Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 28
20 2. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Tipp á netinu! Snilldar- uppátæki! Þetta breytir öllu! Hvað mein- arðu? Ertu að vinna? Nei... ekki sem stendur! En nú verður þetta allt miklu einfaldara! Já, þú munt tapa ennþá meiri peningum! Nei! Ég slepp við að dröslast út í öllum veðrum til að skila seðlunum! Ég get verið heima, heima, heima! En verður ekki erfitt að krumpa tölvuna saman í lítinn bolta þegar þú tapar? Bára... Getur þú farið burt, burt, burt? Af öllu því heiladauða sem þið hafið tekið ykkur fyrir hendur hlýtur bíltúr í óskráðum bíl á almanna- færi að vera það versta! Ég hef bara þrjár spurningar: Meiddust þið eitthvað? Meiddust aðrir? Nei. Nei. Og þriðja spurningin? Hvernig er að keyra hann? Lalli. Dill dill dill dill dill dill dill Vá. Notaðu það eða misstu það. Þegar þú hefur vanist pelanum eru brjóstagjafardagar mínir taldir... Jahúúú! snökt! Eins og þú sérð eru þetta blendnar tilfinningar. GRAS Partí í kvöld? Þegar þetta er skrifað hefur fólk enn sjö og hálfan tíma til þess að ljúga einhverjum and- skotanum að mér. Hingað til hef ég sloppið nokkuð vel, og ekki einu sinni verið látin hringja í Rauða torgið eða Dominos þegar ég held að ég sé að hringja í alþingismann. Fyrir tilstilli illkvitt- inna vinnufélaga hefur það gerst. Það var að vísu ekki einu sinni á fyrsta apríl, sem undirstrikar bara punktinn með þessu: ég er svo auð- trúa að ég má ekki við þessum árans degi lyga og pretta. Fyrir margt löngu, þegar ég var ekki enn búin að koma mér upp snefli af tortryggni, lét ástkær fjöl- skyldumeðlimur mig hlaupa upp og niður fjórar hæðir í blokk, til þess eins að hlæja að mér þegar ég kom móð og másandi upp stigann aftur og hafði ekki fundið garðskófluna eða grillpinnann sem ég átti að sækja. Fyrir það fyrsta er þetta náttúrulega mannvonska, sama hvað mánaðardag dagatalið sýnir. Í öðru lagi er þetta eitt af þessum hundleiðinlegu og hvað mig varðar gjörsamlega húmorslausu apríl- göbbum sem einkenna þennan dag því miður. Þau aprílgöbb sem eru aðeins flóknari verða hins vegar yfirleitt til þess að ég sé svart af einhverjum ástæðum öðrum en mæði. Fyrir nokkrum árum fékk ég til dæmis næstum því taugaáfall af hryllingi þegar ég fékk sms frá eig- anda barsins sem ég vann á, sem var eitthvað á þessa leið: „Ég veit þú ert að stela af mér. Ég hef sann- anir fyrir því. Láttu aldrei sjá þig hér framar.“ Eftir að hafa haft and- arteppu í fimm mínútur og verið nærri bæði yfirliði og uppköstum tók ég símann upp skjálfandi hönd- um til að hrekja þessar hræðilegu ásakanir. Þegar símanum var svar- að heyrðist bara hlátur. Ég var nær dauða en lífi. Sjö tímar og korter eftir og ég er guðs lifandi fegin að þessi dagur er að verða búinn. Nenni hvorki að hlaupa á milli hæða eða fá andar- teppur. Nú er ég farin að hitta vin- konu mína á toppi Hvannadals- hnjúks, hún er víst að bíða eftir mér þar með pikknikkkörfu. STUÐ MILLI STRÍÐA Hjartsláttur og hlaup SUNNA DÍS MÁSDÓTTIR ER EKKI SÉRLEGA HRIFIN AF FYRSTA APRÍL 30. mars - uppselt 3. april 4. april 10. april 11. april 17. april 18. april 23. april 24. april Framsækið samfélag með álver á Bakka Opinn borgarafundur um verkefnið Framsækið samfélag með álver á Bakka, verður haldinn fimmtudaginn 3. apríl, kl. 20:00-22:00 á Fosshótelinu, Ketilsbraut 22, Húsavík. Fulltrúar Norðurþings, Alcoa, HRV, Landsvirkjunar og Landsnets kynna á fundinum undirbúning og stöðu þessa mikilvæga verkefnis og svara fyrirspurnum íbúa. Dagskrá Fundarsetning Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings Norðurþing, staða mála og næstu verkefni Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga Svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslu Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings Orkuflutningar Árni Jón Elíasson, sérfræðingur, Landsneti Orkuöflun Árni Gunnarsson, forstöðumaður jarðhita, Landsvirkjun Power Undirbúningsrannsóknir vegna álvers Arnór Þórir Sigfússon, HRV Grunnur að styrkingu atvinnulífs á Norðausturlandi – álver á Bakka Kristján Þ. Halldórsson, verkefnisstjóri samfélagsmála hjá Alcoa á Norðurlandi Spurningar og svör Samantekt og fundarslit Bergur Elías Ágústsson Fundarstjóri: Erna Björnsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings NORÐURÞING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.