Fréttablaðið - 12.03.2008, Qupperneq 7

Fréttablaðið - 12.03.2008, Qupperneq 7
MARKAÐURINN 7MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2008 F R É T T A S K Ý R I N G Í úttekt Sirkus, fylgiblaðs Fréttablaðsins, í maí í fyrra voru feðgarnir Björg ólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson í tveim- ur efstu sætunum en Jón Ásgeir Jóhannes- son, starfandi stjórnarformaður Baugs, í þriðja sæti. Miðað við hræringar á hluta- bréfamörkuðum frá miðju síðasta ári er hins vegar útlit fyrir að Jón hafi tekið annað sætið af Björgólfi. Þá hefur talsvert rót orðið á lista yfir 25 ríkustu Íslending- ana og sumir hverjir, sem trónuðu ofar- lega á honum í fyrra, fallið mun neðar. Miðað við grófa útreikninga á eigna- stöðu ríkustu einstaklinga Íslands færast þeir sem byggja auð sinn á skráðum eign- um neðar á meðan þeir sem festa fé sitt í óskráðum eignum hafa færst ofar. Hafa ber í huga að erfiðara er að áætla virði óskráðra eigna en hinna. Þannig eru þeir Bakkabræður, Lýður og Ágúst Guðmundssynir, sem voru í 4. til 5. sæti á listanum í fyrra með eignir upp á 80 milljarða hvor, komnir í hóp tuttugu rík- ustu einstaklinga landsins. Auður þeirra liggur að mestu í fjármálaþjónustufyrir- tækinu Existu, sem hefur fallið um rúm 65 prósent frá því Sirkus birti listann í fyrra. Þeir eru síður en svo á flæði skeri staddir enda nema eignir hvors um sig tæpum 30 milljörðum króna. Sama skýring liggur á bak við sætaskipti Björg ólfs eldri en stærstu eignir hans liggja í Landsbankan- um og tengdum félögum. Á sama tíma hafa þeir Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone og Aska Capi- tal, og Ólafur Ólafsson, stjórnar formaður Samskipa og Alfesca, færst ofar. Pálmi Haraldsson, meirihlutaeigandi í Fons, og Gísli Reynisson, stærsti hluthafinn í Nordic Partners, eru hástökkvararnir á lista yfir ríkustu einstaklinga landsins á milli ára. Pálmi var í 13. til 14. sæti á lista Sirkus í fyrra en skellir sér í fimmta sætið nú. Gísli, sem var í 15. sæti í fyrra, vermir 6. sætið nú, samkvæmt útreikningum Markaðarins. GÍSLI REYNISSON Pálmi Haraldsson og Gísli Reynisson eru hástökkvararnir á lista yfir ríkustu ein- staklinga landsins. MARKAÐURINN/ANTON Sviptingar í hópi ríkustu Íslendinga R Í K U S T U Í S L E N D I N G A R N I R Sæti Nafn Eignir* 1. Björgólfur Thor Björgólfsson 315 2. Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir 100 3. Björgólfur Guðmundsson 75 4. Karl Wernersson 65 5.-7. Pálmi Haraldsson 60 5.-7. Gísli Reynisson 60 5.-7. Ólafur Ólafsson 60 8.-9. Jóhannes Jónsson 50 8.-9. Ása Karen Ásgeirsdóttir 50 10. Steingrímur Wernersson 43 * í milljörðum króna KARLAR BYGGJA UPP – KONUR ERFA Athyglisvert er að allar konurn- ar í hundrað efstu sætunum yfir auðkýfinga heimsins sem flagga meira en einum milljarði dala erfðu eignir sínar ýmist eftir látna eiginmenn eða feður. Því er öfugt farið með karlana í tuttugu efstu sætum listans. Fjórtán karlar – sem flestir eru komn- ir yfir meðalaldur (rúm 65 ár) – byggðu auð sinn í sveita síns and- lits á meðan fimm fengu hann að erfðum. Eftir því sem neðar dregur á listann eykst hlutur erf- ingjanna. Flestir eru erfingjarn- ir af bandarískum, virtum evr- ópskum ættum eða frá Indlandi þótt önnur þjóðarbrot slæðist inn á milli. Rússarnir eru athyglisverð- ir í þessu samhengi. Svo virð- ist sem meirihluti þeirra hafi nýtt sér einkavæðingu og óról- eika í Rússlandi um miðjan tí- unda áratug síðustu aldar enda hafa þeir byggt upp auðinn í kringum gömul rússnesk ríkis- fyrirtæki. Flest hver eru þau í olíu- og gasgeiranum og millj- arðamæringarnir oft nefndir ólígarkar. Þessir nítján auðkýf- ingar frá Rússlandi sem sitja á lista yfir hundrað ríkustu ein- staklinga í heimi eru talsvert yngri en kollegar þeirra af öðru þjóðerni hjá Forbes. Meðalaldur þeirra er 47,3 ár. Þeir elstu eru 59 ára en sá yngsti fertugur. Sá yngsti er jafnframt sá rík- asti. Það er Oleg Deripaska, sem á meirihluta í alþjóðlega ál- risanum UC Rusal, stærsta ál- fyrirtæki heims. Eignir hans eru metnar á 28 milljarða Banda- ríkjadala, jafnvirði 1.920 millj- arða íslenskra króna. Deripaska er annar tveggja hástökkvara á topp tíu lista Forbes. Hann sat í 40. sæti listans fyrir ári en tvöfaldaði auð sinn á tímabil- inu með sameiningu þriggja ál- fyrirtækja. Á hæla hans í fimmtánda sæti er Roman Abramovich, eigandi breska knattspyrnuliðsins Chel- sea. Auður Abramovich jókst talsvert á milli ára og fer hann upp um eitt sæti á, var í sextánda sæti á síðasta ári. Hann var met- inn á 18,7 milljarða dala á listan- um í fyrra en eignirnar standa nú í 23,5 milljörðum, jafnvirði 1.594 milljarða íslenskra króna, samkvæmt nýjustu útreikning- um Forbes. Abramovich er jafn- framt næstyngstur í hópi Rúss- anna, 41 árs. MILLJARÐAMÆRINGAR RÆÐA MÁLIN Warren Buffett, nú ríkasti maður heims, hefur þekkt Bill Gates, nú þriðja ríkasta mann heims, í áraraðir en þeir hafa spilað saman bridds endrum og eins í gegnum árin. MARKAÐURINN/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.