Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 2. apríl 2008 21 Óperustúdíó Íslensku óperunnar er í fullum undirbúningi um þess- ar mundir og verður frumsýning á Così fan tutte (Allar eru þær eins!) eftir W.A. Mozart, tekin er fyrir að þessu sinni, sunnudaginn 6. apríl næstkomandi. Glitnir er aðalbak- hjarl Óperustúdíós Íslensku óper- unnar fjórða árið í röð og var samningur þess efnis undirritaður í liðinni viku. Lárus Welding, for- stjóri Glitnis, og Sigrún Hjálmtýs- dóttir, stjórnarmaður í Menning- arsjóði Glitnis, undirrituðu samninginn fyrir hönd Glitnis ásamt Stefáni Baldurssyni, óperu- stjóra Íslensku óperunnar. „Við erum afskaplega ánægð með sam- starfið við Íslensku óperuna í gegnum árin,“ sagði Lárus Weld- ing við undirritunina. „Við erum sérstaklega stolt af því að styðja ungt og hæfileikaríkt tónlistarfólk og hvetja það til dáða.“ Óperustúdíóið var fyrst starf- rækt vorið 2004 og er þetta því í fimmta sinn sem Íslenska óperan stendur fyrir verkefninu. Óperu- stúdíóið er vettvangur innan Íslensku óperunnar þar sem langt komnir og hæfileikaríkir söng- nemendur syngja öll hlutverk og kór í óperuuppfærslu og tónlistar- nemendur skipa ennfremur hljóm- sveitina. Listræn stjórn er hins vegar í höndum atvinnumanna og gefst nemendunum þannig kostur á að fá glögga innsýn í hið viða- mikla verkefni sem uppsetning óperu er. Alls verða fjórar sýning- ar á óperunni, 6., 9., 11. og 13. apríl. - pbb Glitnir styður óperu TÓNLIST Stefán Baldursson óperustjóri, Sigrún Hjálmtýsdóttur og Lárus Welding við undirritun samningsins. MYND/ÍSLENSKA ÓPERAN Út er kominn nýr geisladiskur sax-ófónleikarans Sigurðar Flosason- ar; Blátt ljós. Diskurinn er sjálfstætt framhald Blárra skugga sem komu út síðastliðið haust og hlutu frá- bærar viðtökur. Sami kvartett leikur hér, en hann skipa auk Sigurðar framverðir elstu starfandi kynslóðar íslenskra djasstónlistarmanna, þeir Þórir Baldursson á Hammond-orgel, Jón Páll Bjarnason á gítar og Pétur Östlund á trommur. Á nýja disknum eru níu lög, öll eftir Sigurð, en þau voru samin sérstaklega fyrir þessa hljómsveit og einstaklingana sem hana skipa. Tónlistin er blúskennd og byggir að nokkru leyti á gamalli hefð samruna djass- og blústónlist- ar. Diskurinn var tekinn upp í hljóð- veri FÍH í júní og september 2007. Hljóðritun annaðist Hafþór Karls- son. Diskinn prýða ljósmyndir eftir Guðmund Albertsson og Nökkva Elíasson. Dimma gefur út. NÝIR DISKAR Eftirfarandi leiðrétting við leikdóm Páls Baldvins Baldvinssonar um leiksýningu Möguleikhússins á Aðventu hefur borist Fréttablaðinu frá Pétri Eggerz: „Í leikdómi um sýningu Möguleikhússins á Aðventu segir að bæði ríki og borg hafi látið af stuðningi til starfsemi leikhúss- ins á yfirstandandi ári. Hér er ekki rétt farið með. Hið rétta er að við úthlutun Menntamálaráðuneytis á fé til sjálfstæðra leikhúsa sem fram fer samkvæmt tillögum Leiklistarráðs hlaut Möguleikhúsið í fyrsta sinn í fjórtán ár engan stuðning þaðan, hvorki í formi starfslauna né beins fjárstuðnings. Reykjavíkurborg styrkir Möguleikhúsið hins vegar um þrjár milljónir króna í ár og er það sam- kvæmt þriggja ára starfssamningi. Sá samningur var endurnýjaður fyrir rúmu ári og lækkaði þá um 25 pró- sent frá því sem áður var. Mennta- málaráðuneytið hefur nú veitt Möguleikhúsinu 2 milljónir króna til reksturs leikhússins á yfirstandandi ári. Samtals hefur Möguleikhúsið því hlotið 5 milljónir króna til reksturs og uppsetninga leikverka í ár. Það er ljóst að þessi stuðningur dugir hvergi nærri fyrir óbreyttum áframhaldandi rekstri og stefnir því allt í að Mögu- leikhúsið flytji úr húsnæði því sem það hefur yfir að ráða við Hlemm síðar á árinu og dragi verulega úr allri starfsemi. Þá segir á öðrum stað í dómnum „Í inngangsorðum verks- ins er okkur sagt fyrirmunað að skilja fjárgæslu á vetrum. Okkar tímar skynji ekki þá miklu vá sem vofði yfir fjármönnum í vetrarveðrum.“ Þessar fullyrðingar er hvergi að finna í texta sýningarinnar og eru því alfarið túlk- un gagnrýnandans á verkinu.“ LEIÐRÉTTING LEIKHÚS Pétur Eggerz

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.