Fréttablaðið - 07.04.2008, Side 62
34 7. apríl 2008 MÁNUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÖGIN VIÐ VINNUNA
LÁRÉTT
2. hróss 6. guð 8. klettasprunga 9.
árkvíslir 11. tímabil 12. helber 14.
sanka 16. pot 17. fum 18. hélt á brott
20. eldsneyti 21. þjappaði.
LÓÐRÉTT
1. þrákelkni 3. líka 4. lögtak 5. áverki
7. heilmikill 10. siða 13. bókstafur 15.
frumeind 16. einatt 19. kyrrð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. lofs, 6. ra, 8. gjá, 9. ála,
11. ár, 12. alger, 14. safna, 16. ot, 17.
fát, 18. fór, 20. mó, 21. tróð.
LÓÐRÉTT: 1. þráa, 3. og, 4. fjárnám,
5. sár, 7. allstór, 10. aga, 13. eff, 15.
atóm, 16. oft, 19. ró.
„Það er einfalt að svara því, það
er Bylgjan. Hún rúllar hérna
allan daginn.“
Auður Þórisdóttir, klæðskeri í Saum-
sprettunni.
„Ég er ekki svo grænn að vita ekki
að einhverjir koma ekki hlaupandi
á uppboð til mín,“ segir Pétur Þór
Gunnarsson, eigandi Gallerís
Borgar.
Sá sögulegi viðburður verður
20. apríl að Gallerí Borg mun aftur
gangast fyrir málverkauppboði.
Sögulegur, því Pétur Þór, sem áður
hafði staðið í brú Gallerís Borgar,
stóð í málarekstri í tæp níu ár í því
sem kallaðist Stóra málverkaföls-
unarmálið – eitthvert umfangs-
mesta mál íslenskrar réttarfars-
sögu. Pétri var gefið að sök að
hafa falsað eða selt vísvitandi
verk sem hann vissi að væru
fölsuð. Pétur er meðvitaður um að
ýmsir sem tengdust málinu telji
sig hafa verið hlunnfarna í við-
skiptum við sig.
„Fólk situr uppi með málverk
sem ákveðnir aðilar hafa dæmt
fölsuð en engin niðurstaða hefur
fengist í því hvort svo er eða ekki.
Og trúir því statt og stöðugt að ég
hafi verið að mála Kjarval og Jón
Stefánsson í stórum stíl. Ef ég
hefði falsað myndir fyrir hundruð
milljóna eins og sumir hafa haldið
fram, sæti ég nú einmana með
slæma samvisku á fjarlægri sólar-
strönd, drekkandi kokteila úr
kókoshnetum. Ég hélt fram sak-
leysi mínu í átta ár og var á endan-
um sýknaður í Hæstarétti. Þess
vegna er ég hér og get með góðri
samvisku haldið áfram að gera
það sem ég er næstbestur í, selja
málverk,“ segir Pétur Þór.
Gallerí Borg var um árabil ein-
rátt á markaði eða frá 1987 til
1998. Nú er staðan sú að Gallerí
Fold, þar sem Tryggvi Páll Frið-
riksson fer fyrir, hefur verið eitt
fyrirtækja um málverkauppboð.
Pétur segir pláss fyrir fleiri.
„Þetta hefur snúist við. Mér finnst
eðlilegt að hér séu tvö uppboðshús
og í raun með ólíkindum að ekkert
af þeim listaverkasölum sem hafa
starfað um árabil hafi ekki fyrir
löngu opnað uppboðshús. Pétur
Þór ætlaði ekki að fara af stað með
uppboð fyrr en í september á
þessu ári, ekki eru nema fjórir
mánuðir síðan hann opnaði Gallerí
Borg að nýju, en úr svo mörgum
myndum er að moða að hann
ákvað að gangast fyrir uppboði
strax nú í þessum mánuði. Pétur
Þór ætlar sjálfur að bjóða upp, á í
fórum sínum gamlan sýslumanns-
hamar, og stefnir að því að láta
uppboðið ganga hratt fyrir sig eða
í eina og hálfa klukkustund. Hann
ætlar að takmarka uppboðið við
áttatíu myndir og leggur á það
áherslu að þær verði allar fyrsta
flokks. Og verkin sem þegar eru
komin eru ekkert slor. Eftir Louisu
Matthíasdóttur, Kjarval, Ásgrím,
Þorvald og Svavar svo einhverjir
sé nefndir. Og Mugg:
„Mögnuð mynd,“ segir Pétur og
má segja að hún sé ekki síður
merk í listsögulegu samhengi en
Hvítasunnudagur Kjarvals sem
sleginn var fyrir ári í Kaupmanna-
höfn á rúmar 20 milljónir. „Margt
er líkt með sögu þessara mynda.
Þessi er máluð 1919. Báðar nánast
hurfu þær í Danaveldi. Koma svo
fram, önnur á uppboði hjá Bruun
Rasmussen en hin hjá Gallerí
Borg.“
jakob@frettabladid.is
UPPBOÐ: MAGNAÐUR MUGGUR Á MÁLVERKAUPPBOÐI
Pétur Þór slær myndir á ný
PÉTUR ÞÓR Með merkan sýslumannshamar í hönd en hann gengst að nýju fyrir málverkauppboði eftir hremmingar.
FRÉTTBLAÐIÐ/GVA
Franska leikkonan Isild Le Besco hefur verið
ráðin í hlutverk í kvikmynd Dags Kára, The
Goodheart. Leikstjórinn var
að vonum ánægður með að
hafa landað Le Besco sem
vafalítið á eftir að hafa góð
áhrif á gengi kvikmyndar-
innar í heimalandi hennar.
Fjölþjóðlegur her leikara
kemur því að gerð The
Goodheart en auk Le
Besco verða breski
leikarinn Brian Cox og
bandaríska ungstirnið
Paul Dano í helstu
hlutverkum. „Sögu-
sviðið er náttúrlega New York þar sem ægir
saman fólki af öllu þjóðerni,“ segir Dagur
Kári en búið er að ákveða að hefja tökur
þann 29. apríl, sama hvað gerist. Þær fara
fram bæði í New York og Reykjavík en ekki
liggur fyrir á hvorum staðnum verði byrjað.
Le Besco er rísandi stjarna í franska kvik-
myndaheiminum og hefur meðal annars tví-
vegis verið tilnefnd til hinna virtu Cesar-
verðlauna sem efnilegasta leikkona Frakka.
Hún var útnefnd besta unga leikkonan á
Feneyjahátíðinni fyrir tveimur árum fyrir
frammistöðu sína í L‘Intouchable. - fgg
Dagur Kári fær franska stjörnu
RÍSANDI LEIKKONA Isild Le Besco er rísandi stjarna í
Frakklandi og hefur tvívegis verið tilnefnd sem besta
unga leikkona Frakka.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES.
Eymar Gunnarsson og Silja Þorbjörnsdóttir
reka saman fyrirtækið Reddarinn, sem eins
og nafnið gefur til kynna sér um að redda hinu
og þessu. Þau eru þúsundþjalasmiðir og
ekkert verk er of lítið fyrir þau. Samkvæmt
heimasíðunni geta þau meðal annars gert við
bílinn, lagt parkett, skipt um ljósaperu,
stússast, komið á óvart og búið til æfingaplan
í ræktinni.
„Við gerum allt. Ekkert verk er of lítið og
ekkert er of stórt,“ segir Eymar. „Við byrjuð-
um í febrúar og fókusinn var fyrst á litlu
verkin, sem okkur fannst enginn vera að
sinna. En svo vatt þetta fljótt upp á sig enda
greinilega mikil þörf á öllum sviðum. Okkar
markmið er að það sé bara nóg að hringja á
einn stað – í okkur – og þá sé málinu reddað,
sama hvað það er.“
Eymar segist hafa marga verkmenn á
sínum snærum sem hann fær í verk ef hann
og Silja ráða ekki við þau sjálf. „Við pössum
okkur vel á því að fara ekki í verk sem við
erum ekki hæf í. Sjálfur er ég verklaginn
bifvélavirki og hef unnið við byggingarfram-
kvæmdir en Silja er öll í bókhaldinu.“
Það óvenjulegasta sem Eymar hefur gert til
þessa er að færa vinkonu viðskiptavinar
morgunmat og kaffi. „Jú, stelpan var frekar
hissa þegar ég, bláókunnugur maðurinn,
mætti með þessa leynilegu sendingu til
hennar. En maður reddar svona, og öllu
náttúrulega, nema það sé eitthvað verulega
afbrigðilegt.“ - glh
Reddarinn reddar öllu
SÁTTUR Dagur Kári stýrir
fjölþjóðlegu liði leikara í
nýjustu kvikmynd sinni,
The Goodheart.
EKKERT VERK OF LÍTIÐ Eymar Gunnarsson reddar
málunum.
VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Paul Simon
2 Í Hlíðarfjalli
3 Til Flórens
Það var ræðulið
Menntaskólans í
Reykjavík sem bar
sigur úr býtum í
úrslitaviðureign
Morfís á laug-
ardagskvöld.
MR sigraði MH
í skemmtilegri
keppni, en 52 stig
skildu liðin að.
MH-ingurinn Birkir
Blær var valinn
Ræðumaður
Íslands. Magnús
Þorlákur Lúð-
víksson, forseti
skólafélagsins
Framtíðarinnar
í MR, var rogginn þegar hann
greindi frá úrslitunum á heimasíðu
félagsins: „MR hefur því endanlega
sannað yfirburði sína með því að
sigra í þrem stærstu keppnum
ársins: Morfís, Gettu betur og MR-
ví. Þetta afrek hefur enginn skóli
unnið áður og mega MR-ingar vera
gífurlega stoltir.“
Umboðsmaðurinn
Einar Bárðarson
heyr nú lokaorust-
una í baráttu sinni
fyrir því að
Garðar Thor
Cortes hljóti
Brit-verð-
launin í
sígildri
tónlist. Í
tölvu-
pósti sem
Einar sendi
fjölmiðlum
í gær greinir hann frá því að í dag
sé síðasti dagur netkosningar á
slóðinni Classicalbrits.co.uk/nom-
inations. Umboðsmaðurinn hvetur
fólk til að senda póstinn áfram
svo að sem flestir greiði íslenska
tenórnum sitt atkvæði. Einar lætur
til öryggis enskan texta fylgja með.
„Til að senda gömlum pennavinum
og nýjum vinum
erlendis“ segir
umboðsmaðurinn.
- hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI