Tíminn - 27.11.1981, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.11.1981, Blaðsíða 4
% 4 O* 4/j •) A ♦, vi» J 'ð'C..» i i Urí•. . .» \\ i ; » L i- j 7 Fostudagur 27. nóvember 1981 fréttir fólki sagt upp ■ Þeir voru ófáir á ritstjórnum Visis og Dagblaösins sem fengu reisupassann sinn i gærmorgun, þegar þeir mættu til vinnu sinnar og var i fyrsta lagi tilkynnt að þeir væru mættir til starfa hjá nýju dagblaði og i öðru lagi kallaöir f yrir ritstjóra og sagt upp störfum. Timinn hafði samband við nokkra þessara manna i gær, til þess að heyra i þeim hljóðið og hvað þeir segðu um þessar upp- sagnir. Sigurjón Valdimarsson, fyrrum blaðamaður á Visi „Maður verður bara að taka þessu. Vissulega kom þetta mér á óvart, þvi þetta gerðistsvo snöggt og óundirbúið. Annars er bara ósköp litið um þetta að segja, annað en að ég veit það að starfs- aldurslisti var ekki látinn ráða við uppsagnirnar á okkur hjá Visi. Ég hef sennilega hvað lengstan starfsaldur á Visi af óbreyttum blaöamönnum, að Axel Ammen- drup einum undanteknum. Kristin borsteinsdóttir, blaða- maður sem lika var látin fara, hefur svipaðan starfsaldur og ég. Margir blaðamerm fengu reisupassann í gær: , ,Starfsaldurslisti ekki látinn ráða” Annars getur maður ekkert sagt, þvi vinnuveitendur eru i sinum fyllsta rétti, þegar þeir segja upp með þriggja mánaða fyrirvara”. Þröstur Haraldsson, blaðamaður, fyrrum út- litsteiknari á Visi ,,Ég sit nú hérna ennþá og er að reyna að átta mig á þessu. Þetta kom svo flatt upp á mig. Annars er þetta vel skiljanlegt með mig, þvi ég er ekki búinn að vera hjá Visi nema i rúmlega hálft ár. Þetta kom mér samt sem áður mjög á óvart, þvi ég var að vinna við blaðið i fyrradag eins og ekk- ert hefði i skorist og svo kom ég upp úr kl. 8 i morgun og þá var fundur, þar sem Hörður Einars- son var að tilkynna þetta. Svo var mér sagt aö biða og svona hálf- tima seinna var ég kallaður inn til Ellerts og hann sagði mér að sér væri það nú óljúft, en honum hefði verið falið það að segja mér upp, þar sem ekki væri leyfi nema fyrir 16 manns af hvorri rit- stjórn”. Þröstur var að þvi spurður hvaö honum þætti um svona vinnubrögð og svaraði hann þá: „Ja, hverju á maður svo sem að búast við þegar að svona menn eins og Hörður Einarsson og Sveinn Eyjólfsson leggja saman”. ■ Þessar vigstöövar tilheyrðu áður ritstjórn Dagblaðsins en heyra nú að sjálfsögðu undir nýja blaðið. Hér eru þau Dóra Stefánsdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir og Atli Steinarsson. Timamyndir —Róbert Viðir Sigurðsson, fyrr- um iþróttafréttaritari Dagblaðsins „Maður er nú hálfruglaður enn- þá. Þetta kom mér alveg geysi- lega á óvart. Það var ekkert sam- band haft við mig í morgun og ég heyrði fyrst af sameiningunni i hádegisútvarpinu. Ég var að visu beðinn afsökunar þegar ég kom upp á blað að ekki var haft sam- band við mig, en þetta kom gifur- lega flatt upp á mig”. Þráinn Lárusson, fyrr- um ljósmyndari Visis „Þetta kom mér óneitanlega mjög mikið á óvart. Ég mætti bara i vinnuna i morgun og ekki einu sinni það, þvi þegar ég kom upp á Visi i morgun, þá sá ég fólk- ið bara standa upp á endann, án þess að segja orð og ég fór að spekúlera i þvi hvað væri að ger- ast og þá var mér sagt af samein- ingunni og ég vildi til að byrja með ekki trúa þessu. Svo var nú hægt að telja mér trú um þetta og þá reiknaði ég náttúrlega með þvi að fá reisupassann þvi ég er búinn að vera svo stutt i samanburði við Gunnar Andrésson og Friðþjóf Helgason. Maður verður náttúr- lega að reyna að taka þessu, en auðvitað er þetta svekkjandi. Maður liti þetta kannski öðrum augum ef maður hefði haft ein- hvern pata af þvi sem var að ger- ast”. AB Ellert Schram, ritstjóri: „Skrifa áf ram í samræmi við mínar skoðanir” ■ „Skiptir það einhverju máli, hvenær ég fékk að vita af samein- ingu blaöanna? Ég held að það skipti engu máli hvenær ég fékk upplýsingar um þessa samein- ingu en mér var kunnugt um þessar þreifingar áður”, sagði Ellert B. Schram, annar ritstjóri Dagblaðsins og Visis i viötali við Timann, þegar blaðamaður spurði hann hvenær honum var tilkynnt um þessa sameiningar- ákvörðun. — Nú sagði Jónas Kristjánsson i hádegisfréttum útvarpsins aö þetta nýja blaö yrði frjálst og óháð. Er hann þar með að segja að hann ætli sér að stjórna leiöaraskrifum blaösins? „Jónas er bara að túlka okkar sameiginlegu stefnu. Ég mun skrifa leiöara áfram i samræmi við mina sannfæringu og skoðan- ir”. — Hvaðheitir nýja hlutafélagið sem stendur að þessu nýja blaði? „Hlutafélagið sem stofnað var heitir Frjáls fjölmiðlun og aöilar að þessu nýja fyrirtæki eru fyrri eigendur Dagblaðsins annars vegar og eigendur að Visi hins vegar og fullt jafnræði verður þar á milli. Stjórnarformaður Frjálsrar fjölmiðlunar er Sveinn R. Eyjólfsson”. — Hvað verður svo með rikis- styrkinn margumtalaða? „Það hafa engar ákvarðanir verið teknar með hann. Við höf- um verið uppteknir af þvi að koma þessu blaði út og höfum ekki fjallað um slik mál enn”. — Nú var þvi haldið fram i há- degisfréttunum að það væri farið eftir starfsaldurslista þegar fólki var sagt upp nú i morgun. Ég hef heimildir fyrir þvi að slikt hefur ekki verið algilt. Hvað vilt þú segja um það? „Þegar tvö blöð eru sameinuð, þá er óhjákvæmilegt að einhver niðurskurður verði á starfsfólki. Það er m.a. tilgangurinn með þvi að reka þetta nýja blað að auka sparnað og nýta betur þá aðstöðu og það starfsfólk sem fyrir er. Það hefur verið mjög erfið ákvörðun að segja upp mörgu mætu starfsfólki. Það eru ýmis sjónarmið sem hafa þarf i huga þegarfariðerútiuppsagnir, m.a. starfsaldur, en þaö kemur lika fleira til”. — Eins og hvað? „Ja, þegar það er metið hvaða fólk á að vera i vinnu og hvað ekki, þá kemur ýmislegt til greina eins og allir vita. Það þarf ekkert að tiunda það frekar”. — Ellert, ert þú ánægður með sameininguna? „Ég er mjög ánægður með sameininguna og hugsa gott til glóðarinnar um leið og ég horfi björtum augum fram til þessa nýja verkefnis. Það eru miklir möguleikar sem felast i þessari sameiningu á blöðunum”. —AB Indriði G. Þorsteinsson: ,,Gott eitt um sam- eininguna ad segja” ■ „Ég hef allt ágætt um þessa sameiningu að segja”, sagði Ind- riði G. Þorsteinsson stjörnarfor- maður Reykjaprents i viötali við Timann i gær, en Indriði er nú einn stjómarmanna f Frjálsri fjölmiðlun h.f. „Þetta er gífurlega mikiö afl, sem þarna fæst, viö þessa sam- einingu og ég hef ekkert nema gotteittum það að segja að eftir- miðdagurinn skuli vera nokkuð öruggur i höndunum á einu blaði”, sagði Indriði og var i framhaldi af þeim oröum sinum spurður um það hvað yrði þá með frjálsu samkeppnina. „Frjáls samkeppni hefur nú staðið i 6 ár, og þaö sýnir sig að það er lát á hvorugum aöilanum. Þeir standa sig báðir og það er leiginlega búið að sanna það að samkeppnin geti dugað þarna og út af fyrir sig þá sé ég ekkert þvi til fyrirstööu að menn slái sér saman í framhaldi af þvi”. Indriði var að þvi spuröur hvað yrði nú um Reykjaprent og sagöi hann. „Fyrirtækið á eignir sem þaö heldur áfram að reka og ann- ast um. Auk þess leggur Reykja- prent til f jármuni i þaö hlutafélag sem á nýja blaðið”. —AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.