Fréttablaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 16
16 25. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Gerendur og masarar Fólki má skipta í tvo flokka, „gerend- ur“ og „masara“, ef marka má Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Hann eignar Thomasi nokkrum Sowell, bandarískum hagfræðingi, þessa aðgreiningu í „doers“ annars vegar og „talkers“ hins vegar. Guðmundi Magnússyni fannst knýjandi að þýða þessi þörfu hugtök og stakk upp á ýmsum möguleikum á bloggi sínu. Ráðherrann veitti svo blessun sína fyrrnefndum heitum úr sarpinum. Amerískt nóboddí Sálfræðingurinn Pétur Tyrfingsson bendir réttilega á að þessi orð séu heldur gildishlaðin á annan veginn, og segir allt eins mega nota orðin „göslarar“ og „hugsuðir“, vilji menn taka afstöðu. Því næst grípur hann til varna fyrir gamlan félaga sinn, Karl Marx, sem Sowell þessi hafði hnýtt í. Pétur kallar Sowell „amerískt nóboddí“ og skammar Björn, sem aldrei hafi dýft hendi í kalt vatn, fyrir að vitna til svo ómerkilegs manns þegar Marx hafi þurft að flýja land vegna hugsjóna sinna. Skoðanir dóms- málaráðherrans hafi aldrei kostað hann sambærilegt erfiði. Skjaldsveinar til varna Tveir helstu fánaberar sjálfstæðis- stefnunnar á Íslandi sjá ástæðu til að leiðrétta Pétur í athugasemdum. Fyrstur til er ofurbloggarinn Stefán Friðrik Stefánsson sem bendir á að Björn Bjarnason sé sigldur og sjóaður – hafi unnið á varðskipum og í síld á Seyðisfirði! „Thomas Sowell er ekkert „nóboddí“,“ skrifar svo prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson í kjarnyrtri athugasemd. Í íslensku læra börn um gerendur og þolendur. Hér vantar hins vegar gerend- urna. Í staðinn höfum við eintóma masara og þolendur sem villast inn á bloggsíður. stigur@frettabladid.is Leikritið „Biedermann og brennuvargarnir“ eftir svissneska rithöfundinn Max Frisch var frumsýnt í Zürich vorið 1958. Hér var það fyrst sett á svið vorið 1962 í Tjarnarbæ. Þar segir frá einföldum oddborg- ara, sem leyfir tveimur skálkum að setjast upp hjá sér og gera sig heimakomna. Þeir reyna lítt að dylja, að þeir ætla að kveikja í húsinu, og kona Biedermanns varar hann við. En Biedermann er fullur sektarkenndar og ótta og lokar augunum fyrir hætt- unni. Hvers vegna á hann að vera vondur við þessa aðkomumenn? Ræður hann hvort sem er við þá? Að lokum réttir hann þeim eldspýturnar til að tendra eldinn. Þótt Frisch kallaði sjálfur leikritið „prédikun án boðskap- ar“, er margt í því bersýnilega sótt í valdarán kommúnista í Tékkóslóvakíu 1948. Einnig má lesa úr því ádeilu á andvaraleysi lýðræðissinna í Norðurálfunni gagnvart Adolf Hitler og þjóðernisjafnaðarmönnum hans fyrir stríð. Skopmyndir og málfrelsi Tveir danskir menntamenn, hjónin Karen Jespersen og Ralf Pittelkow, halda því fram í bókinni Íslamistar og naívistar, sem birtist fyrir skömmu á íslensku, að nýir brennuvargar séu komnir til Evrópu: Íslam- istar. Síðustu áratugi hefur fjöldi múslima flust til Norðurálfu- ríkja. Flest er þetta gott fólk í leit að betri lífskjörum. En meðal þess hefur risið upp hreyfing, íslamisminn, sem ræðst beint á ýmis vestræn verðmæti, aðallega málfrelsi og jafnrétti kynjanna. Þegar Jótlandspósturinn birti skopteikningar af Múhameð spámanni, ætlaði allt um koll að keyra í ýmsum múslimalöndum og í röðum danskra íslamista. Teiknararnir urðu að fara í felur. Þótt í ýmsum múslimaríkjum, einkum Íran og Sádi-Arabíu, sé rekinn hatursáróður gegn kristni og Gyðingdómi í skólum og fjölmiðlum, vildu erindrekar þessara ríkja takmarka frelsi til að gagnrýna Íslam opinberlega í vestrænum löndum. Þeir vildu í raun hrifsa af okkur dýrmætan ávöxt mörg hundruð ára frelsis- baráttu, málfrelsið. Morð og morðhótanir Önnur dæmi eru alkunn. Rithöf- undurinn Salman Rushdie, breskur ríkisborgari, var dæmdur til dauða í Íran fyrir eitt verk sitt og verður að fara huldu höfði. Ayaan Hirsi Ali, flóttakona frá Sómalíu, skrifaði handrit og var þulur í heimildarmynd um kúgun kvenna í múslimaríkjum, sem hollenski leikstjórinn Theo van Gogh gerði. Íslamisti einn myrti van Gogh í nóvember 2004 og sendi Hirsi Ali morðhótanir, svo að hún varð að fá lögreglu- vernd. Hættan er aðallega af ofsa- trúar fólki í hópi innflytjenda frá múslimaríkjunum. Þótt það meti góð lífskjör í Norðurálfuríkjun- um nógu mikils til að flytjast þangað, sættir það sig ekki við frumverðmæti hins vestræna menningarheims, til dæmis jafnrétti kynjanna. Íslamistar í hópi innflytjenda reyna að kúga konur á sama hátt og gert er í Íran og Sádi-Arabíu (en ekki víða annars staðar í múslimaríkjum). Þær eiga að hylja sig, ganga með höfuðklút, tákn ófrelsis og kúgunar. (Raunar er eðlilegast að banna slíka klúta af öðrum ástæðum en trúarlegum: Þeir eru dulbúningar. Unnt verður að vera að bera kennsl á fólk á förnum vegi.) Einfeldningar eins og Biedermeyer Sumir Vesturlandabúar myndu vitna í gamalt spakmæli: Eftir landssið skulu lifa þegnar. Ef múslimskir innflytjendur vilja ekki sætta sig við vestrænan landssið, málfrelsi og jafnrétti kynja, þá ættu þeir að snúa aftur til múslimaríkjanna. Aðrir Vesturlandabúar láta eins og Biedermayer sektarkennd og ótta stjórna sér og loka augunum fyrir hættunni. Þeir afsaka jafnan íslamistana. Þegar Ayuun Hirsi Ali kom til Íslands á vel heppnaða bók- menntaráðstefnu haustið 2007, skrifaði ungur blaðamaður, að gagnrýni hennar á stjórnarfar í múslimaríkjum væri „ófrumleg og einfeldningsleg“. Hefði hann sagt hið sama um gagnrýni Þórbergs á stjórnarfar í Þýska- landi fyrir stríð? Fréttablaðið sagði frá því 26. nóvember 2001, að stjórnendur Austurbæjarskóla hefðu tekið svínakjöt af matseðli skólans „í virðingarskyni“ við þá nemendur, sem ekki snæði slíkt kjöt sakir trúar sinnar. Þetta hljómar sakleysislega, en kann að vera upphaf að öðru ískyggilegra. Íslendingar þurfa að fylgjast vel með þeim, sem gera sig líklega til að verða brennuvargar. Biedermayer hugsaði: Heiðra skaltu skálkinn, svo að hann skaði þig ekki. Við hljótum að svara: Skálkurinn mun skaða þig, ef hann getur, svo að best er að vera við öllu búin. Nýir brennuvargar? HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA E rfiðlega tekst að halda krónunni í því horfi að allir séu sáttir. Ýmist er hún of sterk fyrir útflutningsfyrir tækin og ferðaþjónustuna, eða of veik fyrir neytendur og þá sem skulda í erlendri mynt, jafnt fyrirtæki og ein- staklinga. Áður en krónan veiktist hafði umræðan um hugsanlega Evrópusambandsaðild snúist frá því að fjalla nánast einvörðungu um yfirráð yfir auðlindum hafsins, í kosti og galla þess að ganga í Evrópska myntbandalagið og taka hér upp evru. Allir virðast hafa misst trúna á íslensku krónuna, því að þeir sem eru á móti aðild tala ekki um að halda í krónuna, heldur á að gera eitthvað annað. Pólitíska umræðan snýst í raun um aðildina sjálfa, en ekki fisk- veiðistjórnun eða mynt. Þeir sem eru fylgjandi eða mótfallnir finna svo sérfræðingarökin til að styðja við mál sitt. Pólitíkin í kringum aðildarumræðuna kemur að stjórnmálaflokkunum, því eins og bent hefur verið á eru þeir í raun klofnir í afstöðu sinni. Aðeins einn flokkur hefur haft aðild á stefnuskrá sinni. Það er ekki þar með sagt að það sé eining innan hinna flokkanna. Fram- sóknarflokkurinn, með Alþýðuflokksheilkennið, er margklofinn í harðvítugri baráttu um framtíð flokksins. Ekki eru þar allir á eitt sáttir um stefnu núverandi formanns á vegferð hans til að bjarga flokknum frá mölinni og vinda til baka stefnu fyrrverandi formanns. Grein formanns og varaformanns Vinstri grænna um sam- norræna krónu hefur vakið athygli og er hún dæmi um þá sem eru á móti Evrópusambandinu, en á sama tíma hafa gefist upp á krónunni. Það er ekki úr takti við hugmyndafræði evrópskra vinstriflokka né grænna, að líta til Evrópu, líkt og þýskir græn- ingjar, sem eru öflugasti umhverfissinnaflokkur Evrópu, hafa gert. Vinstri græn eru hins vegar í samnorrænu samstarfi, þar sem starfað er með Evrópska vinstriflokknum á Evrópuþinginu í stað Evrópskra græningja. Frjálslyndir hafa verið mótfallnir Evrópusambandsaðild vegna sjávarútvegsstefnu þeirra. En nú er kominn þingmaður í hópinn sem vill gera sig gildandi og er ekki mótfallinn aðild. Eins og margoft hefur komið fram er aðild ekki á stefnu Sjálf- stæðisflokksins, og því gátu síðustu ríkisstjórnir ekki hafið þá undirbúningsvinnu sem Björn Bjarnason hefur nú talað um að sé nauðsynleg. Á meðan flokkurinn var í samstarfi við Framsóknar- flokkinn var öllum ljóst að slíkur undirbúningur strandaði ekki á Halldóri Ásgrímssyni. Alveg jafn ljóst er að slíkur undirbúningur strandar ekki á Samfylkingunni í dag. Ef aðvörun ráðherra Sjálf- stæðisflokks um mögulegan klofning flokka er beint gegn eigin flokki setur það ummæli annarra þingmanna flokksins, um að málið sé ekkert á dagskrá og eigi því ekkert að ræða, í nýtt sam- hengi. Þá snúast þau ummæli í raun ekki um Evrópusambandið, heldur hvernig best fari að því að verja hagsmuni flokksins og halda honum saman. Afstaða til erlends samstarfs hefur áður valdið klofningi í íslenskri pólitík, afstaðan til NATÓ. Hvernig bregðast ætti við NATÓ-aðild og veru bandarískra hermanna hér á landi klauf vinstriflokkana og þjóðina alla. Það skyldi þó ekki svo fara að afstaðan til ESB muni frekar valda klofningi til hægri? Stuðningur við krónuna horfinn: ESB er NATÓ okkar tíma SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR UMRÆÐAN Baugsmálið Það er hægt að neita staðreyndum á ýmsan hátt. Algengasta leiðin er að segja: „Þetta er ósatt“ eða „Þetta gerðist ekki“ og færa fram því til staðfestingar gagnstæðar staðreyndir. Svo er önnur leið, þekkt úr stjórnmálum − að neita án þess að neita alveg. Hagræða staðreyndum án þess að ljúga beinlínis. Það tók Styrmi Gunnarsson allmarga daga að „bera til baka“ frásögn tímaritsins Herðubreiðar um símasamtal hans við Kristin Björnsson, sem Þorsteinn Pálsson varð vitni að, og snerist um fund Styrmis og Tryggva Jónssonar forstjóra Baugs daginn áður. Í athugasemd hefur Styrmir sagt engan þeirra þriggja fyrstnefndu „kannast við þessa frásögn“. Þetta er ein leiðin. Hvergi er fullyrt að rangt sé farið með eða ósatt sagt frá. „Við könnumst bara ekki við þessa frásögn.“ Það tók Þorstein Pálsson enn fleiri daga að segja hið sama: Svar Styrmis liggur fyrir, segir Þorsteinn í Fréttablaðinu á laugardag, og engu við það að bæta. Í millitíðinni hefur Tryggvi Jónsson staðfest að hann hafi átt fund með Styrmi nákvæmlega daginn sem um ræðir. Það er óumdeild staðfesting. Tímaritið Herðubreið veit að umfjöllun þess er rétt og sannleikanum samkvæm, þótt þeir félagar vilji ekki kannast við „þessa frásögn“. Í frásögn af tveggja manna tali − og eins áheyranda − verður aldrei farið stafrétt með orðaskipti enda skiptir það minnstu máli. Efni málsins er rétt. Þorsteinn getur enn svarað spurningunni: Varð hann vitni að samtali Styrmis Gunnars- sonar við Kristin Björnsson umræddan dag, þar sem rædd voru yfirvofandi tíðindi af Baugi? Hér þarf engar málalengingar um „þessa frásögn“. Hér dugar eitt já. Eða eitt nei. Höfundur er ritstjóri Herðubreiðar. Já eða nei? Íslamistar KARL TH. BIRGISSON Svar Af minni hálfu liggur fyrir skýrt svar um það sem um er spurt og ritstjóri Herðubreiðar vitnar reyndar til þess. Óþarfi er að hafa þar um frekari málalengingar. Endurtekningar leysa einfaldlega ekki hinn nafnlausa höfund tímaritsgreinarinnar frá trúverðugleikavanda vegna frásagnar sem ekki var leitað staðfestingar á. Þorsteinn Pálsson ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.