Fréttablaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 25. mars 2008 11 er svariðjá 118 ja.is Símaskráin Ef þú veist ekki svarið getur þú opnað hringt í eða farið á ÍS L E N S K A S IA .I S J A A 4 14 62 0 3/ 08 UMHVERFISMÁL Skipulagsstofnun hefur birt á heimasíðu sinni tillögur að matsáætlunum vegna Þeistareykjavirkjunar og er almenn- ingi boðið að gera sínar athugasemdir fram til 10. apríl. Í fyrsta lagi er kynnt sjálf 150 MW jarðhitavirkjunin í Aðaldælahreppi og Norðurþingi, vegna álvers á Bakka eða annarra orkukaupenda. Í annan stað er kynnt tillaga Landsnets að matsáætlun vegna 220kv háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka. Línurnar eiga að liggja um sveitarfélögin Skútustaða- hrepp, Aðaldælahrepp, Þingeyjarsveit og Norðurþing, um sextíu kílómetra leið. Ráðgert er að framkvæmdin taki um tvö ár. Óvíst er hversu stórt hugsanlegt álver við Bakka gæti orðið, en viljayfirlýsing Alcoa fjallar um 250.000 tonna ver, sem gæti þurft um 400 MW. Til samanburðar má geta þess að fyrirhugað gagnaver í Keflavík þyrfti 25 MW. Skipulagsstofnun ákvað 13. febrúar að samanlögð umhverfisáhrif álversfram- kvæmda á Bakka þurfi ekki að meta, heldur hverja framkvæmd fyrir sig. Ákvörðunin hefur verið kærð til umhverfis- ráðherra af Landvernd, sem heldur því fram að yfirsýn þurfi að hafa yfir framkvæmdirn- ar í heild sinni. - kóþ Athugasemdir má gera fram til 10. apríl vegna framkvæmda tengdra álverinu: Tillögur kynntar um álver á Bakka FRÁ ÞEISTAREYKJUM Hér á að vera 150 megavatta jarðvarmavirkjun sem geti þjónað 400 megavatta álveri við Bakka á Húsavík. Skipulagsstofnun hefur kynnt tvær tillögur að matsáætlunum vegna þessa, báðar gerðar af VGK-Hönnun. MYND/KRISTJÁN J. KRISTJÁNSSON WASHINGTON, AP Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur nú til umfjöllunar túlkun stjórnarskrár Bandaríkjanna á réttinum til að eiga og ganga með vopn. Fyrir utan réttinn hafa tveir hópar mótmælenda komið sér fyrir, sem berjast með og á móti hömlulausum byssueignarrétti. Hæstiréttur fjallaði síðast um málið árið 1939. Það er nú fyrir réttinum þar sem einstaklingar hafa kært strangar hömlur í Washington-borg við að menn gangi um með vopn á borð við skammbyssur og geymi heima hjá sér. Glæpatíðnin í borginni er ein sú hæsta í Bandaríkjunum. - ovd Hæstiréttur Bandaríkjanna: Fjallar um rétt til byssueignar VINNUMARKAÐUR Starfsmenn Vinnumálastofnunar fara þessa dagana í vinnu- staðaeftirlit á kvöldin og um helgar á veitingastöðum, skemmtistöðum og hótelum, þar sem erlendir starfsmenn kunna að vera við störf. Í átakinu verða atvinnu- og dvalarleyfi starfsmanna skoðuð auk ráðningarsamninga þar sem þörf þykir á. Unnur Sverrisdóttir, lögfræðing- ur hjá Vinnumálastofnun, segir að lögð hafi verið áhersla á bygginga- geirann í haust og nú sé verið að heimsækja matsölustaði, skemmti- staði og hótel. Atvinnurekendur taki starfsmönnunum yfirleitt vel. Úr ýmsu hafi þurft að bæta. Í velflestum tilfellum taki eigendur fyrirtækja leiðbeiningum vel. - ghs Eftirlit Vinnumálastofnunar: Heimsækja veitingastaði UNNUR SVERRISDÓTTIR TÓKÍÓ, AP Teiknaður vélköttur, Doraemon að nafni, hefur verið útnefndur sérlegur sendiherra japanskra teiknimynda. Doraem- on – eða öllu heldur óþekktur maður í gervi hans – tók við embættinu við hátíðlega vígslu- athöfn í síðustu viku. Hann fékk einnig stafla af baunapönnukök- um, uppáhaldseftirréttinum sínum. Vélkötturinn er þekktur víða um heim, einkum í Asíu. Með útnefn- ingunni ætla Japanir að reyna að nýta vinsældir japanskrar poppmenningar í milliríkjasam- skiptum. Önnur teiknimyndahetja, Astro Boy, eða Stjörnustrákur, var gerður að sendiherra öryggismála í nóvember. - sh Nýr embættisköttur í Japan: Gerðu vélkött að sendiherra DORAEMON OG RÁÐHERRA Vélkötturinn er frá 22. öld og notar tól á borð við tímavél og „hvar-sem-er-hurð“ sem hann dregur úr fjórvíðum vasa á maga sér. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Rokkhátíð fór vel fram Talsverður erill var hjá lögreglunni á Ísafirði um helgina, en þar fór fram hátíðin Aldrei fór ég suður. Fjórir gistu fangageymslur og lögregla fann lítið magn fíkniefna aðfaranótt sunnu- dags. Að öðru leyti fór hátíðin vel fram og lögregla þurfti lítil afskipti að hafa af gestum hennar. LÖGREGLUMÁL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.