Tíminn - 11.10.1981, Síða 11
11
Sunnudagúr 11. október 1981
iHiiltiliIÍ
■ Hér fer á eftir brot úr enn ó-
birtri skáldsögu Magneu J.
Matthiasdóttur, sem væntanleg
er frá Iðunni innan hrfðar. Bókin
mun heita ,,Sætir strákar". Að
fengnu góðfúslegu leyfi höf-
undar og forlags grípum við nið-
ur í 3ja kafla bókarinnar. A bók-
arkápu stendur: Sætir strákar —
hverjir eru þeir? — Giftir, ógift-
ir, fráskildir, dökkhærðir, Ijós-
hærðir, rauðhærðir, skáld og
skrifstofumenn, pönkarar og
pólitískir skipbrotsmenn, frama-
gosar og fallnir alkar, hommar,
ofstækisfullir náttúruverndar-
menn, ráðherrar leigubílstjórar,
sjoppuþjófar. Allt sætir
strákar...
Umhverfið er Reykjavik, tim-
inn núna, sögumaðurinn stúlka
sem flækist í ýmis mál, viljandi
eða óviljandi. Andrúmsloftið
frjálslegt, allt getur gerst. I sam-
ræmi við það er sagan sögð af
léttleika og f jöri, þvingunarlaust.
Sætir strákar er þriðja skáld-
saga Magneu J. Matthíasdóttur.
Sagan er full af húmor sem er
alveg persónulegur,ber vott um
frjóa höfundargáfu, sjónarmið
sem eru skýr þótt þau séu frjáls-
leg.
Magnea kann að lýsa fólki svo
þaðstandi þarna Ijóslifandi, hver
með stnum svip. Og hún er nógu
klók til að skilja söguna eftir
opna handa lesandanum til að
botna — og leggja út af sem
vitnisburði. Og þennan vitnisburð
um sætu strákana má taka gildan
eins og hann er, óhætt um það.
móöur sinni eftir aö annast barniö, sem hún
getur auövitaö ekki feöraö. Ég var lengi aö
velta fyrir mér hvort ég ætti heldur aö
nauöga henni eöa gera hana bara aö venju-
legri lauslætisdrós, sem liggur undir hverj-
um sem vera skal. Svo skellti ég mér á
nauögunina — nauögun er svo lýsandi dæmi
um kynferöislega kúgun konunnar gegnum
aldirnar aö þaö er ekki hægt aö ganga
framhjá henni. Ég var i mánuö aö ná þess-
um kafla góöum, hann er hrein snilld núna.
Viltu heyra hann? Ég skal lesa hann fyrir
þig ef þú vilt. Ég bar hann undir konuna
mina en hún hefur ekkert vit á þessu. Hún
hélt þvi fram aö þetta væri subbulegt klám
og ætti ekkert skylt viö bókmenntir. Hvaö
ætli hún viti svosem! Ég skal ná i hann fyrir
þig
„Neinei, ómögulega”, flýti ég mér aö
segja. Ég verö alltaf svo vandræöaleg þeg-
ar einhver les upp fyrir mig eitthvaö sem
hann hefur samiö. Fer hjá mér, verö feim-
in. En ég má ekki móöga Skáldiö: „Vertu
ekki aö hafa neitt fyrir mér. Ég er viss um
aö þetta er góöur kafli hjá þér. Segöu mér
meira um söguna, ég fæ kannski aö kikja á
þetta hjá þér seinna.”
„Jæja þá”, segir Skáldiö eilitiö sár. Hann
drekkur bróöurpartinn úr glasinu sinu,
hýrnar viö þaö og heldur áfram. „Nú hvert
var ég kominn? Já yngsta barniö — hann er
dæmigeröur, taugaveiklaöur agressivur,
semur illa viö önnur börn, innhverfur og ó-
hamingjusamur áöur en faöirinn fer aö
heiman. Skólasálfræöingur vill koma hon-
um I fóstur en áöur en af þvi veröur skilja
foreldrarnir og snáöinn gerist einhverfur —
er þaö ekki oröiö? Mónómaniskur.”
Jú, ég er ekki frá þvi aö þaö geti hugs-
ast. En hvaö veit ég?
„Faöirinn hættir auövitaö ekki aö koma
— hann dettur ekki úr sögunni viö skilnaö-
inn, ef þú hélst þaö” fræöir Skáldiö mig á.
„Hann er þrátt fyrir allt bölvaldurinn, und-
irrót allra þessara hörmunga meö hömlu-
lausri drykkju sinni og blindu á eigin veik-
leika. Hann kemur alltaf viö og viö, fyrst I
staö til aö ríöa konunni sinni fyrrverandi,
nauögar henni hálft I hvoru, þvi hún þorir
ekki annaö en aö láta undan honum svo
hann berji hana ekki, sem hann svo auövit-
aö gerir engu aö siöur. Svo veröur hann
kynferöislega ónýtur, einsog gefur aö skilja
eftir margra ára drykkjuskap en heldur
samt áfram aö koma, nú til aö misþyrma
henni og stela frá henni fátæklegum eigum
hennar. Hann er ómissandi til aö sýna
hvernig þessi andlega sterka kona molnar
smám saman niöur i niöurlægingu sinni,
bugast aö lokum og fremur sjálfsmorö. A-
takanlegur endir á áhrifarikri sögu — á-
takanlegur og sannur, umfram allt sann-
ur.”
„Hvaö veröur þá um börnin?” spyr ég i
flónsku minni. „Ég á viö, þegar móöirin er
búin aö drepa sig?”
Skáldiö litur á mig vorkunnsamur.
„Þaö er.lesandans aö komast aö niöur-
stööu um þaö”, segir hann yfirlætislega.
„Hvernig list þér svo á?”
Ég veit ekki hvaö segja skal.
„Jú, þetta er án efa mjög athyglisverö
bók”, segi ég hikandi. „Þaö er auövitaö
erfitt aö dæma, þegar maöur er ekki búinn
aö elska hann, en þú ert áreiöanlega fær um
aö gera þessu öllu góö skil.”
Skáldiö ljómar af sjálfumgleöi og ég
varpa öndinni léttar.
„Ég þarf endilega aö lesa fyrir þig brot af
verkinu”, segir hann. „Mér miöar aö vlsu
ekki nógu vel — þú veist hvernig þaö er, þaö
er ekki hægt aö semja eftir pöntun, sist inn-
blásiö verk, sem þetta veröur...”
Hann þagnar þegar dyrabjallan hringir.
„Andskotinn er þetta! Er aldrei friöur á
þessu heimili! Einmitt núna, þegar okkur
leiö svona vel saman ...” tuldrar hann á
leiöinni aö svara þessu kalli og skiptir svo
snarlega um tón, þegar hann er búinn aö
ljúka upp: „Höskuldur, gamli refur!
Komdu inn — hvernig liöur? Ég hef bara
ekki séö þig slöan I flugvélinni! Hvernig
gengur?”
Huröarskellur.
„Ég átti leiö hérna hjá og þú varst búinn
aö segja ...” segir rödd þarna frammi.
„Þó nú væri, þó nú væri,” segir Skáldið
hress I bragöi. „Þú ert svo sannarlega allt-
af velkominn. Gakktu i bæinn!”
Þeir koma inn, Skáldiö á undan og á hæla
honum dökkhæröur maöur i ljósum ryk-
frakka. Hann kemur mér kunnuglega fyrir
sjónir, en ég kem honum þó ekki fyrir mig.
Hver skyldi þetta vera? Af hverju er ég
svona andskoti ómannglögg? Ég brosi
minu bliöasta, þaö er alltaf vissast.
„Þetta er Höskuldur vinur minn,” til-
kynnir Skáldiö og hlammar sér aftur i sóf-
ann. Handleggurinn fer sem leiö liggur um
heröar mér. Höskuldur sest i stól. „Viö vor-
um saman á Freeport, ég og Höski,” segir
Skáldið ennfremur. „Þaö var viökvæmt
skeiö I ævi okkar beggja. Hann var kallaöur
Höski þar, þaö gerir röddin,” og hlær.
„Jæja, hvaö segiröu þá? Hvernig leikur lif-
iíl viö þig? Er allt i blóma?”
„Þaö er svona upp og ofan,” segir
Höskuldur, sem viröist ekki vita gjörla
hvert hann á helst aö beina augunum. Aö
lokum finnur hann sér blett á veggnum
skammt ofan viö þaö eyra mitt, sem veit aö
Skáldinu.
„Þetta gengur allt einhvernveginn.”
„Viö veröum aö skála fyrir endurfundun-
um,” segir Skáldiö kumpánlega og lyftir
glasi i kveöjuskyni. Hann tæmir þaö i botn,
ris svo á fætur og segir: „Hvaö má bjóöa
þér? Nóg til — þaö er aö segja ef þú ert
viskimaöur. Jú, ég á reyndar rauðvin, en
ætlaöi aö geyma þaö þangaö til i þynnk-
unni.”
Höskuldur lýsir þvl yfir aö hann kæri sig
ekki um neitt og horfir stjarfur á vegginn.
„Þú ætlar þó ekki aö segja mér aö þú sért
ennþá þurr?” spyr Skáldiö gáttaöur. „Ekki
eitt einasta litiö hliöarspor? Ekki eitt?
Láttu ekki svona maöur, ég trúi þér ekki!”
„Þú um þaö,” segir Höskuldur og litur
sem snöggvast á Skáldiö en beinir svo sjón-
um aftur aö uppáhaldsstaönum sinum.
„Þaö er samt satt. Ég er þurr. Ennþá. En
ég er andskoti tæpur. Þessvegna kom ég nú.
— þorstinn aö drepa mig og ég var einn og
vissi aö ég myndi falla, svo ég ákvaö að
fara i langa gönguferö. Datt svo I hug aö
lita inn til þin.”
„Þaö var lagiö,” segir Skáldiö. „Þaö list
mér á og þvi fremur þarftu hressingu. Maö-
ur veröur alltaf svo ansvitans þurr I hálsin-
um eftir gönguferöir. Ég næ i blöndu fyrir
þig. Nei, ekki orö,” ansar hann andmælum
Höskulds, „ég hlusta ekki á svona væl. Ég
,'blanda bara veikt. Eitt glas gerir engum
neitt.”
Skáldiö ætlar aö hiröa glasiö mitt meö sér
lika, en ég er ekki enn búin úr þvi. Hann
hvetur mig til dáöa og skundar fram. Viö
Höskuldur sitjum tvö eftir, bæöi vandræöa-
leg. Ég sýp á viskiinu minu, hann starir
einbeittur á blettinn ofan viö eyra mitt og er
trúlega aö brjóta heilann um uppbyggilegt
samræöuefni. Nema auövitaö hann sé aö
hugleiöa áfengisvandamáliö, almennt eöa
einstaklingsbundiö eftir atvikum.
„Nú skálum viö,” segir Skáldiö og kemur
askvaöandi meö tvær blöndur. Mér sýnist
heldur meira en vatn i glasinu sem hann
fær Höskuldi.
„Ég ætti ekki aö gera þetta,” segir sá og
gripur þéttingsfast um glasiö. Mér flýgur í
hug skripamynd af uppþornubum manni f
eyöimörk. „Auövitaö á ég aö segja nei.
Þetta er ekki þorandi — ég gæti falliö illa.”
„Engin hætta,” segir Skáldiö glaöbeittur.
„Sjáöu mig. Maöur ris aftur upp, Höski,
hertur i syndarinnar eli og staðráðinn i
nýjum átökum. Þetta treystir trúna, göfgar
mann — hvers viröi væri lifib llka, ef maöur
geröi alltaf þaö sem skyldan býöur, léti
aldrei neitt eftir sér sem væri gott? Þá er
eins gott aö ganga strax i sjóinn. Nei, vinur
sæll, vin, vif og söngur. Sem minnir mig á
ab ég ætti aö setja á mússik. Jæja, þaö má
biöa — skál bæöi!”
Viö skálum. Þaö má ekki á milli sjá hvor
drekkur dýpra, Skáldið eöa vinur hans. Þó
held ég aö Höskuidur hafi vinninginn.
„Ansi er þetta nú gott,” viðurkennir hann
og bætir á sig. Hann hressist greinilega viö
sopann þvi skyndilega þorir hann aö horfa
annaö en á vegginn. Eöa var hann kannski
svona hræddur viö aö sjá glösin okkar
Skáldsins áöan?
„Drekkiö nú einsog þiö getiö,” segir
Skáldiö og fer eftir eigin áskorun. „Ég var
aö fá starfslaun,” bætir hann viö til skýr-
ingar, „músaskitur, en nægir til aö senda
konuna og krakkana i sveit og fyrir smá-
glaöningi handa mér. Maöur staönar ef
maöur léttir sér ekki upp. Þessu verður
ekki betur variö.”
„Starfslaun?” spyr ég og þykir fréttir.
„Mikið?”
„Fjóra mánuöi,” segir Skáldiö drjúgur
meö sig. „Þeir eru farnir aö kannast viö
mig. Kannski tekst manni aö lifa af þessu
einhverntima.”
„Vinnuröu ekki eingöngu aö ritstörfum?”
spyr Höskuldur. „Þú hlýtur aö hafa sæmi-
legt uppúr þér, fyrst þú getur þaö.”
„Blessaöur vertu,” segir Skáldiö. „Þab
er ekkert sem maöur fær fyrir þetta. Þaö er
einsog Islendingar geti ekki skiliö listina.
Þeir kalla ekkert list, nema maöur sveiti
helst til bana berklaveikur á leku hana-
bjálkalofti. Listin á ekki aö lifa — hún er
ekki þjóöhagslega nauösyleg. Listamenn
þurfa ekki aö éta.”
Ég lýk úr glasinu minu og bib um ábót.
Get ekki hugsað mér aö hlusta á þennan
upþáhaldsfyrirlestur Skáidsins eina feröina
enn, hversu mikib sem kann aö vera til I
orðum hans. Ég gæti næstum fariö meb
rulluna orörétt.
Skáldiö er veitull og lipur gestgjafi, aö
minnsta kosti á þessu stigi drykkju. Hann
kemst aö þeirri niöurstöbu, aö best sé aö
sækja inn vinföng og vatn I könnu, svo allir
geti hjálpaö sér sjálfir. Hverfur enn fram
og skilur okkur Höskuld eftir ein.
Höskuldur hvolfir i sig þvi sem eftir er I
glasinu, brosir leiftrandi tannkremsbrosi
svo ég fær fyrir hjartaö og spyr:
„Skemmtiröu þér vel I leikhúsinu?”
Ég kem af fjöllum, hef ekki farið i leikhús
i háa herrans tiö og segi honum þaö.
„Nú, ég hélt aö þiö heföuö veriö I leikhús-
inu,” segir hann. „Ég sá þig I Kjallaran-
um.”
Það rennur upp fyrir mér ljós. Þaö er
þaöan, sem ég kannast viö hann. Þessi
kurteisi sem bauö mér upp. Ég glotti eyrn-
anna i milli af eintómum létti. Ég þarf þá
ekki ab óttast neyöarleg oröaskipti um
gleymd og grafin fyrri kynni okkar.
„Nei, viö vorum bara aö skemmta okk-
ur,” segi ég
„Ég sá Skáldið hvergi,” segir Höskuldur.
„Var hann heima aö passa?”
„Ha, nei — þaö held ég ekki. Nei, nei, þau
eru ekki i bænum. Hann er einn heima,”
segi ég ringluö.
„Nú, ert þú ekki kona hans?” spyr
Höskuldur hlessa. „Ég hélt... ” Hann þagn-
ar.
„Nei, viö erum bara vinir,” segi ég
hraömælt og óska þess aö hafa orðaö þetta
einhvernveginn betur. Nú heldur hann
sjálfsagt aö ég haldi viö Skáldiö. Hvaö get
ég sagt til aö leiðrétta þann misskilning?
„Ég er búin ab þekkja þau bæöi siöan viö
vorum i skóla,” segi ég heldur en ekki neitt.
„Jæja?” spyr Höskuldur meö uppgeröar-
áhuga. Neyöist ég nú til aö fara aö rif ja upp
menntaskólasögur og segja honum, máli
minu til stuðnings? Sem betur fer bjargar
Skáldiö mér úr klipunni, klyfjaöur drykkj-
arföngum sem hann býöur okkur aö ljúka
sem fyrst.
„Þvi fyrr, þvi betra,” segir hann.
„Drekki nú hver sem mest hann má, þvl á
morgun munum viö deyja.”
„Eöa aö minnsta kosti óska þess aö viö
séum dauð”, segir Höskuldur brosandi.
Skolli er þetta nú annars sætur strákur. Þaö
væri kannski ekki úr vegi aö spá svolitiö I
hann. Ég bæti i glasiö mitt. Nú helgum viö
okkur alvarlegri drykkju.