Fréttablaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 4
4 25. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 4° 4° 0° 2° 3° 8° 6° 5° 0° 5° 22° 17° 3° 5° 22° 9° 20° 16° Á MORGUN 8-15 m/s, hvassast s- og v- til. -1 FIMMTUDAGUR 8-15 m/s, hvassast syðst. 2 2 1 3 -3 -1 -3 0 -1 1 9 9 5 6 5 8 3 6 10 16 13 -2 -1 23 1 -2 -2 3 VÍÐA EINHVER ÚRKOMA Það hanga úr- komubakkar yfi r landinu í dag og næstu daga og má því búast við úrkomu á víð og dreif. Úrkoman verður víðast hvar á hvítu formi en þó eru horfur á að sunnan og vestan til verði úrkoman skúrir eða slydduél. Strekkingur er í kortunum næstu daga. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur LÖGREGLUMÁL Söngvari hljómsveit- arinnar Dalton skarst illa á hálsi eftir dansleik á Höfn á Hornafirði aðfaranótt laugardags. Hann var fluttur mikið slasaður með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Saumuð voru fimmtíu spor í háls hans og hafði hann þá misst tvo lítra af blóði. Málið er í rannsókn hjá lögregl- unni á Höfn. Til átaka kom eftir dansleikinn og talið er að ráðist hafi verið aftan að söngvaranum með glasi eða glerflösku þegar hann reyndi að skakka leikinn. Að því er vísir.is greinir frá steig söngvarinn aftur á svið í Neskaupstað kvöldið eftir. - sh Ráðist á söngvara ballsveitar: Skarst illa á hálsi á dansleik LÖGREGLUMÁL Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins slökkti í fyrrinótt eld í þremur bílum í vesturbæ Reykjavíkur og í Hafnarfirði. Talið er að kveikt hafi verið í öllum bílunum, en ekki liggur fyrir hvort sami vargur var á ferð í öll skiptin. Enginn hefur verið handtekinn. Einn bílanna var jeppi af dýrara tagi, af gerðinni Porsche Cheyenne. Brennuvargurinn setti skoteld inn í bílinn og kveikti í. Bíllinn skemmdist mikið. Hinir bílarnir eru ónýtir. Þá var slökktur eldur sem logaði í drasli við Mýrargötu í Reykjavík. - sh Eldur lagður að þremur bílum: Skoteldur eyði- lagði dýran bíl NEW YORK, AP Cecilia, fyrrverandi eiginkona Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, er enn á ný orðin gift kona. Þetta er þriðja hjónaband hinnar fimmtugu Ceciliu en hún var gift Sarkozy í ellefu ár. Hann gekk að eiga fyrrverandi fyrirsætuna Cörlu Bruni í síðasta mánuði. Brúðkaup Ceciliu fór fram á sunnudag í Rockefeller Center í New York þar sem hún gekk að eiga marokkósk-bandaríska auðmanninn Richard Attias. Í veislunni voru hundrað og fimmtíu gestir og stóð hún yfir í þrjá daga. - mmr Fyrrverandi forsetafrú: Cecilia giftist í þriðja sinn SAMGÖNGUMÁL Guðlaugur Þór Þórðar son heilbrigðisráðherra segir vinnu við gerð sérstakrar samgöngustefnu, vegna fyrirhug- aðrar uppbyggingu nýs spítala við Hringbraut, þegar langt á veg komna. Unnið sé í samvinnu við samgöngu- og umhverfisráð Reykjavíkurborgar en þar hefur átt sér stað mikil vinna við mótun samgöngustefna fyrir fyrirtæki í borginni sem byggir á því að starfs- fólki sé gefinn kostur á margvís- legum samgönguleiðum með það að markmiði að draga úr bíla- umferð. Gísli Marteinn Baldursson, for- maður samgöngu- og umhverfis- ráðs, segir að hugmyndirnar séu mótaðar út frá stefnum sem fyrir- tækjum er gert að fara eftir erlendis. „Við ætlum þó ekki að skylda fyrirtæki í borginni til að fara eftir þeim hugmyndum sem lagðar verða fram þegar sam- göngustefnan er fullmótuð, en það sem þau fá út úr því að fara eftir þeim er að þau leggja sín lóð á vogarskálarnar til umhverfis- mála, auk þess sem þau geta spar- að mikið á slíku fyrirkomulagi,“ segir Gísli. Hann bendir jafnframt á að almennt sé gengið út frá því að hvert bílastæði sem sé neðan- jarðar kosti um eina milljón króna. Það gefi því augaleið að mikla fjármuni sé hægt að spara með því að bjóða starfsmönnum upp á aðra möguleika til að komast til og frá vinnu. Það eigi sérstaklega við þegar fyrirtæki eru á jafn verð- mætum lóðum og nýi Landspítal- inn mun standa á. Hugmyndirnar eru meðal ann- ars þær að starfsmönnum verði gefinn kostur á að leggja ákveðið oft í stæði sem annars eru gjald- skyld, almenningssamgöngur verði niðurgreiddar eða ókeypis, síðan gætu fyrirtæki átt hjól eða bíla, sem jafnvel væru knúnir með rafmagni eða metani, sem starfs- fólk gæti notað til að skjótast til og frá vinnu. „Ein helsta ástæðan fyrir því að fólk kýs frekar að fara á bíl í vinnuna, þótt hann standi svo meira og minna ónotaður úti á plani, er jú sú að fólki finnst gott að hafa hann til taks ef það þyrfti að skjótast úr vinnu, svo sem ef veikindi koma upp hjá barni þess eða það þarf að útrétta yfir dag- inn. Ef það getur fengið farartæki í vinnunni til að sinna slíku eru betri forsendur til að nota aðrar samgönguleiðir en einkabíl,“ segir Gísli. Nánari útfærslu á samgöngu- stefnunni er að vænta á næstunni og sérstakrar stefnu fyrir starfs- fólk Landspítalans er að vænta á vordögum. karen@frettabladid.is Færri stæði en fleiri samgöngumöguleikar Unnið er að gerð samgönguáætlunar hjá Umhverfis- og samgöngusviði borgar- innar. Áætlunin nýtist fyrirtækjum sem vilja bjóða starfsfólki upp á fleiri möguleika til að komast til og frá vinnu en fækka bílastæðum um leið. SÉRSTÖK SAMGÖNGUSTEFNA AÐ VERÐA TIL Samgöngustefna fyrir Landspítalann verður til á vordögum. Unnið er út frá hugmyndafræði sem er nær fullmótuð innan borgarráðs. GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON GÍSLI MARTEINN BALDURSSON Þau leggja sitt lóð á vogar- skálarnar til umhverfis- mála auk þess sem þau geta spar- að mikið á slíku fyrirkomulagi. GÍSLI MARTEINN BALDURSSON FJARSKIPTI Stjórn Gagnaveitu Skagafjarðar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun stjórnar Fjar- skiptasjóðs að skilyrði í útboði á háhraðatengingu í dreifbýli að tilboðsgjöfum sé skylt að bjóða í allt landið eða ekkert. „Með þessu skilyrði er líklegt að aðeins Síminn hafi burði til að bjóða í verkið,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, stjórnarformað- ur Gagnaveitu Skagafjarðar. „Við höfðum hug á að koma á tenging- um á afskekktari svæðum hér en þessi kalda vatnsgusa gerir okkur það ókleift. Það eru hreinar línur að með þessu er stoðum rennt undir einokun á fjarskiptamark- aði og komið í veg fyrir alla samkeppni,“ bætir hann við. - jse Gagnaveita Skagafjarðar: Stoðum rennt undir einokun DREGINN ÚR SJÓ Draga þurfti bílinn upp úr sjónum með kranabíl. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR LÖGREGLA Það fór betur en á horfðist á Ísafirði um helgina þegar ökumaður jeppabifreiðar missti stjórn á bíl sínum og ók fram af grjótkanti og hafnaði í sjónum. Fjöldi fólks varð vitni að atvikinu og bílstjórinn og þrír farþegar komust út um glugga jeppans áður en hann sökk alveg. Þau eru ómeidd en þeim var vissulega brugðið. Málið er í rannsókn. - mmr Óvenjuleg bílferð á Ísafirði: Endaði úti í sjó NÝGIFT Cecilia og nýi eiginmaðurinn, auðjöfurinn Richard Attias. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRAMKVÆMDIR Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum hafa allnokkur bílslys átt sér stað með stuttu millibili við framkvæmdasvæðið við Reykjanes- braut vegna tvöföldunar hennar. Í fyrrinótt velti ökumaður bíl sínum en líklegast taldi hann sig vera á tvöföldum vegarhelmingi en brá í brún þegar hann mætti öðrum bíl á sama vegarhelmingi og hann sjálfur ók á. „Við höfðum miklar áhyggjur af þessu þegar við tókum við merkingunum af verktakafyrirtækinu Jarðvélum sem var með framkvæmdir á svæðinu þar til loka síðasta árs,“ segir G. Pétur Matthías- son, upplýsingafulltrúi Vega gerðar innar. „Við höfum því merkt þetta eins vel og kostur er. Til dæmis settum við nýlega upp tvístefnuskilti við þriðja hvern ljósastaur svo öllum ætti að vera óhætt ef menn fylgja merkingunum.“ Verkið hefur nú verið boðið út að nýju eftir að Jarðvélar féllu frá framkvæmdunum og er skilafrestur til 8. apríl. Ráðgert er að útboðskaflinn verði opinn fyrir almennri umferð 16. október í haust en að verkinu verði að fullu lokið fyrir 1. júní á næsta ári. Upphaflega var gert ráð fyrir því að verklok yrðu í júlí í sumar. - jse Umferðaröryggi á framkvæmdasvæðinu við Reykjanesbraut: Merkt eins vel og kostur er REYKJANESBRAUT Tvöföldun Reykjanesbrautar hefur tafist um ár frá því sem áætlað var upphaflega. GENGIÐ 19.03.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 157,5528 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 77,65 78,03 155,36 156,12 122,17 122,85 16,377 16,473 15,182 15,272 12,946 13,022 0,7863 0,7909 127,62 128,38 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.