Tíminn - 27.11.1981, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.11.1981, Blaðsíða 7
MCl »‘j*tfms7ön .TS! lugfibutec Föstudagur 27. nóvember 1981 B Reagan og Haig Sáttfúsari tónn Reagans en áður Ræða um utanríkismál vekur athygli ■ REAGAN forseti flutti á miö- vikudaginn i siðastliðinni viku fyrstu meiriháttarræðuna um ut- anrikismál, siðan hann kom i Hvita húsið. Þessi ræða forsetans hefur vakið mikla og verðskuld- aða athygli. Ræðan fjallaði um viðræður risaveldanna um takmörkun meðaldrægraeldflauga i Evrópu, en þær munu hefjast i Genf á mánudaginn kemur. t þessari ræðu sinni gerði Rea- gan Sovétrikjunum þaö tilboð, að þau eyðilegðu um 600 eldflaugar sinar, sem eru einkenndar meö nöfnunum S-20, SS-5 og SS-4, en i staöinnhætti Nato við áætlun sina um að koma upp 574 eldflaugum, sem bera nafn Pershing 1 og Per- shing 2 og Cruise. Ekki verður sagt, að þetta til- boð i ræðu Reagans hafi vakið mesta athygli, þvi að Rússar voru búnir að hafna slikum hugmynd- um fyrirfram, en það hafði Brés- njef gert i viðtali við vesturþýzka vikuritið Der Spiegel 2. nóvem- ber. Það var þvi áhættulaust fyrir Reagan að gera þetta tilboð. Það, sem fyrst og fremst vakti athygli i sambandi við ræðu for- setans, var nýr tónn. Hinn her- skái tónn,sem hafði til þessa ein- kennt ræður hans, var að mestu horfinn. Hann lét flest ágrein- ingsmál risaveldanna liggja á milli hluta, eins og Afganistan og og E1 Salvador, en ræddi um kjarnorkuvopnin fyrst og fremst og þá miklu nauðsyn að hefjast handa um takmörkun þeirra. Það var miklu meiri sáttfýsistónn i ræðu forsetans en i fyrri ræðum hans. Þetta glæðir þær vonir, að Bandarikjamenn eigi eftir að ganga lengra til móts við Rússa en Reagan gerði með áður- greindri tillögu sinni. Við þvi er ekki heldur að búast, að Reagan beri strax fram i upphafi þá til- lögu, sem stjórn hans getur end- anlega sætt sig við. Sá er ekki vaninn i samningum. t RÆÐU sinni hélt Reagan þvi fram, að Rússar hefðu svo miklu fleiri meöaldrægar eldflaugar, sem skotið er af jörðu, að styrk- leikahlutföllin á þessu sviði kjarnavopnabúnaðarins væri einn á móti sex Rússum i vil. Rússar hafa ekki beinlinis mót- mælt þessu, hvað snertir eld- flaugar, sem skjóta má af jörðu, en hins vegar haldið þvi fram, að styrkleikahlutföllin séu svipuö, þegar eldflaugar, sem hægt er að skjóta úr flugvélum eða af ofan- sjávarskipum, séu teknar meö i reikninginn. A þvi sviði hafi Nató- rikin algera yfirburði. Rússar væru þvi orönir miklu lakar settir en Bandarikjamenn, ef þeir eyði- legðu meðaldrægar eldflaugar sinar, sem skjóta má af jörðu, og fengu ekki annað á móti en að Bandarikin hættu við að setja upp meðaldrægar eldflaugar, sem skjóta má af jörðu. Vel má vera, aö þetta eigi eftir aö valda verulegum ágreiningi i viðræðunum i Genf. I fyrsta lagi verði deilt um, hver hinn raun- verulegi styrkleiki risaveldanna sé á þessu sviði. í öðru lagi hvort ■ Reagan eingöngu eigi að semja um með- aldrægar eldflaugar, sem skotið er af jörðu, eða fleiri eldflauga- tegundir. Viðbrögð Sovétmanna við þessu tilboöi Reagans hafa verið nei- kvæð af framangreindum ástæð- um, en þó vart eins hörð eins og búizt var við. Einn helzti sérfræð- ingur þeirra á sviði kjarnvopna- búnaðar, Vadim Zagladin, hefur á blaðamannafundi haft þau um- mæli um ræðu Reagans, að hún væri spor i rétta átt, ef miðað væri við fyrri ræður hans. Það leiðir óhjákvæmilega af ræðu Reagans, að Rússar verða að gera eitthvert gagntilboð. Lengur tjóar þeim ekki að bjóða upp á frystingu allra aðgerða á þessu sviði, meðan viðræður fara fram. Það myndi tryggja á með- an algera yfirburði þeirra á sviði eldflauga sem skjóta má af jörðu, en þær eru taldar öruggari og markvissari en eldflaugar, sem skotið er af skipum eða úr flug- vélum. SUMIR fréttaskýrendur gizka á, að Reagan hafi að nokkru leyti beint máli sinu til friðarhreyfing- anna i Evrópu qg ætli að draga úr áhrifum þeirra með tilboði sinu og friösamlegri talsmáta. Margir fréttaskýrendur draga i efa, að þessi tilgangur Reagans hafi heppnazt. A.m.k. nægi það ekki friðarhreyfingunum að Rússum sé gert tilboö, sem þeir voru fyrirfram búnir að hafna. Það veki þann grun, ef Banda- rikjastjórn gangi ekki lengra, aö þeir ætli að láta viðræðurnar stranda á þvi, að Rússar hafna þessu tilboði, og telji sér þá mögulegt að halda áfram við eld- flaugaáætlun sina. Verði það niðurstaöan, má bú- ast við þvi, aö sókn friöarhreyf- inganna eigi eftir að aukast. Þá geti það aukiö friðarhreyf- ingum sjálfstraust, að ræðu Reagans megi aö vissu leyti telja árangur af baráttu þeirra. Þetta myndi hins vegar breyt- ast, ef áframhald yrði á þeirri stefnu Reagans, sem ræða hans virtist boða. t>órarinn Þórarinsson, ritstjóri skrifar erlendar fréttir Engra breytinga að vænta — á hardri andstödu ísraels gegn friðarsveitunum ■ Varnarmálaráðherra Israel sagði i gær, að engra breytinga væri aö vænta i hinni hörðu afstööu Israels- manna gegn þátttöku vestur- evrópskra friöargæslusveita i friðargæslunni á Sinaiskaga. Þetta sagði hann eftir aö hafa átt fund með Begin forsætis- ráðherra Israel. Varnarmálaráöherrann hélt i gærkveldi til Washington til þess að skýra þessa afstöðu fyrir utanrikisráðherra Bandarikjanna, Alexander Haig. Aöur hafði Begin sagt að hann myndi leggja til við rikisstjórn sina á fundi hennar á sunnudag að hún hafnaði boði vesturveldanna. Seychelleyjar: Uppreisn brotin á bak aftur ■ Svo virðist sem yfirvöldum á Seychelleyjum á Noröur Indlandshafi hafi tekist að brjóta á bak aftur uppreisn sem gerð var gegn stjórninni en öryggisverðir á hinum al- þjóðlega flugvelli eyjanna háðu harða baráttu við upp- reisnarmenn i gær, en upp- reisnarmönnunum var lýst sem málaliðum frá Suður-Af- riku. Sumir uppreisnarmannanna náðust en nokkrir sluppu til fjalla og nú stendur yfir leit að þeim. Afgangur uppreisnar- mannanna rændu flugvél frá Indlandi og neyddu flugmann vélarinnar til að fljúga til Dur- ban, þar sem þeir voru hand- teknir af lögreglu Suður-Af- riku. Að sögn stjórnvalda á eyjunum komu 44 málaliðar til eyjanna i fyrradag með flug- vél frá Swasiland-Airlines, en auk þeirra tóku þátt i upp- reisninni menn sem taldir eru vera frá Bretlandi, Ástraliu, Vestur-Þýskalandi og öðrum löndum. Þetta er i annaö sinn á tveimur árum sem tilraun er gerö til að steypa stjórninni á eyjunum á sama hátt. Versnandi sambúð Indlands og Pakistan ■ Ctlit er fyrir versnandi sambúð Indlands og Pakistan. 1 þingræðu fyrir skömmu sagði Indira Gandhi forsætis- ráðherra Indlands að Pakist- anir væru nú að styrkja her- afla sinn á landamærum rikj- anna auk þess sem þeir væru aö byggja upp og endurbæta flugvelli sina við landamærin. Indverski varnarmálaráö- herrann sagði að Indverjum væri vel ljóst hvaö Pakistanir ætluöust fyrir meö nýjum friöarsáttmála sem þeir heföu lagt til að þjóöirnar samein- uðust um. Zia ul-Hac forseti Pakistan sagði að ekkert hefði þokast i samkomulagsátt með sátt- málann. Viðræður um fjárlög EBE ■ Háttsettir stjórnarliðar frá löndum Efnahagsbandalags- ins hafa hafið tveggja daga viðræöur i London þar sem rætt verður um endurskipu- lagningu á fjárlögum banda- lagsins, og mun athyglinni aðallega verða beint að land- búnaðarstefnunni. Einnig mun verða reynt aö koma i veg fyrir að deilurnar á siðasta ári endurtakisig en þá hélt Bretland þvi fram að það legði fram of mikið fjármagn til bandalagsins. Aður en Helmut Schmidt kanslari V-Þýskalands hélt til London sagði hann, að V-Þýskaland væri eina landið sem legöi til ótakmarkaö fjár- magn til bandalagsins og svo gæti ekki haldið áfram. Eins og málin standa nú mun vera litiö útlit fyrir sam- stöðu um endurskipulagningu fjárlaganna. TÉKKÓSLÓVAKIA: Fjórir háttsettir meölimir kommúnista- flokksins i Tekkóslóvakiu munu hafa veriö handteknir og færðir til yfirheyrslu fyrirskömmu en þeir gengdu allir háum embætt- um i tið A. Dubcek. PÓLLAND: Lögreglan i Póllandi mun hafa handtekið 20 með- limihins frjálsa verkalýðsfélags Solidarnosc eftir óeirðir á járn-1 brautarstöö i suðurhluta landsins. Þeir munu hafa verið að mála slagorð á veggi stöðvarinnar en aö sögn útvarpsins i Varsjá munu þeir hafa barið aöstoðarstöðvarstjórann er hann ætlaði að stöðva þá. ÍSRAEL: Miklar sprengingar hafa orðið i israelsku vopnabúri noröur af Haifa. Samkvæmt fregnum frá Israel munu sprengingarnar hafa oröið eftir aö eldur bráust út. Einn maður lést og hundruð annarra neyddust til aðleita skjóls. Ekki er vitað með vissu hvað olli eldsupptökunum, en fyrstu rannsóknir benda til, að um slys hafi verið aö ræða. SPANN :Báðar deildir spánska þingsins hafa nú samþykkt aðild landsins að Nato. Næsta skref i málinu er fyrir Nato að bjóða Spán formlega að gerast meðlimur i bandalaginu en talið er a? þaö veröi einhvern tima á næsta ári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.