Tíminn - 11.10.1981, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.10.1981, Blaðsíða 12
12 bergmál ^JEHStUJÖ- Sunnudagur 11. október 1981 Takmarkað strið Það hefur nefninlega ekki svo ýkja mikið breyst. Nema það að sprengjurnar hafa minnkað og þótt þversagnakennt kunni að virðast eykur það striðshættu, að margra áliti. Með smávægileg vopn, sem ekki leiða beinustu leið til gjöreyðingar gætu stórveldi freistast til að nota þessi vopn sem hingað til hefur ekki mátt snerta af ótta við að allir fari i einu i miklum hvelli. „Takmark- að strið” — það er talað um það i alvöru. „Takmarkað strið” myndi til dæmis ganga út á að 0- vinurinn réðist inn i Vestur- Þýskaland og legði það undir sig með skriðdrekum á einni svip- stundu, Vinurinn i vestri myndi snúast til varnar en ekki leggja i að skjóta stóru sprengjunni á loft. Af ótta, sjálfselsku eða einhverju öðru. Það er gegn svona striði, nevtrónusprengjum, og öðru góð- gæti, sem friðarhreyfingarnar i Evrópueru nú að berjast. Vestur- Þjóðverjum er heldur ekki láandi þó þeir séu smeykir — hvernig sem allt veltist hvort sem striðið verður „takmarkað” eða „ótak- markað”, þá verða þeir milli tveggja elda, land þeirra vigvöll- urinn. (Hér má bæta nokkru við, en ég hef innan sviga vegna þess að það kemur málinu i rauninni ekki við. Sagnfræðingar og aðrir áhugamenn um styrjaldir eru nefninlega sammála um eitt: Ekki tjóir að draga lærdóma af siðasta striði um það næsta, og einnig hitt að strið þróast sjaldn- ast, ef nokkurn tima, eins og gert er ráð fyrir áður en þau skella á. Þvi vita menn i rauninni ekkert hvað þeir eru að tala um). Þvi veikari sem annar er... En mun svona „takmarkað strið” yfirleitt skella á ef við tök- um ekkimeð i reikninginn ófyrir- sjáanlegslys? Báðir aðilar eru nú beturundir það búnir, það er ekk- ert vafamál, en gegnir ekki sama máli um „takmarkað strið” og hið algera — að þvi betur sem að- ilar eru búnir undir það, þvi minni likur á að það verði nokkru sinni háð? Tekur ekki „jafnvægi óttans” jafnt til „takmarkaðs striðs” og „ótakmarkaðs”? Nú er „jafnvægióttans” ekkert gaman- mál en það hefur samt haldið i okkur lifinu. Væntanlega. Og með leyfi — en nú veit ég Allt i einu stendur kjarnorkuógnin okkur nær en hún hefur gert um langt skeið. Það er talað um það i fuliri alvöru að yfirvofandi sé kjarnorkustrið, ef ekki verði eitthvað alveg sérstakt gert i málinu, og við sjáum merki þess að ýmislegt sé gert. Annars vegar vill Bandarikjastjórn koma fyrir fleiri eld- flaugum i Evrópu og efla heri NATO, hins vegar hefur breski Verkamannaflokkurinn farið fram á einhliða afvopnun lands sins til að draga úr stríðs- hættu, öflug friðarhreyfing hefur risið upp i Vestur- Þýskalandi og raunar miklu viðar og næstum dag- lega simar ólafur Ragnar Grimsson frá útlöndum og segir ritstjóra Þjóðviljans frá nýjum viðgangi friðarsinna. „Dr. Strangelove eða: Hvernig ekki hvern ég er að spyrja — ég’lærði að láta af áhyggjum og hvernig i ósköpunum minnkar elska sprengjuna”. Þetta var einhliða afvopnun á Bretlandi lik- heitið á kvikmynd sem Stanley ur á styrjöld? Mér þótti „Dr. Kubrick gerði þegar Kúbudeilur og Köld strið voru öllum i fersku minni. Hafa menn nú allt i einu gleymt að elska sprengjuna?. Þar færi i verra þvi eins og allir vita hefur sprengjan tryggt okkur — okkur i Evrópu, vel að merkja —■ frið i áratugi. Eða það heíur alla vega verið viðtekin söguskoðun. Gildir hún ekki lengur? Hvað hef- ur breyst? Illugi Jökulsson. blaðamaður, skrifar Strangelove” góð mynd, kannske hef ég lært of vel og er blindur. En mér er lifsins ómögulegt að koma auga á hvernig þetta kemur heim og saman. Þvi veikari sem annar aðilinn er, þvi sterkari er hinn. Og þvi sterkari sem annar aðilinn er, þvi meiri freisting hlýtur það að vera fyrir hann að leggja vesalinginn undir sig. Eða hvað? Óvinurinn Nú veit ég vel að Mikjáll Fótur fór til Moskvu — og Denni með honum — og þeir komu til baka sannfærðir um að Óvinurinn vildi bæði frið og afvopnun. Ég ætla að leyfa mér að trúa þvi ekki. Vel má vera, i rauninni liggur það i augum uppi, að Óvinurinn vilji frið, en hvurslags friður yrði nú það? Og afvopnun? Varla Eða hvernig fórst ekki Óvinin- um þegar Ólafur Ragnar Grims- son og allir hinir strákarnir vildu lýsa þvi yfir að Norðurlönd skyldu að eilifu vera kjarnorku- vopnalaus svæði? Fyrst sagði Ó- vinurinn ekki neitt. Svo sagði Ó- vinurinn: Ágætt, allir viljum við frið. En að lokum var Óvinurinn næstum farinn að skipa Norður- löndum að lýsa yfir kjarnorku- stikkfrii, jafnframt þvi sem hann sagði: Þvi miður get ég ekki fækkað kjarnorkuvopnum á Kóla- skaga en það kemur þessu máli heldur ekki við. Og fyrir hverju eru friðarhreyf- ingar að berjast? Afnámi nev- trónusprengjunnar — þá eiga vist skriðdrekar greiðari leið um Vestur-Þýskalands. Burt með amrískar eldflaugar — þá stend- ur fátt I vegi, hefði maður haldið. Vinurinn Það er anriars undarlegt að friðarhreyfingar skuli spretta uppakkúratnúna.Lika undarlegt að heilvita menn skuli halda þvi fram að vigbúnaðarbálið hafi verið tendrað af einungis einum manni — honum þarna, gamla kúrekanum i vestri. Heimsvalda- stefna Bandarikjanna, og allt það. Gamli kúrekinn er að visu kúreki með öllum þeim voðalegu göllum sem fylgir þvi að treysta einvörðungu valdi vopnsins en „jafnvægi óttans” verður að haldast — jafnvel þótt allir séu skithræddir, þvi annars er meiri hætta en ella á við deyjum i strið- inu. Annars mun friðarhreyfingin i Vestur-Þýskalandi, að minnsta kosti hingað til, varla hafa haft önnur áhrif en að Baader-Meinhof samtökin þykjast nú aftur eiga sameiginlegan málstað með þorra fólks. Varla var það nú ætl- unin. Hér á lslandi hafa herstöðvar- andstæðingar — mennirnir með rauðu plastföturnar — reynt að nýta sér friðarstraumana frá Evrópu og kalla nýjustu göngurn- ar sinar ,,friðargöngur”og tengja við samsvarandi göngur úti i hin- um stóra heimi. Og margnefndur Grimsson stærir sig af þvi að málstaður Alþýðubandalagsins i islensku herstöðvarmáli njóti nú viðurkenningar og virðingar hjá útlenskum mönnum. Það er gott og blessað. Það mun bara ekki hafa nein áhrif. Elskum sprengjuna!!! Og friðarhreyfingin i Evrópu á heldur ekki eftir að hafa nein á- hrif — i það minnsta ekki i friðar- átt. Sennilega lognast hún út af eftir nokkurn gauragang og há- vaða út af sprengjum. Eins gott sprengjurnar valdi ekki þeim há- vaða sjálfar. Og Bretland mun heldur ekki afvopnast — eða vonandi ekki. Þvi Óvinurinn er nú einu sinni ó- vinur, ekki rétt? Og Vinurinn að minnsta kosti bandamaður. Verum öll sömul barasta raun- sæ, það þykir sjaldnast mikill ó- kostur. Herinn fer til dæmis aldrei — ekki i fyrirsjáanlegri framtið að minnsta kosti. Það þýðir auðvitað ekki að það megi ekki berjast gegn honum. Það kemur heldur ekkert strið — og ef ég hef rangt fyrir mér, þá það. Hættum öll að hafa áhyggjur en elskum sprengjuna. Þá fellur hún ekki. (Meira svartagallsruglið i mér. Hafa Staksteinar villst inn i Helg- ar-Timann?) —-ij.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.