Fréttablaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 19
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Ekkert er heimili án bóka. Í bókahillum Erdnu Varðardóttur, aðstoðarskólastjóra MCI Biblíu- skólans, standa Biblíur frá öllum heimshornum, en eftirlætið er útkrotuð Biblía frá unglingsár- unum. „Þótt ég sanki að mér alls kyns hlutum og eigi margt verulega eigulegt frá búskap ömmu minnar er ég viss um að ég færi ekki í mínus þótt eitthvað af ver- aldlegum eigum mínum tapaðist,“ segir Erdna ein- læg og hláturmild, áður en hún stekkur á æfingu hjá Gospelkór Fíladelfíu eftir léttan hádegisverð heima. „Það er aðeins einn hlutur sem mér þykir ómiss- andi og er í mestu uppáhaldi af mínum heimilismun- um, en það er fyrsta Biblían sem ég keypti sjálf. Það var á unglingsárunum, en Biblíuna valdi ég sérstak- lega vegna þess hve hún var stelpuleg; hvít með gyllt- um krossi,“ segir Erdna sem ásamt eiginmanni sínum safnar Biblíum og á orðið merkilegt safn hinnar merku bókar í stofunni heima. „Við ferðumst mikið og um allan heim vegna starfs- ins og höfum haft fyrir sið að kaupa einn minjagrip í hverju landi, sem og eina Biblíu á tungumáli hverrar þjóðar. Gestum þykja þær afar spennandi enda sumar orðnar gamlar og fágætar,“ segir Erdna sem les í hvítu Biblíunni á hverjum degi. „Ég undirstrika og pára athugasemdir á spássíurn- ar ásamt því að lesa í henni daglega því mér finnst hún alltaf vera að segja mér eitthvað nýtt. Biblían geymir vissulega Guðs heilaga orð, en hún er líka merkileg sagnfræðiheimild og inniheldur góðar og gildar leiðbeiningar fyrir okkur mannfólkið að fara eftir í lífinu. Hún á því alltaf erindi.“ thordis@frettabladid.is Guðs heilaga orð Ernda Varðardóttir í sófanum heima með Biblíuna góðu frá unglingsárunum og fartölvuna sína, en þetta tvennt fylgir henni daglega heima. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA SYNT Á VEGGNUM Reynir Sýrusson húsgagna- hönnuður hefur hannað fiskabúr með veggfest- ingu sem skapar líf í stofunni. HEIMILI 2 HÁSÆTI SMÁFÓLKSINS Vandasamt getur verið að velja barna- stól þar sem úrvalið er mikið og ýmsar útfærslur í boði. HEIMILI 3 – upplagt á svalirnar Sölustaðir: Járn og gler · Garðheimar · Húsasmiðjan · Egg · Búsáhöld Kringlunni · www.weber.is – mikið úrval af aukahlutum X E IN N J G W E B Q 30 0 5x 10 W eb er Q 30 0 Aukin ökuréttindi Næsta námskeið byrjar 22. ágúst Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 Meirapróf- Nýlegir kennslubílar UPPLÝSINGAR O is ing Mjódd Staðsetning í Mjódd www.ovs.is upplýsingar og innritun í síma 588-1414 Vinnuvélanámskeið Næsta námskeið hefst 11. apríl n.k.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.