Fréttablaðið - 02.04.2008, Blaðsíða 12
2. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR
20
08
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
L
B
I
41
80
9
0
4.
20
08
Fjármálakvöld Landsbankans
Landsbankinn kynnir „Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld“,
röð fjármálanámskeiða fyrir almenning. Á námskeiðunum
fjalla sérfræðingar bankans um þætti sem lúta að fjár-
málum heimilanna, fjárfestingartækifærum og skatta-
málum. Fjármálakvöldin hefjast kl. 20 og eru öllum opin
án endurgjalds. Í boði eru kaffi og veitingar.
Dagskrá fjármálakvölda
24. jan. Höfðabakki Fjármál heimilisins
7. feb. Akranes Fjárfestingartækifærin
21. feb. Laugavegur 77 Skattamál
6. mars Mjódd Skattamál
27. mars Vesturbær Fjárfestingartækifærin
3. apríl Ísafjörður Fjármál heimilisins
10. apríl Fjarðargata, Hafnarfj. Fjárfestingartækifærin
Fjármál heimilisins
Rætt er um heimilisbókhald, sparnaðarleiðir, vaxtakjör og
hvaða lánamöguleikar henta hverju sinni.
Skráning á fjármálakvöldin fer fram á landsbanki.is eða
í Ráðgjafa- og þjónustuveri í síma 410 4000.
Nánari upplýsingar á www.landsbanki.is
T
B
W
A
\R
E
Y
K
JA
V
ÍK
\
S
ÍA
A
ug
lý
si
ng
as
ím
i
– Mest lesið
STJÓRNMÁL Fyrsti fundur nefndar
ríkisstjórnarinnar um þróun
Evrópumála var haldinn í Ráð-
herrabústaðnum við Tjarnargötu í
gær.
Alþingismennirnir Ágúst Ólafur
Ágústsson, varaformaður Samfylk-
ingarinnar, og Illugi Gunnarsson
Sjálfstæðisflokki eru formenn en
aðrir nefndarmenn eru fulltrúar
flokkanna á Alþingi og aðilar vinnu-
markaðar og viðskiptalífs.
Geir H. Haarde forsætisráðherra
og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
utanríkisráðherra fylgdu nefndinni
úr hlaði í gær.
„Við nálgumst verkefnið af víð-
sýni,“ sagði Ágúst Ólafur í samtali
við Fréttablaðið að fundi loknum.
„Evrópumálin eru stærsta álitamál
samtímans og þó aðild sé ekki á
dagskrá ríkisstjórnarinnar eru allir
sammála um að fylgjast þurfi vel
með.“ Hann bendir á að í sáttmála
ríkisstjórnarinnar segi að opinská
umræða eigi að fara fram um mála-
flokkinn. Nefndin starfi á þeim
grunni. Henni er ætlað að stuðla að
aukinni hagsmunagæslu tengdri
Evrópustarfi, athuga vel hvernig
hagsmunum Íslendinga verði best
borgið gagnvart Evrópusamband-
inu og að fylgjast með þróun mála í
Evrópu og leggja mat á breytingar
út frá hagsmunum Íslendinga.
Gert er ráð fyrir að nefndin skili
ríkisstjórn skýrslu árlega en starfs-
áætlun verður rædd á næsta fundi.
- bþs
Tvíhöfðanefnd stjórnvalda sem vaktar Evrópumálin tók til starfa í gær:
Stærsta álitamál samtímans
TVÍHÖFÐANEFNDIN
Ágúst Ól. Ágústsson, formaður Samf.
Illugi Gunnarsson, formaður Sjálfst.fl.
Steingrímur Sigurgeirsson Sjálfst.fl.
Bryndís Hlöðverðsdóttir Samf.
Katrín Jakobsdóttir VG
Birkir Jón Jónsson, Framsóknarfl.
Jón Magnússon Frjálslyndi fl.
Ingimundur Sigurpálsson SA
Gylfi Arnbjörnsson ASÍ
Erlendur Hjaltason Viðskiptaráð
Páll H. Hannesson BSRBFYLGT ÚR HLAÐI Utanríkis- og for-
sætisráðherrar afhentu Evrópunefnd
stjórnvalda erindisbréf í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON