Fréttablaðið - 07.04.2008, Side 15
MÁNUDAGUR 7. apríl 2008 15
UMRÆÐAN
Heilbrigðismál
Líkt og margir aðrir svæfingar-hjúkrunarfræðingar stend ég
á vissum tímamótum á mínum
starfsferli. Vinnuveitandi minn
hefur farið fram á að ég lækki
verulega í launum samfara auk-
inni vinnubyrði, allt í nafni hag-
ræðingar og fjölskylduverndar.
Þar sem hjúkrunarfræðingar eru
þegar vanlaunaðir miðað við
menntun og ábyrgð er það ekkert
annað en móðgun við stéttina að
skerða kjörin.
Stjórnvöld halda LSH í fjár-
svelti til að réttlæta aukna einka-
væðingu. Bornar eru saman tölur
úr einkarekstri og ríkisreknum
spítalarekstri þar sem skiljanlega
hallar verulega á spítalann. Gerð-
ar eru kröfur um frekari sparnað
ár eftir ár án skerðingar á þjón-
ustu og þegar botninum er náð er
seilst í vasa starfsfólks. Öfugt við
það sem gildir í einkarekstri þá
ráðum við ekki okkar sjúklinga-
hópi. Sem betur fer þá tökum við
við öllum sem þurfa þess með. Við
förum ekki fram á visst heilbrigði
til að sjúklingurinn komist að og
krafa um heimferð samdægurs er
ekki uppi á borðinu. Heilbrigðis-
kerfið í þeirri mynd sem við þekkj-
um það er einn af hornsteinum
samfélagsþjónustunnar. Við hljót-
um að vilja standa vörð um það.
Svæfingarhjúkrunarfræðingar
eru að meðaltali með hæsta starfs-
aldur innan hjúkrunar. Þetta hefur
verið mjög vinsælt svið og oft
hafa færri komist að en vilja.
Vinnutíminn hefur haft þar mikið
að segja. Æ erfiðara er að manna
stöður innan hjúkrunar þar sem
vaktavinnu er krafist. Fólk sækir í
fjölskylduvænni störf þar sem
samvera við fjölskyldu
á kvöldin og um helgar
er sett í öndvegi. Því
er það mér óskiljan-
legt af hverju tillögur
LSH lúta í þá átt að
færa vinnutilhögun í
átt að vaktavinnu og
starfsemi skurðstof-
anna sett í uppnám.
Stjórnendum LSH
hefur brugðist boga-
listin þegar kemur að
mannauðsstjórnun. Það er ekki
nægjanlegt að einblína einvörð-
ungu á tæknivædda steinsteypu
því hún er einskis virði án þess
mannauðs sem þar á að starfa.
Þegar svona stórvægileg breyting
er gerð á starfi og kjörum starfs-
manna er grundvallaratriði að það
sé gert í samráði við
starfsmenn þannig að
viðunandi lausn fáist
sem allir geta sætt sig
við. Það var ekki gert
hér.
Að auki voru breyt-
ingarnar ekki fullmót-
aðar og mátti túlka þær
á ýmsa vegu. Það segir
sig sjálft að það er óðs
manns æði að sam-
þykkja breytingar sem
eru ekki fastmótaðar og túlkunar-
atriði getur haft veruleg áhrif á
fjárhagsafkomu einstaklings.
Eftir uppsagnir 96 hjúkrunar-
fræðinga af 104 af skurðstofum
LSH var óskað eftir tillögum frá
starfsfólki. Við hjúkrunarfræð-
ingar getum ekki og viljum ekki
koma með tillögur sem hafa í för
með sér lækkuð laun og skerta
þjónustu við sjúklinga. Þetta hefur
þegar valdið mikilli gremju og
úlfúð sem ekki sér fyrir endann á.
Þónokkrir hugsa sér til hreyfings
og mun þetta hafa neikvæð áhrif á
starfsemina hver svo sem niður-
staðan verður.
Vel menntað og metnaðarfullt
starfsfólk hlýtur að vera eftir-
sóknarvert hverjum stjórnanda.
Til að forðast atgervisflótta úr
heilbrigðisstéttum þarf að meta
fólk að verðleikum. Ég vænti þess
að það verði stefna stjórnenda
LSH um ókomna framtíð.
Höfundur er svæfingarhjúkrunar-
fræðingur.
Mannauðsflótti vegna fjársveltis
UMRÆÐAN
Kjaramál
Söguleg-um
áfanga er
náð í
mannrétt-
indabar-
áttu
öryrkja.
Tengingu
við tekjur
maka var
hætt í
almanna-
tryggingum nú um mánaðamótin í
samræmi við stefnuyfirlýsingu rík-
isstjórnarinnar. Þar með er endir
bundinn á baráttu sem staðið hefur
um langt árabil og af miklum þunga
nú í á annan áratug.
Þegar við horfum um öxl er það
ótrúlegt að stórum hópi Íslendinga
sem stríða þurfti við fötlun var
jafnframt gert að leita til maka síns
um að framfleyta sér ævilangt.
Fólki voru ætlaðar innan við 20 þús-
und krónur á mánuði til sinna þarfa
og þegar Öryrkjabandalagið benti
stjórnvöldum á ósómann var ekki
farið í lagfæringar heldur varnar-
stríð fyrir óréttlætið. Það stríð unnu
öryrkjar í Hæstarétti eins og frægt
varð og minnst verður um langa
framtíð. Í þeim dómi voru staðfest
grundvallaratriði um rétt hvers og
eins til lífs og framfærslu.
Eftir dóminn var dregið úr tekju-
tengingunni, en henni eigi að síður
viðhaldið. Með breytingunum nú er
hún afnumin að fullu og öllu og
hefur veruleg áhrif til kjarabóta
fyrir þá sem minnstan stuðning
hafa til þessa fengið úr almanna-
tryggingakerfinu. Meirihluti þeirra
sem breytingarinnar njóta eru
konur því hinar ósanngjörnu teng-
ingar við tekjur maka hafa í meira
mæli bitnað á þeim. Það er oft á
brattann að sækja í baráttu fyrir
kjörum fátæks fólks og mannrétt-
indum minnihlutahópa. Þeim mun
meiri ástæða er til að fagna þegar
varanlegir áfangar nást í þeirri bar-
áttu eins og núna. Það breytir þó
ekki því að betur má ef duga skal og
verkefnið fram undan er að tryggja
lífeyrishöfum almennt þær kjara-
bætur sem fengust í kjarasamning-
um.
Höfundur er alþingismaður
Samfylkingar í Reykjavík og
öryrki.
Sjálfstæð-
ir öryrkjar
ÞÓRA ÞRÁINSDÓTTIR
Þegar við horfum um öxl er
það ótrúlegt að stórum hópi
Íslendinga sem stríða þurfti
við fötlun var jafnframt gert
að leita til maka síns um að
framfleyta sér ævilangt.
HELGI HJÖRVAR
0%
10%
20%
2003 2004 2005 2006 2007 2003 2004 2005 2006 2007 2003 2004 2005 2006 2007 2003 2004 2005 2006 2007
19,2
13,8
15,6
17,7
2,0
15,8
14,6
8,1
11,1
4,9
7,9
9,3
10,3
8,9
11,7
19,219,1
13,6
17,5
3,4
13,5
10,8
9,6
4,6
14,6
Ávöxtun Frjálsa lífeyrissjóðsins
Markaðsaðstæður á árinu 2007 voru erfiðari en undanfarin ár. Verð
hlutabréfa lækkaði á árinu en þó skiluðu allar fjárfestingarleiðir
Frjálsa lífeyrissjóðsins jákvæðri ávöxtun. Þrátt fyrir áframhaldandi
erfiðar markaðsaðstæður á fyrsta ársfjórðungi 2008 var ávöxtun allra
fjárfestingarleiða jákvæð á því tímabili. Ávöxtun sjóðsins hefur verið
góð síðastliðin fimm ár eins og sjá má á ofangreindri mynd.
Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins
Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn 29. apríl nk. kl. 17.15 í
höfuðstöðvum Kaupþings, Borgartúni 19.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Kynning ársreiknings
3. Tryggingafræðileg athugun
4. Fjárfestingarstefna sjóðsins
5. Kjör endurskoðanda
6. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins
7. Laun stjórnarmanna
8. Önnur mál
FRJÁLSI
LÍFEYRISSJÓÐURINN
Meginniðurstöður ársreiknings 2007
í milljónum króna
Efnahagsreikningur 31.12.2007
Eignir:
Verðbréf með breytilegum tekjum 40.636
Verðbréf með föstum tekjum 24.052
Veðlán 553
Verðtryggður innlánsreikningur 0
Húseignir og lóðir 15
Fjárfestingar alls 65.256
Kröfur 222
Aðrar eignir 832
Eignir samtals 66.309
Skuldir (281)
Hrein eign til greiðslu lífeyris 66.028
Yfirlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris fyrir árið 2007
Iðgjöld 5.635
Lífeyrir (1.055)
Fjárfestingartekjur 2.124
Fjárfestingargjöld (201)
Rekstrarkostnaður (89)
Hækkun á hreinni eign á árinu 6.414
Hrein eign frá fyrra ári 59.614
Hrein eign til greiðslu lífeyris 66.028
Lífeyrisskuldbindingar skv. niðurstöðu tryggingafræðings 31.12.2007
Eignir umfram áfallnar skuldbindingar -41
Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum (%) -0,3%
Eignir umfram heildarskuldbindingar 1.559
Í hlutfalli af heildarskuldbindingum (%) 3,8%
Kennitölur
Eignir í ísl. kr. (%) 71,1%
Eignir í erl. mynt (%) 28,9%
1) Fjöldi virkra sjóðfélaga 10.994
Fjöldi sjóðfélaga í árslok 40.385
2) Fjöldi lífeyrisþega 1.055
1) Meðaltal fjölda sjóðfélaga sem greiddi iðgjald á árinu.
2) Meðaltal lífeyrisþega sem fékk greiddan lífeyri á árinu.
Ávöxtun síðustu 5 ára
Frjálsi 1 ,Frjálsi 2 9,6Frjálsi 3 1Tryggingadeild
Frjálsi lífeyrissjóðurinn var valinn besti lífeyrissjóður Evrópu í
flokknum Uppbygging lífeyrissjóða árið 2005 í árlegri keppni á
vegum tímaritsins IPE (Investment & Pension Europe).
Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins verða birtar á www.frjalsilif.is og verða aðgengilegar í
höfuðstöðvum Kaupþings tveimur vikum fyrir ársfund. Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á
fundinn.
M
eð
al
áv
öx
tu
n
M
eð
al
áv
öx
tu
n
M
eð
al
áv
öx
tu
n
M
eð
al
áv
öx
tu
n