Fréttablaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 8
 25. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki AMSTERDAM Hollenskur búðarþjóf- ur flýtti sér um of út úr verslun í Amsterdam eftir að hafa stungið á sig kjötbita og skildi eftir tólf ára son sinn. Maðurinn hljóp út úr búðinni og ók á brott. Lögregla átti hins vegar ekki í vandræðum með að hafa uppi á manninum eftir stutt spjall við afskiptan son hans. Í fyrstu neitaði maðurinn að snúa aftur að sækja soninn og bað um að samband yrði haft við móður hans. Hann lét þó til leiðast að lokum og var handtekinn við komuna. - sh Skildi eftir sönnunargagn: Þjófur gleymdi syni á vettvangi VINNUMARKAÐUR Samningar Starfsgreinasambandsins, SGS, sem starfa hjá ríki og sveitar- félögum, verða lausir um næstu mánaðamót og segir Signý Jóhannes dóttir, sviðsstjóri starfsmanna hjá hinu opinbera, að samningaviðræður séu komn- ar vel í gang. Þá eru nokkur hundruð starfs- manna innan Rafiðnaðarsam- bands Íslands með lausa samn- inga. „Við erum á fullu í viðræðum við Orkuveituna og þær eru komnar vel af stað. Svo eru að fara af stað viðræður við fjármálaráðuneytið og RÚV,“ segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands- ins. SFR – stéttarfélag í almanna- þjónustu er í hópi þeirra stéttar- félaga sem hafa lausa samninga um næstu mánaðamót. Félagið kynnir kröfur sínar á næstunni en mun fara fram á 200 þúsund króna lágmarkslaun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Stefnt er að því að jafna laun þannig að laun opinberra starfsmanna verði ekki lægri en laun á almennum markaði en talað hefur verið um að launamunur- inn sé tuttugu prósent að meðal- tali. Þá er stefnt að því að rétta hlut vaktavinnustarfsmanna, fyrst og fremst umönnunarstétta á sjúkrahúsum og í heilbrigðis- geiranum, og lagfæra launamun kynjanna. Síðast en ekki síst er stefnt að því að hækka kaupmátt launa. Öll BHM félögin eiga lausa samninga um mánaðamótin apríl maí. Elsa B. Friðfinnsdóttir, for- maður Félags íslenskra hjúkrunar fræðinga, segir að við- ræðuáætlun hafi verið undirrit- uð á samningafundi með samn- inganefnd ríkisins og búið sé að leggja fram markmið hjúkrunar- fræðinga. Engar tölur séu nefndar. „Við leggjum áherslu á verulega hækkun grunnlauna og síðan erum við með sértæka þætti vegna til dæmis vinnutíma, vinnuskyldu og álagstengdum þáttum,“ segir hún. Öll stéttarfélög innan BSRB hafa kjarasamninga sem renna út í lok apríl. Flugumferðarstjór- ar hafa þegar lausan samning, þar með taldir félagsmenn Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, starfsmenn stjórnarráðsins, starfsmenn RÚV, lögreglumenn, sjúkraliðar og starfsmannafélög sveitarfélaga sem semja við ríkið hafa öll samninga sem losna í lok apríl. ghs@frettabladid.is Vilja fá 200 þúsund í lág- markslaun Kjarasamningar við ríki og sveitarfélög losna um mánaðamót. SFR vill leiðrétta launamun og fer fram á 200 þúsund króna lágmarkslaun. ÁRNI STEFÁN JÓNSSON GUÐMUNDUR GUNNARSSON UMHVERFISMÁL Stjórn Landverndar mun fjalla um mögulega kæru samtakanna vegna framkvæmda á lóð Norðuráls í Helguvík á fundi eftir páska, segir Bergur Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Land- verndar. Samtökin íhuga að kæra Reykja- nesbæ og Garð fyrir að veita bygg- ingarleyfi. Dósent við lagadeild Háskóla Íslands hefur bent á galla á áliti Skipulagsstofnunar, sem bygging- arleyfið byggir á. Því gætu umhverfissamtök kært leyfisveit- ingu sveitarfélagana til úrskurð- arnefndar um skipulags- og bygg- ingarmál og krafist þess að framkvæmdir verði stöðvaðar þar til nefndin úrskurði í málinu. - bj Kæra Landverndar vegna Helguvíkur: Ákvörðunar að vænta eftir páska HELGUVÍK Kæra gæti stöðvað fram- kvæmdir Norðuráls í Helguvík. MYND/VÍKURFRÉTTIR SERBÍA, AP Réttum níu árum eftir að loftárásir NATO á Serbíu hóf- ust, í því augnamiði að stöðva herför Serbíuhers gegn Kosovo- Albönum, hafa stjórnvöld í Bel- grad lagt til að þau svæði Kosovo þar sem Serbar eru enn í meiri- hluta verði í reynd klofin frá hér- aðinu. Kjörin stjórnvöld kosovo- albanska meirihlutans lýstu yfir sjálfstæði Kosovo fyrir rúmum mánuði, þvert gegn vilja Serbíu- stjórnar. Tillaga um slíka uppskiptingu Kosovo eftir þjóðernislínum var birt í dagblöðum í Serbíu í gær, er nákvæmlega níu ár voru liðin frá því að lofthernaður NATO hófst, sem síðan stóð í 78 daga eða fram í júní 1999. Greint er frá því að umræddri tillögu Serbíustjórnar hafi verið skilað inn til höfuðstöðva Sam- einuðu þjóðanna í New York. Í skjalinu segir, að serbnesk yfir- völd viðurkenni lögsögu SÞ í Kosovo, en þess er krafist að ein- göngu Serbar, ekki Kosovo- Albanar, geti farið með stjórn lögreglu, dómstóla, landamæra- og tollgæslu í þeim hlutum Kos- ovo þar sem Serbar eru í meiri- hluta íbúa. Að mati stjórnmálaskýrenda eru yfirvöld í Belgrad að reyna að treysta tök sín á svæðunum, þar sem Serbar eru í meirihluta, sem að mestu eru nyrst í Kosovo, næst landamærunum að Serbíu. - aa Rétt níu ár eru liðin frá því að loftárásir NATO hófust á Serbíu: Leggja til skiptingu Kosovo Í MITROVICA Gæsluliðar KFOR á vakt við dómhús í serbneska hluta bæjarins Mitrovica í Norður-Kosovo, þar sem til átaka kom í liðinni viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.