Tíminn - 11.10.1981, Side 31

Tíminn - 11.10.1981, Side 31
Sunnudagur 11. október 1981 31 — Af uppvexti, skoðunum og trú Egyptalands- forseta sem myrtur var í vikunni ir m in n kom heim. V ið b juggum i dálitlu húsi i Kubri al-Qubbah, rétt fyrir utan Kairó. Ég hélt áfram námi, nú i einkaskóla þar sem skólagjöldin voru lág, og það var ekki fyrr en ég fór með plögg min þangað að ég komst að raun um hvenær ég fæddist — 25. desember 1918. Nýi skólinn var i Zaytun, ekki langt frá heimili minu, og á hver jum degi gekk ég framhjá Al-Qubbah höllinni, einni af höllum Fuads konungs. Ég manað á vorin héngum við strák- arnir nálægt hallargarðinum, i vonum að geta nælt okkur i aprikósur, en við vorum hræddir vegna þess að það að snerta eign konungsins gat þýtt dauðarefs- ingu. Ekki grunaði mig að sem ég yxi upp myndi ég taka þátt i þvi að breyta gangi sögunnar — að einn daginn færi ég inn i höllina og tæki sæti þar sem FUad kon- ungur, og siðar FarUk konungur, höfðu 'áður setið. ( Næstu árin mótaðist persónu- leiki Sadats. Honum gekk vel i skólanum en þö var ýmislegt þar sem honum féll ekki. 1 skólanum voru bæði miðstéttardrengir eins og hann sjálfur en einnig synir háttsettra embættis- og aðals- manna. Sadat fannst hann vera jafnoki þeirra á allan hátt þó hann gengi verr til fara og hefði mun minni fjárráð og rikis- mannssynimir sýndu honum svo sem engan yfirgang. Hins vegar sveið honum mjög stéttarskipt- ingin meðal hinna fullorðnu og verst var að hinir riku voru i flestum eða öllum tilfellum auð- mjUkir þjónar kúgaranna, Breta. HaturSadats á Bretum minnkaði ekki þegar hann komst persónu- lega i kynni við þá, það óx og dafnaði, og hannsórað taka þátti að flæma þá úr landi. Hann dáði enn Mustafa Kamil en komst nú að þvi að hann hefði haft rangt fyrir sér er hann neitaði að beita valdi gegn Bretum og Sadat tók sér til fyrirmyndar Kemal Ata- turk, byltingarforingja Tyrkja. Ataturk hafði verið hermaður og Sadat ákvað að rétta leiðin til áhrifa væri i gegnum herinn, þvi skráði hann sig i herskóla eftir að hafa lokið forskóla. Það var erfitt fyrir réttan og sléttan alþýðuson að komast i herskólann en með þrautseigju hafðist það þó og i febrúar 1938 Utskrifaðist Sadat Ur herskólanum, þá nitján ára gam all. Ef ég drukkna missir Egyptaland Sadat Hann var þá þegar farinn að taka nokkurn þátt i sjálfstæðis- baráttu Egypta og fylgdi el- Nahas og Wafd-flokki hans að málum. Aftur á móti hafði hann lika gert sér grein fyrir að ekki væri nóg að losna við Breta, einn- ig þyrfti að hreinsa Ut hina spilltu yfirstétt sem kúgaði alþýðuna ekki siður en Bretar. Þetta voru erfið ár fyrir unga manninn, en hann var staðráðinn i að láta ekki deigan siga, og við hvert tækifæri fór hann heim til þorpsins sins til að missa ekki tengslin við heima- byggðina og landið. Þar gekk hann, „sonur efféndis”, i öll störf eins og hverannarog naut þess Ut iystu æsar. Sú saga er sögð að eitt sinn hafi Sadat fallið i áveitu- skurð i' þorpi sinu og verið að þvi kominn að drukkna. Siðasta hugsun hans áður en honum var kippt upp úr var: ,,Ef ég drukkna hefur Egyptaland misst Anwar el-Sadat. ” Orð sem lýsa miklu sjálfstrausti en jafnframt þjón- ustulund hans við föðurland sitt. Eftir að Sadat lauk námi i her- skólanum var hann liðsforingi annars flokks i hersveit sem stað- sett var i efri hluta Egyptalands. Hann var, sem áður sagði, viss um að aðeins valdbeiting . gætj. dugað til að koma Bretum Un landi og fyrir þvi rak hann skeleggan áróður meðal félaga sinna i herbUðunum. Hópur lágt settra liðsforingja hittist reglu- lega i hUsum eins þeirra og þar var skeggrætt um markmið og leiðir. Þó að æðstu foringjar egypska hersins væru i flestum tilfellum dyggir þjónar Breta gegndi öðru máli með liðsforingj- ana og undirforingjana og Sadat gerði sitt til að halda þeim við efnið. Hann flutti langar tölur um sögu Egyptalands, um kúgun Breta og þá menn sem hann vildi að andstæðingar nýlenduveldis- ins tækju sér til fyrirmyndar, Ataturk, Kamil og siðast en ekki sist Zahran. Meðal þeirra sem Sadat kynntist á þessu timabili var ungur liðsforingi, Gamal Abel Nasser, sá er siðar átti eftir að veita byl tingarstjórninni i Egyptalandi forstöðu. Nasser var alvarlegur ungur maður, sagði Sadat í endurminningum sinum, og^ kynni þeirra urðu enn sem komið var ekki náin, Nasser virt- ist hafa reist umhverfis sig varnarmúr og hleypti fáum ein- um innfyrir. Friðarumleitanir á eindæmi Það hlaut að koma að þvi að yfirvöldin kæmust á snoðir um áróður Sadats, og annarra ungra hermanna, fyrir vopnaðri upp- reisn. Sadat var þeirrarskoðunar að gri'pa bæri þegar i stað til vopna, sér i lagi eftir að seinni heimsstyrjöldin breiddist út til Afriku og slaknaði á taumum Breta i Egyptalandi, en aðrir, eias og Nasser, lögðu áherslu á nauðsyn langtimaáætlana. Með tið og ti'ma kom i ljós að Nasser hafði rétt fyrir sér, Sadat var handtekinn og varpað i' fangelsi i rúm tvö ár fyrir starfsemi sina en sú fangaviststælti hann einungis i trUnni. Þegar hann losnaði úr fangelsinu hélt hann ótrauöur áfram og að þvi kom að starf hans, og fjölda annarra, bar árangur. Bretar hurfu á brott, siöar gerðu Nasser og félagar hans byltingu og tóku völdin i sin- ar hendur. Sadat varð háttsettur i stjórn Nassers og gegndi ýmsum mikilvægum embættum, er Nasser lést árið 1970 tók hann við embætti forseta. Skipun Sadats i embætti forseta átti i fyrstu einungis að vera til bráðabirgða meðan aðrir kæmu sér saman um hver taka skyldi völdin eftir Nasser. En Sadat vissi að hann hafði verk að vinna og hann sýndi og sannaði að hann var enginn meðalmaður eða leik- soppur annarra heldur fæddur til leiðtoga yfir Egyptalandi. Aður en margir mánuðir voru liönir hafði hann treyst sig i sessi og æ siðan var hann i raun ein- valdur Egyptalands. Þar til nú, að hann var myrtur. Stjórn Sadats hefur alla tið ver- ið umdeild en sérstaklega eftir að hann tók frumkvæði i' friðarum- leitunum fyrir botni Miðjarðar- hafs og fór i sina frægu för til JerUsalem i nóvember 1977. Upp á sitt eindæmi tók hann sér fyrir hendurað leita friðar milli Araba og Israela og það var ekki vel séð i öðrum Arabalöndum sem her- skárri teljast. Vandamál Palestinu-Araba lét Sadat nokkuð sitja á hakanum en geröi alltaf ráö fyrir að það yrði leyst eftir að formlegir friðar- samningar yrðu undirritaðir við Israela, hann vissi vel að Palestinu-Arabar eru þunga- miðja vandans og ekki mætti gefa sjónarmið þeirra upp á bátinn. En i Arabarikjunum var hann kallaðursvikariog spurnir berast af fögnuði þar er fréttist af morð- inu. En Sadat gekk gott eitt til. Hann vildi frið. Vitnum i ávarp hanstil isrelska þingsins þann 20. nóvember 1977. Smíðum virki friðarins, ekki eldflaugar Herrar minir og frúr, friður felst ekki i þvi einu að framfylgt sé skrifuðum linum. Fremur er um að ræða endurritun sögunnar. Friðurerekki leikur sem viðleik- um til að verja duttlunga okkar eða hylja skort okkar. Friður er ieöli sinu barátta gegn hvers kon- arduttlungum, skortiog metnaði. Reynslan kennir okkur að eld- flaugar, herskip og kjarnorku- vopn munu aldrei koma á öryggi. Þvert á móti eyðileggja þessi tól það sem friður og öryggi byggja upp. 1 nafni þjóða okkar og i nafni menningarinnar verðum við að verja sérhvern mann gegn vopn- uðu valdi svo við getum komið á riki mannúðarinnar með öllum þeim dyggðum sem þvi fylgir. Leyfið mér að ávarpa Ur þess- um ræðustól þjóð ísraels. Ég skuldbind sjálfan mig með sönn- um og einlægum orðum til hvers karlmanns i landinu, konu og barns. Ég segi þeim, frá egypsku þjóðinni sem blessað hefur þessa för mina, að ég býð ykkur frið Egypta.sem f ylgja ekki blindu of- stæki og hýsa saman mUslima, kristna og gyðinga undir einu þaki vináttu, kærleika og um- burðarlyndis. Þetta er Egyptaland og þjóð þesshefur falið mér að bera þæssi heilögu skilaboð. Skilaboð um öryggi og frið til handa hverjum karli, konu og barni i Israel. Ég segi: Hjálpið leiðtogum ykkar i baráttunni fyrir friði. Leggið alla kraf ta ykkar i að smiða virki frið- arins i' stað þess að smiða eld- flaugar... Vilji fólksins er hluti af vilja guðs. Herrar minir og frUr, áður en ég kom til þessa lands bað ég guð almáttugan um leiösögn. Meðan ég bað bænir mínar i al- Aqsa moskunni bað ég guö almáttugan um styrk og vissu i þeirri trU aö heimsókn mín geti orðið til þess að ná þvimarki sem ég hlakka til, i nafni hamingju- samrar samtiðar og hamingju- samrar framtiðar... Friður sé með yður Ég hef kosið að koma til ykkar með opið hjarta og opinn huga. Ég hef kosið að sýna þetta frum- kvæði til aö vinna að friði. Ég hef kosið aö sýna ykkur raunveru- leikann á ykkar eigin heimili, raunveruleikann án þess að nokk- uð bUi undir. Heimsóknin er ekki til þess ætluð að vinna eina lotu i baráttunni heldur til þess að við getum, saman, unnið hættuleg- ustu lotuna i nútimasögunni — það er orrustuna fyrir varanleg- um friði byggðum á réttlæti. Það er ekki aöeins min barátta. Né heldur er það einungis barátta leiðtoga Israels. Það er barátta sem allir þegnar landa okkar taka þátt i, þegnar sem hafa rétt til að lifa i friði. Þaö er barátta sem fer fram i hjörtum milljóna manna. Þegarég lagöiframþetta tilboð spuröu mig margir hvað ég áliti að ynnist með heimsókninni og hverjar vonir minar væru. Og sem ég svara þeim spurningum segi ég ykkur að ég hef ekki hug- leitt það. Ég er kominn til að færa ykkur skilaboö. NU hef ég fært ykkur þessi skilaboð og megi guð vera mitt vitni. Ég endurtek meö Zakariasi: Kærleikur og réttlæti. Or hinum heilaga Koran vitna ég i' eftirfar- andi v ers: , ,Vér trúum á guð og á það sem hann hefur tjáð oss og það sem hann hefur tjáð Abraham, Ishmael, Isaac, Jakob og hinum þrettán kynþáttum gyð- inga. Og á þær bækur sem gefnar voru Moses og JesUsi og spámönnum frá drottni sem greindi ei á milli þeirra.” Svo við erum sammála. Salam Aleikum — friður sé með yður. —ij.tók saman ogsneri lauslega.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.