Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 26
18 2. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Systir mín, mágkona og frænka,
Erla Ágústsdóttir
fyrrverandi flugfreyja,
Grænuhlíð 12,
sem andaðist 20. mars síðastliðinn, verður jarðsungin
fimmtudaginn 3. apríl kl. 13.00 í Dómkirkjunni.
Jóhann Ágústsson Svala Magnúsdóttir
Sigríður Magnúsdóttir
Magnús Valur Jóhannsson Bjarnveig Ingvarsdóttir
Guðmundur Örn Jóhannsson Íris Gunnarsdóttir
Sólveig Fríða Jóhannsdóttir Ingimar Bjarnason
Gunnar Ágúst Harðarson Guðbjörg E. Benjamínsdóttir
Steinunn Harðardóttir Magnús Ólafsson
Guðrún Harðardóttir Árni Svanur Daníelsson
Karin Cannaday
Donna Lefever Bruce Lefever
Jim Houhoulis Barbara Houhoulis
Ástkær bróðir okkar, fósturbróðir og
mágur,
Þorsteinn Sævar Jónsson
Hátúni 12R, Sjálfsbjargarheimilinu,
lést á heimili sínu að morgni páskadags 23. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sigrún Jónsdóttir Pétur Ingason
Ólafía K. Jónsdóttir Sigurður Sigurðsson
Pétur Einarsson Ragnheiður Jónsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, sonur og bróðir,
Jóhannes Sævar
Jóhannesson
frá Vestmannaeyjum, Suðurtúni 19,
Álftanesi,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn
3. apríl kl. 13.00.
Ágústa G.M. Ágústsdóttir
Svava Jóhannesdóttir
Alda Lára Jóhannesdóttir Halldór Klemenzson
Jóhanna María, Þórunn Ágústa, Ella og Anna Lillý
Þórunn Alda Björnsdóttir
og systkini hins látna.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Ásgeir Kristinsson frá
Höfða
Stórasvæði 4, Grenivík,
sem lést þann 20. mars sl. verður jarðsunginn laugar-
daginn 5. apríl klukkan 14.00 frá Grenivíkurkirkju.
Elísa Friðrika Ingólfsdóttir
Heimir Ásgeirsson Ólöf Bryndís Hjartardóttir
Ingólfur Kristinn Ásgeirsson Álfheiður Karlsdóttir
Afa- og langafabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, stjúp-
móðir, tengdamóðir, dóttir og systir,
Anna Jónsdóttir
Vallargötu 18, Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn frá Landakirkju föstudaginn 4.
apríl kl. 13.00.
Karl Björnsson
Björn Ívar Karlsson
Katla Snorradóttir Hreinn Pétursson
Berglind Karlsdóttir
Elfa Karlsdóttir
Jón S. Óskarsson Hrefna Sighvatsdóttir
Orri Jónsson Hulda Birgisdóttir
Már Jónsson Margrét Jónsdóttir
Jóhanna Magnúsdóttir Steingrímur Benediktsson
Guðmunda Magnúsdóttir Ólafur Bragason
Hrafnhildur Magnúsdóttir Guðmundur Hárlaugsson
Faðir minn, tengdafaðir og afi,
Valdimar Guðlaugsson
Sandbrekku, Fáskrúðsfirði,
lést þann 26. mars sl.
Útförin fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju föstudaginn
4. apríl kl. 14.00.
Elín Agnes Kristján Helgi
og synir.
„Þetta er hátíð fyrir íslensk börn og
líklega hefur aldrei verið haldið jafn
hraustlega upp á daginn hér á landi
eins og núna því dagskráin teygir sig
fram á næstu helgi,“ segir Bryndís
Loftsdóttir þegar hún er spurð um al-
þjóðlega barnabókadaginn sem er í
dag.
Bryndís er vörustjóri íslenskra bóka
hjá Pennanum Eymundsson og því er
henni útgáfa þriggja klassískra ævin-
týrabóka ofarlega í huga. Þetta eru Al-
finnur álfakóngur, Dísa ljósálfur og
Dvergurinn Rauðgrani. „Þessar bækur
hafa ekki verið fáanlegar í mörg ár en
kostuðu þá 1.300. Nú tökum við hönd-
um saman við Forlagið sem gefur þær
út og ætlum að selja þær á 499 krónur
til þess að sem flest börn geti eignast
þær. Það verð gildir í öllum bókabúð-
um meðan upplagið endist,“ lofar hún.
Það eru IBBY samtökin sem upp-
haflega gerðu þennan dag, fæðing-
ardag H. C. Andersen, að al-
þjóðlegum barnabóka-
degi. Samtökin voru
stofnuð í Sviss fyrir
fimmtíu og fimm árum
af fólki sem unni góðum
barnabókum. Íslands-
deild þeirra hóf í fyrra að
veita einum barnabókarit-
höfundi verðlaun sem kall-
ast Sögusteinn fyrir höfund-
arverk sitt og Glitnir leggur
til verðlaunaféð. Þau falla að
þessu sinni Kristínu Steins-
dóttur í skaut og verða afhent
henni í dag af frú Vigdísi Finn-
bogadóttur, fyrrverandi forseta.
Sýning á myndum úr bókum Krist-
ínar er í austurhluta Kringlunnar,
undir Stjörnutorginu.
Ef frá er talin verðlaunaafhend-
ingin verður Kringlan umgjörð dag-
skrár barnabókadagsins. Þar verður
til dæmis ratleikur alla daga til 5. apríl
fyrir snjalla krakka.
„Leikurinn er í léttari og skemmti-
legri kantinum og hundrað krakkar
fá bækur í verðlaun,“ segir Bryndís
glaðlega og heldur áfram. „Svo erum
við í samstarfi við Borgarbókasafn-
ið í Kringlunni og í góðu skjóli utan
við gamla Hard Rock inngang-
inn verður rosalega flottur
nýr bókabíll. Hann ferðast alla
jafnan á milli leikskóla og flyt-
ur börnunum sögur en nú mun
hann gleðja gesti Kringlunnar,
myndskreyttur af Brian Pilking-
ton.“ Reyndar kemur Brian meira
við sögu því næsta laugardag mun
hann verða í Pennanum/Eymunds-
syni í Norður-Kringlunni að teikna
tröll. „Það er gaman að fylgjast með
Brian vinna og fyrir hvern þann sem
hefur haft unun af bókum hans og
teikningum verður þetta frábær upp-
lifun,“ segir Bryndís. „Ég hef alltaf
sagt að Brian Pilkington ætti að vera
fyrir löngu búinn að fá fálkaorðuna
fyrir að gæða íslensku tröllin og aðrar
þjóðsagnahetjur lífi.“ gun@frettabladid.is
ALÞJÓÐLEGI BARNABÓKADAGURINN: FJÖLBREYTT DAGSKRÁ Í KRINGLUNNI
Hundrað snjallir krakkar fá
bækur sem verðlaun í ratleik
BRYNDÍS LOFTSDÓTTIR. „Alþjóð-
legi barnabókadagurinn er að
verða eins og dagur bókarinnar,
23. apríl, sem hefur breyst í viku
bókarinnar.“
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
BARNABÆKUR Dísa ljósálfur, Alfinnur
Álfakóngur og Dvergurinn Rauðgrani eru
nú gefnar út að nýju en þær hafa ekki verið
fáanlegar í nokkur ár.
MERKISATBURÐIR
1801 Breski flotinn, undir stjórn
Nelsons flotaforingja,
gjörsigrar danska flotann
við Kaupmannahöfn.
1908 Tólf menn farast, en einn
bjargast, er bátur ferst í
lendingu við Stokkseyri.
1928 Jóhanna Magnúsdótt-
ir fær lyfsöluleyfi, fyrst ís-
lenskra kvenna.
1930 Haile Selassie er lýstur
keisari Eþíópíu.
1948 Frystihúsið Frosti í Keflavík
brennur.
1982 Argentína gerir innrás á
Falklandseyjar og hefur
þannig Falklandseyjastríð-
ið.
2004 Búlgaría, Eistland, Lett-
land, Litháen, Rúmen-
ía, Slóvakía og Slóvenía
verða fullgildir meðlimir
Nató.
BANDARÍSKI LEIKARINN DANA
CARVEY ER 53 ÁRA Í DAG.
„Þetta er algjör skutla. Hún
vekur hjá mér skrýtnar til-
finningar. Svona eins og
þegar maður klifraði í köðl-
unum í leikfimi sem barn.“
Carvey er þekktastur fyrir hlut-
verk sitt sem Garth Algar í kvik-
myndinni Wayne´s World frá
árinu 1992.
Þennan dag árið 1902 hófust sýningar í fyrsta
kvikmyndahúsinu í Los Angeles í Bandaríkjun-
um. Það nefndist Electric
Theatre, eða Rafmagnsleik-
húsið, og var í sirkustjaldi.
Meðal fyrstu mynda var
Kafaldsbylur í New York.
Evrópskir og bandarísk-
ir uppfinningamenn höfðu
unnið að kvikmyndatök-
um frá því á níunda ára-
tug 19. aldar og fyrir alda-
mótin gátu áhorfendur
farið á kvikmyndasýning-
ar. Til dæmis hóf Thomas
Alva Edison að sýna mynd-
ir á fjölleikasýningum milli
þess sem trúðar og loftfimleikamenn tróðu upp.
Stuttar kvikmyndasýningar urðu í framhaldinu
algengar í fjölleikahúsum og voru yfirleitt í lok
dagskrárinnar. Árið 1901 fóru bandarískir fjöl-
listamenn í verkfall og urðu
kvikmyndir þá meginuppi-
staða skemmtidagskrár fjöl-
leikahúsa. Í upphafi gátu
fjölleikahúsaeigendur ekki
leigt einstakar myndir af
framleiðslufyrirtækjun-
um heldur þurftu að kaupa
þær. Því gat verið dýrt að
skipta reglulega um mynd-
ir í sýningu.
Fyrsta kvikmyndahúsið
var opnað árið 1902 og fyrr
en varði spruttu bíóin upp
eins og gorkúlur og þess
var skammt að bíða að kvikmyndasýningar yrðu
ein vinsælasta afþreying almennings.
ÞETTA GERÐIST: 2. APRÍL 1902
Sýningar hófust í fyrsta bíóinu
George Eastman og Thomas Edison taka
kvikmynd upp á litfilmu í fyrsta sinn við
heimili þess fyrrnefnda árið 1928.