traustið vinnst ekki Eftir stendur að hverfandi hluti borgarbúa treystir þeirri borgarstjórn sem nú situr til góðra verka, hver sem skýringin er á því. Á því hlýtur að þurfa að taka með einhverjum ráðum. Góð leið til að öðlast ekki umrætt traust er að forðast að ræða málið við fjölmiðla, eins og borgarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna hafa gert af fremsta megni síðustu daga. Stóriðjustoppið sameinar Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, fann sjaldséðan snertiflöt á skoðunum sínum og Steingríms J. Sigfússonar í Silfri Egils í gær, þegar hann lýsti því yfir að hann væri mótfallinn frekari álversfram- kvæmdum á meðan efnahags- ástandið væri jafnviðkvæmt og nú er. Þessu var Einar K. Guðfinnsson ósammála. Ólíklegt er að svona smámunir hafi áhrif á ríkisstjórnar- samstarfið miðað við kærleikann sem ríkir milli formannanna tveggja. stigur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.