Fréttablaðið - 07.04.2008, Page 18
18 7. apríl 2008 MÁNUDAGUR MÁN
timamot@frettabladid.is
ADHD-samtökin sem nú fagna 20 ára
afmæli hétu upphaflega Foreldrafé-
lag misþroska barna. Samtökin eru til
stuðnings börnum og fullorðnum með
athyglisbrest, ofvirkni og skyldar rask-
anir sem falla undir ADHD, (Attention
Deficit Hyperactivity Dis order.) Fé-
lagar eru yfir eitt þúsund hér á landi.
Að sögn Ingibjargar Karlsdóttur, for-
manns samtakanna, berast beiðnir um
inngöngu vikulega. En hvernig ætla
samtökin að halda upp á afmælið? „Það
er gaman að segja frá því að við ætlum
að vera með opið hús á Háaleitisbraut
13 þar sem skrifstofa samtakanna er
ásamt ráðgjafarmiðstöðinni Sjónarhóli
og fleiri félögum. Fjórða hæðin verð-
ur tekin undir teitið sem stendur milli
klukkan 15 og 18. Þar verðum við með
afmælistertu og fleira gott. Síðan verð-
ur fræðslustund fléttað inn í afmælis-
haldið. Dr. Urður Njarðvík sálfræðing-
ur ætlar að flytja fyrirlestur kl. 16 um
börn með ADHD og kvíða.
Börn með athyglisbrest eru nefni-
lega ekki öll ofvirk og með hegðun-
arvanda heldur finnur ákveðinn hluti
hópsins til kvíða, framtaksleysis og
depurðar. Einnig getur fylgt árátta og
þráhyggja. ADHD er svo flókið fyrir-
brigði og hver og einn einstaklingur er
með sína samsetningu af einkennum.“
Ingibjörg segir orðið misþroska
hafa verið greiningarheitið yfir þetta
allt saman í byrjun. „Svo fleygði
rannsóknum fram. Þá komu ný hug-
tök inn í,“ segir hún. „Nýjustu rann-
sóknir benda til að heili í einstakling-
um með ADHD sé um þremur árum á
eftir í þroska fram yfir tvítugt. Þetta
er samhljóða því sem margir foreldr-
ar hafa haft á tilfinningunni lengi og
skýrir heilmikið. Þetta er erfitt á upp-
vaxtarárunum samtímis því að glíma
við einkenni ofvirkninnar og athygl-
isbrestsins. Lífið er ekki einfalt hjá
þessu fólki.“
Yfir sjö prósent íslenskra barna
greinast með ADHD samkvæmt rann-
sóknum Íslenskrar erfðagreiningar.
Ingibjörg segir kvillann arfgengan og
hann fylgi mörgum til fullorðinsára.
Það uppgötvaðist þó ekki fyrr en fyrir
áratug. „Ef um ADHD er að ræða hjá
barni er annað foreldrið með einhver
einkenni í 40% tilfella,“ segir hún.
„Við réðum sálfræðing í hálft starf
því þegar þeir fullorðnu fara að takast
á við sinn vanda og fá ráðgjöf þá skil-
ar það sér til fjölskyldunnar í heild.“
Ingibjörg segir fólki oft létta við að
fá greiningu á sínum vanda. „Þetta
er fólk með eðlilega greind en hefur
kannski ekki náð að nýta sína hæfi-
leika því athyglisbrestseinkennin hafa
truflað það í námi, starfi, samskiptum
og samböndum.“
Þótt hvatvísi geti verið til vandræða
þá getur líka fylgt mikill kraftur fólki
með ADHD að sögn Ingibjargar. „Það
er mjög mikilvægt að fólk finni sitt
áhugasvið og vinni út frá styrkleikum
sínum,“ tekur hún fram. „Þá finnur
það oft leiðir til að minnka áhrif at-
hyglisbrestsins og ná góðum árangri
í lífinu.“ gun@frettabladid.is
Togarinn Gulltoppur fann
björgunarbát þennan dag
árið 1941 með 32 (eða 33)
manns um borð. Hann var
um 45 sjómílur suðvest-
ur af Reykjanesi. Mennirnir
höfðu verið í bresku flutn-
ingaskipi sem fórst er kaf-
bátur sökkti því. Fjörutíu og
tveir menn í tveimur björg-
unarbátum af sama skipi
náðu landi við Öndverðar-
nes á Snæfellsnesi.
Um þetta sama leyti
fundu bátar frá Hellissandi
björgunarbát frá öðru flutn-
ingaskipi sem hafði verið
skotið í kaf suður af Íslandi.
Í þeim báti voru 16 Norð-
menn. En fleiri skipbrots-
menn björguðust vorið
1941 við Ísland eða fyrir at-
beina Íslendinga eftir hrak-
farir sem tengdust stríð-
inu og þá einkum af völd-
um kafbáta. Þann 1. apríl
bjargaði togarinn Hilmir tíu
mönnum af norsku olíu-
skipi sem kafbátur hafði
grandað við strendur Eng-
lands. 5. maí bjargaði vél-
báturinn Sigurfari 17 manns
úr björgunarbáti fyrir vest-
an land og Brúarfoss bjarg-
aði 34 skiptbrotsmönnum
af bresku skipi sem hafði
verið sökkt við suðurodda
Grænlands.
ÞETTA GERÐIST: 7. APRÍL 1941
Bjargað eftir kafbátaárás
MERKISATBURÐIR
1795 Frakkar taka upp metra-
kerfið til lengdarmælinga.
1906 Sextíu og átta sjómenn
farast á þremur reykvísk-
um skipum á Faxaflóa,
Ingvari, Emilie og Sophie
Wheatley.
1906 Eldgos í Vesúvíusfjalli
leggur Napólí í rúst.
1943 Laugarnesspítali í Reykja-
vík brennur til kaldra kola.
1946 Sjúkrahús bandaríska
hersins á Vogastapa
brennur.
1963 Togarinn Millwood sigl-
ir á varðskipið Óðin en
skemmdir eru ekki veru-
legar.
1963 Júgóslavía er lýst sósíal-
istalýðveldi og Tító út-
nefndur forseti til lífstíðar.
MEGAS ER SEXTÍU OG
ÞRIGGJA ÁRA Í DAG.
„Það dæmir enginn
tunglið eftir dimmu
hliðinni.“
Megas heitir réttu nafni
Magnús Þór og er Jóns-
son. Hann er þjóðþekkt-
ur fyrir snjalla texta og
flutning sinn á þeim.
Íslandspósturinn er einn
meginstyrktaraðili átaks-
ins Karlmenn og krabba-
mein. Átakinu lauk nýlega
og var það Krabbameinsfé-
lag Íslands sem stóð fyrir
því. Markmiðið var að vekja
athygli á mikilvægi þess að
karlar fylgist með einkenn-
um krabbameins og bregð-
ist rétt við þeim. Póstur-
inn tók virkan þátt og voru
slaufur til styrktar átakinu
seldar í útibúum Póstsins.
Einnig keypti fyrirtækið
slaufur handa starfsmönn-
um sínum og dreifði kynn-
ingarbæklingum átaksins
endurgjaldslaust í öll hús
landsins.
Framlag Póstsins til átaks
Krabbameinsfélagsins var
alls 2,4 milljónir króna sem
Ingimundur Sigurpálsson,
forstjóri Íslandspósts, af-
henti Guðrúnu Agnarsdótt-
ur, forstjóra Krabbameins-
félags Íslands, formlega í
Ráðgjafarþjónustu Krabba-
meinsfélagsins skömmu
fyrir helgi. Af því tilefni
sagðist Ingimundur fagna
því að Krabbameinsfélag Ís-
lands hafi farið af stað með
átaksverkefnið Karlmenn
og krabbamein. Hann sagði
jafnframt Íslandspóst með
gleði leggja sitt af mörkum
til þessa mikilvæga verkefn-
is. Og styður þannig í verki
þetta mikilsverða forvarn-
arstarf. „Íslandspóstur er
mjög fjölmennur vinnustað-
ur og okkur er mjög annt
um okkar fólk. Við leggj-
um mikla áherslu á heilsu-
eflingu af ýmsu tagi. Stuðn-
ingur við þetta verkefni
Krabbameinsfélagsins fell-
ur því vel að okkar stefnu-
miðum,“ segir Ingimundur
og bætir við að hann von-
ist til að með átakinu takist
að vekja athygli íslenskra
karlmanna á mikilvægi for-
varna á þessu sviði sem
öðrum.Guðrún Agnarsdótt-
ir, forstjóri Krabbameins-
félags Íslands, tók fram að
félaginu þætti dýrmætt að
eiga samstarfsaðila eins og
Póstinn.
Þá kom einnig fram að
Pósturinn hefur áður lið-
sinnt félaginu myndarlega
eins og nú við að dreifa mik-
ilvægum skilaboðum til
landsmanna. Átakið Karl-
menn og krabbamein stóð
yfir dagana 7. til 21. mars.
Auk sölu slaufunnar var
opnaður vefur á slóðinni
www.karlmennogkrabba-
mein.is.
Pósturinn styrkir
krabbameinsfélagið
Söguslóðir 2008 - Getið í eyðurnar er yf-
irskrift málþings á vegum Samtaka um
sögutengda ferðaþjónustu, SSF. Þingið
verður haldið 10. apríl næstkomandi í
Þjóðmenningarhúsinu og er í samvinnu
við iðnaðarráðuneyti og hagnýta menn-
ingarmiðlun við Háskóla Íslands.
Fjallað verður um söfn og sögusýn-
ingar á Íslandi. Túlkun þeirra á sögu
lands og þjóðar frá ýmsum sjónarhorn-
um, auk þess sem danskir sérfræðing-
ar miðla af reynslu sinni. Meðal þeirra
sem ávarpa eru; Rögnvaldur Guð-
mundsson, formaður SSF. Ólöf Ýrr
Atladóttir, ferðamálastjóri. Eggert Þór
Bernharðsson, sagnfræðingur. Laurent
Mazet-Harhoff, fornleifafræðingur hjá
Lejre Forsøgscenter í Danmörku, Jutta
Eberhards, leikstjórnandi hjá Lejre
Forsøgscenter í Danmörku, Steinunn
Kristjánsdóttir fornleifafræðingur
og lektor við HÍ og stjórnandi Skriðu-
klaustursrannsókna, Helmut Lugmayr,
leiðsögumaður og ferðaskipuleggjandi,
Már Jónsson sagnfræðingur, Brynhild-
ur Guðjónsdóttir, leikari og höfundur,
Björn G. Björnsson sýningahönnuður,
Þór Vigfússon, sagnamaður og fyrr-
verandi skólameistari, og Skúli Björn
Gunnarsson. Fundarstjóri er Ásborg
Arnþórsdóttir. Málþingsgjald er 3.000
kr eða 1000 kr fyrir nemendur og fé-
laga í SSF. Kaffiveitingar innifaldar.
Skráning hjá Kristínu Sóleyju Björns-
dóttur.
ksb@akmus.is
Málþingið Söguslóðir 2008
SÖGUTENGD FERÐAÞJÓNUSTA Fræðsla upplif-
un og menning er sífellt tengdari ferðaþjón-
ustu. Ísland hefur þar margt að bjóða sem
rætt verður um á málþinginu.
DÝRMÆTIR SAMSTARFSAÐILAR Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri
Íslandspósts, afhendir Guðrúnu Agnarsdóttur, forstjóra Krabbameins-
félags Íslands, styrkinn.
ADHD-SAMTÖKIN Á ÍSLANDI: FAGNA TUTTUGU ÁRUM MEÐ OPNU HÚSI Í DAG
Svo fleygði rannsóknum fram
INGIBJÖRG KARLSDÓTTIR, FORMAÐUR ADHD-SAMTAKANNA. „Nýjustu rannsóknir benda til að
heili barna með athyglisbrest sé um þremur árum á eftir í þroska fram yfir tvítugt.“
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdadóttir,
systir og mágkona,
Bára Traustadóttir
frá Fáskrúðsfirði, Kjarrhólma 20,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðviku-
daginn 2. apríl. Útförin fer fram frá Hjallakirkju mið-
vikudaginn 9. apríl kl. 15.00.
Guðbjartur Guðbjartsson
Ívar Örn Róbertsson
Sigurvin Guðbjartsson María Jóhannesdóttir
Ottó Valur Kristjánsson Margrét Samsonardóttir
Sjöfn Traustadóttir Eysteinn Stefánsson
Óðinn Traustason Guðrún Erlendsdóttir
Þórir Traustason Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir
Björg Traustadóttir