Tíminn - 15.11.1981, Qupperneq 14

Tíminn - 15.11.1981, Qupperneq 14
Sunnudagur 15. nóvember 1981 ■ Tignarnöfn hans voru ekki smá — Sonur Himinsins, Hann- sem-er-ofar, Hinn krýndi, Drott- inn ti'u þúsund áranna, Drottinn hinna óteljandi ára, Sá-sem snýr- i-suöur, Hinn mikli keisari, Sið- asti keisari Cathay Miðri'kisins, Kina. t raun og sannleika var hann leikbrúða rúin öllum völdum og laukævi sinni imaó-fötum: félagi P’u-Yi. ■ Félagi P’u-Yi stoppar i sokkana sina Keisarinn P’u-Yi á veldisstóli HARMSAGA SIDASTA KEISARANS í KÍNA — P’u-Yi var leiksoppur ættingja sinna, Japana og kommúnista. Hann gat aldrei um fijálst höfuð strokið þó hann bæri keisaranafn ■ Chang Kai-shek sem hér er meö Maó bauö P’u-Yi vernd sina en hann vildi ekki þiggja. Árið 1908 ríkti Tzu Hsi yfir Kina.ekkja fyrrum keisara. Hún var af Manchu-ættinni, orðin öldruð og bjóst við dauða sinum á hverri stundu. Hún öttaðist að við dauða hennar myndi frændi henn- ar sem i útlegð var, Kuang Hsu, snúa aftur og gera tilkall til Drekahásætisins og i þvi skyni út- nefndi hún tveggja ára gamlan frænda sinn, Aisin-Gioro P’u-Yi keisara yfir rikinu viðlenda. Lif litla drengsins eftir það var ekki beinlinis unaðslegt. Hann var skilinn frá móður sinni og öllum ættingjum, önnur böm fékk hann hvorki að sjá né hitta önnur böm. Föður sinn fékk hann aðeins að hitta á tveggja mánaða fresti en sá var Ch’un prins og réði rikjum i landinu i' umboði sonar sins. En þó piltkorn þetta nyti ekki umhyggju ættingja sinna var vel fyrir honum séð, ef vel er rétta orðið. Hann hafði i einkaþjónustu sinni eitt hundrað lækna, tvö hundruð matreiðslumenn og eitt þúsund geldinga sem hann mátti fara með að vild sinni. Suma þeirra húðstrýkti hann sér til gamans. Máltiðir hans voru riku- lega saman settar, jafnan tuttugu og fimm réttiri hvert mál — hann gekk aldrei i söm u fötunum tvisv- ar og var sannfærður um að eng- inn mætti ganga í gulu nema hannn sjálfur. Sex ára sagði hann af sér Þegar keisarinn var orðinn sex ára sagði hann af sér. Þá var lýð- veldishreyfing sterk I Kina en fyrir lýðveldissinnum fór Sun Yat-sen, fyrrum ráðgjafi fyrir- rennara P’u-Yis og frænda, Kuang Hsu. Styrkur Sun Yat-sens óx sifellt og er Yuan Shih-k’ai, einn fremsti hershöfðingi keis- arasinna, gekk til liðs við hann hrundi keisaradæmi Manchuætt- arinnar. Ættinni var þó þyrmt þar sem lýðveldissinnar vildu ekki einangra stuðningsmenn hennar og einnig af þvi að Yuan Shih-k’ai vargerðurfyrstiforsetihins nýja lýðveldis, en hann mátti ekki heyra blóðbað nefnt. Segir sagan að hann hafihaft mestan hug á að endurreisa keisaradæmið en með sjálfan sig i hásætinu og hafi þvi ekki viljað styggja keisarasinna. P’u-Yi og fjáskylda hans lifðu sældarlífi, það var gefin út sér- stök reglugerð þar sem kveðið var á um að hann gæti haldið titli sinum, heimili sinu i Forboðnu borginni, lifverði sinum og rausn- arlegum lifeyri á hverju ári. t fimm ár, frá 1912 til 1917 undi P’u-Yi glaður við sitt i höllinni I Forboönu borginni og reyndi ekki einu sinni að fylgjast með atburð- um i landinu. Miklar sviptingar voru i landinu og upp úr sauð árið l915.Heyndi Yuan að treysta sig i sessi með þvi að bindast sam- tökum við Japani, erkióvini Kin- verja, en þá var lýðveldissinnum nóg boðið og þeir gerðu uppreisn. 1 langan tima logaði allt i bardög- um og óeirðum i landinu á nýjan leik og skyndilega var P’u-Yi kominn i sviðsljósið aftur. Kin- verskur stríðsherra sem Chang Hsun hét freistaði þess að koma á reglu með þvi að endurvekja keisaradæmið, hann gerðist aðal- ráðgjafi drengsins en þegar til kom gátu hinir Manchu-isku ráð- gjafar og ættingjar P’u-Yis ekki fallist á að hleypa vanalegum Kinverja inn i' sinar raðir og hin nýja stjóm keisarans varð ál'dréi sterk. Afskornir svínshalar A meðan á þessu stóð höfðu lýð- veldissinnar fvlkt liði um eftir- mann Yuans forseta, en sá hét Li Yuan-hung. Með aöstoð einu flug- vélarinnar sem tilvar iKinaveldi réðust lýðveldissinnar á Peking og sigruðu herafla Chang Hasuns léttilega. 1 minningum sinum sem P ’u-Yi ritaði siðarmeir, lýsir hann þvi fiálglega er flugvélin gerði loftar- asir á skóla hans og á Höllina til ræktunar hamingjunni. Einnig lýsir hann afskomum svinshölum sem lágu hvarvetna á strætum borgarinnar en svinshalar tákn- uðu tryggð við Manchu-ættina og þeim höfðu hermenn Chang Hsuns kastað frá sér á flóttanum. Það var svo þann 12. júli árið 1917, aðeins hálfum mánuði eftir að hann hafði aftur komist til valda, sem P’u-Yi sagði af sér öðru sinni. Enn var lifi hans þyrmt það eð lýðveldissinnar töldu sig enn þurfa á stuðningi Manchu-ættarinnar að halda, enda var landinu nú ógnað frá Japan og samstöðu þörf innan lands. P’u-Yi tók nú aftur að sér það hlutverk sem hann var sem fædd- ur til, hlutverk þykjustu-keisar- ans. Á táningsaldri naut hann kennslu bresks kennara sem hét Reginald Johnston en hann lagði sig fram um að aðlaga hug hins unga keisara að vestrænum sið- um og þótti mörgum ótrúlega hversu vel honum varð ágengt. Johnston þessum tókst meðal annars að fá drenginn til aö minnka við sig hirðsiðina. Geld- ingahjörð var send út úr Borginni forboðnu og skyndilega var því lýst yfir að P’u-Yi hefði tekið sér nafnið Henry. Mun það vera kom- ið frá Hinriki kóngi áttunda en þann þjóðhöfðingja dáði Reginald Johnston. P’u-Yi leiðist og fær sér konu Brátt komað þviað P’u-Yi varð leiðurá lifinu. Eftir þessutók fað- ir hans, Ch’un prins, og féll afar illa. Hann gerði þvi ráðstafanirtil að drengurinn gætitekið sérkonu og lifað tiltölulega eðlilegu lífi. Nú voru ekki lengur i gildi lög sem sögðu að keisarinn i Kina gæti krafist þess að allar fegurstu kon- ur landsinsyrðu fluttar honum til skoðunar, svo piltur varð að láta sér nægja að skoöa kvenkostinn af ljósmyndum. Að lokum valdi hann eina mynd sem var af konu nokkurri sem Wen Hsiu hét. Hélt nú keisarinn að allt væri klappað og klárt en þvi fór fjarri er til kom. Hirðsiöir Manchu-ættarinn- ar voru enn ifullu gildi, þrátt fyr- irallt,og hirðkeisaranskomst að þeirri niðurstöðu að þessari konu gæti hann alls ekki gifst. Tók hirðin sér þá fyrir hendur að velja sjálf eiginkonu handa keisaran- um og valdi Wen Jung nokkra, en hún hefur einnig verið kölluð Elizabeth Yuang. Var hún dóttir ákaflega auðugrar og valdamik- illar fjölskyldu. En vegna þess að keisarinn hafði þegar litið Wen Hsiu hýru auga var augljóst að enginn ann- armaðurgæti verið hennar verð- uguroghún var þvf gerðhirðmær við hirð hans. Það er almælt i Kina að brúð- kaupsnótt þeirra P’u-Yi og Wen Jung hafi ekki blessast. Raunar - segir orðsporið að báðum hafi leiðst jafn mikið. Sá maður sem gerst þekkir til, Arnold nokkur J. Brackman, er ritaði ævisögu keisarans siðarmeir, gefur sterk- lega i skyn að hið undarlega upp- eldidrengsins hafi haftsin áhrif á hvatir hans,nefninlega allir geld- ingarnir sem sifellt umkringdu hann. Þá hafi hið pólitfska getu- leysihans einnig færtsig smátt og smátt yfir á kynferðislega svið. Enáþvíhöfum viðekki áhuga og heyrir þetta kjaftadálkum til. Japanir leppa keisarann Enþarfyrir utan fórstManchu- ættinni ekki vel á þessum árum. Arið 1924 hófst enn einu sinni borgarastrið i Kfnaveldi og að þessu sinni öttu kappi keisara- sinnar og lýðveldissinnar. Að lyktum náði hershöfðingi lýðveld- issinna yfirhöndinni og rak hann P’u-Yi og fjölskyldu hans út úr hinni forboðnu borg. Fyrirutan borgarmúrana voru menn sem töku P’u-Yi fegins hendi. Það voru Japanirsem voru nú enn einu sinni komnir á skrið. Þeir tóku keisarafjölskylduna undir sinn verndarvæng þar til þeir lögðu undir sig Manchuriu árið 1931. Þar komu þeir á fót leppriki sinu en til þess að reyna að öðlast vináttu Kinverjá, eða að minnsta kosti keisarasinna i Kina, hrófluðu þeir upp hásæti i lepprikinu, sem þeir nefndu Manchukuo, og settu P’u-Yi ofan

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.