Fréttablaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 36
 25. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR28 EKKI MISSA AF ▼ ▼ ▼ ▼ SJÓNVARPIÐ SKJÁREINN OMEGA Dagskrá allan sólarhringinn. SJÓNVARP NORÐURLANDS 12.15 Samantekt helstu frétta vikunn- ar á N4 . Endursýnt á klukkutíma fresti til 10.15 á sunnudag. STÖÐ 2 Það er alveg merkilegt hversu hratt nýliðin fortíð sveipast dýrðarljóma í minningunni. Þetta á þó kannski hvergi betur við en þegar menningarafurðir eru rifjaðar upp. Komum við þá að mergi málsins: sjónvarpsþættir dagsins í dag eru algjört rusl. Þetta vita allir sem horfa á sjónvarp; við fussum og sveium yfir þessu algera sorpi sem við hleypum inn á heimili okkar og sverjum þess dýran eið að horfa aldrei aftur á einhvern asnalegan raunveruleikaþáttinn. Svo höllum við okkur aftur í stólnum og látum hugann reika aftur til þess tíma þegar við virkilega nutum þess að horfa á sjónvarp; áður en lífið hafði hert okkur til þess að taka öllu með gagnrýnu hugarfari. Til að mynda eru teiknimyndir alltaf heiðbjartar og óborganlega fyndnar í minningunni. Það sama má segja fyrstu fullorðinsþættina sem maður horfði á í árdaga unglingsáranna. Hvílíkt efni! Það er ekkert í kassanum í dag sem stenst því snúning. Man einhver eftir þáttunum Skálkar á skólabekk? Þeir fjölluðu um hinn úrræðagóða Parker Lewis og félaga hans sem lifðu til að skemmta sér og snúa á skólayfirvöld. Skræpóttar skyrturnar hans Parkers höfðu mótandi áhrif á viðkvæma tískuvitund grunnskólanema um heim allan. Annar þáttur sem markaði tímamót á leiðinni úr barnæsku og yfir í fullorðinsár fjallaði um vísindamanninn Sam Beckett sem varð fyrir þeim ósköpum að stökkva fram og til baka í tíma og rúmi og setjast að í líkömum vandræðagemlinga. Þættirnir minntu um margt á tölvuleik; Beckett var gert að leysa vandamál hýsils síns til þess að geta tekið næsta stökk. Hann stóð sig með stakri prýði, en dreymdi þó alltaf um að næsta stökk myndi færa hann heim í heiðardalinn og eigin líkama. Ungmenni Íslands voru algerlega heilluð af ævintýrum þessa hugrakka vísinda- manns og felldu jafnvel tár þegar síðasti þáttur syrpunnar fór í loftið. Þeim sem vilja viðhalda dýrðarljóma minninga sinna um sjónvarpsþætti er ráðið frá því að leita að þáttunum á vefsíðunni Youtube. VIÐ TÆKIÐ VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR HUGSAR TIL FORTÍÐAR Gullöld sjónvarpsþátta − hvenær var hún? > Dennis Hopper Hopper hóf snemma að feta frægðarveg Holly- wood. Fyrsta myndin sem hann lék í var myndin Johnny Guitar árið 1954 en strax árið eftir lék hann í stórmyndinni Rebel With- out a Cause ásamt engum öðrum en James Dean. Hopper sést hins vegar töluvert gamall og lúinn í myndinni Carried Away sem Stöð 2 bíó sýnir í kvöld. 16.35 Leiðarljós 17.20 Táknmálsfréttir 17.30 Ofurþjarkinn og apahersveitin 17.51 Hrúturinn Hreinn 18.00 Geirharður bojng bojng 18.25 Undir ítalskri sól Sænsk þátta- röð þar sem rithöfundurinn Bo Hagström fer um Ítalíu og kynnir sér matarmenning- una þar. Hann hefur ferðina í Puglia-héraði syðst í landinu og heimsækir meðal annars vínbónda sem eldar laukböku með arabísku ívafi og bragðar á hráum skelfiski í Gallipoli. 19.00 Fréttir 19.30 Veður 19.35 Kastljós 20.10 Veronica Mars Bandarísk spennuþáttaröð um unga konu sem tók til við að fletta ofan af glæpamönnum eftir að besta vinkona hennar var myrt og pabbi hennar missti vinnuna. Veronica reynist vera slyngur spæjari og það hefur komið í ljós í átökum hennar við glæpahyskið að henni er ekki fisjað saman. 20.55 Með sting í hjarta Ný sænsk heimildamynd. Höfundur myndarinnar er Oscar Hedin. 22.00 Tíufréttir 22.25 Rannsókn málsins - Elskend- ur (2:2) 23.40 Mannaveiðar (1:4) e. 00.25 Kastljós 01.00 Dagskrárlok 08.00 Rachael Ray (e) 08.45 Fyrstu skrefin (e) 09.15 Vörutorg 10.15 Óstöðvandi tónlist 16.20 Vörutorg 17.20 All of Us 17.45 Rachael Ray Spjallþáttur þar sem Racheal Ray fær til sín góða gesti og eldar gómsæta rétti. 18.30 Jay Leno (e) 19.20 Psych (e) 20.10 Queer Eye Fimm samkynhneigðar tískulöggur þefa uppi lúðalega gaura og breyta þeim í flotta fýra. Allt er tekið í gegn og lífi viðkomandi snúið á hvolf. Fataskápur- inn er endurnýjaður, flikkað upp á hár- greiðsluna, íbúðin endurskipulögð og gaurn- um kennt að búa til rómantíska stemmn- ingu. Eftir stendur flottur gæi sem er fær í flestan sjó. 21.00 Innlit / útlit Hönnunar- og lífs- stílsþáttur þar sem Þórunn, Nadia og Arnar Gauti koma víða við, heimsækja skemmti- legt fólk og breyta og bæta á heimilum þess. Þau eru með góðan hóp iðnaðar- manna sér til halds og trausts og koma með sniðugar hugmyndir og einfaldar lausnir. 21.50 Cane Kraftmikil þáttaröð með Jimmy Smits í aðalhlutverki. Alex og Frank standa saman í ákvörðun sem klífur fjöl- skylduna. Pancho segir frá leyndarmáli sínu og lík Quinones finnst. 22.40 Jay Leno Spjallþáttur á léttum nótum þar sem háðfuglinn Jay Leno fær til sín góða gesti og slær á létta strengi. 23.25 C.S.I. (e) 00.15 Bionic Woman (e) 01.05 Vörutorg 02.05 Óstöðvandi tónlist06.00 Carried Away 08.00 Yu-Gi-Oh! - Bíómyndin 10.00 Manchester United: The Movie 12.00 The Pink Panther 14.00 Yu-Gi-Oh! - Bíómyndin 16.00 Manchester United: The Movie 18.00 The Pink Panther Sprenghlægi- leg gamanmynd með Steve Martin og Bey- once Knowles í aðalhlutverkum. 20.00 Carried Away 22.00 The Notorious Bettie Page 00.00 Something the Lord Made 02.00 Possible Worlds 04.00 The Notorious Bettie Page 18.00 Spænsku mörkin Öll mörkin frá síðustu umferð í spænska boltanum. Íþróttafréttamenn kryfja öll umdeildustu at- vikin ásamt Heimi Guðjónssyni. 18.45 Inside Sport (Olympic Special) 19.10 World Supercross GP Útsending frá World Supercross GP en að þessu sinni fór mótið fram á Angel Stadium í Kaliforníu. 20.05 Fréttaþáttur Meistaradeildar Evrópu Vandaður fréttaþáttur úr Meistara- deild Evrópu þar sem síðustu umferðir eru skoðaðar og viðtöl tekin við leikmenn og þjálfara. 20.35 Cristiano Ronaldo (Cristiano Ron- aldo – My Life) Glæsilegur heimildarþáttur um einn besta knattspyrnumann heims í dag. 21.25 Formúla 1 (F1: Við endamarkið) Fjallað verður um atburði helgarinnar og gestir í myndveri Sýnar ræða málin. Farið verður yfir helstu mál líðandi keppni og þau krufin til mergjar. 22.05 PGA Tour 2008 - Hápunktar 23.00 Iceland Expressdeildin 2008 Út- sending frá leik Njarðvíkur og KR í Iceland Express deildinni í körfuknattleik. 00.35 Ultimate Blackjack Tour 1 14.40 Aston Villa - Sunderland 16.20 Tottenham - Portsmouth 18.00 Premier League World (Heim- ur úrvalsdeildarinnar) Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum. Leikmenn heimsótt- ir, gömlu stjörnurnar leitaðar uppi og svip- myndir af æðinu fyrir enska boltanum um heim allan. 18.30 Coca Cola mörkin Farið yfir öll mörkin og helstu atvikin í leikjum síðustu umferðar í Coca Cola deildinni en þar eiga Íslendingar nokkra fulltrúa. 19.00 Chelsea - Arsenal 20.40 Man. Utd. - Liverpool 22.20 English Premier League (Ensku mörkin) Ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik umferðarinnar eru sýnd frá öllum mögulegum sjónarhornum. Viðbrögð þjálf- ara, stuðningsmanna og sérfræðinga. 23.15 Bolton - Man. City 07.00 Barnatími Stöðvar 2 Camp Lazlo, Litlu Tommi og Jenni, Kalli kanína og félag- ar, Kalli kanína og félagar, Kalli kanína og fé- lagar 08.10 Oprah (Bette Midler 62) 08.50 Í fínu formi 09.05 Bold and the Beautiful 09.25 La Fea Más Bella 10.10 Studio 60 (18:22) 11.15 60 minutes 12.00 Hádegisfréttir 12.45 Neighbours (Nágrannar) 13.10 Eldsnöggt með Jóa Fel (6:6) 13.35 First Daughter 15.20 Sjáðu 15.55 Barnatími Stöðvar 2 Ginger segir frá, Justice League Unlimited, Kringlukast, Shin Chan 17.28 Bold and the Beautiful 17.53 Neighbours (Nágrannar) 18.18 Ísland í dag, Markaðurinn og veður 18.30 Fréttir 18.55 Ísland í dag og íþróttir 19.30 The Simpsons (3:21) 19.55 Hell´s Kitchen (1 :11) 20.40 Shark ( 3:16) Stórleikarinn James Woods snýr aftur í hlutverki lögfræðings- ins eitilharða Sebastian Stark. Þetta er önnur þáttaröð þessa frábæra og ferska lögfræði- krimma. Við höldum áfram að fylgjast með Sebastian sækja erfiðustu málin fyrir sak- sóknaraembættið en oftar en ekki hittir hann fyrir harðsvíraða glæpamenn sem hann eitt sinn varði sjálfur. 2007. 21.25 Kompás 22.00 60 minutes (60 mínútur) 22.45 The Closer (15:15) Þriðja sería þessa geysisterka spennuþáttar, sem orðinn er langvinsælasti þátturinn sem sýndur er á kapalstöð í Bandaríkjunum. 23.30 Nip/Tuck (9:14) 00.20 Agatha Christie - Sittaford Mystery 01.55 First Daughter 03.40 Shark (3:16) 04.25 The Simpsons (3:21) 04.50 Fréttir og Ísland í dag 06.00 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí 21.25 F1-Við endamarkið STÖÐ 2 SPORT 21.00 Innlit/útlit SKJÁREINN 20.40 Shark STÖÐ 2 20.10 Veronica Mars SJÓNVARPIÐ 18.00 The Pink Panther STÖÐ 2 BÍÓ ▼

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.