Fréttablaðið - 07.04.2008, Side 14
14 7. apríl 2008 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
UMRÆÐAN
Umhverfismál
Sannast sagna hafði ég vonað að ég þyrfti aldrei að skrifa grein undir
þessari fyrirsögn. Eins og menn muna er
samkvæmt umhverfisstefnu Samfylking-
arinnar, sem ber heitið Fagra Ísland, ekki
gert ráð fyrir frekari stóriðjuuppbygg-
ingu þar til heildstæð áætlun um
náttúruvernd liggur fyrir.
Í kosningabaráttunni var hamrað á því
að næstu fimm árin yrði stóriðjuhlé ef Samfylkingin
kæmist til valda. Nú brá svo við eftir kosningar að
þessi stefna var grafin og gleymd. Hver dagur
svikinna loforða rak annan. Skrifaði ég nokkrar
greinar í Fréttablaðið sem tölusettu dagana sem
Samfylkingin sveik kosningaloforð sín í umhverfis-
málum. Í lok júní gerði ég hlé á þessu bókhaldi en þá
var ég kominn í fimm svikadaga. Á fimmta deginum
var það sjálfur umhverfisráðherrann, Þórunn
Sveinbjarnardóttir, sem átt hafði senuna en þá hafði
hún verið spurð á Stöð 2 hvort ríkisstjórnin ætlaði
ekki að hlutast til um hvernig Landsvirkjun svaraði
ósk Alcan um framlengingu á raforkusamningi
vegna stækkunar í Straumsvík. Umhverfisráðherra
kvaðst alls ekki myndu gera það enda
væru Landsvirkjun og Alcan „bara
fyrirtæki á markaði eins og önnur
fyrirtæki og þau verða bara að ná sínum
samningum eins og aðrir“. Svona talaði
umhverfisráðherra sem kosinn var á
þing vegna fyrirheita um stóriðjuhlé í
fimm ár.
Þessi afstaða til gjörða Landsvirkjunar
var harla undarleg í ljósi þess að
Landsvirkjun er í eigu þjóðarinnar og
lýtur forræði kjörinna fulltrúa hennar,
þar á meðal umhverfisráðherra og
annarra handhafa stefnu Samfylkingarinnar sem
kjörnir voru í nafni Fagra Íslands. Síðan gerist það á
fimmtudaginn í síðustu viku að upp rennur enn einn
dagurinn í svikasögu Samfylkingarinnar í umhverfis-
málum. Þá hafnar umhverfisráðherra kæru Land-
verndar vegna álverksmiðju í Helguvík. Umhverfis-
ráðherra kvað sína eigin ákvörðun um að hafna
kærunni ekki vera sér að skapi. En svona væri þetta
bara, hún gæti hugsað sér að breyta stjórnarskránni.
En hvernig væri að reyna að breyta stefnu
ríkisstjórnar sem Samfylkingin á aðild að og standa
þannig við þau fyrirheit sem kjósendum voru gefin
fyrir síðustu alþingiskosningar?
Höfundur er þingmaður.
Fagra Ísland – dagur sex
ÖGMUNDUR JÓNASSON
Vor í Kaupmannahöfn!
Come2 Scandinavia er með tvær íbúðir í miðborg Kaup-
mannahafnar. Einungis 15mín gangur að Ráðhústorgi.
Þetta er frábær og ódýr lausn fyrir hópa og fjölskyldur
sem vilja hafa það gott yfir helgi eða viku í Köben.
Erum einnig með góð verð á bílaleigubílum.
Nánari upplýsingar á www.come2scandinavia.com
Sími: +45 3325 6425 • Netfang: info@come2scandinavia.com
M
iðborgin er komin í nefnd, Aðgerðahóp um mið-
borg Reykjavíkur. Það er ekkert nýtt að staða
miðborgarinnar sé komin í nefnd. Þar hefur hún
átt lögheimili í að minnsta kosti rúman áratug.
Það er misgott hvað kemur svo frá þessum nefnd-
um og rýnihópum. Eins og Salvör Jónsdóttir, fyrrverandi sviðs-
stjóri skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkurborgar, benti á í
Fréttablaðinu á laugardag hefur miðbærinn látið undan í sam-
keppninni við verslunarmiðstöðvar. Borgaryfirvöld, sama hvaða
nafni þau hafa kallast, hafa svo átt í vandræðum með hvernig
eigi að bregðast við þessari samkeppni og laða fólk aftur til sín
í lifandi miðborg.
Undanfarin ár hefur verið uppgangur í miðborginni, öllum til
mikillar gleði. Það var uppgangur í samfélaginu öllu og bjart-
sýni til framtíðar. Peningar voru til, þannig að hægt var að opna
nýjar og sérhæfðar verslanir. Erfitt var að fá húsnæði til leigu.
Á stuttum tíma hefur svo miðborgin drabbast niður aftur og er
farin að líkjast ástandinu fyrir sex til sjö árum þegar fjöldinn
allur af húsum stóð auður við þessa helstu verslunargötu borg-
arinnar. Það er í dag napurlegt um að litast þegar hús eru í niður-
níðslu, neglt er fyrir glugga og ekkert líf þar innandyra.
Eftir að skipulag miðborgarinnar leyfði niðurrif, var eðli-
legt framhald að einkaaðilar hefðu uppkaup til að byggja þétt-
ari byggð líkt og skipulag leyfði. Fyrir lá hvaða hús mætti rífa
og hvaða hús yrði að vernda. Út frá því skipulagi hófust fram-
kvæmdaaðilar handa við að kaupa, og kaupa.
Borgaryfirvöld benda nú á eigendur húsanna og segja þeim
um að kenna hvernig ástandið er. Þeir vilji byggja hærra og
meira en skipulag geri ráð fyrir og það sé ekki hægt að sam-
þykkja. Auðvitað getur verið að einhverjir séu að reyna að
þrýsta á borgaryfirvöld til að fá að byggja meira. En miðað við
þann fjölda húsa sem leyft er að rífa, er eiginlega ótrúlegt að
framkvæmdir séu ekki komnar lengra við Laugaveginn. Miðað
við framkvæmdasögu Laugavegarins er ekki laust við að grun-
semdir séu uppi um að Reykjavíkurborg sé einnig um að kenna;
að yfirvöld séu rög við að heimila niðurrif á húsum af ótta við
viðbrögðin og kröfur um verndun.
Það er hvorki borgaryfirvöldum né eigendum húsanna sem
á að rífa til framdráttar að þau standi auð. Á meðan svo er, er
enn lengra í hagnaðarvon eigenda húsanna. Það ættu því að vera
sameiginlegir hagsmunir allra að þróun miðborgarinnar nái að
halda áfram. Hús verði rifin og önnur byggð í staðinn. Helsta
starf þessa nýja aðgerðahóps sem nú hefur verið settur á fót
ætti að vera að funda með eigendum þessara húsa og ná sátt um
teikningarnar svo hægt sé að fara að rífa og byggja nýtt. Það er
að segja ef efnahagsástandið er ekki orðið þannig að þeir, sem
ætluðu sér að fara í stórframkvæmdir á uppgangstíma, eigi nú
erfiðara með að finna lánsfé til að standa undir uppbyggingunni.
Að glugginn til framkvæmda sé nú lokaður og að í stað andlits-
lyftingar Laugavegarins í einkaframkvæmdum verði borgin og
skipulagssjóður að grípa til aðgerða og fara að kaupa hús til þess
að miðborgin eigi sér endurreisnar von.
Staða miðborgarinnar:
Er tími uppbygg-
ingar liðinn?
SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR
Þess er eflaust skammt að bíða að fyrsti Íslendingurinn láti
grafa sig í bílnum sínum, en eins
og kunnugt er tíðkaðist það til
forna að höfðingjar létu grafa sig
með eftirlætis hestinum sínum.
Því að bíll er ekki bara bíll – ekki
bara tæki til að koma fólki milli
tveggja staða. Milli manns og bíls
liggja leyndir þræðir.
Bíllinn virðist til dæmis virkja
umhyggjuhvöt íslenska karl-
mannsins meira en flest annað
– meira að segja börn. Sumir
tengja þessa bílaást kynhvöt og
jafnvel uppbót á það sem á kann
að vanta í færleik á því sviði en
ég hef aldrei verið alveg viss um
að sú kenning standist: ég er ekki
viss um að íslenskir karlmenn
séu nægilega miklar kynverur til
þess...
Ég held miklu fremur að bíla-
dellan íslenska tengist ómeð-
vitaðri löngun til búskapar sem
grunnt er á í flestum íslenskum
karlmönnum – tengist kotbóndan-
um sem býr í okkur flestum. Að
vera með bílabúskap. Hvað býrðu
nú með mikið af bílum? Njaa það
er óvera, ætli það séu nema svona
fimm sex...
Í þögulli návist sinni sam-
einar bíllinn kosti og eiginleika
sauðkindarinnar og hestsins – og
jafnvel hundsins. Þess vegna
vilja flestir Íslendingar eiga að
minnsta kosti nokkra bíla með
ólíka eiginleika – eigi þeir þess
ekki hreinlega kost að eiga heilt
bílastóð.
Rétt eins og hesturinn er bíllinn
sambland af förunaut og farkosti,
vini og vinnudýri, í senn undirgef-
inn og öflugur, margbrotin skepna
sem maðurinn lærir á smám
saman með þolinmæði og ástríki.
Hann getur ýmist verið gæðingur
eða dráttarklár, hann hefur ýmsar
ólíkar gangtegundir sem hægt er
jafnvel að þróa með kunnáttusemi
og svo er hægt að selja eintök
með sérræktuðum eiginleikum.
Rétt eins og sauðkindin er bíll-
inn fagur og hægt að nostra við
útlit hans; menn hafa sitt eigið
bílnúmer eins og markið og bíl-
eigendur hafa líka unun af að
safnast saman og bera saman bíla
sína eins og tíðkast í réttum. Og
rétt eins og sauðkindin er bíllinn
óseðjandi þegar kemur að elds-
neyti...
Rétt eins og hundurinn þá elsk-
ar bíllinn eiganda sinn skilmála-
laust, spyr ekki en fylgir honum
möglunarlaust, treystir honum
og hlustar á einræður hans í þög-
ulli aðdáun. Til eru litlir púðlubíl-
ar fyrir kvenfólkið, og auglýsing-
ar sýna gjarnan bíla sem nokkurs
konar fjölskylduhund...
Milli manns bíls og flokks...
Bílabúskapurinn er þrá eftir ver-
öld sem var, dálítið brjóstumkenn-
anleg aðferð íslenska karlmanns-
ins til að komast aftur heim í
sveitina góðu, fylla tómið í hjarta
sér þar sem bóndinn býr.
Bíll er tákn um frelsi og þess að
vera sjálfs sín herra. Sjálfsmynd
manna býr í bílnum.
Bíladellumennirnir eru ríkir
eða blankir, litlir, stórir, ljótir og
fríðir en umfram allt eru þeir
einstaklingshyggjumenn. Bíllinn
er sjálft erkitákn einstaklings-
hyggjunnar sem er sjálf hug-
myndafræðileg kjölfesta Sjálf-
stæðismanna. Milli manns, bíls
og Flokks liggja leyndir þræðir.
Þetta er sjálfur kjarninn í kjós-
endahópnum, en hugmyndafræði
þess flokks hefur ekki verið betur
lýst en hjá Kötu frænku minni
Thors sem sagði einu sinni við
mig: Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn
af því að ég trúi á orðtakið: Hver
er sinnar gæfu smiður – ekki með
spurningamerki.
Þegar flutningabílstjórar grípa
til aðgerða sinna þá er það veru-
legt áhyggjuefni fyrir sjálfstæð-
ismenn sem gætu séð fram á að
missa þennan hóp frá sér, ekki
síst þegar eini ráðherrann sem
ómakar sig til að tala við þá er
Kristján Möller hvíldartímaráð-
herra.
Íslenski dugnaðarforkurinn mættur
Upp á síðkastið hefur komið á
daginn að stuðningur almennings
við þessar aðgerðir var ekki jafn
eindreginn og sjálfir bílstjórarn-
ir telja og gremjuraddir farnar að
heyrast.
Bent er á að einkennilegt sé
að standa að mótmælum yfir því
að þurfa að hvíla sig. Nefnt er að
bensíngjaldið fer til að lagfæra
þjóðvegina sem þessir trukkar
hafa verið að spæna upp síðan sjó-
flutningar lögðust af – og hrekk-
ur ekki til. Og rætt er um að vett-
lingatök lögreglu séu ólík þeim
ofsóknum sem meðlimir Saving
Iceland máttu sæta. Það var fólk
sem krafðist þess að hætt yrði
vinnu við tilteknar framkvæmdir
– hér er verið að mótmæla því að
þurfa að fá sér smáblund í fram-
kvæmdunum.
Því íslenski dugnaðarforkurinn
er mættur. Hann hefur verið að
rótast í malarnámi og vegagerð,
grafa grunna og reisa hús sem
standa nú tóm um allt höfuðborg-
arsvæðið; allt er í uppnámi eftir
allan dugnaðinn og verkefnum
fækkar. Um leið hefur tilveru-
grundvelli sjálfs bílsins – þess
sem helgast er – verið ógnað með
háu bensínverði. Það var síðasta
hálmstráið.
Íslenski dugnaðarforkurinn er
kominn með áhuga á pólitík. Það
kann að vera fyrirboði mikilla tíð-
inda.
Bílabúskapur
GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON
Í DAG | Bílastóð
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnson. Fréttablaðið kemur út í
103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Hannes enn í bobba
Vesalings Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson virðist enn og aftur búinn að
koma sér í vandræði og jafnvel í kast
við lögin. Eins og greint hefur verið
frá hafa svokallaðir „vinir Hannes-
ar“ sett af stað peningasöfnun fyrir
prófessorinn svo hann fari nú ekki á
hausinn við að greiða málskostnað
og sekt vegna stóra tilvísanamálsins.
Nú bendir hins vegar ýmislegt til þess
að söfnunin sé kolólögleg og standist
engan veginn lög um opinberar
fjár safnanir. Samkvæmt
lögunum þurfa að
minnsta kosti þrír ein-
staklingar að standa á
bak við slíka söfnun en
ábyrgðarmaður söfnun-
arinnar fyrir Hannes er
bara einn.
Glatað fé?
Bloggarar og netverjar á umræðuvefn-
um malefnin.com brutu heilann um
söfnunina í gær og veltu því jafnvel
fyrir sér hvort ekki væri réttast að
kæra uppátækið. Þegar fréttablaðið
hafði samband við Friðbjörn Orra
sem stendur á bak við söfnunina kom
hann af fjöllum og kvaðst alls ekki
hafa ætlað sér að brjóta nein lög.
Hugðist hann kippa þessu í lag hið
snarasta og vonandi nær hann því
áður en netverjar kæra. Það væri
leiðinlegt fyrir aumingja Hannes
ef allur peningurinn sem
safnast hefur færi í að greiða
kostnað vegna nýrrar kæru.
Íslenskar eldflaugavarnir
Efnislega hefur lítið verið rætt um
NATO-fundinn sem fram fór
í Búkarest en þeim mun meira um
bruðl ráðherranna sem þangað fóru
á einkaþotu. NATO-ríkin, og þar með
líklega við Íslendingar, samþykktu
á fundinum fyrirætlanir Bandaríkja-
manna um eldflaugavarnakerfi í
Evrópu en um það hefur lítið verið
rætt. Björn Bjarnason bendir á það á
heimasíðu sinni að umræða hafi skap-
ast í Noregi um málið sem kann að
vera viðkvæmt fyrir systurflokk Vinstri
grænna sem þar situr í ríkisstjórn.
Agli Helgasyni þykir Björn frekar
lúmskur í skrifum sínum og
spyr á sínu bloggi hvort málið
sé þá ekki erfitt fyrir Samfylk-
inguna. Eða hafa menn kannski
ekki haft orku í að spá í það
fyrir öllu púðrinu sem fer í
að ræða um einkaþotuna.
thorgunnur@frettabladid.is