Tíminn - 11.10.1981, Síða 25
Sunnudagur 11. október 1981
25
Karl Dietrich Brancher: The
German Dictatorship.
Penguin 1980.
■ Hér er vissulega engin
skemmtilesning, bæði liggur
það í eðli efnisins og því
hvernig á efninu er tekið.
„Þýska haröst jórnin” er geysi
viðamikil félagsfræöi-söguleg
úttekt á uppruna nasismans,
þeim jarðvegi sem gerði Hitl-
er og nótum hans kleift að
komast til valda. Uppbygg-
ingu hins nasiska fyrirkomu-
lags, hvernig nasistum tókst
aö rfkja svo lengi og andstöðu-
laust sem raunin varð. Síðan
dregur höfundurinn lærdóma
af harðstjórn nasista og gerir
samanburö við önnur ein-
ræðiskerfi tuttugustu aldar-
innar. M.a. er spurt hvort
nasisminn sér sér — þýskt
fyrirbæri ellegar afkvæmi
þjóðfélagsþróunar i Evrópu.
Brachner tekur mjög smá-
smyglislega á efninu, hann
fellur ekki fyrir einföldum Ut-
listunum eins og svo margir
sem hafa fjallað um þetta efni,
hann gengur Ut frá þvi aö
stjórnmálaþróun sé margþætt
ferli kveðjuverkana. Bókin er
því óhjákvæmilega stór i sniö-
um. Höfundurinn, - Karl
Dietrich Brachner, er
prófessor i stjórnmálavísind-
um og samtimasögu við há-
skólann i Bonn.
TIIE .
EXK'ITBKEKS
Norman Mailer: The
Executioner’s Song. Arrow
1980.
■ Hér er ein i lengra laginu,
eins og kannski var við aö bU-
ast Ur þessari átt. Er „Söng-
ur böðulsins” kom fyrst út
fyrir um tveimur árum vakti
hUn griðarlega athygli og var
talin eitt af stórvirkjum
Mailers. Þetta er sagan af
morðingjanum Gary Gilmore
frá 9da april 1976 þegar honum
er sleppt Ur fangelsi, hafandi
dvalið um 18 ár af sfnum 35 i
steininum. 9 mánuðum siðar
er Gary tekinn af lifi fyrir tvö-
falt morð að eigin kröfu, eins
og frægt varð. t leiðinni er
þetta sagan af fólkinu sem
haföi afskipti af Gary og fjöl-
miðlunum sem töku á rás eftir
honum. Einna handhægast er
likast til að flokka bókina sem
heimildaskáldsögu, Mailer
byggir á skjölum og viðtölum
við ættingja og kunninga
Garys, en fer dneitanlega
býsna skáldlega með. Löng —
um 1000 siöur meðlúsaletri, en
ótrúlega gripandi og full af
innri spennu, manni verður
stundum ekki um sel þegar
Gery gerist hvað uppstökkast-
ur. Meistarastykki i þessari
grein, sem oft er kennd viö
höfundinn, Mailer sjálfan.
f'NOMTHEAU'mOHOr nil'.OCADiOm: CUJO
STEPHENKING
FIRE-
gTAr—
Jorge Luis Borges: A
Universal History of Infamy.
Penguin 1981.
■Jorge Luis Borges — sjón-
dapur sjáandi i heimi hug-
mynda. Meistari smásögunn-
ar og sértæka leikfimiæfinga
andans. I formála að þessu
kveri sem fyrst kom út i nokk-
uö annarri mynd 1935 segir
hann að hér séu á feröinni stil-
æfingar ungs og feimins
manns, sem ekki lagði i að
skrifa sögur upp á eigin spýt-
ur, en afbakaði þvi og færöi i
stilinn það sem aörir höfðu
gert. Þetta eru sögukorn um
sanna og raunsanna fúl-
mennsku, sagðar i kunnuglega
samþjöppuðu smásagnaformi
Borgesar, þar sem allt hefur
sama vægi, jafnt smáir at-
burðir sem stórir. Auk þess
inniheldur þessi útgáfa fyrstu
smásögu Borgesar, „Maður-
inn á horninu, og yngri sögu-
brot af illmennsku, þar sem
Borgesnotar form sem honum
er ekki ókunnugt, að leggja
sögur sinar i' penna annarra
höfunda, raunverulegra og
Imyndaðra. Frásagnirnar i
þessu skemmtilega kveri visa
veginn til fullskapaðs sagna-
heims Borgesar, þar sem
vandi er að greina hugsunina
frá atuburðinum, imyndun frá
veruleika þar sem bókin og
oröið upphaf og endir alls.
Stephen King: Firestarter.
Signet 1981.
■Stephan King ku vera kóng-
ur hryllingsbókmennta siö-
ustu ára upp á siökastiö hefur
hann skrifað metsöluhrylling
á færibandi, hvern skelfilegri
en hinn fyrri — þar á meöal
„The Shining”, „Carrie” og
„Cujo”. Þessi grein hryllings-
bóka, þar sem ósköpin koma
innan úr mannssálinni, virðist
eiga sér firna mikinn hljdm-
grunn á viðburöasnauðri öld
tækni og efnishyggju. Nýjasta
bók Kings „Firestarter” kem-
ur engan veginn á óvart, eins
og endranær gerast lygilegir
atburðir i ofur venjulegu um-
hverfi: Foreldrar Charlie
McGee, 8 ára stelpukrakka,
hafa veriö viðfangsefni til-
rauna sem hafa að augnamiöi
að rækta meö þeim sálræna
krafta. Þegar dóttirin fæðist
kemur i ljós aö hún býr yfir
þessum krafti og gott betur.
Hvertsemhún ferfylgirhenni
dauði og tortiming. Foreldr-
arnir reyna að halda henni i
skefjum og hamla gegn þvi aö
stjórnvöld færi sér stúlkuna i
nyt i vafasömum tilgangi.
Fyrir þá sem kunna að meta
ógnvekjandi eidaleysu finnst
enginn betri en Stephan King.
■ Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bókabúð Máls og
menningar.
Shaky Stevens fer á kostum á plötunni Shaky. Rokkararnir You Drive Me Crazy og
Green Door njóta þrumuvinsælda og nu er Shaky aö bræöa hjörtu ut um allan
heim meö ballööunni It’s Raining. Shaky veit vel hvaö hann syngur og ef þú þarft
aö hrista upp i sálartötrinu. ættir þu aö fá þér plötuna Shaky.
Heildsóludreilmg
fttaÍAOf hf
Simar 85742 og 85055