Tíminn - 11.10.1981, Page 27

Tíminn - 11.10.1981, Page 27
r Sunnudagur 11. október 1981 27 undanrenna Alfreð Alfreðsson í undirheimum 1. hluti ■ Hér kynnum við i fyrsta sinn og ábyggilega ekki það siðasta söguhetju vora, litinn pervisinn mann — Alfreð Alfreðsson að nafni. Ýmislegt hefur á Alfreðs daga drifið um dagana en ætið hefur honum tekist að finna leið út úr ógöngunum með eðlisborinni slægð sinni. Er það ætlun okkar undanrennumanna að segja frá ævintýrum Alfreðs af og til i vetur, lesendum til varnaðar ellegar eftir- breytni. I dag segir frá hrakförum Alfreðs i fikniefna- bransanum, sem vissulega eru aðeins litili hluti af Oddyseifsferð Alfreðs til undirheima. Meira um hana sið- armeir. Það er kannski óþarfi að taka fram að allar sögu- hetjur I neðanskráðu eru ekki til, og einnig hafa atburðirn- ir sem hér er lýst aldrei orðið. Eitt sinn sem oftar var hann Alfreð okkar Alfreðsson handtekinnaf lögreglunniog fluttur til yfirheyrslu. I þetta skiptið hafði hann rekið stórfellda verslun með eiturlyf. Jæja, stórfellda og ekki stórfellda — hann hafði a.m.k. út- vegað ungmennum hass. Það kom fljótlega i ljós við yfirheyrslurnar að lögreglan hafði ýmislegt á hann Alfreð okkar, meira en nóg til að loka hann inni I fangelsi langan tima. Alfreð var, af skilj- anlegum orsökum, ekkert um það gefið aðlenda i fengelsi, og þegar honum var boðið að gerast „informer” lögregl- unnar, þá tók hann boðinu fegins hendi. Skyldi Alfreö sleppt ef hann segði frá öllum vinum sinum og kunningj- um sem hann vissi til að reyktu hass eða neyttu annarrra fikniefna. Alfreð þekkti vel til i hópi fikniefnaneytenda og var hreinasta gullnáma fyrir lögregluna. Kjaftaði á hon- um hver tuska við yfirheyrslurnar en siðan var honum sleppt. Það hafði fylgt skilmálum lögreglunnar að eftir að Al- freð var látinn laus skyldi hann halda áfram að sjá lög- reglunni fyrir upplýsingum. Alfreð vildi fyrir alla muni ekki lenda i fangelsi svo hann var tilbúinn til þess. Fljótlega eftir að Alfreð Alfreðsson var látinn laus tók lögreglan eftir þvi að hann hafði tekið upp aftur sina fyrri iðju, sem sé fikniefnasölu. Lét lögreglan það afskiptalaust enda lá beint við að þannig fengjust meiri og betri upplýs- ingar, ef Alfreð yrði i námunda við kjötkatlana. Þar kom að lögreglan hafði samband við Alfreð okkar. Þá brá svo við að Alfreð hafði enga dópista að tilkynna aðra en sina eigin viðskiptavini. Svo hann gerði það. Áður en mjög langt um leið fór viðskiptavinum Alfreðs að fækka mjög iskyggilega, af augljósum orsökum. Þeir voru flestir komnir inn á Litla-Hraun. Ekki fór hjá þvi að aðrir i bransanum tækju eftir þvi að viðskiptavinir Alfreðs Alfreðssonar væru vanalega komnir i steininn áður en dagur var liðinn frá þvi að þeir keyptu af honum fikniefni og það orð barst vitt og breitt að Alfreð væri varasamur i viðskiptum og sennilega I beinu sambandi viö lögregluna. Þegar svo var komið hafði Alfreð ekkert lengur að til- kynna lögreglunni. En lögreglumennirnir sættu sig ekki við það. Þeir sögðu við Alfreð: „Ekki nóg, Alfreð, ekki nóg!” Og Alfreð sá fangelsisrimlana fyrir sér og fór þegar af stað á stúfana. Hefði einhver talið það ómaksins vert að stunda atferlisfræðilegar rannsóknir á Alfreð Alfreðssyni um þetta leyti hefði hann óefað tekið eftir þvi að Alfreð hóf nú mjög kerfisbundnar heimsóknir til allra þeirra sem hann þekkti eða kannaðist við, þó ekki væri nema af af- spurn. Nú veröur ekki á móti þvi mælt að býsna margir þeirra sem Alfreð þekkti neyttu fikniefna i einhverjum mæli og sumir voru jafnvel svo framtakssamir aö hafa út- vegað sér kannabis-fræ til að rækta siðan i stofunni heima hjá sér. Herma áreiðanlegir heimildarmenn okkar að slikt sé ekki fátitt, og öruggt er að slikt var alls ekki óalgengt meðal vina Alfreðs Alfreðssonar. Svo Alfreð heimsótti vini sina. Hefði áðurnefndur atferl- isfræðingur getað fylgst með ferðum Alfreðs hefði sá tek- ið eftir þvi að Alfreð hafði jafnan heldur skamma viðdvöl þar sem hann rakst á ummerki um kannabis-notkun hús- ráðenda. Er jafnvel sagt aö Alfreð hafi beinlinis hlaupið út þar sem svo var ástatt og — i næsta sima. Voru fjöl- margir handteknir á næstu dögum og vikum. Alfreð þótti á sinum tima eiga óvenju marga vini og kunningja en svo var komið íyrir þeim er fram liðu.stund- ir að þeir einir voru utan fangelsismúranna sem aldrei höfðu verið orðaðir við hass. Fannst Alfreð nú verki sinu lokið og sagði lögreglunni það. Aftur sagði lögreglan: „Ekki nóg, Alfreð, ekki nóg! Mundu Litla-Hraun!” All'reð íylltist örvæntingu. Eins og i'yrr heíur verið frá greint þá var Alfreð Alfreös- son fikniefnasali, hann seldi vörur sinar þeim sem þær vildu og gátu keypt. Nú fóru skrýtnar sögur að ganga um Alfreð: að hann gengi um og gæfifólki kannabis eins og það gæti I sig láti, jafnvel heilu plönturnar, jafnvel marg- ar plöntur. Lika var sagt að óvenju há handtökuprósenta væri meðal þeirra sem tækju við kannabis af Alfreö. En alltaf sagði lögreglan: „Ekki nóg, Alfreð, ekki nóg.” Siðast er fréttist af Alíreð Aifreðssyni gekk hann um götur Reykjavikurborgar með örvæntingarglampa i aug- um og skimaði upp i alla glugga sem á vegi hans urðu. I hvert sinn sem íyrir Allreð bar græna plöntu sem liktist kannabis-jurtinni tók hann kipp og flýtti sér i næsta sima... framhald. MORÐIÐ A VITABAR ■ Ef þú h'tur á myndina sem fylgir þessari grein muntu sjá uppdrátt af Vitabar — ögn stil- iseraða. Lögreglumaður á eftir- litsgöngu eftir Barónsstignum, Elias Bjarkason, heyrði grunsamlegan hvell, rakti upp- runa hans þegar i stað til Vita- bars, og flýtti sér þangað. Er Elias opnaði dyrnar var aðkoman þessi, sem þú sérð á myndinni. Líkiö reyndist vera af Kidda Bogasyni, kunnum fjárglæfra- manni. Nikulás, eigandi Vita- bars, var of skelfdur — að þvi er virtist — til að verða Eli'asi að gagni við rannsókn málsins, en hann sagði þó að moröinginn hefði stuttsig við vegginn meðan hann skaut Kidda á stuttu færi. För eftir hanska hans sjást greinilega á veggnum. Elias var ekki lengi að koma upp um morðingjann. Ert þú jafn snjail eða snjöll? Svarið eftirfar- andi krossaspurningum og styðj- ist við myndina. Elias hefur þegar svarað fyrstu tveimur spurningunum til að gefa þeim sem óvanir eru rannsóknum morömála visbendingu um hvernig farið er að. 1. Hafði Nikulás verið að þrifa Vitabar? Já. Nei. — Vegna þess að gólfiö er blautt og skúriugafata og önnur hreinsi- tæki sjást greimlega. 2. Hversu margir viðskiptavinir höföu uýlega verið á Vitabar? Enginn. Einn. Tveir. Þrir. Fjórir. Fimm. — Vegna þess aö fjórir diskar eru á borðiuu, fjögur glös og fjög- ur pör af borðbúnaöi. 3. Heldur þú að Kiddi hafi verið fórnarlamb ránmorðs? Já. Nei. 4. Heldur þú aö B, C og B séu kun ningjar? Já. Nei. 5. Kom A inn á Vitabar á undan D? Já. Nei. 6. Hversu margir voru inni á Vitabar, aö minnsta kosti, er Kiddi kom þangað? Einn. Tveir. Þrfr. Fjórir. Fimm. Sex. 7. Gætu viöskiptavinir Vitabars hafa séð Kidda nálgast? Já. Nei. 8. Myndu fótsporin sjást ef þau hefðu ekki farið yfir blautan gólf- flötiim? Já. Nei. 9. Hver eru fótspor Nikulásar? X. Y. Z. 10. Gekk Nikulás út um cldhús- dyniar? Já. Nei. 11. Stimplaði Nikulás 55 króuur inn á kassann fjrir morðiö? Já. Nei. 12. H var var Nikulás þegar morö- ið var framiö? Nálægt fötuuni. Nálægt kassanum. Nálægt ddhúsinu. 13. Hver eru fótspor A? X. Y. Z. 14. Hljóp A gegnum eldhúsdyrn- ar? Já. Nei. 15. fóru B, C og D út I gegnum úti- dyr Vitabars? Já. Nei. 10. Eru fótsporin sem merkt eru X fótspor morðingjans ? Já. Nei. 17. Skaut morðinginn af byssu sinni með hægri hendi? Já. Nei. 18. Hver myrti Kidda Bogason? A. B. C. D. Nikulás. Svör leysast á bls. 13

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.