Fréttablaðið - 07.04.2008, Page 4

Fréttablaðið - 07.04.2008, Page 4
4 7. apríl 2008 MÁNUDAGUR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 8° 9° 5° 8° 8° 9° 8° 5° 4° 10° 23° 19° 6° 8° 22° 8° 28° 14° 2 4Á MORGUN 8-13 m/s á Vestfjörðum annars mun hægari -1 MIÐVIKUDAGUR A- og NA-10-20 m/s, hvassast á Vestfjörðum 4 3 3 1 2 3 3 3 4 4 -1 9 9 6 6 1 1 1 5 3 5 5 -1 1 0 1 33 3 MILT Í DAG SVO KÓLNAR HELDUR Ef maður reynir að átta sig á þróun hitans í vikunni þá er þokkalega milt á landinu í dag en síðan kólnar nokkuð á morgun. Síðan kemur lægð upp að landinu á miðvikudag með hlýnandi veðri. En á fi mmtudag kólnar eindregið og horfur á frosti á föstudag og um næstu helgi. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur JANFRÉTTISMÁL Unglingar sem nota netið mikið eru líklegri til að hafa íhaldssamari viðhorf til jafnrétt- ismála en aðrir. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Þórodds Bjarnasonar, prófessors við Háskólann á Akureyri, og Andreu S. Hjálms- dóttur, doktorsnema í félagsfræði við University of British Col- umbia, sem birtist í nýjasta tölublaði alþjóðlega vísindatíma- ritsins Sex Roles. Athyglisvert þykir að unglingar sem alist höfðu upp hjá einstæðu foreldri eða heimavinnandi föður voru líklegri til að styðja jafnrétti í heimilisstörfum en unglingar frá efnameiri heimilum eða af erlendum uppruna. - þo Unglingar og jafnréttismál: Börn einstæðra jafnréttissinnuð BRUNI Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins var um ellefuleytið í gærmorgun kallað að fjölbýlishúsi í Ugluhólum 10 í Breiðholti. Logaði þá eldur í þvottaherbergi í kjallara hússins. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og reykræsta húsið en töluverðar skemmdir urðu vegna reyks. Engum varð þó meint af. Grunur leikur á að kviknað hafi í út frá þurrkara í þvottahúsinu. - ovd Kviknaði í út frá þurrkara: Eldur í kjallara fjölbýlishúss LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók sjö menn í Árbæjarhverfi í Reykja- vík í gær vegna slagsmála. Barst lögreglunni tilkynning um slagsmálin en þegar hún kom á staðinn neituðu mennirnir að gefa upplýsingar um málið. Mennirnir, sem eru af erlendum uppruna, sögðust hvorki tala íslensku né ensku en þegar enginn þeirra gat framvísað persónuskilríkjum ákvað lögregla að handtaka þá og flytja á lögreglustöð. Voru þeir þar yfirheyrðir með aðstoð túlks og sleppt að því loknu. Málið telst upplýst. - ovd Sjö menn handteknir: Slagsmál í Árbæjarhverfi VESTMANNAEYJAR Jarðvegsvinna vegna byggingar vatnsútflutn- ingsverksmiðju í Vestmannaeyj- um hófst í gærmorgun. Í fyrsta áfanga verður byggt 500 fermetra hús en síðar er gert ráð fyrir 2000 fermetra viðbygg- ingu. Verður mest allt efni í húsið flutt inn í einingum og sett saman á staðnum. Er gert ráð fyrir að allt efni í húsið verði komið til Eyja í júní og að starfsemi í verksmiðjunni hefjist í júlí. - ovd Vatnsútflutningsverksmiðja: Framkvæmdir hafnar í Eyjum FRÁ VESTMANNAEYJUM Byrjað var að grafa fyrir grunni fyrirhugaðrar verk- smiðju í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR BANDARÍKIN, AP Kvikmyndaleikar- inn Charlton Heston lést á heimili sínu í Los Angeles á laugardags- kvöld 84 ára að aldri. Dánarorsök er ókunn. Heston var þekktast- ur fyrir leik sinn í kvikmyndinni Ben Húr, en einnig gerði hann hlutverkum Móses og Jóhannes- ar skírara góð skil í öðrum kvik- myndum sem gerðar voru eftir biblíusögum. Heston var einnig vel kunnur fyrir leik sinn í kvik- myndinni Apaplánetan. Hann var einnig áberandi baráttumað- ur fyrir byssueign og gegndi formennsku félags bandarískra byssueiganda, NRA, frá árinu 1998 til 2003. - vþ Stórleikari fellur frá: Charlton Hest- on látinn SEM MÓSES Charlton Heston sést hér í einu af sínum þekktustu kvikmyndahlut- verkum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MENNING Uppi eru áform um að koma á laggirnar safni um Stein Steinarr á Nauteyri, skammt frá æskustöðvum skáldsins sem eru í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi. „Okkur hefur borist erindi frá áhugamönnum um slíkt safn þar sem þeir falast eftir eignarhlut sveitarfélagsins í félagsheimilinu á Nauteyri til að nota undir þetta safn og sveitarstjórn hefur tekið jákvætt í það,“ segir Ásdís Leifsdóttir, sveit- arstjóri Strandabyggðar. „Okkur er umhugað um að það geti opnað að einhverju leyti í ár á aldarafmæli skáldsins,“ bætir hún við. Líklegt má telja að áhugamenn- irnir verði síðan að leita til Ásdísar sveitarstjór sem sjálf lumar á verð- mæti frá skáldinu. „Það má geta þess svona til gam- ans að þegar ég var fyrir margt löngu að handleika ljóðabók Steins sem afi minn, Hannes Stephensen, hafði átt féll úr henni snepill með stöku og á hann var letrað að senni- lega væri þetta síðasta vísan sem Steinn orti.“ Sveitarstjóranum vafðist ekki tunga um tönn þegar hún var spurð hvort hún myndi stökuna: Lítinn hlaut ég yndisarð á akri mennta og lista en sáðfall mér í svefni varð á sumardaginn fyrsta. - jse Áform sveitarstjórnar um að opna safn á Nauteyri: Opna safn Steins við Djúp STEINN STEINARR Í ár verða hundrað ár liðin frá fæðingu hans. ÞJÓÐLENDUR „Við áttum ekki von á þessu eftir yfirlýsingar fjármála- ráðherra á aðalfundi okkar og erum ákaflega óánægð með þessar kröf- ur,“ segir Örn Bergsson formaður Landssamtaka landeigenda. Sam- tökin sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þau gagnrýna nýjustu þjóðlendukröfur ríkisins á Norður- landi sem birtar voru 28. mars síð- astliðinn. Svæðið sem um ræðir nær frá Fnjóská í austri að Blöndu í vestri. Landeigendum þykir of langt seilst inn á þinglýstar jarðir og segja gagnaöflun rík- isins ábótavant. Þar vísa þeir til orða Árna M. Mathiesen fjár- málaráðherra, á aðalfundi sam- takanna í febrú- ar síðastliðnum, þar sem hann boðaði breytt vinnubrögð af hálfu ríkisins í þjóðlendumálum. Nú telja landeigendur að boðskapur ráð- herrans hafi ekki skilað sér til mál- flytjenda ríkisvaldsins eða fái þar engan hljómgrunn. „Hann talaði um að farið yrði hægar í sakirnar og málin rannsök- uð betur áður en kröfur yrðu lagðar fram. Okkar lögmenn hafa farið yfir þessar kröfur og sjá ekki á þeim að gagnasöfnunin sé ítarlegri en áður,“ segir Örn og bendir á að fræðimenn hafi einnig sagt gagna- öflun ábótavant. Þannig hafi ekki verið farið í gegnum nema brot af þeim skjölum sem varðveitt eru á Árnastofnun og varða þjóðlendur. Árni M. Mathiesen vísar því á bug að yfirlýsingar hans síðan í febrúar séu marklausar. Hann segir að önnur vinnubrögð hafi verið við- höfð við kröfugerðina nú en áður og að komið hafi verið til móts við vilja landeigenda. Þannig sé svæðið mun minna en upphaflega var áætlað og gagnaöflun hafi hafist fyrr en ella. „Í málum sem þessum koma allt- af upp deilumál. Fólk þarf hins vegar að átta sig á því að úr þeim fæst ekki skorið nema ríkið geri kröfu fyrir óbyggðanefnd. Ef engin krafa liggur fyrir er aldrei úrskurð- að í álitamálunum,“ segir Árni. Örn segir að vissulega sé krafan mildari en til að mynda á svoköll- uðu svæði 6 í Þingeyjarsýslu. „Þetta er örlítið mildara en ekki nærri nóg til að við getum sætt okkur við það,“ segir Örn. thorgunnur@frettabladid.is Telja yfirlýsingar ráðherra marklausar Stjórn Landssamtaka landeigenda telur nýjar þjóðlendukröfur ríkisins á Norðurlandi ekki í samræmi við fyrri yfirlýsingar fjármálaráðherra. Ráðherra vísar því á bug og segir að komið hafi verið til móts við kröfur landeigenda. ÁRNI M. MATHIESEN Hofsjökull Afmörkun svæðis Aðalkrafa ríkisins um þjóðlendumörk ÞJÓÐLENDUKRÖFUR FYRIR SVÆÐI 7 Akureyri Skagafjörður Eyjafjörður GENGIÐ 04.04.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 150,3984 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 74,21 74,57 148,44 149,16 116,70 117,36 15,644 15,736 14,599 14,685 12,453 12,525 0,7251 0,7293 121,45 122,17 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.