Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 34
26 2. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Stjórn handknattleiksdeildar Fram tilkynnti í fyrrakvöld að félagið hefði náð samkomulagi við Ferenc Antal Buday um að hann myndi hætta sem þjálfari mfl. karla frá og með deginum í gær. Magnús Jónsson, aðstoðarþjálfari Buday í vetur, mun stýra liðinu út leiktímabilið, þangað til Viggó Sigurðsson tekur við stjórnar- taumunum. Buday gat ekki leynt vonbrigðum sínum með skyndilegt brotthvarf sitt frá Fram, eftir að hafa þjálfað Safamýrarliðið frá síðasta sumri, þegar Fréttablaðið heyrði hljóðið í honum í gær. „Ég er náttúrulega ekki sáttur með tilhögunina en svona getur líf þjálfara stundum verið. Ég hefði eðlilega viljað fá tækifæri til þess að klára tímabilið með Fram en þar sem annar þjálfari er hvort sem er að taka við félaginu eftir tímabilið ákvað ég að sætta mig við það að hætta á þessum tímapunkti. Ég vonast jafnframt til þess að efnilegt lið Fram klári tímabilið af fullum krafti og nái öðru sæti á eftir Haukum. Magnús Jónsson er frábær náungi og hann þekkir íslenskan hand- bolta út í gegn og á vonandi eftir að klára tímabilið á jákvæðum nótum,“ sagði Buday, sem kvaðst hafa notið sín vel í starfi hjá félaginu og lært mikið. „Ég vissi að þetta yrði krefjandi verkefni þegar ég tók við þjálfarastarfinu síðasta sumar, bæði hvað varðar tungumálaörðugleika og ólíka menningu og hugarfar leikmanna og annað. Ég lærði smátt og smátt inn á það en núna er það vitaskuld of seint,“ sagði Buday, sem útilokaði ekki að þjálfa aftur á Íslandi ef tækifæri byðist. „Ég fer til að byrja með aftur til Ungverja- lands þar sem ég mun hitta fjölskyldu mína og fara vel og vandlega yfir málin. Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég geri í framhald- inu en ég mun klárlega skoða með opnum huga þau tilboð sem kunna að berast mér í hendur,“ sagði Buday að lokum. UNGVERJINN FERENC ANTAL BUDAY: HÆTTI SKYNDILEGA SEM ÞJÁLFARI HJÁ FRAM Í N1-DEILD KARLA Í HANDBOLTA Ekki sáttur en svona getur líf þjálfara verið > Guðjón Valur til Löwen í sumar Samkomulag hefur náðst á milli þýsku félaganna Rhein- Neckar Löwen og Gummersbach um Guðjón Val Sigurðsson. Landsliðsmaðurinn samdi við Löwen frá og með sumrinu 2009 en Löwen reri að því öllum árum að fá Guðjón Val í sínar raðir strax í sumar. Forráðamenn Löwen sættu sig ekki við þann verðmiða sem Gummers- bach setti á Guðjón Val og málið var í miklum hnút. Nú hefur loksins tekist að skera á hnútinn og Guð- jón getur því flutt ásamt fjölskyld- unni til Mannheim í sumar. Samtök psoriasis og exemsjúklinga 36. aðalfundur SPOEX 2008 36. aðalfundur Samtaka psoriasis- og exem- sjúklinga verður haldinn í kvöld miðvikudaginn 2. april nk. að Grand Hótel, Reykjavík v/Sigtún og hefst fundurinn kl. 20.00. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál Kaffi veitingar Mætið öll og fræðist um málefni samtakanna. Stjórnin Meistaradeild Evrópu: AS Roma-Man. Utd 0-2 0-1 Cristiano Ronaldo (39.), 0-2 Wayne Rooney (66.). Schalke-Barcelona 0-1 0-1 Bojan Krkic (12.). Iceland Express-deild kvk: KR-Keflavík 71-84 Stig KR: Candace Futrell 28 (12 frák,., 8 stoðs.), Sigrún Ámundadóttir 17 (17 frák.), Hildur Sigurðardóttir 11 (7 frák., 7 stoðs.), Guðrún Þorsteinsdóttir 11, Guðrún Ámundadóttir 2, Helga Einarsdóttir 2 (11 frák.). Stig Keflavíkur: Takesha Watson 22 (9 frák., 6 stoð.), Pálína Gunnlaugsdóttir 21, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 15, Susanne Biemer 13 (6 frák.), Margrét Kara Sturludóttir 7 (15 frák., 5 stoðs.), Birna Valgarðsdóttir 5, Rannveig Randversd. 2. ÚRSLIT HANDBOLTI Línumaðurinn Fannar Þorbjörnsson hefur ákveðið að nýta sér klásúlu í samningi sínum við danska liðið Fredericia og hætta hjá félaginu í sumar. Hann er á sínu þriðja tímabili með liðinu. Fannar segir við danska fjölmiðla að framtíðin sé óráðin. Hann viti ekki hvort hann verði áfram erlendis eða haldi aftur heim til Íslands. Fannar er uppalinn hjá Val en lék með ÍR áður en hann hélt í víking. - hbg Fannar Þorbjörnsson: Hættir hjá Fredericia FÓTBOLTI Porto hefur formlega verið sakað um að hafa hagrætt úrslitum tveggja knattspyrnu- leikja leiktíðina 2003-04. Þá þjálfaði Jose Mourinho liðið en ásakanirnar eru ekki taldar snúa að honum persónulega. Porto vann annan leikinn, 2-0, þar sem talið er að úrslitum hafi verið hagrætt en hinum lyktaði með markalausu jafntefli. Félaginu hefur verið gefinn fimm daga frestur af portúgalska knattspyrnusambandinu til þess að svara ásökununum. Verði Porto dæmt gæti félagið misst stig, fengið sekt eða hreinlega verið fellt um deild eða deildir. - hbg Hneyksli hjá Porto? Hagræddi Porto úrslitum? FÓTBOLTI Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir sína menn vel gera sér grein fyrir því að næstu tíu dagar muni skipta félagið öllu. Þá mun liðið spila þrisvar í röð við Liverpool og í kjölfarið fylgir leikur gegn Man. Utd á Old Trafford. „Næstu tíu dagar skipta öllu fyrir tímabilið hjá okkur. Þessir dagar eru gríðarleg áskorun fyrir okkur,“ sagði Wenger. - hbg Arsene Wenger: Tímabilið undir á tíu dögum ARSENE WENGER Á leið í erfiða törn með sitt lið. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Keflavíkurkonur eru aðeins einum sigri frá Íslands- meistaratitlinum eftir frábæran þrettán stiga sigur á KR, 71-84, í gær. Keflavík tók frumkvæðið strax í byrjun og var með góða forystu allan leikinn. Pálína Gunn- laugsdóttir skoraði 9 af fyrstu 18 stigum Keflavíkur og leiddi sitt lið áfram í vörn sem sókn. „Þetta snýst bara um vörnina og ekkert annað. Mér fannst vera pínu aumingjaskapur hjá mér í síðasta leik og ég ætlaði alls ekki að láta það koma fyrir aftur þannig að ég gaf allt í botn,“ sagði maður leiksins, Pálína Gunnlaugsdóttir. Pálína meiddist tvisvar í fyrsta leiknum og gat þá ekki klárað leik- inn en það var allt annað upp á ten- ingnum í gær. „Ég hlakka mjög til föstudags- ins og get ekki beðið að fara að spila leikinn,“ sagði Pálína sem getur orðið Íslandsmeistari þriðja árið í röð vinni Keflavík þriðja leikinn á föstudag. Það var eins og fimm leikja serían gegn Grindavík sæti í KR- liðinu sem náði sér aldrei á strik. Liðið virtist ekki hafa orku í að loka á Keflavíkurliðið sem lék einn sinn besta leik í vetur. Auk Pálínu var Kesha Watson að spila vel, Susanne Biemer lék mun betur en í fyrsta leik og bæði fyr- irliðinn Ingibjörg Elva Vilbergs- dóttir og Margrét Kara Sturludótt- ir áttu frábæra innkomu af bekknum. „Þetta var frekar erfiður leikur og mér fannst við vera alltof sein- ar í vörninni. Það munaði svo litlu í síðasta leik þannig að mér fannst við hefðum átt að koma meira til- búnar frá fyrstu mínútu. Við klikkuðum líka á því í fyrsta leiknum í Keflavík og það er bara erfitt að elta allan leikinn á móti Keflavík,“ sagði Hildur Sigurðar- dóttir, fyrirliði KR og bætti við. „Þetta er samt langt í frá að vera búið.“ - óój Keflavík er einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum eftir sigur í Vesturbænum: Pálína vildi ekki vera aumingi aftur TAKESHA WATSON Átti enn einn stórleik- inn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓTBOLTI Manchester United og Barcelona eru komin með annan fótinn í undanúrslit Meistara- deildar Evrópu eftir góða útisigra í gærkvöld. United lagði Roma, 0-2, á Ítalíu og Barcelona lagði Schalke, 0-1, í Gelsenkirchen. Fyrri hálfleikur hjá Man. Utd og Roma var tilþrifalítill. United setti aðeins meira púður í sóknarleikinn undir lok hálfleiksins og Ron- aldo skallaði boltann af harðfylgi í markið sex mínútum fyrir hlé. Allur vindur var úr Rómverjum þegar Rooney kom United í 2-0 með marki af stuttu færi eftir hrikaleg mistök markvarð- ar Roma. United stýrði umferðinni í kjöl- farið og hefði hæglega getað bætt við þriðja markinu. „Þetta var flott frammistaða í leik sem allir vissu að yrði erfiður. Roma spilaði vel en við sköpuðum okkur nokkur færi sem við nýttum. Ég tel að þessi sigur hafi verið verðskuldaður,“ sagði Cristiano Ronaldo eftir leikinn en hann lá óvíg- ur eftir að hann skoraði. Barcelona sótti góðan sigur til Þýskalands þar sem hinn 17 ára Bojan Krkic skoraði eina mark leiksins. Hann varð um leið yngsti leikmaðurinn sem skorar í útsláttarkeppni Meistaradeild- arinnar frá upphafi. Eiður Smári Guðjohn- sen hóf leik á bekknum hjá Barcelona og lauk honum þar einnig án þess að fá tæki- færi. henry@frettabladid.is Rómverjum veitt rothögg Manchester United og Barcelona unnu góða útisigra í gærkvöld þegar átta liða úrslit Meistaradeildarinnar hófust. Ronaldo og Rooney sáu um slaka Rómverja. BOJAN KRKIC Þessi 17 ára fram- herji fagnar hér sigurmarki sínu í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES GLEÐI OG SORG Leikmenn Manchester United gleðjast eftir annað markið í Róm. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.