Tíminn - 15.11.1981, Qupperneq 11
Sunnudagur 15. nóvember 1981
bókamarkaði
t
Donald Atmater
0
l 'he Penguin Dictionary of
SAINTS
ftifinnr
Donald Attwater:
The Penguin Dictionary of
Saints
Penguin 1981
■ Hér er skondin bók: dýr-
lingatal. Hér eru þeir allir,
stórir sem smáir, allir þeir
sem unnu hinni einu trú svo
mikið gagn að þeir eru nú til-
beðnir sjálfir af kaþólikkum —
hér er Frans frá Assisi,
heilagur Gregórius, Jóhanna
af örk, hér eru lika óþekktir
dýrlingar nema fyrir hina trú-
uðustu eða sérfræðinga —-
Homobonus sem helgaði fá-
tækum lif sitt þrátt fyrir
gribbuganginn i konunni,
Apollinaris frá Ravenna sem
ekkert er vitað um, Kenelm
prins á Englandi sem virðist
hafa dáið i orrustu og enginn
veit af hverju var gerður að
dýrlingi... Hér er samankomið
hið furðulegasta galleri af
fólki. Ómetanlegt að kynnast
þvi, en hvi telst það vera dýr-
lingar en ekki til að mynda ...
ég?
NATHALIE
SARRAUTE
Nathalie Sarraute:
„Fools Say”
Calder 1979.
■ Þetta er sjöunda skáldsaga
höfundar, Maria Jolas þýðir á
ensku. Sarraute fæddist árið
1902 og gaf út sina fyrstu bók
árið 1939, eftir striðið var ljóst
að hún var i fremstu viglinu
franskra rithöfunda. Hún
hefur kannað atferli mannsins
með penna sinum og sifellt
fært sig nær kjarna hans —
„hinum innra manni”. Cr
þessari bók: Erum við nafli
alheimsins, hvert okkar um
sig, eða aðeins einn maur af
mörgum? Visast er texti
Sarrautes mörgum erfiður, en
segja mætti sér að það erfiði
borgaði sig. 1 bókaverslun
Máls og menningar fást, auk
„Foolls Say”,margar aðrar af
bókum þessarar merku skáld-
konu. Hún er litt eða ekki
þekkt hérlendis — tækifærið er
þó altént fyrir hendi.
GRAHAM
PKi’FMIÍ’
UluíilÍilNliÍi
XSAVS
Graham Greene:
Collected Essays
Penguin 1981
■ Hinn aldni heiðursmann og
húmanist —- Graham Greene
— hefur i þetta bindi safnað
geysilegum fjölda af ritgerð-
um, stuttum og löngum, og er
auðvitað ekki ónýtt að kynnast
viðhorfum þessa gamla „man
of letters” til manna og mál-
efna. Flestar ritgerðirnar eru
stuttar og skrifaðar i sam-
þjöppuðum, lýsandi stil — við-
fangsefnin eru til að mynda
aðrir rithöfundar: Henry
James, B'ielding, Dickens,
H.C.Andersen, Mauriac,
Walter de la Mare, B’ord
Madox B’ord, Somerset Maug-
ham, Beatrix Potter etc. etc.
Þá segir Greene frá ýmsum
karakterum sem á vegi hans
hafa orðið: Castro, Philby,
Simone Weil... Eða þá hann
segir frá atburðum úr lifi sinu,
uppvexti, frá rithöfundaferli.
Tilvalin bók að glugga i.
^ fi’ r • f • ■ i SL
I r~l r1,
r 1
<3
OLn'ÁAlY
IHfCOLD
WARTHRillLfí
OF t ilf. ULTIMATI;
IXJUBLECROtó
JAC K
WIi 'ÍCHEZI’Blí
Jack Winchester:
The Solitary Man
Sphere Books 1981
■ Hugo Harman — hvilikt
nafn! — er njósnari. En
hverra njósnari er hann?
Rússa, Bandarikjamanna, eöa
er hann i jafnri þjónustu
beggja? Ef satt skal segja er
Hugo Hartman stundum i vafa
sjálfur... Þar kemur að hann
hefur nógaf iðju sinni—kona
hans liggur fársjúk á geð-
veikrahæli, hann er farinn að
elska aðra konu og vill segja
upp starfi sinu. Það er hægara
sagt gert — hvorugt stórveldið
getur án hans verið. Þemað
er: Einn maður (með konu i
pokahorninu) gegn öllum
heiminum. Winchester heldur
hvorki betur né verr á spöð-
unum en venja er, það má
lesa þessa bók sér til ágætrar
skemmtunar en siðan er hún
fljót að gleymast ef að likum
lætur...
ERTU (RYKSUGUHUGLEIÐINGUM
Viðkomumheimtilþínmeð VD LXAryksugunaog lofumþéraðsannreynastór-
kostlega sogeiginleika hennar á teppinu þínu. (Þetta er þér að kostnaðarlausu á
stór-Reykjavíkursvæðinu og án skuldbindinga). Hringdu milli 9 og 10 í síma
16995 og pantaðu tíma.
Standist VOLTA ryksugan kröfur þínar, þá
getum við gengið frá kaupunum á staðnum
með eftirfarandi möguleikum
A. Góðum staðgreiðsluafslætti.
B. 500 kr. útborgun. Siðan 500 kr. á mánuði
að viðbættum vöxtum.
VOLTA ryksugan er búin eftirfarandi
kostum:
• 1. Sterk, létt og meðfærileg.
• 2. Stór sterk hjól.
• 3. Hlífðarlisti á hliðum er verndar húsgögn.
• 4. Geysilegum sogkrafti, sem má minnka
eftir þörfum.
• 5. Inndregin snúra, handhægir rykpokar.
• 6. Hægt er að fá teppabankara.
• 7. Ryksía, sem siar fráblástur frá ryksug-
unni, sérstaklega gott fyrir ofnæmisfólk.
• 8. Sterkir fylgihlutir.
Árs ábyrgð.
Örugg þjónusta.
Verð U 225
2.356,-
U 235 2.623,-
EINAR FARESTVEIT &
Bergstaðastræti 10 A
Sími 16995
CO.
HF
VOLTA U 235 er elektrónisk.
Sendum í póstkröfu án tilkostnaðar.
En ef þú vilt heldur skoða VOLTA
ryksuguna i verslun okkar ertu
ávallt velkominn.
NYLAGNIR
VIJGEROIR
VIOHAID
VERSLUN
GLERÁRGATA 26-AKUREYRI • BOX 873-SÍMI259 51
0 VDLXA
sænsk úrvalsvara
Rodkál
ognœnn