Tíminn - 15.11.1981, Side 9
Sunnudagur 15. ndvember 1981
9
menn stundi hjábUöarvinnu. Þó
eru til undantekningar. Hinn
mikli Philidor var tdnlistar-
maður, Anderssen var stærð-
fræðikennariog það erEuwe lika.
Tarrasch var starfandi læknir og
gamli jiígóslavneski stórmeistar-
inn Widmar er háskólakennari.
Lasker tók doktórspróf i stærð-
fræði og hefur alltaf stundað
heimspeki og gefið Ut ýmis rit á
þvi sviði. Einhvers staðar segist
hann vonast eftir þvi að heim-
spekiverk hans lifi lengur skák-
frægðinni.
En svona alvarleg hjábúðar-
störf eru sjaldgæf. Vaijulega
þurfa menn að einbeita sér að
skákinni (jafnvel þótt erfitt sé að
lifa af henni, einkum i ellinni), og
þeirsem hafa einu sinni lagt þetta
fyrir sig i alvöru missa fljótt
áhuga á öllu öðru og eru fastir i
eitt skipti fyrir öll.
Það var að vfsu einu sinni uppi
horaður, fátækur og mjög
gáfaður ungverskur stórmeistari,
Kdisch að nafni. Hann var svo
frábær aö i tiu skák einvigi við
hinn ódauölega prófessor Anders-
son tapaði hann aðeins með ein-
um vinningi og siöan vann hann
Parísarmótiö 1867, en þar varð
nýbakaður heimsmeistari
Steinitz annar. Þegarhann átti fri
var hann vanur að tefla skák við
Rothschild nokkurn i Vin, áhuga-
mann sem aftur veitti honum
kennslu i' kauphallarbraski. Haf-
andi slikan kennara komst
Kolisch langt á þvi sviöi. A stutt-
um tima breyttist hann i akfatan
milljónam æring og barón og
tefldi aldra framar á mótum. Þó
er hugsanlegt að hann hefði getað
unnið heimsmeistaratignina af
Steinitz, ef þessi vingjamlegi
Rothschild heföi ekki komið hon-
um af réttri braut. Þrátt fyrir allt
var fjármálabaróninn Klisch alla
ævi stuðningsmaöur hins göfuga
leiks og stjórnaði stundum mót-
um f Vin, þar sem gamlir (og enn
horaðir og óskreyttir) skákfélag-
ar þurftu aöhorfa upp á hann með
gullskreytta istru og gneistandi
fingurgull.
Undrabarnið
Paul Morphy
Enn skærari stjörnu en Kolisch
entist áhuginn á skákinni aðeins
stutta stund. Það var enginn ann-
ar en Paul Morphy, mesti skák-
snillingur sem uppi hefur verið.
En til þess varð sorglegur at-
burður. Hann var af auðugri ætt
kynblendinga i New Orleans,
tefldi aöeins sér til ánægju, hafði
fullan styrkleik meistara aðeins
þrettán ára gamall (rétt eins og i
tónlist og stærðfræöi koma slik
undrabörn stundum fram i skák-
inni, Capablanca og Reschewsky
eru önnur dæmi um slikt. Hann
stundaöi taflmennsku i aöeins tvö
ár, 1857-58 og vann þá á mótum
alla helstu skákmennina, Louis
Paulsen, Löwenthal, Boden,
Harrwitzog Anderssen, og tók þó
aldrei á öllu sinu. Hann vann
prófessor Adolf Anderssen frá
Breslau i Paris með sjö vinning-
um og tveimur töpum, en Anders-
sen var talinn helsti skákmaður
þeirra tima eftir sigur á
Lundúnamótinu 1851. En um leið
reyndu ákafir franskir gestgjafar
að gera dvölina honum eins
skemmtilega og unnt var í borg-
inni og þannig smitaðist hann af
sárasótt. Við þetta truflaðist
hann, sneri aftur til Ameríku, var
hylltur sem þjóöhetja, varð þung-
lyndur og mannfælinn, snerti
aldrei aftur skákmann og dó
sinnisveikur 1884.
Ef hann hefði haldið heilsu
hefði hann án efa getað unnið
Steinitz léttilega. Menn fóru að
lita á Steinitz sem heimsmeistara
eftir að hann haföi unnið
prófessor Anderssen (sem var
farinn að fullorðnast) með átta
vinningum gegn sex í London
1866. Morphy er Mozart skák-
taflsins. 1 skákum hans er skin-
andi innblástur og hrein fegurð
sem hvergi er hægt að finna ann-
ars staðar. Steinitz sem var
heimsmeistari þangað til að
Lasker vann hann 1894 er að öllu
leyti andstæða Morphys. Skákir
hans eru ólistrænar, hugsunin er
þyngslaleg, þar eru bæði stunur
og efnishyggja. Hann varð fyrir-
mynd annarra með þeirri kenn-
ingu að mestu skipti að fá betri
peðastöðu fýrir endataflið. Traust
kenning en leiðinleg. Það sem
hann átti sigra sina að þakka var
aö verulegu leyti ótrúlegt úthald
og þó var hann fæddur kryppling-
ur. Með vindlakassa gat hann
setið endalaust yfir flóknum
stöðum, þar til andstæðingar með
meira hugmyndaflug en veik-
byggðari skrokk eins og Zuker-
tort og Tschigorin uröu sljóir eða
gripu til örþrifaráða i ofboði og
innsigluðu þannig örlög sin.
Skák og
sinnisveiki
Steinitz var mikilmenni þó það
væri ekki beint hægt að hrifast af
honum. Hann náði Morphy, en á
heldur dapurlegan hátt, þvi hann
dó sinnisveikur, kannski af
gremju yfir þvi aö missa heims-
meistaratitilinn. Hann var58ára
og eignalaus þegar Lasker
sigraði hann. Þrátt fyrir aldurinn
gafst hann ekki upp og sextugur
skoraðihann á heimsmeistarann.
Þá fór enn verr fyrir honum og
hann dótruflaöurá geöinokkrum
árum siöar. Atvinnuskák virðist
vera starf þar sem taugakerf iö og
heilinn eiga það til aö láta undan.
Auk þeirra sem hér hafa veriö
nefndir hafa ýmsir tuflast á geði
— meöal mikilla meistara G. R.
Neumann og Pillsbury — og aðrir
i f remstu röð eins og Zukertort og
Rubinstein, hafa fengið óbætan-
legt taugaáfall þegar á ungum
aldri. Slikar geðtruflanir er
kannski helst hægt að finna hjá
ljóöskáldum, jafn miklar eða
meiri. Af þvi er þó kannski ekki
hægt að draga þá ályktun aö þessi
viðfangsefni séu öllum öðrum
erfiðari. Skáldin eiga a.m.k.
ómælda leti til þess aö jafna sig
með á milli þess að þeir slást við
rimorðin. Kannski er það svo að
það séu ekki þessi viðfangsefni
sem valda heldur það að sá sem
erefnii'góðan skákmann eða gott
skáld hafi i sér einhvert frækorn
brjálseminnar. Og ef eitthvert
jafnvægi raskast, getur orðið of
mikið af þvi góða. En hvað við-
vikur erfiði taflmennskunnar
gildir sú regla að maður veröur
aldrei þreyttur af þvi að vinna,
jafnvel þó þaö kosti óslitið erfiði i
marga klukkutima og án annarr-
ar hressingar en vonds lofts,
kaffigutls og ódýrustu tegundar
af sigarettum. En það er ótrúlega
þreytandi að tapa, jafnvel þó aö
sú athöfn taki aðeins stutta stund.
tþróttakappar komast venju-
lega á tindinn þetta 25 ára gamlir
eöa þar um bil og siðan hallar
undan fæti og þeir eldast. En sálin
virðist gerö úr styrkara efni en
skrokkurinn. Skákmenn ná oft
ekki fullum styrk fyrr en um þri-
tugt og geta oft haldið þeim styrk
mjög lengi. Anderssen var 48 ára
þegar Steinitz vann hann. Steinitz
var heimsmeistari þangað til
hann var 58 ára. Lasker var 52
ára þegar Capablanca vann hann
1921. En Capablanca missti titil-
inn 39 ára gamall i hendurnar á
Alékin 1927. Alékin var 43 ára
þegar Euwe vann hann 1935 og 45
ára vann hann aftur titilinn meö
glæsibrag. Þegar Capablanca er
vel upplagður er hann vanur að
vinna fyrstu verölaun á stórmót-
um þó hann sé kominn undir
fimmtugt. Að þessu leyti var þó
Lasker enn merkilegri þvi aö það
er ekki vitaö til þess aö annar
maöur hafi haldiö skákstyrk sin-
um jafn lengi og hann. Arið 1934,
þegar hann var 66 ára varð hann
mjög framarlega á stórmóti I
Moskvu, varð fyrir ofan Capa-
blanca sem hann vann. Og þaö
var ekki fyrr en i Nottingham 1936
að hann vann ekki til verðlauna á
stórmóti, þótt hann stæði sig ann-
ars meö sóma. Næst honum
komst kannski Englendingurinn
J.H. Blackburne, sem hóf feril
sinn tvitugur á Lundúnamótinu
1862 og lauk honum á stór-
meistaramótinu I Pétursborg
1914, þar sem hann stóð sig vel og
vann feguröarverðlaun i skák við
Niemzowitsch.
Skák og áfengi
Afrek Blackburnes þarna uröu
doktor Tarrasch tilefni til vanga-
veltna um áhrif vinanda á skák-
styrkleika. Hann benti á aö Guns-
berg, sem var mikill skákmaöur
og aldrei hafði bragöaö vin var
orðinn getulitill um sextugt. En
Blackburne var miklu betur á sig
kominn 72 ára þótt hann hefði
alltaf drukkiö viski ómælt. E.t.v.
hafði Tarrasch ekki numið lexíu
Blackburnes nægilega vel þvi
honum fór að hraka töluvert
snemma. En almennt er vinandi
ekki talinn fara vel við
skákiþróttina og það mætti nefna
mörg dæmi um þaö. Meöan Eng-
lendingurinn Mason var upp á sitt
besta óttuðust hann margir, en
smám saman kom i ljós að hann
var i raun aöeins háskalegur fyrir
hádegisverö. Hress og glaður yfir
yfirburðum sinum i dagsins skák
fékk hann sér svo stórkostlegan
hádegisverö að það var ekki erfitt
að eiga við hann siöar um daginn.
Hann einn náði betri stöðu gegn
Zukertort á mótinu i London 1883,
þegar Zukertort var á hátindi
frægðar sinnar og enginn stóöst
honum snúning, ekki einu sinni
Steinitz. En Mason varö of
glaður, hádegisveröurinn of
góður, og þegar Mason ætlaði aö
halda taflinu áfram i sæluvimu,
vann Zukertort þaö I fáum leikj-
um. Zukertort var hálfgerður
meinlætamaður og á þeim tima
lifði hann einkum á pillum og
vindlum.
Ég hef aðeins einu sinni séö
dæmi þess að alkóhól hafi haft
góðáhrif á skák. Það var Labour-
donnais sterkasti skákmaöur á
sinni tiö. Hann dó 1840. 1 gömlum
árgangi af „Illustrated London
News”, en i þvi timariti var ein-
hver besti skákþáttur I heimin-
um, las ég einu sinni bréf frá
enskum áhugamanni sem hafði
þekkt þennan mikla mann. Hann
eyddi lifi sinu á skákkaffihúsum i
Parls og London og vann alla sem
hann tefldi við. Eftir aðra flösk-
una af Chambertin rauövini gaf
hann alltaf peö og leik i forgjöf
eftir þriðju flöskuna stundum
riddara og þá skipti engu máli
hversu sterkur og allsgáður mót-
leikarinn var. Kaldurog ákveðinn
og með glæsilegum leikfléttum
innbyrti hann vinninginn. Það er
ekki svo auövelt að leika slikt
eftir, en Labourdonnais var af
gamalli aðalsætt og hafði kannski
að langfeögatali æfingu i slikri
drykkju. Þaö eru ekki margir
meistararnir sem hafa veriö jafn
frægir og Labourdonnais og það
löngu eftir sinn dag. Hann var
hinn siðasti af frönsku meisturun-
um. Það var i London árið 1867 að
ungur og alveg óþekktur meist-
ari, Bird að nafni, tefldi viö
Steinitz, sem þá var nýorðinn
heimsmeistari. Bird stóö sig stór-
vel, fékk fimm vinninga en
Steinitz sex, en lenti i illdeilum
við Steinitz svo aö hætta varð
keppni I miðri skák. Þá lýsti Bird
þvi yfir aö Steinitz væri ekki
merkilegur karl og visast mundi
Morphy gefa honum peö og leik i
forgjöf. Steinitz var ókvæða við
svo ærumeiöandi yfirlýsingu
þannig að þriöji maöurinn
blandaði sér i málið, aöeigin mati
á sérlega sáttfúsan hátt. Það var
hiö mikla skákátrúnaöargoð Eng-
lendinga Howard Staunton sem á
árunum frá 1840-50 var enn álitinn
styrkasti skákmaöur heimsins og
sem á þessum tima áleit sig enn
vera það, þótt hann vildi reyndar
ekki tefla við neinn. Hann lýsti
þvi nú yfir að hann tryði ekki á
fullyröingu Birds (Staunton gat
ekki hrósað Morphy, þvl hann
hafði aldrei þoraö að tefla við
hann), en aftur á móti efaðist
hann ekki um að Labourdonnais
hefði getað með góðum árangri
gefið Steinitz þá hina sömu f;or-
gjöf. Trúlega hefur Steinitz, al-
ræmdur rifrildisseggur og fýlu-
poki ekki eflst að sáttfýsi viö
þessa yfirlýsingu.
Þáttur Gyðinganna
1 skák þarf aö nota gáfur
(a.m.k. háþróaöa sérgáfu), elju,
þrjósku, sveigjanieika i mótbyr
og almennt þol, bæði andlegt og
likamlegt. Þaö er forvitnilegt aö
sjá hvernig Gyðingar hafa skarað
fram úr meðal atvinnumanna
siðustuöldina: Steinitz, Winawer,
Zukertort, Tarrasch, Lasker,
Rubinstein, Bernstein, Niemzo-
witsch og meðal hinna yngri,
Flohr, Fine og Reschewsky, og
kannski enn fleiri. Þaö er vist
ekki hægt aö segja aö Gyöingarn-
ir hópist I skákina vegna þess
gullþorsta sem sumir vilja halda
fram að einkenni þá. Þó að það sé
kannski hægt ab lifa á skákinni
heldur auðveldar nú en áöur
vegna þess hve skáklistin hefur
breiðst út hin siöari ár, er starf
skákmannsins þó eitt hinna
ótryggustu frá ábatasjónarmiöi.
Þar við bætist aö jafnvel frægir
skákmenn geta átt von á
breytingum til hins verra þegar
aldurinn færist yfir eða kraftana
þverr af einhverjum ástæðum.
Tarrasch oröaði það þannig: „I
skák dugar ekki aö vera frægur,
maður veröur lika að tefla vel”.
Bókmenntamenn geta t.d. lifaö
lengi á frægu nafni, löngu eftir aö
þeir eru hættir að skrifa nokkuö
sem máli skiptir. t skákinni
mælast stjörnuhröpin strax og
meö stæröfræðilegri nákvæmni
meb vinningsstigum og tapstig-
um og forn frægð hrekkur
skammt úr þvi. A sinu besta
skeiði var Rubinstein talinn
fremstur allra kappskákmanna,
skömmu síðar barst það út ab
hann byggi viö sára neyö. Og
veslings gamli Lasker, sem alltaf
hafði fariö vel meö fé og hafði
m.a.s. stundum látið sér detta i
hug aö draga sig I hlé eftir langan
og strangan feril þarf I ellinni að
basla viö að vinna sér inn smá-
upphæðir á mótum og I fjöltefl-
um.
Vei hinum sigruðu! Þetta er
gamalt spakmæli sem á jafnt við
um skákmeistara, nautabana og
hershöföingja. Og við þetta má
bæta hinu fornkveöna að þeir sem
guöirnir elska deyja ungir. Þó
mundi sennilega flestum skák-
mönnum finnast öll önnur við-
fangsefni óþolandi tilgangslaus
og leiðinleg i samanburöi við þær
gáfnaorrustur sem þeir eru vanir.
Og þeir mundu I lengstu lög reyna
að halda i þetta spennandi lif,
fremur en aö halla sér að
traustum borgaralegum siövenj-
um með eftirlaunum og öllu. Vist
er að með afrekum slnum veita
þeir mörgum hlédrægum aödá-
endum hins göfuga leiks hina
mestu nautn.
eh sneri og stytti