Fréttablaðið - 07.04.2008, Side 32
Heitt bað getur gert krafta-
verk fyrir þreyttan og auman
líkama.
Baðkör eru
jafn mismunandi
og þau eru mörg.
Þau er hægt að
fá í hinum ýmsu
stærðum og gerðum, allt eftir því
hverju menn eru að leita eftir.
Vestrænn baðkarastíll er til
að mynda notaður til að lýsa
baðkörum þar
sem hægt er að
liggja ofan í bað-
inu. Slík baðkör
eru yfirleitt löng og
grunn. Austurlensk-
ur baðkarastíll er hins vegar not-
aður yfir baðkör þar sem setið er
í karinu. Slík baðkör eru oft stutt
og djúp.
Margt fleira er þó í boði. Þannig
er hægt að fara út í gamaldags,
rómantískan stíl þar sem körin
eru frístandandi eða út í nýtísku-
leg kör búin nuddi og nýjustu
tækni. - kka
7. APRÍL 2008 MÁNUDAGUR10 ● fréttablaðið ● híbýli - baðherbergi
Besta slökunin í baði
Annað tilbrigði af hinum gamla stíl. Hér
er gyllt handfang hringinn í kringum
baðkarið.
Þetta er nútímaleg útgáfa af
hinum gamla frístandandi baði.
Þetta er þó ekki á fótum eins og
mörg þeirra gömlu heldur stendur
það sjálft, líkt og skál. Blöndunar-
tækin hér eru frístandandi og er
það heldur óvenjulegt.
Gamaldags og rómantískt. Þetta
er hefðbundið hvítt baðkar í vest-
rænum stíl. Það góða við svona
frístandandi baðkar er að það er
auðvelt að þrífa undir því.
Hin gömlu frístandandi baðkör
gefa baðherbergjum rómantískan
blæ. Auðvelt er að innrétta bað-
herbergið í stíl við svona baðkör.
Víða fást snagar og hillur í stíl og
ekki skemmir að setja ilmkerti
eða pottaplöntur með til að gera
andrúmsloftið hlýlegt.
Hægt er að gera góða baðstund enn betri með réttu fylgihlutun-
um. Úrvalið í dag er svo mikið að hægt er að fá krem, skrúbb,
froðu og sápu í öllum regnbogans litum, með óteljandi tilbrigð-
um af ilmi og áferð og hin ýmsu notagildi. Einnig er hægt að
skapa stemningu með kertum og góðum félagsskap og síðast en
ekki síst tónlist.
Himneskar baðstundir
Það er alltaf stemning við að fara
í freyðibað. Hér eru tvær tegundir
af freyðibaði frá Body Shop í
Kringlunni, Papaya og Mango.
Froðan gefur góðan ilm og hreins-
ar húðina. Flaskan kostar 1.590
krónur og fást fleiri ilmtegundir.
Skemmtilegar freyðibaðssneiðar
frá Lush, sem gefa góða lykt og
næra og mýkja húðina. Hægt
er að nota eina sneið nokkrum
sinnum og mynda þær mikla
froðu. Sneiðin kostar 897 krónur.
Uppblásinn púði svo hægt sé að liggja
enn lengur í baðinu. Hann kostar 1190
krónur og fæst í Body Shop. Skrúbburinn
er nauðsynlegur til þess að fjarlægja
dauðar húðfrumur og til að koma blóð-
rásinni í gang. Hann fæst einnig í Body
Shop og kostar 1.490 krónur.
HUGSAÐU VEL UM HÚÐINA
ÞÚ FÆRÐ DECUBAL
Í NÆSTA APÓTEKI