Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 32
24 2. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR
NÝTT Í BÍÓ!
SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919
SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000
16
7
16
7
12
10
16
7
7
12
7
VANTAGE POINT kl. 8 - 10
LOVEWRECKED kl. 8 - 10
THE SPIDERWICK CRONICLES kl. 6
HORTON kl. 6 ÍSLENSKT TAL
16
7
16
16
16
VANTAGE POINT kl.6 - 8 - 10
IN BRUGES kl.5.45 - 8 - 10.10
HORTON kl.6 ENSKT TAL
THE ORPHANAGE kl. 8 - 10
BE KIND REWIND kl. 10.30
27 DRESSES kl.5.30 - 8
VANTAGE POINT kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10
VANTAGE POINT LÚXUS kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10
THE OTHER BOLEYN GIRL kl. 8 - 10.30
SHUTTER kl. 8 - 10
THE SPIDERWICK CRONICLES kl. 3.30 - 5.45
HORTON kl. 4 - 6 ENSKT TAL
HORTON kl. 4 - 6 ÍSLENSKT TAL
SEMI PRO kl. 8 - 10.10
THE OTHER BOLEYN GIRL kl. 5.30 - 8 - 10.30
THE EYE kl. 8 - 10.10
THE SPIDERWICK CRONICLES kl. 5.50
HORTON kl. 6 ÍSLENSKT TAL
HEIÐIN kl. 10
THE KITE RUNNER kl. 8 - 10.30
BRÚÐGUMINN kl. 6 - 8
5%
5%
5%
5%
FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR
BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI
50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ
KAUPIR BÍÓMIÐANN Á
!óíbí.rk055
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
ERIC BANA, SCARLETT JOHANSSON
OG NATALIE PORTMAN
SÝNA STÓRLEIK!
EF ÞÚ HELDUR AÐ ÞÚ HAFIR
SÉÐ ALLT...LÍTTU AFTUR!
„Fín Fjölskyldumynd”
- 24 Stundir
„Allt smellur saman
og allt gengur upp”
- A. S., 24 Stundir
REYKJAVÍK AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS
ÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
AKUREYRI
KEFLAVÍK
SELFOSS
STÓRA PLANIÐ kl. 6D - 8D - 10:10D 10
LARS AND THE REAL GIRL kl. 8 - 10:10 L
10.000 BC kl. 5:40 - 8 - 10:30 12
10.000 BC kl. 5:40 - 8 - 10:30 VIP
HORTON M/- ÍSL TAL kl. 6 L
THE BUCKET LIST kl. 8 - 10:10 7
UNDRAHUNDURINN M/- ÍSL TAL kl. 6 L
NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 10:30 16
STEP UP 2 kl. 5:50 - 8 7
DIGITAL
DIGITAL
STÓRA PLANIÐ kl. 6D -8D- 8:30D-10D-10:30D 10
HANNA MONTANA kl. 6 (3D) L
JUNO kl. 8 - 10 7
UNDRAHUNDURINN M/- ÍSL TAL kl. 6 L
STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10:10 10
SPIDERWICK CHRONICLES kl. 8 7
10.000 BC kl. 10:20 12
STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10 10
THE EYE kl. 8 - 10 16
STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10 10
10.000 BC kl. 8 12
THERE WILL BE BLOOD kl. 10 16
3-D DIGITAL
DIGITAL
- bara lúxus
Sími: 553 2075
LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR
THE EYE - POWER kl. 6, 8 og 10.15 16
SPIDERWICK CHRONICLES kl. 6 og 8 7
HORTON - ÍSLENSKT TAL kl. 6 L
SEMI-PRO kl. 10 12
RAMBO kl. 10 16
“Vel gerð ævintýra-og fjölskyldumynd.
Með betri slíkum undanfarin misseri.”
- VJV, Topp5.is/FBL
- H.J. MBL
Rokksveitin Noise heldur í sína
fyrstu tónleikaferð til Bretlands
síðar í þessari viku. Til þess að hita
upp fyrir túrinn heldur sveitin
kveðjutónleika á Dillon í kvöld.
„Við erum búnir að stefna að
þessu svolítið lengi en höfum ekkert
verið að flýta okkur neitt að þessu,“
segir Einar Vilberg, söngvari og gít-
arleikari Noise. „Þetta á eftir að
verða gaman.“
Fyrstu tónleikar Noise verða í
Wales á sunnudagskvöld og síðan
liggur leiðin til ensku borganna
Boston, Manchester, Mexborough
og Blackpool. Líklega mun sveitin
leyfa áheyrendum að fá forsmekk-
inn af þriðju plötunni, sem verður
hljóðrituð að tónleikaförinni lokinni.
„Við ætlum að reyna að nýta þennan
túr eins og við getum. Við verðum
með báðar plöturnar til sölu, boli og
fleira dót,“ segir Einar og bætir því
við að næsta plata Noise verði frá-
brugðin þeirri síðustu. „Við erum að
fara svolítið í aðra átt. Hún verður
þyngri en samt melódískari, blanda
af poppi og metal.“
Fyrsta breiðskífa Noise kom út
árið 2003. Bar hún nafnið Pretty
Ugly og innihélt tólf kraftmikil
rokklög, þar var á meðal Paranoid
Parasite sem hlaut mikla spilun á
íslenskum útvarpsstöðvum. Önnur
platan kom svo út í árslok 2006 og sú
þriðja er væntanleg í október. - fb
Noise ferðast um Bretland
NOISE Rokkararnir í Noise eru á leiðinni
í sína fyrstu tónleikaferð til Bretlands.
Einhverjir fremstu grín-
leikarar þjóðarinnar urðu
eftir á klippiborðinu þegar
Stóra planið var klippt. Sál-
fræðingur Jóns Gnarrs og
vafasamur athafnamaður
Steins Ármanns fuku fyrir
lítið. Þá urðu húsvörður og
frændi mun minni en efni
stóðu til.
„Ég hef sjaldan verið í betri félags-
skap þarna á klippiborðinu. Við
ættum að halda sérstakt frumsýn-
ingarpartý,“ segir Þorsteinn Guð-
mundsson leikari.
Fréttablaðið greindi frá því í
gær að nokkrir af fremstu gaman-
leikarum þjóðarinnar hafi orðið
eftir á klippiborði Ólafs Jóhannes-
sonar kvikmyndaleikstjóra þegar
gengið var frá endanlegri útgáfu
kvikmyndarinnar Stóra planið:
Steinn Ármann Magnússon og Jón
Gnarr fuku alveg og hlutverk Þor-
steins sem og Sigurjóns Kjartans-
sonar og sjálfs Ladda voru skorin
við trog. Sætir þetta nokkurri
furðu.
„Ég skil ekkert í þessu. Var
þarna reyndar í pínulitlu hlut-
verki. En mér skilst að ég hafi eitt-
hvað sést í myndinni,“ segir Þor-
steinn. Hann hafði hitt einn helsta
leikara myndarinnar,
Pétur Jóhann Sig-
fússon, sem sagð-
ist sakna atriðis
þar sem Þorsteinn
í hlutverki hús-
varðar prumpar. „Já, leikstjórinn
klippti prumpið mitt út! Gæða-
prump. Kunni ekki að meta
gæðaprump gæðaleikara,“ segir
Þorsteinn og veit ekki hvaðan á
sig stendur veðrið.
„Við ættum kannski að gera eins
og vörubifreiðastjórar? Safnast
saman við Steinn, á fjölförnum
götuhornum og benda á þessa
ósvinnu. Það væri kannski ráð?“
spyr Jón Gnarr. Ólafur hafði
reyndar hringt í Jón og látið hann
vita. „Þetta var ekkert stóráfall
fyrir mig. Ég var þarna í frekar
litlu og ómerkilegu hlutverki. Ein-
hver sálfræðingur sem var að taka
hjónaviðtal við Ilmi [Kristjáns-
dóttur] og Pétur. Engin eftirsjá
fyrir mig. Né heldur fór þjóðin á
mis við neina snilld,“ segir Jón.
Sigurjón
Kjartansson
tekur í sama
streng. Segir
Ólaf hafa
tekið miklu
meira en ætl-
unin var
upp-
haf-
lega.
Svo þegar farið var að skoða þetta
var niðurstaðan sú að halda sig við
upphaflega planið. „Að Pétur
Jóhann hafi leikið okkur út og
undir borð? Jú, jú, að sjálfsögðu.
Hann er náttúrulega einn af aðal-
leikurum myndarinnar,“ segir Sig-
urjón. „Ég leik þarna einhvern
frænda Péturs sem var að hjálpa
honum að flytja.“
Leikstjóri Stóra plansins segir
klippivinnuna hafa einkennst af
nokkurri sálarangist:
„Þessir menn eru í guðatölu hjá
mér. Hver og einn. En er þetta
ekki ákveðið þroskamerki þegar
maður nær að líta yfir hetjurnar
sínar og leggur áherslu á fram-
vinduna?“ spyr Ólafur. Og dregur
hvergi úr að þetta hafi verið blóð-
bað en nauðsynlegt blóðbað.
Ekki náðist í Stein Ármann í
gær en að sögn Ólafs fór hann með
hlutverk Friðberts, vafasams
athafnamanns sem vildi koma upp
félagsmiðstöð fyrir útlendinga og
var nýlega búinn að kaupa bobb-
borð. En honum var ekki trúað og
talinn hafa eytt peningunum í
spilakassa – og lá eftir á klippi-
borðinu.
jakob@frettabladid.is
Grínarar fuku fyrir framvindu
LÁGU EFTIR Á KLIPPIBORÐINU Fórnarlömb
framvindunnar teljast með bestu gamanleik-
urum þjóðarinnar.
ÓLAFUR JÓHANNESSON Segir þetta hafa verið blóðbað en hann er mikill aðdáandi
þeirra sem urðu eftir á teikniborðinu.
„Ég er búinn að senda þeim formlega afsökunar-
beiðni enda er það alveg kristaltært að það má ekki
ráðast á liðsmenn ræðuliðanna,“ segir Berglind
Sunna Stefánsdóttir, forseti nemendafélags Mennta-
skólans við Hamrahlíð. Nokkrir nemendur MH gerðu
aðsúg að ræðuliði MR með vatnsbyssum en slíkt brýt-
ur í bága við ríkjandi stríðssamkomulag. Forseti
skólafélagsins Framtíðarinnar, Magnús Þorlákur
Lúðvíksson, segir herdeild MR vera með í undirbún-
ingi stórkostlega hefndaraðgerð sem fái hárin til að
rísa hjá andstæðingunum. „Árásin á ræðuliðið var
fyrir neðan allar hellur en við afvopnuðum umrædda
aðila og leyfðum þeim að smakka á eigin meðali,“
segir Magnús. Hann bætir því við að engan bilbug sé
að finna á stríðsmönnum MR. „Við verðum á varð-
bergi allan sólarhringinn,“ segir Magnús en nætur-
vaktir hafa verið skipulagðar í báðum skólum.
Berglind reynir ekki að draga fjöður yfir það að
árásin á MR-inga hafi verið illa ígrunduð. En segir
það sínum mönnum til stuðnings að þeir hafi verið
nýbúnir að fjárfesta í vatnsbyssunum fyrir nætur-
vaktir sínar og á leið sinni úr miðbæ höfuðborgarinn-
ar hafi þeir rekist á ræðulið höfuðandstæðinganna.
Þeim hafi við það hlaupið kapp í kinn. Herráð skólans
hafi hins vegar tekið á málinu og nú sé í undirbúningi
stór aðgerð sem eigi að koma MR-ingum í opna
skjöldu. Hvorki Magnús né Berglind vildu þó upplýsa
hvenær og hvað yrði gert í stóru aðgerðunum en víst
er að nemendur skólans verða við öllu búnir. Eins og
Fréttablaðið greindi frá í gær hafa skólarnir lýst yfir
stríði sem lýkur á laugardaginn þegar liðin eigast við
í úrslitum Morfís-keppninnar. - fgg
Morfís-stríðið heldur áfram
BARIST MEÐ VATNI Átök brutust út milli MR og MH þegar
nemendur hins síðarnefnda veittust að ræðuliði MR með
vatnsbyssum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM